Huliðshjálmur

Þingmaður Viðreisnar kallar eftir því að gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um hver nýtur styrks til atvinnustarfsemi sem styrkt er með almannafé verði aukið.

Auglýsing

Aðgengi að upp­lýs­ingum er for­senda góðra ákvarð­ana, trausts og aðhalds. Aðgengi að upp­lýs­ingum er for­senda réttar með­ferð opin­bers fjár og tryggir jafn­rétti við úthlutun tak­mark­aðra gæða, hverjir njóta þeirra og á hvaða for­send­um. Hags­munir eru þannig í leiddir í dags­ljós­ið.

Margt hefur áunn­ist á þessu sviði en margt er enn óunnið og margt hulið þoku tregð­unnar til að hafa upp­lýs­ingar aðgengi­leg­ar.

Ríkið veitir stuðn­ing af ýmsu tagi til marg­vís­legrar starf­semi, til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Þar á meðal eru beinir styrkir í ýmsu formi. Má nefna lista­manna­laun, styrki til nýsköp­un­ar, vís­inda og þró­un­ar­starfs, og styrki til bóka­út­gáfu svo eitt­hvað sé nefnt. Allir þessir styrkir eru opin­berir og birtar um þá upp­lýs­ing­ar, hver fær hvað og til hvers.

Þá má nefna að ríkið hefur gengið á undan með góðu for­dæmi og birtir opin­ber­lega á vefnum Opnir reikn­ingar rík­is­ins upp­lýs­ingar um greidda reikn­inga ráðu­neyta og stofn­ana úr bók­haldi rík­is­ins.

Gegn­sæi og aðgengi að upp­lýs­ingum um hver nýtur styrks til atvinnu­starf­semi er sjálf­sögð og eðli­leg krafa þegar ráð­stöfun almanna­fjár er ann­ars veg­ar.

Fjár­bændur

Styrkir til land­bún­aðar er lang viða­mesti styrkja­flokk­ur­inn á vegum rík­is­ins. Beinir styrkir greiddir úr rík­is­sjóði til land­bún­að­ar­kerf­is­ins nema mörgum millj­örðum á hverju ein­asta ári. Sem dæmi má taka að sauð­fjárbú fengu rúma 5 millj­arða í styrki árið 2018 og naut­gripa­rækt­endur um 6,4 millj­arða eða sam­tals um 11,4 millj­arða. Það er gríð­ar­lega há upp­hæð. Ef gert er ráð fyrir að lands­menn séu um 355 þús­und jafn­gildir það að hver og einn lands­maður greiði um 32.700 krónur til þess­ara tveggja höf­uð­greina land­bún­að­ar­ins á ári hverju í beina styrki.

Auglýsing
Styrkirnir eru sam­kvæmt sér­stökum samn­ingum við bænd­ur. Um 2.300 sauð­fjár­bændur höfðu rétt til að greiða atkvæði um sinn samn­ing en 1.332 kúa­bændur um sinn. Þá liggur fyrir að blönduð bú eru all­nokkur og því um getur sami bóndi (bú) verið hvort tveggja í senn sauð­fjár- og kúa­bóndi. Ein­falt með­al­tal sýnir að hvert sauð­fjárbú fær um 2,2 millj­ónir í sinn hlut á ári og með sama hætti hvert kúabú um 4,8 millj­ón­ir. Slík með­al­töl segja þó litla sem enga sögu um hver fær hvað og til hvers. 

Styrk­flokkar til sauð­fjár­bænda eru t.d. sjö tals­ins: bein­greiðsl­ur, gæða­stýr­ing, býl­is­stuðn­ing­ur, ull­ar­nýt­ing, fjár­fest­ing­ar­stuðn­ing­ur, svæð­is­bund­inn stuðn­ingur og aukið virði afurða. 

Með sama hætti eru styrk­flokkar til kúa­bænda átta tals­ins: greiðslu­mark, inn­vegin mjólk, mjólk­ur­kýr, holda­kýr, fram­leiðslu­jafn­vægi, kyn­bóta­starf, fjár­fest­inga­stuðn­ingur og nauta­kjöts­fram­leiðsla.

Holta­þoka

Fyrir skömmu lagði ég fram fyr­ir­spurn á Alþingi um stuðn­ing við sauð­fjárbú í land­inu og óskaði eftir sund­ur­liðun á hvert bú þar sem fram kæmi upp­hæð og teg­und styrkja. Svar land­bún­að­ar­ráð­herra kom mér í opna skjöldu. Hann taldi ekki hægt að upp­lýsa um greiðslur til ein­stakra búa þar sem slíkar upp­lýs­ingar varði fjár­hags­mál­efni við­kom­andi ein­stak­linga og að upp­lýs­ing­arnar myndu birt­ast á opin­berum vett­vangi. Hins vegar væri hægt að afhenda upp­lýs­ing­arnar á öðrum vett­vangi, svo sem á lok­uðum nefnd­ar­fundi Alþing­is.

Ekki er unnt að fall­ast á þessi rök. Hér er um opin­bera styrki að ræða en ekki einka­mál­efni. Hér verður að gera brag­ar­bót og gera gang­skör að því að gera styrki til ein­stakra bænda aðgengi­lega. Reyndar á slíkt að gilda um alla sem hljóta styrki úr opin­berum sjóð­um.

Neyt­end­ur, skatt­greið­endur og ekki síst bændur sjálfir eiga heimt­ingu á því að þessar upp­lýs­ingar séu aðgengi­legar og gegn­sæj­ar. Með því móti skap­ast nauð­syn­legt traust og for­sendur til þess að sjá svart á hvítu hvernig styrkjum er var­ið. Hér er ekki ein­göngu um almanna­hag að ræða, því bændur hafa einnig við­skipta­lega hags­muni af því að geta sýnt fram á að þeir fari vel með jafn mikla fjár­muni. Þú veist hvaðan það kemur aug­lýsa íslenskir garð­yrkju­bændur með stolti. Með sama hætti þurfa bændur að geta sagt með stolti þú veist hvert féð renn­ur.

Þannig er að minnsta kosti litið á málin innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar eru upp­lýs­ingar um greiðslur til ein­stakra búa aðgengi­legar öllum í opin­berum gagna­grunn­um. Sama gildir í Nor­egi. Vand­séð er hvers vegna upp­lýs­ingar af þessum toga eigi að fara leynt á Íslandi en ekki í amk. 29 öðrum Evr­ópu­ríkj­um. Okkur er ekk­ert að van­bún­aði að gera slíkt hið sama. 

Hul­iðs­hjálmur fer íslenskum bændum ekki vel og mér er til efs að þeir vilji bera hann.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar