Huliðshjálmur

Þingmaður Viðreisnar kallar eftir því að gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um hver nýtur styrks til atvinnustarfsemi sem styrkt er með almannafé verði aukið.

Auglýsing

Aðgengi að upp­lýs­ingum er for­senda góðra ákvarð­ana, trausts og aðhalds. Aðgengi að upp­lýs­ingum er for­senda réttar með­ferð opin­bers fjár og tryggir jafn­rétti við úthlutun tak­mark­aðra gæða, hverjir njóta þeirra og á hvaða for­send­um. Hags­munir eru þannig í leiddir í dags­ljós­ið.

Margt hefur áunn­ist á þessu sviði en margt er enn óunnið og margt hulið þoku tregð­unnar til að hafa upp­lýs­ingar aðgengi­leg­ar.

Ríkið veitir stuðn­ing af ýmsu tagi til marg­vís­legrar starf­semi, til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Þar á meðal eru beinir styrkir í ýmsu formi. Má nefna lista­manna­laun, styrki til nýsköp­un­ar, vís­inda og þró­un­ar­starfs, og styrki til bóka­út­gáfu svo eitt­hvað sé nefnt. Allir þessir styrkir eru opin­berir og birtar um þá upp­lýs­ing­ar, hver fær hvað og til hvers.

Þá má nefna að ríkið hefur gengið á undan með góðu for­dæmi og birtir opin­ber­lega á vefnum Opnir reikn­ingar rík­is­ins upp­lýs­ingar um greidda reikn­inga ráðu­neyta og stofn­ana úr bók­haldi rík­is­ins.

Gegn­sæi og aðgengi að upp­lýs­ingum um hver nýtur styrks til atvinnu­starf­semi er sjálf­sögð og eðli­leg krafa þegar ráð­stöfun almanna­fjár er ann­ars veg­ar.

Fjár­bændur

Styrkir til land­bún­aðar er lang viða­mesti styrkja­flokk­ur­inn á vegum rík­is­ins. Beinir styrkir greiddir úr rík­is­sjóði til land­bún­að­ar­kerf­is­ins nema mörgum millj­örðum á hverju ein­asta ári. Sem dæmi má taka að sauð­fjárbú fengu rúma 5 millj­arða í styrki árið 2018 og naut­gripa­rækt­endur um 6,4 millj­arða eða sam­tals um 11,4 millj­arða. Það er gríð­ar­lega há upp­hæð. Ef gert er ráð fyrir að lands­menn séu um 355 þús­und jafn­gildir það að hver og einn lands­maður greiði um 32.700 krónur til þess­ara tveggja höf­uð­greina land­bún­að­ar­ins á ári hverju í beina styrki.

Auglýsing
Styrkirnir eru sam­kvæmt sér­stökum samn­ingum við bænd­ur. Um 2.300 sauð­fjár­bændur höfðu rétt til að greiða atkvæði um sinn samn­ing en 1.332 kúa­bændur um sinn. Þá liggur fyrir að blönduð bú eru all­nokkur og því um getur sami bóndi (bú) verið hvort tveggja í senn sauð­fjár- og kúa­bóndi. Ein­falt með­al­tal sýnir að hvert sauð­fjárbú fær um 2,2 millj­ónir í sinn hlut á ári og með sama hætti hvert kúabú um 4,8 millj­ón­ir. Slík með­al­töl segja þó litla sem enga sögu um hver fær hvað og til hvers. 

Styrk­flokkar til sauð­fjár­bænda eru t.d. sjö tals­ins: bein­greiðsl­ur, gæða­stýr­ing, býl­is­stuðn­ing­ur, ull­ar­nýt­ing, fjár­fest­ing­ar­stuðn­ing­ur, svæð­is­bund­inn stuðn­ingur og aukið virði afurða. 

Með sama hætti eru styrk­flokkar til kúa­bænda átta tals­ins: greiðslu­mark, inn­vegin mjólk, mjólk­ur­kýr, holda­kýr, fram­leiðslu­jafn­vægi, kyn­bóta­starf, fjár­fest­inga­stuðn­ingur og nauta­kjöts­fram­leiðsla.

Holta­þoka

Fyrir skömmu lagði ég fram fyr­ir­spurn á Alþingi um stuðn­ing við sauð­fjárbú í land­inu og óskaði eftir sund­ur­liðun á hvert bú þar sem fram kæmi upp­hæð og teg­und styrkja. Svar land­bún­að­ar­ráð­herra kom mér í opna skjöldu. Hann taldi ekki hægt að upp­lýsa um greiðslur til ein­stakra búa þar sem slíkar upp­lýs­ingar varði fjár­hags­mál­efni við­kom­andi ein­stak­linga og að upp­lýs­ing­arnar myndu birt­ast á opin­berum vett­vangi. Hins vegar væri hægt að afhenda upp­lýs­ing­arnar á öðrum vett­vangi, svo sem á lok­uðum nefnd­ar­fundi Alþing­is.

Ekki er unnt að fall­ast á þessi rök. Hér er um opin­bera styrki að ræða en ekki einka­mál­efni. Hér verður að gera brag­ar­bót og gera gang­skör að því að gera styrki til ein­stakra bænda aðgengi­lega. Reyndar á slíkt að gilda um alla sem hljóta styrki úr opin­berum sjóð­um.

Neyt­end­ur, skatt­greið­endur og ekki síst bændur sjálfir eiga heimt­ingu á því að þessar upp­lýs­ingar séu aðgengi­legar og gegn­sæj­ar. Með því móti skap­ast nauð­syn­legt traust og for­sendur til þess að sjá svart á hvítu hvernig styrkjum er var­ið. Hér er ekki ein­göngu um almanna­hag að ræða, því bændur hafa einnig við­skipta­lega hags­muni af því að geta sýnt fram á að þeir fari vel með jafn mikla fjár­muni. Þú veist hvaðan það kemur aug­lýsa íslenskir garð­yrkju­bændur með stolti. Með sama hætti þurfa bændur að geta sagt með stolti þú veist hvert féð renn­ur.

Þannig er að minnsta kosti litið á málin innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar eru upp­lýs­ingar um greiðslur til ein­stakra búa aðgengi­legar öllum í opin­berum gagna­grunn­um. Sama gildir í Nor­egi. Vand­séð er hvers vegna upp­lýs­ingar af þessum toga eigi að fara leynt á Íslandi en ekki í amk. 29 öðrum Evr­ópu­ríkj­um. Okkur er ekk­ert að van­bún­aði að gera slíkt hið sama. 

Hul­iðs­hjálmur fer íslenskum bændum ekki vel og mér er til efs að þeir vilji bera hann.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar