Huliðshjálmur

Þingmaður Viðreisnar kallar eftir því að gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um hver nýtur styrks til atvinnustarfsemi sem styrkt er með almannafé verði aukið.

Auglýsing

Aðgengi að upp­lýs­ingum er for­senda góðra ákvarð­ana, trausts og aðhalds. Aðgengi að upp­lýs­ingum er for­senda réttar með­ferð opin­bers fjár og tryggir jafn­rétti við úthlutun tak­mark­aðra gæða, hverjir njóta þeirra og á hvaða for­send­um. Hags­munir eru þannig í leiddir í dags­ljós­ið.

Margt hefur áunn­ist á þessu sviði en margt er enn óunnið og margt hulið þoku tregð­unnar til að hafa upp­lýs­ingar aðgengi­leg­ar.

Ríkið veitir stuðn­ing af ýmsu tagi til marg­vís­legrar starf­semi, til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Þar á meðal eru beinir styrkir í ýmsu formi. Má nefna lista­manna­laun, styrki til nýsköp­un­ar, vís­inda og þró­un­ar­starfs, og styrki til bóka­út­gáfu svo eitt­hvað sé nefnt. Allir þessir styrkir eru opin­berir og birtar um þá upp­lýs­ing­ar, hver fær hvað og til hvers.

Þá má nefna að ríkið hefur gengið á undan með góðu for­dæmi og birtir opin­ber­lega á vefnum Opnir reikn­ingar rík­is­ins upp­lýs­ingar um greidda reikn­inga ráðu­neyta og stofn­ana úr bók­haldi rík­is­ins.

Gegn­sæi og aðgengi að upp­lýs­ingum um hver nýtur styrks til atvinnu­starf­semi er sjálf­sögð og eðli­leg krafa þegar ráð­stöfun almanna­fjár er ann­ars veg­ar.

Fjár­bændur

Styrkir til land­bún­aðar er lang viða­mesti styrkja­flokk­ur­inn á vegum rík­is­ins. Beinir styrkir greiddir úr rík­is­sjóði til land­bún­að­ar­kerf­is­ins nema mörgum millj­örðum á hverju ein­asta ári. Sem dæmi má taka að sauð­fjárbú fengu rúma 5 millj­arða í styrki árið 2018 og naut­gripa­rækt­endur um 6,4 millj­arða eða sam­tals um 11,4 millj­arða. Það er gríð­ar­lega há upp­hæð. Ef gert er ráð fyrir að lands­menn séu um 355 þús­und jafn­gildir það að hver og einn lands­maður greiði um 32.700 krónur til þess­ara tveggja höf­uð­greina land­bún­að­ar­ins á ári hverju í beina styrki.

Auglýsing
Styrkirnir eru sam­kvæmt sér­stökum samn­ingum við bænd­ur. Um 2.300 sauð­fjár­bændur höfðu rétt til að greiða atkvæði um sinn samn­ing en 1.332 kúa­bændur um sinn. Þá liggur fyrir að blönduð bú eru all­nokkur og því um getur sami bóndi (bú) verið hvort tveggja í senn sauð­fjár- og kúa­bóndi. Ein­falt með­al­tal sýnir að hvert sauð­fjárbú fær um 2,2 millj­ónir í sinn hlut á ári og með sama hætti hvert kúabú um 4,8 millj­ón­ir. Slík með­al­töl segja þó litla sem enga sögu um hver fær hvað og til hvers. 

Styrk­flokkar til sauð­fjár­bænda eru t.d. sjö tals­ins: bein­greiðsl­ur, gæða­stýr­ing, býl­is­stuðn­ing­ur, ull­ar­nýt­ing, fjár­fest­ing­ar­stuðn­ing­ur, svæð­is­bund­inn stuðn­ingur og aukið virði afurða. 

Með sama hætti eru styrk­flokkar til kúa­bænda átta tals­ins: greiðslu­mark, inn­vegin mjólk, mjólk­ur­kýr, holda­kýr, fram­leiðslu­jafn­vægi, kyn­bóta­starf, fjár­fest­inga­stuðn­ingur og nauta­kjöts­fram­leiðsla.

Holta­þoka

Fyrir skömmu lagði ég fram fyr­ir­spurn á Alþingi um stuðn­ing við sauð­fjárbú í land­inu og óskaði eftir sund­ur­liðun á hvert bú þar sem fram kæmi upp­hæð og teg­und styrkja. Svar land­bún­að­ar­ráð­herra kom mér í opna skjöldu. Hann taldi ekki hægt að upp­lýsa um greiðslur til ein­stakra búa þar sem slíkar upp­lýs­ingar varði fjár­hags­mál­efni við­kom­andi ein­stak­linga og að upp­lýs­ing­arnar myndu birt­ast á opin­berum vett­vangi. Hins vegar væri hægt að afhenda upp­lýs­ing­arnar á öðrum vett­vangi, svo sem á lok­uðum nefnd­ar­fundi Alþing­is.

Ekki er unnt að fall­ast á þessi rök. Hér er um opin­bera styrki að ræða en ekki einka­mál­efni. Hér verður að gera brag­ar­bót og gera gang­skör að því að gera styrki til ein­stakra bænda aðgengi­lega. Reyndar á slíkt að gilda um alla sem hljóta styrki úr opin­berum sjóð­um.

Neyt­end­ur, skatt­greið­endur og ekki síst bændur sjálfir eiga heimt­ingu á því að þessar upp­lýs­ingar séu aðgengi­legar og gegn­sæj­ar. Með því móti skap­ast nauð­syn­legt traust og for­sendur til þess að sjá svart á hvítu hvernig styrkjum er var­ið. Hér er ekki ein­göngu um almanna­hag að ræða, því bændur hafa einnig við­skipta­lega hags­muni af því að geta sýnt fram á að þeir fari vel með jafn mikla fjár­muni. Þú veist hvaðan það kemur aug­lýsa íslenskir garð­yrkju­bændur með stolti. Með sama hætti þurfa bændur að geta sagt með stolti þú veist hvert féð renn­ur.

Þannig er að minnsta kosti litið á málin innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar eru upp­lýs­ingar um greiðslur til ein­stakra búa aðgengi­legar öllum í opin­berum gagna­grunn­um. Sama gildir í Nor­egi. Vand­séð er hvers vegna upp­lýs­ingar af þessum toga eigi að fara leynt á Íslandi en ekki í amk. 29 öðrum Evr­ópu­ríkj­um. Okkur er ekk­ert að van­bún­aði að gera slíkt hið sama. 

Hul­iðs­hjálmur fer íslenskum bændum ekki vel og mér er til efs að þeir vilji bera hann.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar