Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra

Árni Stefán Árnason skrifar um umræðu um lögmæti núverandi samþykkta um hundahald á Íslandi.

Auglýsing

Rétt­ar­staða hunda og eig­enda þeirra væri mjög góð ef lagi væri komið á fram­kvæmd rétt­ar­heim­ilda, laga um vel­ferð dýra og reglu­gerðar um vel­ferð gælu­dýra og öðrum eldri rétt­ar­heim­ildum um sama efni yrði eytt.

Til­efni þess­ara skrifa er umræða, sem Félag ábyrgra hunda­eig­enda hratt af stað um lög­mæti núver­andi sam­þykkta um hunda­hald á Íslandi og stendur fyrir mál­þingi um á laug­ar­dag. Mér finnst því kjörið tæki­færi, nú þegar FÁH ætlar að halda mál­þing um efnið að reifa það þoku­kennda ástand og réttaró­vissu, ­sem ríkir í þessum efn­um. - Þegar öllu er á botn­inn hvolft er það sinnu­leysi alþing­is, sem veldur hvernig málum er háttað í dag. Þingið hefur aldrei hlustað á efn­is­lega sömu ábend­ingar frá öðrum áður. 

Ég fagna því að áhrifa­að­ili í dýra­vernd láti sig málið varða því í sann­leika sagt er fram­kvæmd laga um þennan mála­flokk af hálfu stjórn­valda í lög­fræði­legu rugli og hefur verið það í ára­tugi.

Sjálfur hef ég fjallað um þetta áður og rök­stutt ítar­lega með hvaða hætti þetta er lög­leysa. Ætla ekki að end­ur­taka þá umfjöllun hér en stikla á stóru þar sem ég tel að lausnin á umkvört­un­ar­efn­inu blasi við í lög­fræði­legum skiln­ingi.

Flækju­stig núver­andi ástands var aukið til muna vegna sinnu­leysis lög­gjafans við gild­is­töku núver­andi laga um vel­ferð dýra því í þeim lögum og reglu­gerð um vel­ferð gælu­dýra er allur sá texti, sem þarf til að halda vernd­ar­væng yfir hunda­haldi á Íslandi. Flækju­stigið jókst vegna þess að eldri lög um sama efni (ákvæði úr lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir) héldu gildi sínu þrátt fyrir þá meg­in­reglu í lög­fræð­inni að yngri lög skulu ganga fram eldri. Þá eru lög um vel­ferð dýra lág­marks­reglur og sam­tímis miklu ítar­legri en sam­þykktir hvað varðar skrán­ing­ar­skyldu og eft­ir­lit með hunda­haldi. Auk þess eru sam­þykktir miklu rétt­lægri rétt­ar­heim­ild en settur réttur og reglu­gerð­ir.

Auglýsing
Í ein­föld­uðu máli er öllu sem snýr að hunda­haldi í sveit­ar­fé­lög­unum stýrt með reglu­verki, sem kall­ast sam­þykktir um hunda­hald. Sam­þykkt­irnar koma frá sveita­stjórnum og ráð­herra þarf að sam­þykkja þær. Heil­brigð­is­eft­ir­lit eru svo fram­kvæmda og eft­ir­lits­að­il­inn, alveg eins og MAST með öllu dýra­haldi. Það stenst var­la, að tveir eft­ir­lits­að­ilar séu settir á sama verk­efn­ið, enda óþarfi. Þá er engin þess­ara sam­þykkta eins orðuð og er það fyrsta lög­leysan því sömu lög eiga að gilda fyrir alla á Íslandi. Svo mælir stjórn­ar­skrá­in.

Til að geta búið til þessar reglur um hunda­hald, sem kall­ast sam­þykktir þarf að vera fyrir hendi leyfi í lög­um. Þetta hunda­sam­þykkta­leyfi er að finna í lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir. Já hlægið bara, en svona er þetta. Þar er þetta ákvæði að finna:  

Sveit­ar­fé­lög geta sett sér eigin sam­þykktir um atriði sem ekki er fjallað um í reglu­gerðum eða gert um ein­stök atriði ítar­legri kröfur en fram koma í þeim, enda falli þau undir lög­in. Heim­ilt er auk ann­ars að setja í slíkar sam­þykktir ákvæði um:

1. bann eða tak­mörkun gælu­dýra­halds og hús­dýra­halds Í þessu ákvæði er mik­il­vægur texti: ,,sem ekki er fjallað um í reglu­gerðum" (sjá hér fyrir neðan af hverju)

Og hér situr hníf­ur­inn fastur í kúnni eins og maður seg­ir. 

Þessi laga­regla stenst ekki lengur og hefur ekki gert amk. frá því 2013 þegar lög um vel­ferð dýra tóku gildi. Um hunda­hald er nefni­lega ekki bara fjallað í reglu­gerð um vel­ferð gælu­dýra heldur líka í lögum um vel­ferð dýra þannig að fram­an­greint ákvæði er mark­laust.

Í lögum um vel­ferð dýra seg­ir:

4. gr. Yfir­stjórn.

Ráð­herra fer með yfir­stjórn mála er varða vel­ferð dýra en fram­kvæmd stjórn­sýsl­unnar er að öðru leyti í höndum Mat­væla­stofn­unar sem hefur eft­ir­lit með því að ákvæðum lag­anna sé fram­fylgt.

Í reglu­gerð um vel­ferð gælu­dýra segir m.a.: 

Til­gangur reglu­gerð­ar­innar er að tryggja vel­ferð og heil­brigði gælu­dýra með góðri með­ferð, umhirðu og aðbún­aði. Leit­ast skal við að þau geti lifað í sam­ræmi við sitt eðli­lega atferli eins og fram­ast er kost­ur. Í reglu­gerð­inni koma fram lág­marks­kröfur um ein­stök atriði.

Opin­bert eft­ir­lit. (úr sömu rgl)

Ráð­herra fer með yfir­stjórn mála sam­kvæmt reglu­gerð þess­ari. Mat­væla­stofnun fer með fram­kvæmd reglu­gerð­ar­innar og hefur eft­ir­lit með að ákvæðum hennar sé fylgt.

Umráða­manni gælu­dýra ber að tryggja gott aðgengi eft­ir­lits­að­ila að öllum gælu­dýrum og öllum þeim svæðum þar sem gælu­dýr eru hald­in.

Merk­ing og skrán­ing.(úr sömu rgl)

Umráða­manni hunda, katta og kan­ína er skylt að auð­kenna öll dýr innan 12 vikna ald­urs með ein­stak­lings­ör­merki skv. alþjóð­legum ISO-­staðli. Sam­tímis skal örmerkja­núm­erið skráð í mið­lægan gagna­grunn sem er sam­þykktur eða rek­inn af Mat­væla­stofn­un. Umráða­manni ber að tryggja að upp­lýs­ing­arnar séu réttar á hverjum tíma. Umráða­maður ber allan kostnað af merk­ingu og skrán­ingu dýra sinna. 

Nið­ur­staða

Hér er ég sem sagt búinn að teikna upp að sam­þykktir stand­ast ekki stjórn­ar­skrá né lög um vel­ferð dýra og ber við­kom­andi yfir­völdum að fella þær úr gildi og alþingi að taka ákvæðið sem heim­ilar sveit­ar­fé­lögum að setja þessar sam­þykktir

Auð­vitað ætti ég að fjalla um þetta af meiri nákvæmni og með rök­stuðn­ingi en það er óþarfi að sinni en væri svo sann­ar­lega gaman í fræði­legum skiln­ingi síð­ar.

Ég held að öll heil­brigð­is­eft­ir­lit yrðu fegin ef þessi kaleikur yrði tekin af þeim en ég er ekk­ert endi­lega viss um að Mat­væla­stofnun fynd­ist það snið­ugt ef ráð­herra segði við stofn­un­ina: farið að sinna eft­ir­lits­hlut­verki ykkar því óvíst er hvort hún réði við það miðað við fjár­mögnun og mann­afla.

Hunda­halds­um­hverfið á Íslandi og kúlt­úr­inn í kringum það er ger­breytt frá því að alþingi datt í hug að heim­ila þessa hunda­halds­sam­þykkt­ir. Mín skoðun er sú að hund­halds­menn­ingin eigi skilið alvöru eft­ir­lits­að­ila í hverjum lands­fjórð­ungi amk. og um hlut­verk hans mætti rita aðra grein.

Í dag er staða uppi sem er ekki lengur boð­leg og það er mín skoðun að með þessu átaki FÁH hreyfi þingið sig loks­ins og færi þessi mál í réttan far­veg að lög­um. Sá far­vegur er skýr og ráð­herrar mála­flokk­anna þurfa að tala saman og leysa þennan hnút. Fyrir því þurfa þing­menn nú að tala á Aust­ur­velli. Þannig kæm­ist skriður á mál­ið.

Höf­undur er lög­fræð­ingur með áherslu á öll lög um dýra­vernd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar