Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra

Árni Stefán Árnason skrifar um umræðu um lögmæti núverandi samþykkta um hundahald á Íslandi.

Auglýsing

Rétt­ar­staða hunda og eig­enda þeirra væri mjög góð ef lagi væri komið á fram­kvæmd rétt­ar­heim­ilda, laga um vel­ferð dýra og reglu­gerðar um vel­ferð gælu­dýra og öðrum eldri rétt­ar­heim­ildum um sama efni yrði eytt.

Til­efni þess­ara skrifa er umræða, sem Félag ábyrgra hunda­eig­enda hratt af stað um lög­mæti núver­andi sam­þykkta um hunda­hald á Íslandi og stendur fyrir mál­þingi um á laug­ar­dag. Mér finnst því kjörið tæki­færi, nú þegar FÁH ætlar að halda mál­þing um efnið að reifa það þoku­kennda ástand og réttaró­vissu, ­sem ríkir í þessum efn­um. - Þegar öllu er á botn­inn hvolft er það sinnu­leysi alþing­is, sem veldur hvernig málum er háttað í dag. Þingið hefur aldrei hlustað á efn­is­lega sömu ábend­ingar frá öðrum áður. 

Ég fagna því að áhrifa­að­ili í dýra­vernd láti sig málið varða því í sann­leika sagt er fram­kvæmd laga um þennan mála­flokk af hálfu stjórn­valda í lög­fræði­legu rugli og hefur verið það í ára­tugi.

Sjálfur hef ég fjallað um þetta áður og rök­stutt ítar­lega með hvaða hætti þetta er lög­leysa. Ætla ekki að end­ur­taka þá umfjöllun hér en stikla á stóru þar sem ég tel að lausnin á umkvört­un­ar­efn­inu blasi við í lög­fræði­legum skiln­ingi.

Flækju­stig núver­andi ástands var aukið til muna vegna sinnu­leysis lög­gjafans við gild­is­töku núver­andi laga um vel­ferð dýra því í þeim lögum og reglu­gerð um vel­ferð gælu­dýra er allur sá texti, sem þarf til að halda vernd­ar­væng yfir hunda­haldi á Íslandi. Flækju­stigið jókst vegna þess að eldri lög um sama efni (ákvæði úr lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir) héldu gildi sínu þrátt fyrir þá meg­in­reglu í lög­fræð­inni að yngri lög skulu ganga fram eldri. Þá eru lög um vel­ferð dýra lág­marks­reglur og sam­tímis miklu ítar­legri en sam­þykktir hvað varðar skrán­ing­ar­skyldu og eft­ir­lit með hunda­haldi. Auk þess eru sam­þykktir miklu rétt­lægri rétt­ar­heim­ild en settur réttur og reglu­gerð­ir.

Auglýsing
Í ein­föld­uðu máli er öllu sem snýr að hunda­haldi í sveit­ar­fé­lög­unum stýrt með reglu­verki, sem kall­ast sam­þykktir um hunda­hald. Sam­þykkt­irnar koma frá sveita­stjórnum og ráð­herra þarf að sam­þykkja þær. Heil­brigð­is­eft­ir­lit eru svo fram­kvæmda og eft­ir­lits­að­il­inn, alveg eins og MAST með öllu dýra­haldi. Það stenst var­la, að tveir eft­ir­lits­að­ilar séu settir á sama verk­efn­ið, enda óþarfi. Þá er engin þess­ara sam­þykkta eins orðuð og er það fyrsta lög­leysan því sömu lög eiga að gilda fyrir alla á Íslandi. Svo mælir stjórn­ar­skrá­in.

Til að geta búið til þessar reglur um hunda­hald, sem kall­ast sam­þykktir þarf að vera fyrir hendi leyfi í lög­um. Þetta hunda­sam­þykkta­leyfi er að finna í lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir. Já hlægið bara, en svona er þetta. Þar er þetta ákvæði að finna:  

Sveit­ar­fé­lög geta sett sér eigin sam­þykktir um atriði sem ekki er fjallað um í reglu­gerðum eða gert um ein­stök atriði ítar­legri kröfur en fram koma í þeim, enda falli þau undir lög­in. Heim­ilt er auk ann­ars að setja í slíkar sam­þykktir ákvæði um:

1. bann eða tak­mörkun gælu­dýra­halds og hús­dýra­halds Í þessu ákvæði er mik­il­vægur texti: ,,sem ekki er fjallað um í reglu­gerðum" (sjá hér fyrir neðan af hverju)

Og hér situr hníf­ur­inn fastur í kúnni eins og maður seg­ir. 

Þessi laga­regla stenst ekki lengur og hefur ekki gert amk. frá því 2013 þegar lög um vel­ferð dýra tóku gildi. Um hunda­hald er nefni­lega ekki bara fjallað í reglu­gerð um vel­ferð gælu­dýra heldur líka í lögum um vel­ferð dýra þannig að fram­an­greint ákvæði er mark­laust.

Í lögum um vel­ferð dýra seg­ir:

4. gr. Yfir­stjórn.

Ráð­herra fer með yfir­stjórn mála er varða vel­ferð dýra en fram­kvæmd stjórn­sýsl­unnar er að öðru leyti í höndum Mat­væla­stofn­unar sem hefur eft­ir­lit með því að ákvæðum lag­anna sé fram­fylgt.

Í reglu­gerð um vel­ferð gælu­dýra segir m.a.: 

Til­gangur reglu­gerð­ar­innar er að tryggja vel­ferð og heil­brigði gælu­dýra með góðri með­ferð, umhirðu og aðbún­aði. Leit­ast skal við að þau geti lifað í sam­ræmi við sitt eðli­lega atferli eins og fram­ast er kost­ur. Í reglu­gerð­inni koma fram lág­marks­kröfur um ein­stök atriði.

Opin­bert eft­ir­lit. (úr sömu rgl)

Ráð­herra fer með yfir­stjórn mála sam­kvæmt reglu­gerð þess­ari. Mat­væla­stofnun fer með fram­kvæmd reglu­gerð­ar­innar og hefur eft­ir­lit með að ákvæðum hennar sé fylgt.

Umráða­manni gælu­dýra ber að tryggja gott aðgengi eft­ir­lits­að­ila að öllum gælu­dýrum og öllum þeim svæðum þar sem gælu­dýr eru hald­in.

Merk­ing og skrán­ing.(úr sömu rgl)

Umráða­manni hunda, katta og kan­ína er skylt að auð­kenna öll dýr innan 12 vikna ald­urs með ein­stak­lings­ör­merki skv. alþjóð­legum ISO-­staðli. Sam­tímis skal örmerkja­núm­erið skráð í mið­lægan gagna­grunn sem er sam­þykktur eða rek­inn af Mat­væla­stofn­un. Umráða­manni ber að tryggja að upp­lýs­ing­arnar séu réttar á hverjum tíma. Umráða­maður ber allan kostnað af merk­ingu og skrán­ingu dýra sinna. 

Nið­ur­staða

Hér er ég sem sagt búinn að teikna upp að sam­þykktir stand­ast ekki stjórn­ar­skrá né lög um vel­ferð dýra og ber við­kom­andi yfir­völdum að fella þær úr gildi og alþingi að taka ákvæðið sem heim­ilar sveit­ar­fé­lögum að setja þessar sam­þykktir

Auð­vitað ætti ég að fjalla um þetta af meiri nákvæmni og með rök­stuðn­ingi en það er óþarfi að sinni en væri svo sann­ar­lega gaman í fræði­legum skiln­ingi síð­ar.

Ég held að öll heil­brigð­is­eft­ir­lit yrðu fegin ef þessi kaleikur yrði tekin af þeim en ég er ekk­ert endi­lega viss um að Mat­væla­stofnun fynd­ist það snið­ugt ef ráð­herra segði við stofn­un­ina: farið að sinna eft­ir­lits­hlut­verki ykkar því óvíst er hvort hún réði við það miðað við fjár­mögnun og mann­afla.

Hunda­halds­um­hverfið á Íslandi og kúlt­úr­inn í kringum það er ger­breytt frá því að alþingi datt í hug að heim­ila þessa hunda­halds­sam­þykkt­ir. Mín skoðun er sú að hund­halds­menn­ingin eigi skilið alvöru eft­ir­lits­að­ila í hverjum lands­fjórð­ungi amk. og um hlut­verk hans mætti rita aðra grein.

Í dag er staða uppi sem er ekki lengur boð­leg og það er mín skoðun að með þessu átaki FÁH hreyfi þingið sig loks­ins og færi þessi mál í réttan far­veg að lög­um. Sá far­vegur er skýr og ráð­herrar mála­flokk­anna þurfa að tala saman og leysa þennan hnút. Fyrir því þurfa þing­menn nú að tala á Aust­ur­velli. Þannig kæm­ist skriður á mál­ið.

Höf­undur er lög­fræð­ingur með áherslu á öll lög um dýra­vernd.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar