Minni sorg aðstandenda eftir dánaraðstoð

Ingrid Kuhlman segir að dauðinn sé ákveðið tabú sem við forðumst að ræða og að þögnin sé ekki til góðs. Kosturinn við ferlið í kringum dánaraðstoð sé að rætt er um dauðann af virðingu en ekki ótta.

Auglýsing

Þann 2. febr­úar 2017 birt­ist grein í Frétta­blað­inu eftir Björn Ein­ars­son lækni þar sem hann tjáði sig um aðstoð við sjálfs­víg og „líkn­ar­deyð­ing­u“, eins og hann hefur kosið að kalla dán­ar­að­stoð. Þar hélt hann því fram að aðstand­endur hefðu orðið út undan í umræð­unni um dán­ar­að­stoð og stað­hæfði:

„Sjálfs­víg eru alltaf harm­saga. Fyrir aðstand­endur er það mikið áfall og sorg og þeir geta upp­lifað það sem höfnun og getur það jafn­vel valdið þeim reiði. Einnig eru sjálfs­víg með aðstoð vegna ban­vænna sjúk­dóma harm­saga. Flestir eiga sér fjöl­skyldu og ást­vini. Ban­vænn sjúk­dómur er áfall, en ákvörð­unin um sjálfs­víg vegna þess veldur við­bót­ar­þján­ing­um.“

Væg­ari sorg­ar­ein­kenni og minni áfallastreita

Full­yrð­ingar Björns um reiði, sárs­auka og höfn­un­ar­til­finn­ingu eru ekki í sam­ræmi við rann­sókn­ir, sem hafa sýnt að ákvörðun um dán­ar­að­stoð veldur ekki við­bót­ar­þján­ingu. Þvert á móti líta flestir á dán­ar­að­stoð sem kær­leiks­verk enda er um að ræða dýpstu ósk ein­stak­lings­ins að fá að deyja með sæmd.

Auglýsing

Rann­sókn í Hollandi leiddi sem dæmi í ljós að nán­ustu aðstand­endur krabba­meins­sjúkra sem fengu dán­ar­að­stoð upp­lifðu væg­ari sorg­ar­ein­kenni og minni áfallastreitu en aðstand­endur þeirra krabba­meins­sjúk­linga sem dóu nátt­úru­legum dauða. Það var þeim huggun í harmi að ást­vinur þeirra hafði fengið að stjórna ferð­inni og deyja á þann hátt sem hann vildi.

Þeir töldu mik­il­vægan þátt í sorg­ar­ferl­inu að hafa fengið tæki­færi til að vera við­staddir á dán­ar­stund og kveðja ást­vin­inn. Þeir sögðu að ferlið í kringum dán­ar­að­stoð­ina hefði verið þrosk­andi og upp­lifðu þakk­læti. Sumir töldu að það að hafa geta rætt á opin­skáan hátt um dauð­ann við ást­vin­inn hefði auð­veldað þeim að horfast í augu við og sætt­ast við yfir­vof­andi and­lát hans.

Aðrir nefndu þakk­læti fyrir að hafa fengið tæki­færi til að gera upp ágrein­ing eða rifja upp dýr­mætar minn­ing­ar. Fólk upp­lifir vita­skuld sorg, streitu og söknuð við ást­vina­missi. En þegar þján­ingin ein er eftir er mik­il­vægt að dauð­dag­inn sé eins þján­ing­ar­laus og með eins mik­illi reisn og hugs­ast get­ur. Það að horfa á ást­vin kvelj­ast til síð­asta and­ar­dráttar - vit­andi að það er engin bata­von – getur haft djúp­stæð nei­kvæð til­finn­inga­leg áhrif á aðstand­end­ur.

Dán­ar­að­stoð aldrei skyndi­á­kvörðun

Björn skrif­aði jafn­framt: „Ákvörðun um sjálfs­víg upp á sitt ein­dæmi er eig­in­gjarn verkn­að­ur. Aðstoð við sjálfs­víg eða bein líkn­ar­deyð­ing þarf að vera í sátt við aðstand­end­ur. Áður fyrr var það hörm­ung fyrir aðstand­endur ef ein­hver dó skyndi­dauða. Eðli­leg­ast þótti að deyja í faðmi fjöl­skyld­unn­ar. Bana­legan er hluti af sorg­ar­úr­vinnslu manns­ins. En nú til dags vilja menn deyja skyndi­lega, vegna fjar­lægðar sinnar við dauð­ann.“

Full­yrð­ingar Björns um ein­mana skyndi­dauða í tengslum við dán­ar­að­stoð eiga ekki við rök að styðj­ast. Í fyrsta lagi eiga flestir ef ekki allir opin­skátt sam­tal við nán­ustu aðstand­endur um ósk sína. Þeir læknar sem veita dán­ar­að­stoð leggja mikla áhersla á þátt­töku aðstand­enda og ræða ítrekað við þá í ferl­inu. Það heyrir til mik­illa und­an­tekn­inga að fólk velji að binda endi á eigið líf með aðstoð læknis án vit­undar ætt­ingja. Þegar um dán­ar­að­stoð er að ræða hefur ein­stak­ling­ur­inn tæki­færi til að deyja í faðmi fjöl­skyld­unn­ar, á þann hátt sem hann vill og í því umhverfi sem hann vill. Í öðru lagi er aldrei um skyndi­á­kvörðun eða stund­ar­brjál­æði að ræða þar sem ein­stak­ling­ur­inn þarf að vera í góðu sam­bandi við lækn­inn sinn, vera með ráði og rænu og upp­fylla ströng skil­yrði. Ósk hans um dán­ar­að­stoð þarf m.a. að vera sjálf­viljug og vel ígrund­uð.

Þurfum að ræða dauð­ann

Björn hefur eitt­hvað til síns máls þegar hann stað­hæfir að dauð­inn sé fjar­lægur okk­ur. Dauð­inn er ákveðið tabú sem við forð­umst að ræða og þögnin er ekki til góðs. Kost­ur­inn við ferlið í kringum dán­ar­að­stoð er einmitt að rætt er um dauð­ann af virð­ingu en ekki ótta. Dauð­inn á ekki að vera felu­leikur enda er hann órjúf­an­legur hluti af líf­inu.

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ingar, félags um dán­ar­að­stoð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar