Minni sorg aðstandenda eftir dánaraðstoð

Ingrid Kuhlman segir að dauðinn sé ákveðið tabú sem við forðumst að ræða og að þögnin sé ekki til góðs. Kosturinn við ferlið í kringum dánaraðstoð sé að rætt er um dauðann af virðingu en ekki ótta.

Auglýsing

Þann 2. febr­úar 2017 birt­ist grein í Frétta­blað­inu eftir Björn Ein­ars­son lækni þar sem hann tjáði sig um aðstoð við sjálfs­víg og „líkn­ar­deyð­ing­u“, eins og hann hefur kosið að kalla dán­ar­að­stoð. Þar hélt hann því fram að aðstand­endur hefðu orðið út undan í umræð­unni um dán­ar­að­stoð og stað­hæfði:

„Sjálfs­víg eru alltaf harm­saga. Fyrir aðstand­endur er það mikið áfall og sorg og þeir geta upp­lifað það sem höfnun og getur það jafn­vel valdið þeim reiði. Einnig eru sjálfs­víg með aðstoð vegna ban­vænna sjúk­dóma harm­saga. Flestir eiga sér fjöl­skyldu og ást­vini. Ban­vænn sjúk­dómur er áfall, en ákvörð­unin um sjálfs­víg vegna þess veldur við­bót­ar­þján­ing­um.“

Væg­ari sorg­ar­ein­kenni og minni áfallastreita

Full­yrð­ingar Björns um reiði, sárs­auka og höfn­un­ar­til­finn­ingu eru ekki í sam­ræmi við rann­sókn­ir, sem hafa sýnt að ákvörðun um dán­ar­að­stoð veldur ekki við­bót­ar­þján­ingu. Þvert á móti líta flestir á dán­ar­að­stoð sem kær­leiks­verk enda er um að ræða dýpstu ósk ein­stak­lings­ins að fá að deyja með sæmd.

Auglýsing

Rann­sókn í Hollandi leiddi sem dæmi í ljós að nán­ustu aðstand­endur krabba­meins­sjúkra sem fengu dán­ar­að­stoð upp­lifðu væg­ari sorg­ar­ein­kenni og minni áfallastreitu en aðstand­endur þeirra krabba­meins­sjúk­linga sem dóu nátt­úru­legum dauða. Það var þeim huggun í harmi að ást­vinur þeirra hafði fengið að stjórna ferð­inni og deyja á þann hátt sem hann vildi.

Þeir töldu mik­il­vægan þátt í sorg­ar­ferl­inu að hafa fengið tæki­færi til að vera við­staddir á dán­ar­stund og kveðja ást­vin­inn. Þeir sögðu að ferlið í kringum dán­ar­að­stoð­ina hefði verið þrosk­andi og upp­lifðu þakk­læti. Sumir töldu að það að hafa geta rætt á opin­skáan hátt um dauð­ann við ást­vin­inn hefði auð­veldað þeim að horfast í augu við og sætt­ast við yfir­vof­andi and­lát hans.

Aðrir nefndu þakk­læti fyrir að hafa fengið tæki­færi til að gera upp ágrein­ing eða rifja upp dýr­mætar minn­ing­ar. Fólk upp­lifir vita­skuld sorg, streitu og söknuð við ást­vina­missi. En þegar þján­ingin ein er eftir er mik­il­vægt að dauð­dag­inn sé eins þján­ing­ar­laus og með eins mik­illi reisn og hugs­ast get­ur. Það að horfa á ást­vin kvelj­ast til síð­asta and­ar­dráttar - vit­andi að það er engin bata­von – getur haft djúp­stæð nei­kvæð til­finn­inga­leg áhrif á aðstand­end­ur.

Dán­ar­að­stoð aldrei skyndi­á­kvörðun

Björn skrif­aði jafn­framt: „Ákvörðun um sjálfs­víg upp á sitt ein­dæmi er eig­in­gjarn verkn­að­ur. Aðstoð við sjálfs­víg eða bein líkn­ar­deyð­ing þarf að vera í sátt við aðstand­end­ur. Áður fyrr var það hörm­ung fyrir aðstand­endur ef ein­hver dó skyndi­dauða. Eðli­leg­ast þótti að deyja í faðmi fjöl­skyld­unn­ar. Bana­legan er hluti af sorg­ar­úr­vinnslu manns­ins. En nú til dags vilja menn deyja skyndi­lega, vegna fjar­lægðar sinnar við dauð­ann.“

Full­yrð­ingar Björns um ein­mana skyndi­dauða í tengslum við dán­ar­að­stoð eiga ekki við rök að styðj­ast. Í fyrsta lagi eiga flestir ef ekki allir opin­skátt sam­tal við nán­ustu aðstand­endur um ósk sína. Þeir læknar sem veita dán­ar­að­stoð leggja mikla áhersla á þátt­töku aðstand­enda og ræða ítrekað við þá í ferl­inu. Það heyrir til mik­illa und­an­tekn­inga að fólk velji að binda endi á eigið líf með aðstoð læknis án vit­undar ætt­ingja. Þegar um dán­ar­að­stoð er að ræða hefur ein­stak­ling­ur­inn tæki­færi til að deyja í faðmi fjöl­skyld­unn­ar, á þann hátt sem hann vill og í því umhverfi sem hann vill. Í öðru lagi er aldrei um skyndi­á­kvörðun eða stund­ar­brjál­æði að ræða þar sem ein­stak­ling­ur­inn þarf að vera í góðu sam­bandi við lækn­inn sinn, vera með ráði og rænu og upp­fylla ströng skil­yrði. Ósk hans um dán­ar­að­stoð þarf m.a. að vera sjálf­viljug og vel ígrund­uð.

Þurfum að ræða dauð­ann

Björn hefur eitt­hvað til síns máls þegar hann stað­hæfir að dauð­inn sé fjar­lægur okk­ur. Dauð­inn er ákveðið tabú sem við forð­umst að ræða og þögnin er ekki til góðs. Kost­ur­inn við ferlið í kringum dán­ar­að­stoð er einmitt að rætt er um dauð­ann af virð­ingu en ekki ótta. Dauð­inn á ekki að vera felu­leikur enda er hann órjúf­an­legur hluti af líf­inu.

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ingar, félags um dán­ar­að­stoð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar