Minni sorg aðstandenda eftir dánaraðstoð

Ingrid Kuhlman segir að dauðinn sé ákveðið tabú sem við forðumst að ræða og að þögnin sé ekki til góðs. Kosturinn við ferlið í kringum dánaraðstoð sé að rætt er um dauðann af virðingu en ekki ótta.

Auglýsing

Þann 2. febr­úar 2017 birt­ist grein í Frétta­blað­inu eftir Björn Ein­ars­son lækni þar sem hann tjáði sig um aðstoð við sjálfs­víg og „líkn­ar­deyð­ing­u“, eins og hann hefur kosið að kalla dán­ar­að­stoð. Þar hélt hann því fram að aðstand­endur hefðu orðið út undan í umræð­unni um dán­ar­að­stoð og stað­hæfði:

„Sjálfs­víg eru alltaf harm­saga. Fyrir aðstand­endur er það mikið áfall og sorg og þeir geta upp­lifað það sem höfnun og getur það jafn­vel valdið þeim reiði. Einnig eru sjálfs­víg með aðstoð vegna ban­vænna sjúk­dóma harm­saga. Flestir eiga sér fjöl­skyldu og ást­vini. Ban­vænn sjúk­dómur er áfall, en ákvörð­unin um sjálfs­víg vegna þess veldur við­bót­ar­þján­ing­um.“

Væg­ari sorg­ar­ein­kenni og minni áfallastreita

Full­yrð­ingar Björns um reiði, sárs­auka og höfn­un­ar­til­finn­ingu eru ekki í sam­ræmi við rann­sókn­ir, sem hafa sýnt að ákvörðun um dán­ar­að­stoð veldur ekki við­bót­ar­þján­ingu. Þvert á móti líta flestir á dán­ar­að­stoð sem kær­leiks­verk enda er um að ræða dýpstu ósk ein­stak­lings­ins að fá að deyja með sæmd.

Auglýsing

Rann­sókn í Hollandi leiddi sem dæmi í ljós að nán­ustu aðstand­endur krabba­meins­sjúkra sem fengu dán­ar­að­stoð upp­lifðu væg­ari sorg­ar­ein­kenni og minni áfallastreitu en aðstand­endur þeirra krabba­meins­sjúk­linga sem dóu nátt­úru­legum dauða. Það var þeim huggun í harmi að ást­vinur þeirra hafði fengið að stjórna ferð­inni og deyja á þann hátt sem hann vildi.

Þeir töldu mik­il­vægan þátt í sorg­ar­ferl­inu að hafa fengið tæki­færi til að vera við­staddir á dán­ar­stund og kveðja ást­vin­inn. Þeir sögðu að ferlið í kringum dán­ar­að­stoð­ina hefði verið þrosk­andi og upp­lifðu þakk­læti. Sumir töldu að það að hafa geta rætt á opin­skáan hátt um dauð­ann við ást­vin­inn hefði auð­veldað þeim að horfast í augu við og sætt­ast við yfir­vof­andi and­lát hans.

Aðrir nefndu þakk­læti fyrir að hafa fengið tæki­færi til að gera upp ágrein­ing eða rifja upp dýr­mætar minn­ing­ar. Fólk upp­lifir vita­skuld sorg, streitu og söknuð við ást­vina­missi. En þegar þján­ingin ein er eftir er mik­il­vægt að dauð­dag­inn sé eins þján­ing­ar­laus og með eins mik­illi reisn og hugs­ast get­ur. Það að horfa á ást­vin kvelj­ast til síð­asta and­ar­dráttar - vit­andi að það er engin bata­von – getur haft djúp­stæð nei­kvæð til­finn­inga­leg áhrif á aðstand­end­ur.

Dán­ar­að­stoð aldrei skyndi­á­kvörðun

Björn skrif­aði jafn­framt: „Ákvörðun um sjálfs­víg upp á sitt ein­dæmi er eig­in­gjarn verkn­að­ur. Aðstoð við sjálfs­víg eða bein líkn­ar­deyð­ing þarf að vera í sátt við aðstand­end­ur. Áður fyrr var það hörm­ung fyrir aðstand­endur ef ein­hver dó skyndi­dauða. Eðli­leg­ast þótti að deyja í faðmi fjöl­skyld­unn­ar. Bana­legan er hluti af sorg­ar­úr­vinnslu manns­ins. En nú til dags vilja menn deyja skyndi­lega, vegna fjar­lægðar sinnar við dauð­ann.“

Full­yrð­ingar Björns um ein­mana skyndi­dauða í tengslum við dán­ar­að­stoð eiga ekki við rök að styðj­ast. Í fyrsta lagi eiga flestir ef ekki allir opin­skátt sam­tal við nán­ustu aðstand­endur um ósk sína. Þeir læknar sem veita dán­ar­að­stoð leggja mikla áhersla á þátt­töku aðstand­enda og ræða ítrekað við þá í ferl­inu. Það heyrir til mik­illa und­an­tekn­inga að fólk velji að binda endi á eigið líf með aðstoð læknis án vit­undar ætt­ingja. Þegar um dán­ar­að­stoð er að ræða hefur ein­stak­ling­ur­inn tæki­færi til að deyja í faðmi fjöl­skyld­unn­ar, á þann hátt sem hann vill og í því umhverfi sem hann vill. Í öðru lagi er aldrei um skyndi­á­kvörðun eða stund­ar­brjál­æði að ræða þar sem ein­stak­ling­ur­inn þarf að vera í góðu sam­bandi við lækn­inn sinn, vera með ráði og rænu og upp­fylla ströng skil­yrði. Ósk hans um dán­ar­að­stoð þarf m.a. að vera sjálf­viljug og vel ígrund­uð.

Þurfum að ræða dauð­ann

Björn hefur eitt­hvað til síns máls þegar hann stað­hæfir að dauð­inn sé fjar­lægur okk­ur. Dauð­inn er ákveðið tabú sem við forð­umst að ræða og þögnin er ekki til góðs. Kost­ur­inn við ferlið í kringum dán­ar­að­stoð er einmitt að rætt er um dauð­ann af virð­ingu en ekki ótta. Dauð­inn á ekki að vera felu­leikur enda er hann órjúf­an­legur hluti af líf­inu.

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ingar, félags um dán­ar­að­stoð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar