Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur

Hilmar Þór Björnsson telur að skipulagsyfirvöld þurfi að brjóta odd af oflæti sínu, vera auðmjúk og virkja borgarana til samstarfs – og taka öllum athugasemdum er varða skipulagsmál fagnandi.

Auglýsing

Hinn heims­frægi borg­ar­skipu­lags­fröm­uður og arki­tekt Jan Gehl, var eitt sinn spurður hvernig best væri að nota arki­tekta til þess að breyta umhverf­inu til hins betra?

Gehl svar­aði að það væri meg­in­verk­efni arki­tekts­ins að upp­lýsa íbú­ana um vanda­málin og lausn­irn­ar. Það sjá ekki allir vanda­málin sem við er að stríða og enn færri tæki­fær­in. Ef þessu er miðlað til íbú­anna vex alltaf áhugi þeirra fyrir arki­tektúr og skipu­lagi.

Gehl telur sam­ráðs­ferlið mik­il­vægan hvata til þess að glæða áhuga not­end­anna á umhverf­inu og fá kröfu­harð­ari og upp­lýst­ari neyt­end­ur. Hinn reyndi arki­tekt leggur áherslu á kynn­ingu, umræðu og þátt­töku sem flestra í ferl­inu.

Auglýsing

Gehl telur að ef ekki er tekið til­lit til íbú­anna og þeir fá ekki örvun til þátt­töku í ferl­inu, missa þeir áhug­ann og nið­ur­staðan verður ekki eins far­sæl.

Ef umræð­unni er beint að borg­ur­unum þá fara hlut­irnir af stað, segir Gehl. Svo þurfa þeir borg­arar sem blanda sér í umræð­una að fá eitt­hvað til baka. Fá á til­finn­ing­una að á þá sé hlust­að, að sjón­ar­mið þeirra skipti máli.

Þetta vita allir arki­tektar og lík­lega stjórn­mála­menn líka. Gall­inn er bara sá að þetta er taf­samt ferli. Sam­ráð tekur langan tíma en er nán­ast alltaf til mik­illa bóta. Í raun er skipu­lags­vinna tómt ves­en, svoldið eins og að reka stórt mötu­neyti. Það er aldrei hægt að gera öllum til hæf­is. Við verðum líka að muna að það tekur langan tíma að byggja borg og það á að taka langan tíma. Það er mik­il­vægt að borgir bygg­ist upp hægt og í sam­hljómi við það sem fyrir er og í mik­illi sátt við þá sem í borg­inni búa. „Róm var ekki byggð á einum deg­i.“ Best er ef borgir byggj­ast upp hægt og með virð­ingu fyrir stað­ar­and­an­um.

Ég hef þrisvar gert form­lega athuga­semd við aug­lýst deiliskipu­lag í kynn­ing­ar­ferli hjá Reykja­vík­ur­borg. Athuga­semd­irnar vörð­uðu ekki einka­hags­muni mína heldur almanna­hags­muni. Í fyrsta sinn fann ég að stað­setn­ingu Land­spít­al­ans við Hring­braut. Í annað sinn taldi ég að gera ætti auknar útlits­kröfur í deiliskipu­lagi við Hafn­ar­torg þar sem stað­ar­andi Kvosar­innar væri áhrifa­valdur og að gert væri ráð fyrir Borg­ar­lín­unni sem þar á að koma. Og í þriðja sinn taldi ég óráð að byggja framan við Gamla Garð á Háskóla­svæð­inu eins og áformað var. Allt með fag­legum og jákvæðum rök­um.

Það er skemmst frá því að segja að athuga­semd­irnar voru nán­ast lagðar til hlið­ar. Mér hefur t.d. enn ekki borist svar við þeirri síðustu, vegna við­bygg­ingar við Gamla Garð, þó liðin séu tvö og hálft ár frá þvi að umsagn­ar­frest­ur­inn rann út. Og nú eru þeir byrj­aðir að byggja þarna án þess að hafa lokið lög­bundnu athu­asemda­ferli með því að svara athuga­semd­un­um. Það skal samt tekið fram að ekki er verið að byggja það hús sem kynnt var á sínum tíma. Heldur ann­að, sem er miklu betra.

Reynslan af þessu segir að það fylgir eng­inn hugur að baki þeirri lög­form­legu kynn­ingu sem skipu­lags­yf­ir­vald­inu er skylt að sinna. Lær­dóm­ur­inn er sá að það er nán­ast til­gangs­laust að leggja á sig vinnu við gerð athuga­semda eins og dæmin sanna. Það má segja að það sé verið að gera grín að fólki með þessu fram­ferði þegar athuga­semdum er ekki einusinni svar­að.

Und­an­farið hefur mikil umræða verið um Lauga­veg sem göngu­gata. Það er ljóst að Lauga­vegur mun verða göngu­gata þegar fram líða stundir og við eigum að stefna að því. Á það hefur verið bent að gera göt­una, til að byrja með, að „PPS“ götu (pedestrian pri­ority street) þar sem gang­andi hafa for­gang. Þetta væri milli­leikur sem án vafa mun leiða á eðli­legan, var­færn­is­leg­ann og mjúkan hátt að þeirri æski­legu nið­ur­stöðu sem stefnt er að. Í mínum huga mun verða víð­tæk sátt um slika nálg­un. En í þessum áformum eins og víða í skipu­lag­inu virð­ist borgin ekki vilja sam­tal og sam­ráð þar sem stefnt er að sátt­um, en velur frekar, eins og oft, að fara fram með offorsi og ófriði að til­settu mark­miði ef marka má umfjöllun í fjöl­miðl­um.

Nú í vetur hefur verið mikil umræða um hvort byggja eigi nokkur þús­und fer­metra gróð­ur­hvelf­ingu á jaðri Elliða­árs­dals­ins. Holl­vina­sam­tök Elliða­ár­dals­ins og fleiri hafa gert athuga­semdir og eru að safna und­ir­skriftum í mót­mæla­skyni. Ég þekki ekki þetta mál og ætla ekki að taka afstöðu til þess. Ég tek hins vegar eftir því að þeir sem hafa með þetta að gera í stjórn­sýsl­unni grípa til varna og segja að þetta sé allt í sam­ræmi við skipu­lag og að þetta sé vel unnið af hinu færasta fólki. Svo tala þeir þetta nið­ur. Jafn­vel borg­ar­stjór­inn í Silfri Egils á sunnu­dag­inn var tal­aði um að þetta væri ekki merki­legt svæði og að þarna væru gamlar grús­grafir og tippur vegna fram­væmda við Miklu­braut á sínum tíma. Svo deila menn um hvort Elliða­ár­dal­ur­inn sé sköp­un­ar­verk almætt­is­ins eða hvort hann sé mann­anna verk.

Svipuð voru rök skipu­lags­yf­ir­valda þegar Vík­ur­garður var í umræð­unni þar sem að sögn er unnið í and­stöðu við lög um verndun og frið­helgi kirkju­garða. Vörnin var einkum sú að þetta væri allt fag­lega unn­ið. Manni kemur í hug kenni­setn­ing­in: „Það er mik­il­vægt að gera hlut­ina rétt, en það er enn mik­il­væg­ara að gera réttu hlut­ina“ sem virð­ist snúið við í setn­ing­una: „Það er mik­il­væg­ara að gera hlut­ina rétt en að gera réttu hlut­ina.“

Hug­myndin er hvorki betri né verri þó fag­lega sé unnið og verkið unnið rétt sam­kvæmt öllum settum reglum og venjum eða með vísan til þess hvernig Elliða­ár­dal­ur­inn hafi verið í fyrnd­inni. Aðal­málið er að þeir borg­arar sem sett hafa sig inn í málið og tjáð sig, vilja þetta ekki.

Annað nýlegt dæmi er bar­átta íbúa og íbúa­sam­taka um að fara var­lega varð­andi svæðið umhverfis Sjó­manna­skól­ann. Þar hafa sam­tökin Vinir Salt­fisk­mó­ans og Vinir Vatns­hóls­ins sagt borg­ina bein­línis fara með blekk­ingar í kynn­ingu á deiliskipu­lag­inu þar.

Ein­hvern­vegin hefur borg­inni ekki tek­ist að höndla þessi mál þannig að sátt náist og traust mynd­ist.

Skipu­lags­yf­ir­völd þurfa að brjóta odd af oflæti sínu, vera auð­mjúk og fara að ráðum Jan Gehl. Þau eiga að virkja borg­ar­ana til sam­starfs og taka öllum athuga­semdum fagn­andi, þakka fyrir þær, gera mála­miðl­anir og taka til­lit til athuga­semda þegar það á við. Forð­ast átök og átta sig á því að lýð­ræðið á ekki ein­ungis að vera virkt á kjör­degi, heldur alltaf þegar tæki­færi gefst.

Það er skipu­lag­inu ekki til fram­dráttar að skella skolla­eyrum við fram­lagi áhuga­samra borg­ara, sem vilja vel.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar