Mynd: Birgir Þór Harðarson

Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar

Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna. Fyrsta kjörtímabili hans lýkur á næsta ári og hann hefur enn ekki tilkynnt um hvort áframhald verði á því ástarsambandi sem myndast hefur milli manns og þjóðar.

Þann 30. des­em­ber 2015 birt­ist grein á Kjarn­anum eftir sagn­fræð­ing­inn Guðna Th. Jóhann­es­son. Hún bar tit­il­inn „Hvað er eig­in­lega að Ólafi Ragn­ari?“ Tit­ill­inn var leikur að orðum og til­gangur hans það að sýna hversu umdeildur Ólafur Ragnar Gríms­son, þáver­andi for­seti Íslands, væri. 

Í grein­inni sagði: „Margir eiga það því sam­eig­in­legt að spyrja sig og aðra hvað sé eig­in­lega að Ólafi Ragn­ari Gríms­syni. En fólk mælir nú sjaldn­ast einum rómi. Þjóð er ekki órofa heild og í þessum orðum skipta áherslur máli. Hvað er eig­in­lega að hon­um? spyrja þeir sem finnst for­seti hafa setið nógu lengi á valda­stóli, gam­all valda­karl með sitt­hvað á sam­visk­unni. Hins vegar eru þeir líka til sem spyrja: Hvað er eig­in­lega að for­set­an­um? Herra Ólafur hafi staðið sig vel, komið í veg fyrir Ices­ave og hugs­an­lega aðild að Evr­ópu­sam­band­in­u.“

Til­efnið grein­ar­innar það að Ólafur Ragnar Gríms­son hafði sagt að hann myndi greina frá því hvort hann sækt­ist eftir því að sitja sitt sjötta kjör­tíma­bil, en hann hafði verið kos­inn í emb­ættið sum­arið 1996.

Í henni sagði Guðni, sem hafði sér­hæft sig í for­seta­legri sagn­fræði, meðal ann­ars að það væri alls ekki úti­lokað að Ólafur Ragnar yrði aftur í fram­boði, þrátt fyrir að hann hefði áður sagt að svo yrði ekki. „Geri hann það virð­ist hann eiga sig­ur­inn vís­an. Önnur for­seta­efni yrðu fall­byssu­fóð­ur. Sitj­andi for­seti sigrar alltaf. Það segir sagan að minnsta kosti. Á hitt er þó að líta að ein­hvern tím­ann verður allt fyrst. Öfl­ugur fram­bjóð­andi sem stæði einn and­spænis Ólafi gæti heldur betur velgt honum undir ugg­um.“

Í nýársávarp­inu til­kynnti Ólafur Ragnar hins vegar að þetta væri orðið gott, hann yrði ekki í fram­boði í kosn­ing­unum sem fram fóru sum­arið 2016.

Hver yrði næst­ur?

Miklar bolla­legg­ingar hófust um hverjir myndu bjóða sig fram. Nöfn eins og Jón Gnarr, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Andri Snær Magna­son og Össur Skarp­héð­ins­son voru hávær í umræð­unni.

Í byrjun apríl 2016 breytt­ust hins vegar for­sendur for­seta­kosn­ing­anna algjör­lega þegar Panama­skjölin voru opin­beruð, fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar leiddu til afsagnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og sú rík­is­stjórn sem tók við lof­aði þing­kosn­ingum um haust­ið.

Öll þessi atburða­rás átti sér stað nán­ast í beinni útsend­ingu á RÚV. Þann 4. apr­íl, fyrir þremur árum síð­an, hafði staðið til að halda stuttan auka­frétta­tíma til að fara yfir þá sögu­lega atburði sem voru að eiga sér stað. Þann dag flakk­aði Sig­mundur Davíð um höf­uð­borg­ar­svæðið með tösku sem inni­hélt skjal með ósk um þing­rofs­heim­ild. Hann fór meðal ann­ars til fundar við Ólaf Ragnar og bar upp þá ósk, sem for­set­inn hafn­aði. Ólafur Ragnar hélt svo blaða­manna­fund í kjöl­farið þar sem hann útskýrði hvað hefði átt sér stað.

Í setti hjá RÚV var Guðni Th. Jóhann­es­son í hlut­verki sér­fræð­ings og hann ílengd­ist í gegnum mara­þonútsend­ing­una, leiddi þjóð­ina í gegnum fárán­leika atburð­ana sem voru að eiga sér stað og sló í gegn.

Í kjöl­farið fór áskor­unum að rigna yfir Guðna um að bjóða sig fram til for­seta.

Hættur við að hætta við

Ólafur Ragnar hafði hins vegar runnið á blóð­lykt­ina og ákvað að hætta við að hætta við að bjóða sig aftur fram 18. apr­íl. Hann taldi þjóð­ina þurfa á sér að halda „í þessu umróti óvissu og mót­mæla.“

Í fyrstu skoð­ana­könnun sem gerð var eftir þetta mæld­ist Ólafur Ragnar með 53 pró­sent stuðn­ing. En þrýst­ingur á Guðna um fram­boð hélt áfram. Í könnun sem birt var í byrjun maí var eng­inn mark­tækur munur á stuðn­ingi við hann og Ólaf Ragn­ar. 51 pró­sent sögð­ust vilja Guðna, sem hafði ekki til­kynnt um fram­boð, sem for­seta en tæp 49 pró­sent Ólaf Ragn­ar.

Ólafur Ragnar rataði svo í vand­ræði í byrjun maí þegar Kjarn­inn greindi frá beinum tengslum eig­in­konu hans, Dor­ritar Moussai­eff, við aflands­fé­lög. Ólafur hafði áður neitað því afdrátt­ar­laust á CNN að fjöl­skylda hans hefði nokkur tengsl við slík.

Þann 5. maí til­kynnti Guðni svo um fram­boð sitt.

Davíð mætir

Þremur dögum síðar æst­ust leikar enn frekar þegar Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, for­sæt­is­ráð­herra, utan­rík­is­ráð­herra, seðla­banka­stjóri og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og þáver­andi og núver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, ákvað að bjóða sig líka fram.

Dag­inn eftir það til­kynnti Ólafur Ragnar að hann væri hættur við að hætta við að hætta. Opin­bera skýr­ingin var að Guðni og Davíð væru nægi­lega fram­bæri­legir fram­bjóð­endur til að hann gæti stigið af svið­inu. Þeim væri treystandi.

Ljóst varð strax að Guðni hafði kosn­inga­bar­átt­una í hendi sér. Hann mæld­ist strax með feiki­lega yfir­burði í könn­unum og með lang­mest fylgi þeirra níu sem enn voru í fram­boði eftir að fram­boðs­frestur rann út.

Hann þótti reka nokkuð lit­lausa og örugga kosn­inga­bar­áttu sem ein­kennd­ist af því að reyna að gera ekki mis­tök á meðan að Davíð lagð­ist í drullu­kast og reyndi eftir fremsta megni að draga Guðna, sem hann taldi sinn helsta and­stæð­ing, þangað niður til sín. Á víg­völl sem Davíð þekkir vel.

Á end­anum vann Guðni nokkuð öruggan sigur og varð við það sjötti for­seti Íslands. Hann fékk 39,1 pró­sent atkvæða. Davíð varð fjórði á eftir Guðna, Höllu Tóm­as­dóttur og Andra Snæ Magna­syni með 13,7 pró­sent atkvæða þrátt fyrir að hafa rekið dýr­ustu kosn­inga­bar­átt­una. Á end­anum kost­aði hvert atkvæði sem Davíð fékk hann 1.103 krón­ur.

„Minn sigur var varn­ar­sigur í ljósi þró­un­ar­inn­ar,“ sagði Guðni hóg­vær í útvarps­við­tali skömmu eftir kosn­ing­arn­ar.

Sam­stöðu­for­set­inn

Guðni Th. Jóhann­es­son tók svo form­lega við emb­ætti for­seta Íslands 1. ágúst 2016 við hátíð­lega athöfn í Alþing­is­hús­inu. Hann hóf ræðu sína á því að þakka fyrir traustið sem honum hafi verið sýnt með kjör­inu í emb­ættið og sagð­ist taka við því með auð­­mýkt í hjarta. „Ég mun og vil þiggja ráð og leið­­sögn frá ykkur öll­um, fólk­inu í land­in­u.“

Hann lauk ræðu sinni á því að segja að hann vildi að þjóðin stæði „saman um fjöl­breytni og frelsi, sam­hjálp og jafn­rétti, virð­ingu fyrir lögum og rétti. Stöndum saman um þessi grunn­­gildi góðs sam­félags, von­góð og full sjálfs­trausts. Megi sú verða gæfa okkar um alla framtíð.“

Sjötti forseti Íslands og forsetafrúin við embættistökuna.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Nokkrum vikum síðar náð­ist mynd af honum fyrir utan Dom­in­os-pizza­stað þar sem hann var að sækja Mega­viku-til­boð fyrir fjöl­skyld­una. Hann flutti erindi á Hinsegin dögum fyrstur íslenskra for­seta. Hann hafn­aði launa­hækkun sem honum var skammtað í októ­ber 2016. Hann lét mynda sig með buff frá Alzheimer-­sam­tök­un­um. Hann sýndi æðru­leysi og þol­in­mæði við for­dæma­lausa erf­ið­leika við að mynda rík­is­stjórn eftir þing­kosn­ing­arnar 2016.

Og þetta voru ein­ungis fyrstu mán­uð­irnir í starfi.

Mikil ánægja sam­kvæmt könn­unum

Und­an­farin ár, áður en Guðni tók við emb­ætt­inu, höfðu á bil­inu 15-30 pró­­­sent lands­manna sagst vera óánægð með störf Ólafs Ragn­­­ars Gríms­­­sonar sem for­­­seta, en ánægjan með störf hans mæld­ist á bil­inu 45-64 pró­­­sent. Mest mæld­ist ánægjan með Ólaf Ragnar í febr­úar 2013, þegar nýbúið var að kveða upp dóm í Ices­a­ve-­mál­inu, og í síð­ustu mæl­ing­unni sem fram­kvæmd var áður en Ólafur Ragnar lét af emb­ætti sum­arið 2016.

Ánægja með störf Guðna er hins vegar miklu meiri. Í fyrstu könnun MMR um ánægju með for­set­ann sem fram­kvæmd var eftir að hann tók við sögð­ust 68,6 pró­sent vera ánægð með Guðna.

Þegar stuðn­ingur við Guðna var kann­aður í des­em­ber 2016 kom í ljós að 80 pró­sent aðspurðra voru ánægðir með störf hans. Þegar ein­ungis var skoðað þá sem tóku afstöðu þá var stuðn­ingur við hann 96 pró­sent.

Guðni fékk mikla athygli þegar hann setti á sig buff frá Alzheimer-samtökunum. Hún var bæði jákvæð og neikvæð. Hann brást við með því að endurtaka leikinn hjá Rauða krossinum skömmu síðar.
Mynd: Aðsend.

Þannig hefur stuðn­ing­ur­inn verið nær sleitu­laust síð­an. Í nýj­ustu mæl­ingu MMR, sem birt var 9. apríl síð­ast­lið­inn, sagð­ist 81,6 pró­sent þjóð­ar­innar vera ánægð með störf for­seta síns. um 93,5 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu voru sáttir með hann.

Lands­menn treysta ekki stjórn­mála­mönn­um, bara Guðna

Ljóst er að Guðni er því for­seti sem nær að sam­eina þjóð­ina á sama tíma og for­dæma­laust rót hefur verið í íslenskum stjórn­mál­um, sem skilað hefur því að átta flokkar eru nú á Alþingi íslend­inga og í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

Hann er eini kjörni full­trúi þjóð­ar­innar sem virð­ist njóta trausts þvert á flokka og aðrar grund­vall­ar­mein­ing­ar. Á sama tíma og traust á Guðna er í svim­andi og nán­ast óhugs­andi hæðum – í kringum 80 pró­sent – þá hefur það fallið skarpt gagn­vart öðrum stofn­unum þar sem kjörnir full­trúar sitja.

Í þjóð­ar­púlsi Gallup ­sem birtur var í febr­úar kom í ljós að traust á Alþingi hafði hrunið úr 29 pró­sent í 18 pró­sent milli ára. Traust til borg­ar­stjórnar Reykja­víkur mæld­ist í sömu könnun 16 pró­sent, en hafði verið 24 pró­sent árið áður. Traust til emb­ættis for­seta Íslands mæld­ist 83 pró­sent í þess­ari könn­un Gallup. Það jókst milli ára.

Ofbauð Klaust­ur­málið

Guðni hefur ekki gefið kost á mörgum stórum við­tölum síðan að hann tók við emb­ætti. Hann gaf þó kost á einu slíku í des­em­ber síð­ast­liðnum þegar hann ræddi við Fann­eyju Birnu Jóns­dóttur, stjórn­anda Silf­urs­ins.

Umræðu­efnið var að stórum hluta traust, sér­stak­lega í kjöl­far hins víð­fræga Klaust­urs­máls. Guðni sagði að honum hefði ofboðið talsmáti þeirra þing­manna sem sátu að drykkju á Klaust­ur­barnum 20. nóv­em­ber 2018. Hann sagði að þing­menn­irnir hefðu gerst sekir um virð­ing­­ar­­leysi og sjálfs­­upp­­hafn­ing­u „Þetta er ekki leiðin til auka traust almenn­ings á Alþingi. Að við­hafa svona orð­­færi sem er til merkis um ein­hvern und­ir­liggj­andi vanda. Manni ofbauð, það er ekk­ert flókn­­ara en það.“  

Guðni sagði þetta ekki leið­ina til að auka traust almenn­ings á Alþingi og að það væri mik­il­vægt fyrir alla að reyna standa sig vel í vinn­unni, sér­­stak­­lega þá sem eru í þjóð­­kjörnum stöð­­um. „En ég held að það yrði ekki til fram­­dráttar góðum mál­­stað ef ég færi að setja mig á afskap­­lega háan stall og segja öðrum til synd­anna. En um leið leyfir maður sér að vona að fólk finni hjá sjálfu sér hvað það hefur gert og hvernig beri að bregð­­ast við.“

Hefur ekki beitt synj­un­ar­vald­inu

Ólafur Ragnar mark­aði sér þá sér­stöðu á meðal íslenskra for­seta að hann beitti synj­un­ar­valdi, neit­aði þrí­vegis að skrifa undir lög sem honum bár­ust frá Alþingi til und­ir­skrift­ar. Það hafði eng­inn for­seti gert áður og Guðni hefur heldur ekki beitt því valdi.

Í við­tali við Kjarn­ann skömmu eftir að hann til­kynnti um fram­boð sitt til for­seta sagði Guðni að hann væri þó til­bú­inn að glíma við synjun laga. „Það hefur skap­ast nýr raun­veru­leiki á Bessa­stöð­u­m,“ sagði hann um það að Ólafur Ragnar hefði vakið synj­un­ar­valdið upp úr því að vera álitið dauður bók­staf­ur. Frá því yrði ekki snú­ið.

Guðni hafði þó líka sterkar skoð­anir á því hvar synj­un­ar­valdið ætti að liggja. „Við þurfum að koma því í stjórn­ar­skrá að til­tek­inn hluti kjós­enda geti kraf­ist þjóð­ar­at­kvæðis um umdeild mál. Þarna ætla ég bein­línis að beita mér því þetta lítur svo beint að störfum for­seta.“

Á þeim árum sem Guðni hefur setið í emb­ætti þá hefur verið skorað á hann nokkrum sinnum að beita synj­un­ar­vald­inu. Rúmum mán­uði eftir að hann tók við skrif­aði Guðni undir búvöru­lög og við það tóku umdeildir nýir búvöru­samn­ingar gildi. Und­ir­skrifta­söfnun hafði verið hrundið af stað til að reyna að fá for­set­ann til að hafna lög­un­um.

Sum­arið 2017 var skorað á hann að stað­festa ekki stjórn­ar­at­hafnir Alþingis vegna skip­unar 15 dóm­ara við Lands­rétt. For­set­inn sendi þá frá sé sér­staka yfir­lýs­ingu þar sem hann rök­studdi ákvörðun sína, en skrif­aði sam­tímis und­ir.

Nú stendur hann frammi fyrir því að þrýst verður á for­set­ann að skrifa ekki undir lög sem inn­leiða hinn svo­kall­aða þriðja orku­pakka inn í íslenska lög­gjöf. Félaga­sam­tökin Orkan okkar eru sem stendur að safna und­ir­skriftum vegna þessa.

Guðni virð­ist þó yfir­veg­aður yfir stöð­unni. Þann 9. apríl tók hann þátt í pall­borðsum­ræðum um norð­ur­slóða­mál í Rúss­landi og ákvað að flytja hluta tölu sinnar á rúss­nesku.Upp­á­tækið sló í gegn í Rúss­landi. For­set­inn sem Íslend­ingar elska felur vel í kramið víð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar