Guðni staðfesti skipan dómara við Landsrétt

Forseti Íslands staðfesti skipan allra 15 dómaranna við Landsrétt.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, und­ir­rit­aði skip­un­ar­bréf 15 dóm­ara við Lands­rétt sem Alþingi hafði sam­þykkt. Guðni hafði verið hvattur til þess að hafna und­ir­ritun skip­un­ar­bréf­anna í und­ir­skrifta­söfn­un.

Sig­ríður Á. And­ers­sen dóms­mála­ráð­herra til­nefndi 15 ein­stak­linga sem dóm­ara við nýtt milli­dóms­stig, Lands­rétt, í maí. Umdeilt var að hún ákvað að hunsa röðun á hæf­is­lista sem unn­inn hafði verið af sér­stakri dóm­nefnd um hæfi umsækj­enda.

Guðni segir í yfir­lýs­ingu sem barst fjöl­miðlum í morgun að und­ir­ritun hans sé í takt við form­legar og sjálf­sagðar stjórn­ar­at­hafn­ir.

Auglýsing

Skorað var á Guðna að stað­festa ekki stjórn­ar­at­hafnir Alþingis vegna þess að ágrein­ingur ríkir um hvort rétt hafi verið staðið að skipan dóm­ar­anna. Alþingi greiddi atkvæði um alla 15 dóm­ar­ana en til tók ekki skipan hvers og eins. Guðni bendir á efa­semd­araddir um hvort þetta hafi verið í sam­ræmi við lög.

Guðni skrifar í yfir­lýs­ingu sinni að honum hafi þótt sjálf­sagt að kynna sér þau sjón­ar­mið sem lægju að baki mál­flutn­ingi þeirra sem hvöttu hann til að stað­festa ekki skipan dóm­ar­anna.

„[...]enda engin brýn stjórn­skipu­leg nauð­syn til þess að und­ir­rita skip­un­ar­bréf dómara­efn­anna um leið og mér bær­ust þau. Jafn­framt er þess að geta að þótt atbeini for­seta sé form­legur í stjórn­skipu­legu til­liti má aldrei líta svo á að sá atbeini sé þess vegna sjálf­virk­ur. Þannig eru þess dæmi að for­seta séu afhent skjöl til und­ir­rit­unar þar sem hand­vömm hefur orðið við und­ir­bún­ing og frá­gang. Þarf þá að vinna þau á ný og út­búa til und­ir­rit­un­ar,“ skrifar Guðni.

Unnur Brá Konráðsdóttir er forseti Alþingis.Eftir að hafa óskað eftir upp­lýs­ingum um máls­at­vik þá barst for­set­anum svar frá Alþingi í gær. Þar segir Guðni að bent hafi verið á að dóms­mála­ráð­herra hafi lagt til­lögur sínar fyrir Alþingi í sam­ræmi við lög.

„Í sam­tölum sem for­seti Alþingis átti við for­menn og for­ystu­fólk þing­flokka um und­ir­bún­ing atkvæða­greiðsl­unnar kom fram að þing­menn flokk­anna hefðu allir ákveðið að greiða atkvæði með sama hætti um hvern ein­stak­ling í tölu­liðum 1-15 á þing­skjal­in­u,“ skrifar Guðni enn frem­ur.

Guðni vitnar svo í loka­orð grein­ar­gerðar skrif­stofu Alþing­is: „Nið­ur­staða skrif­stof­unnar er því sú að atkvæða­greiðslan sé fylli­lega lög­mæt og í sam­ræmi við lög­bundna og venju­bundna afgreiðslu­hætti Alþing­is, svo svarað sé beint erindi skrif­stofu for­seta Ís­lands. Meg­in­hug­mynd og krafa í fyrr­nefndu bráða­birgða­á­kvæði dóm­stóla­laga er að Alþingi geti tekið afstöðu til hvers dómara­efn­is, hafnað ein­stökum til­lögum ráð­herra, en standi ekki frammi fyrir þeim kosti að sam­þykkja allar til­lög­urnar eða hafna öll­um. Við afgreiðslu máls­ins á Alþingi er þessi hug­mynd virt, frá­gangi máls­ins á þing­skjali og atkvæða­greiðslu hagað þannig að við þeirri kröfu dóm­stóla­laga mætti verða.“

Guðni seg­ist hafa svo tekið afstöðu til máls­ins með hlið­sjón af þeim upp­lýs­ingum sem hann hafði aflað sér. Hann hafi þá kom­ist „að þeirri nið­ur­stöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við und­ir­bún­ing og til­högun atkvæða­greiðsl­unnar 1. júní og hún hefði verið í sam­ræmi við lög, þing­venju og þing­sköp.“

Lesa má yfir­lýs­ingu for­set­ans í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent