Guðni Th: „Minn sigur var varnarsigur“

Nýr forseti Íslands fer til Frakklands í fyrramálið. Hann segir sigur sinn í forsetakjörinu hafa verið varnarsigur í ljósi þróunarinnar.

7DM_1548_raw_1520.JPG
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, verð­andi for­seti Íslands, fer til Frakk­lands í fyrra­málið og verður við­staddur leik Íslands og Eng­lands á Evr­ópu­mót­inu í fót­bolta. Frá þessu greindi hann í við­tali við Hall­grím Thor­steins­son á Rás 2 í morg­un. 

Í við­tal­inu ræddi Guðni um kosn­inga­bar­átt­una sem er að baki og það sem framundan er. Hann við­ur­kenndi að kannski hefði hann fallið í þá gryfju í kosn­inga­bar­átt­unni að halda að sig­ur­inn væri í höfn, og að vissu marki með­vitað en þó meira ómeð­vitað hugsað að hann yrði næsti for­seti. Hann hafi samt aldrei verið far­inn að skipu­leggja sig þannig, og haft varnagla þar á. „Ekk­ert er víst fyrr en klukkan tíu á kjör­degi þegar kjör­stöðum er lok­að.“ 

Hann við­ur­kenndi einnig að hafa brugðið við fyrstu töl­ur, sem voru úr Suð­ur­kjör­dæmi og sýndu lít­inn mun á fylgi hans og Höllu Tóm­as­dótt­ur. „Ég vissi að Halla hafði sótt mikið á enda átti hún mikið fylgi inn­i,“ sagði Guðni og sagð­ist óska Höllu og öllum hinum fram­bjóð­end­unum alls hins besta. 

Auglýsing

Hann hafi hins vegar róast við orð Dav­íðs Odds­sonar þegar frek­ari tölur höfðu borist. „Það var hann sem tók af skar­ið, sem álits­gjafi, um það að sig­ur­inn væri í höfn. Þá hvarf þessi kvíði sem kvikn­aði þegar fyrstu tölur bár­ust.“ 

Hall­grímur hafði orð á því hversu miklu afslapp­aðri og vina­legri fram­bjóð­end­urnir hafi verið í sjón­varps­sal þegar kosn­ing­unum var lok­ið. Guðni segir það að hluta til hafa verið af því að línur voru farnar að skýr­ast. „Da­víð vissi sem var að hann myndi ekki hafa sig­ur, Andri Snær örugg­lega líka, og Halla, hennar sigur fólst í hinu mikla fylgi sem sveifl­að­ist til henn­ar. Minn sigur var varn­ar­sigur í ljósi þró­un­ar­inn­ar.“ Það hafi verið mikil rússi­ban­areið að fylgj­ast með skoð­ana­könn­un­um. 

Guðni sagði jafn­framt að í langri kosn­inga­bar­áttu geti það reynst snúið að selja hug­myndir hans um for­seta­emb­ættið æ ofan í æ. For­seta sem ætti ekki að vera með neinum í liði og standa utan við og ofan við ýmis deilu­mál í sam­fé­lag­in­u. 

Hann sagði jafn­framt að hann vænti þess að mál­efni for­set­ans og stjórn­ar­skrár­innar verði rædd í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga. Hann væri fylgj­andi ákvæði um beint lýð­ræði, því for­seti verði að fylgja sinni sann­fær­ingu fyrst og fremst og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur ekki að vera honum háðar ein­göngu. Það væri ekki Íslandi til fram­dráttar að búið væri að ræða um breyt­ingar á stjórn­ar­skránni frá 2009, og ein­hverjum áföngum hafi verið náð en málið ekki klárað. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None