Guðni Th: „Minn sigur var varnarsigur“

Nýr forseti Íslands fer til Frakklands í fyrramálið. Hann segir sigur sinn í forsetakjörinu hafa verið varnarsigur í ljósi þróunarinnar.

7DM_1548_raw_1520.JPG
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, verð­andi for­seti Íslands, fer til Frakk­lands í fyrra­málið og verður við­staddur leik Íslands og Eng­lands á Evr­ópu­mót­inu í fót­bolta. Frá þessu greindi hann í við­tali við Hall­grím Thor­steins­son á Rás 2 í morg­un. 

Í við­tal­inu ræddi Guðni um kosn­inga­bar­átt­una sem er að baki og það sem framundan er. Hann við­ur­kenndi að kannski hefði hann fallið í þá gryfju í kosn­inga­bar­átt­unni að halda að sig­ur­inn væri í höfn, og að vissu marki með­vitað en þó meira ómeð­vitað hugsað að hann yrði næsti for­seti. Hann hafi samt aldrei verið far­inn að skipu­leggja sig þannig, og haft varnagla þar á. „Ekk­ert er víst fyrr en klukkan tíu á kjör­degi þegar kjör­stöðum er lok­að.“ 

Hann við­ur­kenndi einnig að hafa brugðið við fyrstu töl­ur, sem voru úr Suð­ur­kjör­dæmi og sýndu lít­inn mun á fylgi hans og Höllu Tóm­as­dótt­ur. „Ég vissi að Halla hafði sótt mikið á enda átti hún mikið fylgi inn­i,“ sagði Guðni og sagð­ist óska Höllu og öllum hinum fram­bjóð­end­unum alls hins besta. 

Auglýsing

Hann hafi hins vegar róast við orð Dav­íðs Odds­sonar þegar frek­ari tölur höfðu borist. „Það var hann sem tók af skar­ið, sem álits­gjafi, um það að sig­ur­inn væri í höfn. Þá hvarf þessi kvíði sem kvikn­aði þegar fyrstu tölur bár­ust.“ 

Hall­grímur hafði orð á því hversu miklu afslapp­aðri og vina­legri fram­bjóð­end­urnir hafi verið í sjón­varps­sal þegar kosn­ing­unum var lok­ið. Guðni segir það að hluta til hafa verið af því að línur voru farnar að skýr­ast. „Da­víð vissi sem var að hann myndi ekki hafa sig­ur, Andri Snær örugg­lega líka, og Halla, hennar sigur fólst í hinu mikla fylgi sem sveifl­að­ist til henn­ar. Minn sigur var varn­ar­sigur í ljósi þró­un­ar­inn­ar.“ Það hafi verið mikil rússi­ban­areið að fylgj­ast með skoð­ana­könn­un­um. 

Guðni sagði jafn­framt að í langri kosn­inga­bar­áttu geti það reynst snúið að selja hug­myndir hans um for­seta­emb­ættið æ ofan í æ. For­seta sem ætti ekki að vera með neinum í liði og standa utan við og ofan við ýmis deilu­mál í sam­fé­lag­in­u. 

Hann sagði jafn­framt að hann vænti þess að mál­efni for­set­ans og stjórn­ar­skrár­innar verði rædd í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga. Hann væri fylgj­andi ákvæði um beint lýð­ræði, því for­seti verði að fylgja sinni sann­fær­ingu fyrst og fremst og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur ekki að vera honum háðar ein­göngu. Það væri ekki Íslandi til fram­dráttar að búið væri að ræða um breyt­ingar á stjórn­ar­skránni frá 2009, og ein­hverjum áföngum hafi verið náð en málið ekki klárað. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None