Guðni Th: „Minn sigur var varnarsigur“

Nýr forseti Íslands fer til Frakklands í fyrramálið. Hann segir sigur sinn í forsetakjörinu hafa verið varnarsigur í ljósi þróunarinnar.

7DM_1548_raw_1520.JPG
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, verð­andi for­seti Íslands, fer til Frakk­lands í fyrra­málið og verður við­staddur leik Íslands og Eng­lands á Evr­ópu­mót­inu í fót­bolta. Frá þessu greindi hann í við­tali við Hall­grím Thor­steins­son á Rás 2 í morg­un. 

Í við­tal­inu ræddi Guðni um kosn­inga­bar­átt­una sem er að baki og það sem framundan er. Hann við­ur­kenndi að kannski hefði hann fallið í þá gryfju í kosn­inga­bar­átt­unni að halda að sig­ur­inn væri í höfn, og að vissu marki með­vitað en þó meira ómeð­vitað hugsað að hann yrði næsti for­seti. Hann hafi samt aldrei verið far­inn að skipu­leggja sig þannig, og haft varnagla þar á. „Ekk­ert er víst fyrr en klukkan tíu á kjör­degi þegar kjör­stöðum er lok­að.“ 

Hann við­ur­kenndi einnig að hafa brugðið við fyrstu töl­ur, sem voru úr Suð­ur­kjör­dæmi og sýndu lít­inn mun á fylgi hans og Höllu Tóm­as­dótt­ur. „Ég vissi að Halla hafði sótt mikið á enda átti hún mikið fylgi inn­i,“ sagði Guðni og sagð­ist óska Höllu og öllum hinum fram­bjóð­end­unum alls hins besta. 

Auglýsing

Hann hafi hins vegar róast við orð Dav­íðs Odds­sonar þegar frek­ari tölur höfðu borist. „Það var hann sem tók af skar­ið, sem álits­gjafi, um það að sig­ur­inn væri í höfn. Þá hvarf þessi kvíði sem kvikn­aði þegar fyrstu tölur bár­ust.“ 

Hall­grímur hafði orð á því hversu miklu afslapp­aðri og vina­legri fram­bjóð­end­urnir hafi verið í sjón­varps­sal þegar kosn­ing­unum var lok­ið. Guðni segir það að hluta til hafa verið af því að línur voru farnar að skýr­ast. „Da­víð vissi sem var að hann myndi ekki hafa sig­ur, Andri Snær örugg­lega líka, og Halla, hennar sigur fólst í hinu mikla fylgi sem sveifl­að­ist til henn­ar. Minn sigur var varn­ar­sigur í ljósi þró­un­ar­inn­ar.“ Það hafi verið mikil rússi­ban­areið að fylgj­ast með skoð­ana­könn­un­um. 

Guðni sagði jafn­framt að í langri kosn­inga­bar­áttu geti það reynst snúið að selja hug­myndir hans um for­seta­emb­ættið æ ofan í æ. For­seta sem ætti ekki að vera með neinum í liði og standa utan við og ofan við ýmis deilu­mál í sam­fé­lag­in­u. 

Hann sagði jafn­framt að hann vænti þess að mál­efni for­set­ans og stjórn­ar­skrár­innar verði rædd í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga. Hann væri fylgj­andi ákvæði um beint lýð­ræði, því for­seti verði að fylgja sinni sann­fær­ingu fyrst og fremst og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur ekki að vera honum háðar ein­göngu. Það væri ekki Íslandi til fram­dráttar að búið væri að ræða um breyt­ingar á stjórn­ar­skránni frá 2009, og ein­hverjum áföngum hafi verið náð en málið ekki klárað. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None