Arion banki lækkar hlutafé – Virði þess um 14 milljarðar króna

Arion banki hefur lækkað útgefið hlutafé sitt um 9,3 prósent, eða þá eign sem bankinn átti í sjálfum sér. Við það eykst virði hlutafjár annarra hluthafa um 14,2 milljarða króna. Þeir fá líka tíu milljarða króna arðgreiðslu í ár.

Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Auglýsing

Skráð hlutafé Arion banka verður lækkað um 186 milljón hluti frá og með morgundeginum, 17. apríl. Um er að ræða 9,3 prósent af útgefnu hlutafé í bankanum sem er í eigu hans sjálfs sem stendur. Virði þess hlutar, miðað við gengi bréfa í Arion banka í dag, er um 14,2 milljarðar króna.

Eftir breytinguna mun útgefið hlutafé í Arion banka ekki lengur vera tvær milljónir hlutir heldur 1.814 milljónir hlutir. Það þýðir að hlutfallsleg eign annarra hluthafa eykst. Eftir breytinguna mun Kaupþing ehf., sem í dag á 18,14 prósent hlut í bankanum, til dæmis eiga 20 prósent hlut og Taconic Capital, næst stærsti eigandinn, sjá hlutfallslega eign sína fara úr 14,5 prósentum í 16 prósent. Stoðir, stærsti innlendi fjárfestirinn í Arion banka sem bætti verulegum eignarhlut við sig í síðustu viku, fer úr 4,2 prósent eignarhlut í 4,6 prósent.

Átti 200 milljarða í eigið fé

Lækkunin á hlutafé Arion banka var samþykkt á aðalfundi hans sem fram fór 20. mars síðastliðinn. Á þeim sama fundi var Brynjólfur Bjarnason kjörinn stjórnarformaður bankans og tók við þeirri stöðu af Evu Cederbalk. Á sama aðalfundi var samþykkt að greiða út tíu milljarða króna í arð vegna síðasta árs þrátt fyrir að hagnaður á árinu 2018 hafi einungis verið 7,8 milljarðar króna, um helmingur þess sem hann var árið áður.

Auglýsing
Eigið fé bankans var hins vegar mikið um síðastliðinn áramót, eða 200,9 milljarðar króna, og ljóst að mögulegt væri að greiða eigendum út hluta þess annað hvort með niðurfærslu á hlutafé, sem hækkar virði eftirstandandi hluta, og með arðgreiðslum. Nú hefur bæði verið gert og samtals um 24 milljarðar króna verið færðir úr bankanum til hluthafa hans.

Lækkar eigið fé til að ná upp arðsemi

Ekkert af ofangreindu ætti að koma á óvart. Í aðdraganda þess að Arion banki var skráður á markað í fyrra var birt tilkynning um að bankinn ætlaði sér að vera með arð­semi eigin fjár sem sé yfir tíu pró­sent. Hann var fjarri því í fyrra þegar arðsemi eigin fjár hans var einungis 3,7 prósent samanborið við 6,6 prósent árið áður.

Til að ná þessu markmiði þurfti að breyta fjár­mögnun bank­ans mjög með því að greiða út eigin fé og sækja víkj­andi lán. Þær aðferðir myndu minnka eiginfjárhlutfall bankans umtalsvert og gera hlutfallslega arðsemi auðveldari. Arion banki gaf út víkjandi skuldabréf í nóvember í fyrra og í tilkynningu vegna þess kom fram að sú útgáfa, upp á 500 milljónir sænskra króna, væri „áfangi í vegferð hans að ná fram hagkvæmari skipan eiginfjár.“ Í febrúar gaf Arion banki svo út víkjandi skuldabréf í evrum upp á fimm milljónir evra í sama tilgangi.

Auglýsing
Auk þess lá fyrir að það þyrfti að minnka rekstrarkostnað Arion banka mikið t.d. með því að fækka starfs­fólki og ná hóf­legum vexti í útlánum sem sé í takti við vöxt í þjóð­ar­fram­leiðslu á Íslandi í nán­ustu fram­tíð.

Bankastjórinn hætti og miklar breytingar á eignarhaldi

Miklar hræringar hafa verið innan Arion banka undanfarnar vikur og mánuði. Höskuldur H. Ólafsson, sem hefur verið bankastjóri í níu ár, tilkynnti skyndilega að hann væri að hætta 12. apríl síðastliðinn. Höskuldur hefur neitað því að hann hafi verið rekinn eða að það hafi verið þrýst á hann að hætta. Arion banki hefur verið í sviðsljósinu vegna þess að þrír stórir viðskiptavinir sem bankinn hafði lánað fé höfðu ratað í þrot á skömmum tíma með tilheyrandi útlánatöpum. Um er að ræða United Silicon, Primera Air og WOW air.

Í vikunni áður en Höskuldur tilkynnti um afsögn sína ákvað Kaupþing ehf., stærsti eigandi bankans, að selja tíu prósent hlut í honum í lokuðu útboði. Stoðir, sem einu sinni hétu FL Group, keyptu stóran hluta af því hlutafé auk þess sem Íslandsbanki keypti umtalsverðan hlut fyrir viðskiptavini sína í framvirkum samningum.

Til viðbótar við þessi tíu prósent seldi Kaupþing ehf., félag utan um eftirstandandi eignir þrotabús bankans sem féll með látum í október 2008, einnig fimm prósent hlut til vogunarsjóðsins Taconic Capital á 6,5 milljarða króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar