Mynd: Birgir Þór Harðarson

Stoðir langstærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion banka

Félag sem starfar enn á gömlu kennitölu FL Group, og var tekið yfir af hópi sem samanstendur meðal annars af mörgum fyrrverandi lykilmönnum þess félags, er nú orðið stærsti einkafjárfestirinn í Arion banka með 4,22 prósent hlut. Virði hlutarins er um 6,5 milljarðar króna miðað við gengi bréfa í Arion banka.

Fjár­fest­inga­fé­lagið Stoð­ir, sem hét einu sinni FL Group, er stærsti einka­fjár­festir­inn í Arion banka eftir að félagið keypti stóran hluta þeirra tíu pró­senta sem Kaup­þing ehf., stærsti hlut­hafi bank­ans, seldi í síð­ustu viku.

Stoðir eiga nú 4,22 pró­sent hlut í Arion banka. Félagið hefur lengi viljað eign­ast stóran hlut í bank­an­um. Í aðdrag­anda þess að Arion banki var skráður á markað í fyrra var­haldið útboð þar sem Stoðir skráðu sig fyrir 100 millj­ónum hluta, sem hefði þýtt að það hefði átt um fimm pró­sent hlut.

Flestir þeirra inn­lendu aðila sem skráðu sig fyrir hlutum í útboð­inu voru hins vegar skertir umtals­vert og á end­anum fengu Stoðir ein­ungis að kaupa 0,6 pró­sent hlut í bank­an­um. Í síð­ustu viku gat fjár­fest­inga­fé­lag­ið, sem er eitt það stærsta á Íslandi, svo bætt veru­lega við sig þegar Kaup­þing ákvað að selja tæpan þriðj­ung af eign­ar­hlut sín­um. Kaup­þing er enn stærsti eig­andi Arion banka með 22,67 pró­sent hlut í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt Kaup­skil.

Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, væru komin inn á hlut­haf­alista yfir stærstu eig­endur Arion banka. LSR á 1,1 pró­sent hlut í bank­anum og Kjarn­inn fékk það stað­fest að hann hefði keypt þann hlut af Kaup­þingi í vik­unni á und­an. Miðað við gengi bréfa í Arion banka í byrjun síð­­­ustu viku hefur kaup­verðið verið rúm­­lega 1,6 millj­­arðar króna.

Íslands­banki var skráður með 2,84 pró­sent hlut í Arion banka á mánu­dag en sá hlutur hefur nú minnkað niður í 2,54 pró­sent. Tals­maður Íslands­banka vildi ekki upp­lýsa um hvort bank­inn hefði verið að kaupa fyrir eigin bók eða fyrir hönd við­skipta­vina þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um það á mánu­dag.

Í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag er greint frá því að Sig­urður Bolla­son, sem er líka fjórði stærsti hlut­hafi Kviku banka með 6,17 pró­sent eign­ar­hlut, og félög tengd honum eigi nú um tveggja pró­senta hlut í Arion banka. Hluti þeirrar eignar er í gegnum fram­virka samn­inga hjá Íslands­banka.

Í hinu lok­aða útboði á tíu pró­senta hlut í Arion banka sem fór fram í síð­ustu viku bætti trygg­inga­fé­lagið TM, sem er líka á meðal eig­enda Stoða, við sig hlut. Það gerði Vog­un, félag að stærstum hluta í eigu Krist­jáns Lofts­sonar og fjöl­skyldu hans, sem seldu hlut sinn í HB Granda í fyrra, líka.

Félagið sem átti Glitni sem féll með látum

Stoð­ir, sem áður hét FL Group, fór með him­in­­skautum fyrir banka­hrun sem eitt umsvifa­­mesta fjár­­­fest­inga­­fé­lag banka­­bólunn­­ar. Þegar Glitn­ir, stærsta eign FL Group, féll var ljóst að félagið myndi ekki lifa af. Það fór í greiðslu­­stöðvun og síðar í gegnum nauða­­samn­inga þar sem kröf­u­hafar eign­uð­ust félag­ið. Stærstur þeirra var Glitn­ir, bank­inn sem félagið hafði átt stóran hlut í.

Síð­­­ustu ár hafa Stoðir hægt og rólega selt eignir sínar og greitt afrakst­­ur­inn til kröf­u­hafa. Vorið 2017 seldi svo Glitn­ir­Holdco 40 pró­­sent í félag­inu á meðan að tvö félög, S121 ehf. og S122 ehf., keyptu rúman 50 pró­­senta hlut. Félögin tvö eru í eigu stórra hlut­hafa í TRygg­inga­mið­stöð­inni (TM) sem voru margir hverjir lyk­il­­menn í FL Group á árunum fyrir hrun.

Í mars 2018 seldu Stoð­ir, í gegnum eign­­ar­halds­­­fé­lagið Ferskur Hold­ing 1, tæpan níu pró­sent eign­­ar­hlut sinn í hol­­lenska drykkj­­ar­vöru­fram­­leið­and­­anum Refresco, en yfir­­­tökutil­­boðið var sam­­þykkt af Refresco í októ­ber 2017. Sölu­verðið nam 144 millj­­ónum evra, sem jafn­­gilti um 18 millj­­örðum íslenskra króna. Hlutur Stoða var met­inn á um 12,7 millj­­arða króna um ára­­mótin 2016/2017, sem þýðir að félagið hagn­að­ist um rúma fimm millj­­arða á árinu 2017. Með hagn­aði árs­ins 2017 hækk­­aði eigið fé félags­­ins einnig um fimm millj­­arða, en það stóð  í 18,3 millj­­örðum íslenskra króna sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi félags­ins fyrir það ár. Stoðir hafa ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2018.

For­­maður stjórnar Stoða er Jón Sig­­urðs­­son, en með honum í stjórn sitja þeir Sig­­ur­jón Páls­­son og Örvar Kærne­sted. Fram­­kvæmda­­stjóri félags­­ins er Júl­­íus Þor­finns­­son.

Gamlir lyk­il­menn úr FL Group

S121 og S122 eru að mestu í eigu sex einka­hluta­­­­fé­laga og eins skráðs félags, TM. Fé­lögin sex heita Helg­ar­fell ehf., Esju­­­­­borg ehf., Einir ehf.,  GGH ehf., Stra­han III Limited og M ehf. Nokkur þeirra, eru í eigu aðila sem eru líka stórir hlut­hafar í TM.

Esju­­­­­borg er í 50 pró­­­­­sent eigu félags sem heitir Jökla­­­­­borg. Það er skráð í 100 pró­­­­­sent eigu Jóhanns Arn­­­­­ars Þór­­­­­ar­ins­­­­­son­­­­­ar, for­­­­­stjóra og eins stærsta eig­anda veit­ing­­­­­aris­ans Foodco. Hinn helm­ing­­­­­ur­inn í Esju­­­­­borg er í eigu Riverside Capi­tal SARL, félags sem er skráð í Lúx­em­borg. Sam­­­­­kvæmt Pana­ma­skjöl­unum er það félag í end­an­­­­­legri eigu For­town Corp, félags skráð á Möltu. Eig­andi þess félags er Örvar Kærne­sted.

FL Group var eitt umsvifamesta fjárfestingafélag á Íslandi fyrir bankahrun. Það fór í greiðslustöðvun haustið 2008.
Mynd: Úr safni

Riverside Capi­tal á líka 1,92 pró­­­­­sent hlut í Trygg­inga­mið­­­­­stöð­inni í gegnum íslenska félagið Riverside Capi­tal ehf. Örvar Kærne­sted situr einnig í stjórn Trygg­inga­mið­­­­­stöðv­­­­­­­­­ar­inn­­­­­ar. Örvar var yfir starf­­­­­semi FL Group í London um tíma fyrir banka­hrun og starf­aði þar áður hjá Kaup­­­­­þingi í níu ár.  Hann er nú umsvifa­­­­­mik­ill fjár­­­­­­­­­fest­­­­­ir. Hann sett­ist í stjórn Stoða á síð­­­­­asta aðal­­­­­fundi félags­­­­­ins, sem fór vorið 2018.

Einar Örn Ólafs­­­­­son er líka á meðal eig­enda Trygg­inga­mið­­­­­stöðv­­­­­­­­­ar­inn­­­­­ar. Hann á 2,89 pró­­­­­sent hlut í henni í gegnum félag sitt Einir ehf. Það félag er líka á meðal þeirra sem náð hafa yfir­­­­­ráðum í Stoð­­­­­um. Einar starf­aði hjá Glitni og síðar Íslands­­­­­­­­­banka á árum áður. Hann var meðal ann­­­­­ars for­­­­­stöð­u­­­­­maður fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Íslands­­­­­­­­­banka fyrstu mán­uð­ina eftir að bank­inn var end­­­­­ur­reistur eftir hrun­ið. Hann gerð­ist síðan for­­­­­stjóri Skelj­ungs í maí 2009 eftir að hafa hætt hjá bank­­­­­anum vegna trún­­­­­að­­­­­ar­brests. Hann er í dag umsvifa­­­­­mik­ill fjár­­­­­­­­­fest­­­­ir og hefur stöðu grun­aðs manns í Skelj­ungs­mál­inu svo­kall­aða sem er til rann­sóknar hjá hér­aðs­sak­sókn­ara. Það snýst um meint umboðs­svik, meint skila­svik, mög­u­­leg mút­u­brot og mög­u­­leg brot á lögum um pen­inga­þvætti þegar olíu­­­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013.

Stærsti ein­staki eig­andi að hlutum í TM, að und­an­­­­­skildum líf­eyr­is­­­­­sjóðum og sjóðs í stýr­ingu Stefn­is, er félag sem heitir Helg­ar­fell ehf. með 6,64 pró­­­­­sent hlut. Helg­ar­fell er líka á meðal þeirra félaga sem keyptu stóran hlut í Stoðum með TM í fyrra.

Eig­endur Helg­ar­fells eru Björg Fen­ger, Kristín Fen­ger Ver­­­­­munds­dóttir og Ari Fen­ger. Björg er eig­in­­­­­kona Jóns Sig­­­­­urðs­­­­­son­­­­­ar, fyrr­ver­andi for­­­­­stjóra FL Group/­­Stoða. Jón tók við sem stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­maður Stoða á síð­­­­­asta aðal­­­­­fundi félags­­­­­ins í maí í fyrra. Jón á líka hlut í Stoðum í eigin nafni í gegnum félagið Straum­nes Ráð­gjöf ehf.

Fjórða félagið sem er stór eig­andi í S122 og S121 heitir GGH ehf.  Eig­endur þess eru Gruppen ehf. (í eigu hol­­­­­lenska félags­­­­­ins Golden Gate Mana­gement BV, sem teng­ist Magn­úsi Ármann), Ágúst Már Ármann (faðir Magn­úsar Ármann), og BNB Consulting (fé­lag í eigu Bern­hards Boga­­­­­son­­­­­ar, fyrr­ver­andi fram­­­­­kvæmda­­­­­stjóra lög­­­­­fræð­is­sviðs FLGroup) sem á eitt pró­­­­­sent hlut. Magnús Ármann var á meðal hlut­hafa í FL Group­fyrir hrun og sat í stjórn félags­­­­­ins.

Fimmta félagið sem á í félög­unum tveimur heitir M. ehf. Það er í eigu félags í Lúx­em­borg sem heitir Lucilin Conseil s.a.r.l.

Sjötta félagið í hópnum sem á umtals­verðan hlut heitir Stra­han III Limited. Einn þeirra sem stýrir því félagi er Malcolm Wal­ker, stofn­andi og eig­andi bresku versl­un­ar­keðj­unnar Iceland Foods.

Sátu í stjórn Refresco

Í S121 er Jón Sig­urðs­son stjórn­ar­for­mað­ur. Með honum þar sitja Þor­steinn M. Jóns­son, enn oft kenndur við Coke, Örvar Kærne­sted, Einar Örn Ólafs­son, Markús Hörður Árna­son og Magnús Ármann.

Þor­­­­­steinn átti hlut í FL Group fyrir banka­hrun­ið, sat í stjórn félags­­­­­ins og tók við sem stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­maður Glitnis um tíma eftir að FL Group og tengdir aðilar náðu yfir­­­­­ráðum yfir bank­an­­­­­um. Þá var Magnús Ármann hlut­hafi í FL Group.

Bæði Jón Sig­­­­­urðs­­­­­son og Þor­­­­­steinn M. Jóns­­­­­son hafa setið í stjórn Refresco fyrir hönd íslenskra eig­enda. Jón situr þar raunar enn og hefur gert frá 2009.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar