Mynd: Birgir Þór Harðarson

Stoðir langstærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion banka

Félag sem starfar enn á gömlu kennitölu FL Group, og var tekið yfir af hópi sem samanstendur meðal annars af mörgum fyrrverandi lykilmönnum þess félags, er nú orðið stærsti einkafjárfestirinn í Arion banka með 4,22 prósent hlut. Virði hlutarins er um 6,5 milljarðar króna miðað við gengi bréfa í Arion banka.

Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hét einu sinni FL Group, er stærsti einkafjárfestirinn í Arion banka eftir að félagið keypti stóran hluta þeirra tíu prósenta sem Kaupþing ehf., stærsti hluthafi bankans, seldi í síðustu viku.

Stoðir eiga nú 4,22 prósent hlut í Arion banka. Félagið hefur lengi viljað eignast stóran hlut í bankanum. Í aðdraganda þess að Arion banki var skráður á markað í fyrra varhaldið útboð þar sem Stoðir skráðu sig fyrir 100 milljónum hluta, sem hefði þýtt að það hefði átt um fimm prósent hlut.

Flestir þeirra innlendu aðila sem skráðu sig fyrir hlutum í útboðinu voru hins vegar skertir umtalsvert og á endanum fengu Stoðir einungis að kaupa 0,6 prósent hlut í bankanum. Í síðustu viku gat fjárfestingafélagið, sem er eitt það stærsta á Íslandi, svo bætt verulega við sig þegar Kaupþing ákvað að selja tæpan þriðjung af eignarhlut sínum. Kaupþing er enn stærsti eigandi Arion banka með 22,67 prósent hlut í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil.

Kjarninn greindi frá því á mánudag að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Íslandsbanki, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, væru komin inn á hluthafalista yfir stærstu eigendur Arion banka. LSR á 1,1 prósent hlut í bankanum og Kjarninn fékk það staðfest að hann hefði keypt þann hlut af Kaupþingi í vikunni á undan. Miðað við gengi bréfa í Arion banka í byrjun síð­ustu viku hefur kaup­verðið verið rúm­lega 1,6 millj­arðar króna.

Íslandsbanki var skráður með 2,84 prósent hlut í Arion banka á mánudag en sá hlutur hefur nú minnkað niður í 2,54 prósent. Talsmaður Íslandsbanka vildi ekki upplýsa um hvort bankinn hefði verið að kaupa fyrir eigin bók eða fyrir hönd viðskiptavina þegar Kjarninn leitaði eftir upplýsingum um það á mánudag.

Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti, í dag er greint frá því að Sigurður Bollason, sem er líka fjórði stærsti hluthafi Kviku banka með 6,17 prósent eignarhlut, og félög tengd honum eigi nú um tveggja prósenta hlut í Arion banka. Hluti þeirrar eignar er í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka.

Í hinu lokaða útboði á tíu prósenta hlut í Arion banka sem fór fram í síðustu viku bætti tryggingafélagið TM, sem er líka á meðal eigenda Stoða, við sig hlut. Það gerði Vogun, félag að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu hans, sem seldu hlut sinn í HB Granda í fyrra, líka.

Félagið sem átti Glitni sem féll með látum

Stoð­ir, sem áður hét FL Group, fór með him­in­skautum fyrir banka­hrun sem eitt umsvifa­mesta fjár­fest­inga­fé­lag banka­bólunn­ar. Þegar Glitn­ir, stærsta eign FL Group, féll var ljóst að félagið myndi ekki lifa af. Það fór í greiðslu­stöðvun og síðar í gegnum nauða­samn­inga þar sem kröfu­hafar eign­uð­ust félag­ið. Stærstur þeirra var Glitn­ir, bank­inn sem félagið hafði átt stóran hlut í.

Síð­ustu ár hafa Stoðir hægt og rólega selt eignir sínar og greitt afrakst­ur­inn til kröfu­hafa. Vorið 2017 seldi svo GlitnirHoldco 40 pró­sent í félag­inu á meðan að tvö félög, S121 ehf. og S122 ehf., keyptu rúman 50 pró­senta hlut. Félögin tvö eru í eigu stórra hlut­hafa í TRyggingamiðstöðinni (TM) sem voru margir hverjir lyk­il­menn í FL Group á árunum fyrir hrun.

Í mars 2018 seldu Stoð­ir, í gegnum eign­ar­halds­fé­lagið Ferskur Holding 1, tæpan níu prósent eign­ar­hlut sinn í hol­lenska drykkj­ar­vöru­fram­leið­and­anum Refresco, en yfir­tökutil­boðið var sam­þykkt af Refresco í októ­ber 2017. Söluverðið nam 144 millj­ónum evra, sem jafn­gilti um 18 millj­örðum íslenskra króna. Hlutur Stoða var met­inn á um 12,7 millj­arða króna um ára­mótin 2016/2017, sem þýðir að félagið hagn­að­ist um rúma fimm millj­arða á árinu 2017. Með hagn­aði ársins 2017 hækk­aði eigið fé félags­ins einnig um fimm millj­arða, en það stóð  í 18,3 millj­örðum íslenskra króna sam­kvæmt árs­reikn­ingi félagsins fyrir það ár. Stoðir hafa ekki birt ársreikning fyrir árið 2018.

For­maður stjórnar Stoða er Jón Sig­urðs­son, en með honum í stjórn sitja þeir Sig­ur­jón Páls­son og Örvar Kærnested. Fram­kvæmda­stjóri félags­ins er Júl­íus Þor­finns­son.

Gamlir lykilmenn úr FL Group

S121 og S122 eru að mestu í eigu sex einka­hluta­­­fé­laga og eins skráðs félags, TM. Fé­lögin sex heita Helgarfell ehf., Esju­­­­borg ehf., Einir ehf.,  GGH ehf., Strahan III Limited og M ehf. Nokkur þeirra, eru í eigu aðila sem eru líka stórir hlut­hafar í TM.

Esju­­­­borg er í 50 pró­­­­sent eigu félags sem heitir Jökla­­­­borg. Það er skráð í 100 pró­­­­sent eigu Jóhanns Arn­­­­ars Þór­­­­ar­ins­­­­son­­­­ar, for­­­­stjóra og eins stærsta eig­anda veit­ing­­­­aris­ans Foodco. Hinn helm­ing­­­­ur­inn í Esju­­­­borg er í eigu Riverside Capital SARL, félags sem er skráð í Lúxemborg. Sam­­­­kvæmt Pana­ma­skjöl­unum er það félag í end­an­­­­legri eigu Fortown Corp, félags skráð á Möltu. Eig­andi þess félags er Örvar Kærnested.

FL Group var eitt umsvifamesta fjárfestingafélag á Íslandi fyrir bankahrun. Það fór í greiðslustöðvun haustið 2008.
Mynd: Úr safni

Riverside Capital á líka 1,92 pró­­­­sent hlut í Trygg­inga­mið­­­­stöð­inni í gegnum íslenska félagið Riverside Capital ehf. Örvar Kærnested situr einnig í stjórn Trygg­inga­mið­­­­stöðv­­­­­­­ar­inn­­­­ar. Örvar var yfir starf­­­­semi FL Group í London um tíma fyrir banka­hrun og starfaði þar áður hjá Kaup­­­­þingi í níu ár.  Hann er nú umsvifa­­­­mik­ill fjár­­­­­­­fest­­­­ir. Hann sett­ist í stjórn Stoða á síð­­­­asta aðal­­­­fundi félags­­­­ins, sem fór vorið 2018.

Einar Örn Ólafs­­­­son er líka á meðal eig­enda Trygg­inga­mið­­­­stöðv­­­­­­­ar­inn­­­­ar. Hann á 2,89 pró­­­­sent hlut í henni í gegnum félag sitt Einir ehf. Það félag er líka á meðal þeirra sem náð hafa yfir­­­­ráðum í Stoð­­­­um. Einar starf­aði hjá Glitni og síðar Íslands­­­­­­­banka á árum áður. Hann var meðal ann­­­­ars for­­­­stöð­u­­­­maður fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Íslands­­­­­­­banka fyrstu mán­uð­ina eftir að bank­inn var end­­­­ur­reistur eftir hrun­ið. Hann gerð­ist síðan for­­­­stjóri Skelj­ungs í maí 2009 eftir að hafa hætt hjá bank­­­­anum vegna trún­­­­að­­­­ar­brests. Hann er í dag umsvifa­­­­mik­ill fjár­­­­­­­fest­­­­ir og hefur stöðu grunaðs manns í Skeljungsmálinu svokallaða sem er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Það snýst um meint umboðssvik, meint skila­svik, mögu­leg mútu­brot og mögu­leg brot á lögum um pen­inga­þvætti þegar olíu­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013.

Stærsti ein­staki eig­andi að hlutum í TM, að und­an­­­­skildum líf­eyr­is­­­­sjóðum og sjóðs í stýr­ingu Stefn­is, er félag sem heitir Helgarfell ehf. með 6,64 pró­­­­sent hlut. Helgarfell er líka á meðal þeirra félaga sem keyptu stóran hlut í Stoðum með TM í fyrra.

Eig­endur Helgarfells eru Björg Fenger, Kristín Fenger Ver­­­­munds­dóttir og Ari Fenger. Björg er eig­in­­­­kona Jóns Sig­­­­urðs­­­­son­­­­ar, fyrr­ver­andi for­­­­stjóra FL Group/­Stoða. Jón tók við sem stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður Stoða á síð­­­­asta aðal­­­­fundi félags­­­­ins í maí í fyrra. Jón á líka hlut í Stoðum í eigin nafni í gegnum félagið Straumnes Ráðgjöf ehf.

Fjórða félagið sem er stór eig­andi í S122 og S121 heitir GGH ehf.  Eig­endur þess eru Gruppen ehf. (í eigu hol­­­­lenska félags­­­­ins Golden Gate Management BV, sem teng­ist Magn­úsi Ármann), Ágúst Már Ármann (faðir Magn­úsar Ármann), og BNB Consulting (fé­lag í eigu Bern­hards Boga­­­­son­­­­ar, fyrr­ver­andi fram­­­­kvæmda­­­­stjóra lög­­­­fræð­is­sviðs FLGroup) sem á eitt pró­­­­sent hlut. Magnús Ármann var á meðal hlut­hafa í FL Groupfyrir hrun og sat í stjórn félags­­­­ins.

Fimmta félagið sem á í félögunum tveimur heitir M. ehf. Það er í eigu félags í Lúxemborg sem heitir Lucilin Conseil s.a.r.l.

Sjötta félagið í hópnum sem á umtalsverðan hlut heitir Strahan III Limited. Einn þeirra sem stýrir því félagi er Malcolm Walker, stofnandi og eigandi bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods.

Sátu í stjórn Refresco

Í S121 er Jón Sigurðsson stjórnarformaður. Með honum þar sitja Þorsteinn M. Jónsson, enn oft kenndur við Coke, Örvar Kærnested, Einar Örn Ólafsson, Markús Hörður Árnason og Magnús Ármann.

Þor­­­­steinn átti hlut í FL Group fyrir banka­hrun­ið, sat í stjórn félags­­­­ins og tók við sem stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður Glitnis um tíma eftir að FL Group og tengdir aðilar náðu yfir­­­­ráðum yfir bank­an­­­­um. Þá var Magnús Ármann hluthafi í FL Group.

Bæði Jón Sig­­­­urðs­­­­son og Þor­­­­steinn M. Jóns­­­­son hafa setið í stjórn Refresco fyrir hönd íslenskra eig­enda. Jón situr þar raunar enn og hefur gert frá 2009.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar