Innflytjendur þiggja minna af félagslegum greiðslum en aðrir íbúar

Þeir íbúar Íslands sem eru flokkaðir sem innlendir þiggja mun meiri félagslega framfærslu en innflytjendur, hvort sem miðað er við meðaltalsgreiðslur eða miðgildi. Samhliða mikilli fjölgun innflytjenda hafa meðaltalsgreiðslur til þeirra dregist saman.

Fjöldi erlendra ríkisborgarar sem flutt hefur til landsins hefur aukist mikið á síðustu árum samhliða bættu efnahagsástandi. Þannig er um helmingur félagsmanna Eflingar fólk af erlendum uppruna.
Fjöldi erlendra ríkisborgarar sem flutt hefur til landsins hefur aukist mikið á síðustu árum samhliða bættu efnahagsástandi. Þannig er um helmingur félagsmanna Eflingar fólk af erlendum uppruna.
Auglýsing

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands þá var meðaltal „annarra tekna“ hjá innlendum íbúum Íslands um 1,3 milljónir króna á árinu 2017. Á sama tíma var það 626 þúsund krónur hjá innflytjendum, eða rúmlega 50 prósent lægra.

„Aðrar tekjur“ eru samtala ýmissa félagslegra greiðsla, svo sem lífeyrisgreiðslur, greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og aðrar bótagreiðslur á borð við atvinnuleysisbætur, vaxta- og barnabætur. Auk þess teljast til annarra tekna náms- og rannsóknarstyrkir, vinningar og ýmsar aðrar tekjur.

Þegar miðgildi þessara talna (helmingur með lægri aðrar tekjur en það og helmingur með hærri aðrar tekjur) er skoðað kom í ljós að það var 136 þúsund krónur á ári hjá innlendum íbúum en 72 þúsund krónur hjá innflytjendum. Þar er munurinn líka tæplega 50 prósent.

Innflytjendum til Íslands hefur fjölgað mjög hratt á síðustu árum. Þeir eru nú 45.130 og hefur fjölgað um 49 prósent frá byrjun árs 2017 og um 113 prósent frá byrjun árs 2011.

Samhliða þessari miklu aukningu hefur bilið á milli meðaltals „annarra tekna“ innlendra og innflytjenda aukist. Þ.e. meðaltalsgreiðslur til innlendra íbúa hafa vaxið hraðar á síðustu árum en meðaltalsgreiðslur innflytjenda.Mynd og heimild: Hagstofa Íslands 

Meðaltalsgreiðslur til innlendra íbúa hafa farið úr 998 þúsund krónum í 1,3 milljónir króna á árunum 2012-2017. Á sama tíma lækkuðu meðaltalsgreiðslur til innflytjenda úr 644 þúsund krónum í 626 þúsund krónur.

Auglýsing
Tölurnar sýna því að samhliða fordæmalausri fjölgum erlendra ríkisborgara á Íslandi þá hafa félagslegar greiðslur til innflytjenda ekki aukist að meðaltali og að þær eru langt undir meðaltali þeirra félagslegra greiðslna sem rata til annarra íbúa landsins.

Raunar hafa greiðslur sveitarfélaga vegna félagslegrar framfærslu dregist verulega saman á undanförnum árum. Árið 2015 greiddu þau 3,4 milljarða króna í húsaleigubætur, félagslega aðstoð og styrki. Á árinu 2017 var sú upphæð 2,4 milljarðar króna.

Gæti átt sér eðlilegar skýringar

Í framsögu sem Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands, flutti um félagslegar greiðslur til innflytjenda og innlendra á morgunverðarfundi EAPN á Íslandi í lok mars, kom fram að munurinn á milli hópanna gæti átt sér eðlilegar skýringar.Mynd og heimild: Hagstofa Íslands

Hlutfall karla og yngra fólks á meðal innflytjenda væri til að mynda að jafnaði hærra. Þeir ættu líka að jafnaði færri börn og væru því ólíklegri þiggjendur barnabóta. Á móti kæmi að innflytjendur byggi oftar í leiguhúsnæði sem væri að jafnaði dýrara en eigið húsnæði.  

Í framsögunni kom einnig fram að munurinn gæti að hluta til skýrst af því að innflytjendur ættu ekki sama bótarétt og innlendir, einfaldlega vegna þess að margir þeirra hafa dvalið stuttan tíma á Íslandi. Þeir hefðu því ekki unnið sér inn rétt á félagslegum greiðslum.

Þegar miðgildi annarra tekna þeirra innflytjenda sem hafa dvalið lengur á Íslandi er skoðað þá er það hærra en hjá heildinni.

Gró sagði að fyrir innflytjendur sem hafa dvalist á Íslandi í áratug eða lengur þá sé miðgildi annarra tekna nánast það sama og hjá innlendum íbúum.

Mikil aukning á fáum árum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mjög hratt á Íslandi á undanförnum árum. Alls voru erlendir ríkisborgarar á Íslandi 45.130 í byrjun mars síðastliðnum.

Flestir þeirra erlendu rík­is­borg­ara sem búa á Íslandi koma frá Pól­landi. Í byrjun mars­mán­aðar voru þeir 19.466 tals­ins sem þýðir að 43 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara sem hér búa eru upp­runa­lega frá Pól­landi.

Í lok síð­asta árs bjuggu lang­flestir erlendu rík­is­borg­ar­arnir sem búa hér­lendis í Reykja­vík, eða 18.470 tals­ins. Á þeim tíma bjuggu því alls um 42 pró­sent þeirra í höf­uð­borg­inni, og tæp 62 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Frá byrjun árs 2015 hefur fjöldi erlendra rík­is­borg­ara í Reykja­vík auk­ist um 80 pró­sent.

Auglýsing
Mest hefur aukn­ingin hins vegar verið á Suð­ur­nesjum, og þá sér­stak­lega í Reykja­nes­bæ. Sú aukn­ing teng­ist beint auknum umsvifum vegna fjölg­unar ferða­manna sem koma til lands­ins í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl. Í byrjun árs 2015 bjuggu þar 1.590 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Í upp­hafi þessa árs voru þeir orðnir 4.590 og fjöldi þeirra því næstum þre­fald­ast á örfáum árum. Erlendir rík­is­borg­arar voru 10,6 pró­sent íbúa í Reykja­nesbæ í byrjun árs 2015 en 24,2 pró­sent þeirra í byrjun árs 2019.

Með lægri laun en Íslendingar

Um síðustu áramót voru innflytjendur 12,4 prósent af öllum íbúum landsins. Hlutfall innflytjenda á Íslandi er nú svipað og það er í Noregi (14,1 prósent) og í Danmörku (10,2 prósent) í árslok 2017. Enn vantar þó töluvert upp á að ná Svíþjóð þar sem innflytjendur voru 18,6 prósent íbúa í lok þess árs. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru tölurnar þó ekki að öllu leyti sambærilegar þar sem skilgreiningar á innflytjendum og annarrar kynslóðar innflytjendum eru ekki að öllu leyti þær sömu.

Inn­flytj­endur eru að jafn­aði með tæp­lega átta pró­sent lægri laun en inn­lendir hér á landi. Það er að teknu til­liti til kyns, ald­ur­s, ­mennt­un­ar, fjöl­skyldu­haga, búsetu og ýmissa starfstengdra þátta en með því að leið­rétta fyrir þessum þáttum fæst skýr­ari mynd af þeim áhrifum sem bak­grunnur hefur á laun hér á landi. 

Þetta kom fram í nýlegri grein­ingu Hag­stofu Íslands á launa­mun inn­flytj­enda og inn­lendra fyrir tíma­bilið 2008 til 2017 sem unnin var í sam­vinnu við inn­flytj­enda­ráð. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar