Innflytjendur með 8 prósent lægri laun en innlendir

Á Íslandi eru innflytjendur að jafnaði með 8 prósent lægri laun en innlendir. Þá fá innlendir hærri laun en innflytjendur í þeim störfum sem innflytjendur vinna oftast við hér á landi. Jafnframt bera innflytjendur minna úr bítum fyrir menntun sína.

Verkamenn á palli - Hafnartorg
Auglýsing

Innflytjendur eru að jafnaði með tæplega 8 prósent lægri laun en innlendir hér á landi. Það er að teknu tilliti til kyns, aldurs, menntunar, fjölskylduhaga, búsetu og ýmissa starfstengdra þátta en með því að leiðrétta fyrir þessum þáttum fæst skýrari mynd af þeim áhrifum sem bakgrunnur hefur á laun hér á landi. Þetta kemur fram í greiningu Hagstofu Íslands á launamun innflytjenda og innlendra fyrir tímabilið 2008 til 2017 sem unnin var í samvinnu við innflytjendaráð. 

Innlent ræstingafólk með 11 prósent hærri laun en innflytjendur í sama starfi

Á vef Hagstofunnar eru innflytjendur skilgreindir sem einstaklingar sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra sem báðir eru fæddir erlendis, auk þess að eiga afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis.  Innlendir er notað yfir alla aðra, sem eru þá að einhverju leyti með íslenskan bakgrunn. 

Í niðurstöðum Hagstofunnar kemur fram að innlendir eru með hærri laun en innflytjendur í þeim störfum sem innflytjendur vinna oftast við hér á landi. Þá hafi skilyrtur launamunur verið 10 prósent í störfum ræstingafólks og aðstoðarfólks í mötuneytum milli innlendra og innflytjenda, 11 prósent í störfum verkafólks við handsamsetningu og 8 prósent í störfum við barnagæslu. 

Auglýsing

Jafnframt benda útreikningar Hagstofunnar til þess að innflytjendur beri að jafnaði minna úr býtum fyrir menntun sína en innlendir. Það á bæði við um grunnmenntaða og háskólamenntaða einstaklinga

Innflytjendur fæddir á Norðurlöndunum með hærri laun 

Þá eru innflytjendur fæddir á Norðurlöndunum að jafnaði með hærri laun en innflytjendur fæddir í öðrum löndum. Til dæmis eru innflytjendur frá Vestur-Evrópu að jafnaði með 4 prósent lægri laun en innflytjendur frá Norðurlöndunum og innflytjendur frá Austur-Evrópu að jafnaði með 6 prósent lægri laun. Lægstu launin, miðað við innflytjendur frá Norðurlöndunum, hafa innflytjendur frá Asíu, eða 7 prósent að jafnaði.

Niðurstöður Hagstofunnar sýndu einnig að þeir innflytjendur sem komu til Íslands fyrir 6 til 9 árum hafa að jafnaði 2 prósent hærri laun en þeir sem hafa dvalið hér á landi 5 ár eða skemur. Þær sýna einnig að þeir sem hafa verið hér í 10 ár eða lengur eru að jafnaði með 3 prósent  hærri laun.

Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara

Kjarninn greindi frá því í síðustu viku að erlendum rík­is­borg­urum sem búsettir eru á Íslandi fjölg­aði um 820 á fyrstu tveimur mán­uðum árs­ins 2019. Þeir voru alls 45.130 í byrjun þessa mán­að­ar­. Til sam­an­burðar þá fjölgað erlendum rík­is­borg­urum með búsetu á Íslandi um 1.620 á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2018. Því virð­ist allt stefna í að mun færri erlendir rík­is­borg­arar muni flytja til lands­ins á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs en gerðu það á sama tíma­bili í fyrra.

Á árunum 2017 og 2018 átti sér stað met­fjölgun erlendra rík­is­borg­ara sem koma hingað til lands til að búa hér. Á því tíma­bili fjölg­aði þeim um alls 13.930, eða um tæp 46 pró­sent. Ástæðan er sú að á Íslandi var mik­ill efna­hags­upp­gangur og mik­ill fjöldi starfa var að fá sam­hliða þeim upp­gangi, sér­stak­lega í þjón­ustu­störfum tengdum ferða­þjón­ustu og í bygg­inga­iðn­aði. Nú þegar hag­kerfið er farið að kólna og spenna að losna þá virðist sem erlendum rík­is­borg­urum sem sækja hingað til lands fækki sam­hliða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent