Innflytjendur vinna meira, eiga minna og búa þrengra

Innflytjendur hafa almennt gott aðgengi að íslenskum vinnumarkaði og eru upp til hópa aðilar að stéttarfélagi, samkvæmt Hagstofunni. Aftur á móti eiga þeir erfitt með að sækja sér menntun, fá síður störf við hæfi og búa við þrengri húsnæðiskost.

Verkamenn við vinnu - Hverfisgötu
Auglýsing

Hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur aldrei verið hærra en árið 2018 en þá voru innflytjendur 12,6 prósent mannfjöldans. Hagstofa Íslands hefur nú í fyrsta sinn birt sérhefti um félagslega velferð innflytjenda en í heftinu er reynt að draga upp heildstæða mynd af stöðu innflytjenda á Íslandi.

Í niðurstöðum Hagstofunnar segir að hér á landi hafi innflytjendur almennt gott aðgengi að vinnumarkaðinum og séu upp til hópa aðilar að stéttarfélagi. Aftur á móti vinni innflytjendur hlutfallslega meira en innlendir en fái að jafnaði lægri tekjur. Auk þess áætlar Hagstofan að innflytjendur séu í meira mæli ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir gegna en innlendir. Algengara er að innflytjendur búi á leigumarkaði og búi almennt þrengra en innlendir.

Hlutfall innflytjenda orðið svipað og í Noregi og Danmörku

Innflytjendum á Íslandi hefur farið fjölgandi síðastliðin tíu ár. Árið 2008 voru innflytjendur á Íslandi 27.240 talsins, eða 8 prósent mannfjöldans, en 10 árum seinna voru þeir orðnir 43.736, eða 12,6 prósent mannfjöldans árið 2018. Hlutfall innflytjenda á Íslandi er nú orðið áþekkt því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en hlutfall innflytjenda í Noregi er 14,1 prósent og í Danmörku 10,2 prósent. Hlutfall innflytjenda á Íslandi er hins vegar töluvert lægra en í Svíþjóð, þar sem 18,6 prósent íbúa voru fæddir erlendis í lok árs 2017.

Að því sögðu er hlutfall annarrar kynslóðar innflytjenda þó lægra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, sem er til marks um stutta sögu innflytjenda hér á landi. Á Íslandi teljast 1,4 prósent þjóðarinnar til annarrar kynslóðar innflytjenda í byrjun árs 2018 en fyrir 20 árum síðan tilheyrðu einungis 0,1 prósent landsmanna annarri kynslóð innflytjenda hér á landi. Annarri kynslóð innflytjenda fer því fjölgandi, þó hópurinn sé enn lítill hluti þjóðarinnar.

Mynd: Hagstofa Íslands

Flestir innflytjendur hafa dvalið á Íslandi í minna en fimm ár

Í umfjöllun Hag­stof­unnar segir að inn­flytj­endur séu fjöl­breyttur hópur sem kemur hingað til lands af ýmsum ástæð­um; til að mennta sig, vinna, vegna fjöl­skyldu­tengsla eða eru ein­stak­lingar á flótta. Samkvæmt Hagstofunni er meðal annars það sem ein­kennir inn­flytj­endur á Íslandi er að flestir eru á vinnu­aldri, hafa dvalið hér í stuttan tíma, eru með lága fæð­ing­ar­tíðni og eru að meiri­hluta karl­menn. 

Jafnframt eiga flestir inn­flytj­endur hér á landi upp­runa sinn í löndum þar sem heilsa, menntun og efna­hags­á­stand er svipað og á Íslandi og telst með því besta sem þekk­ist á alþjóð­legan mæli­kvarða. Innflytjendur á Íslandi eru flestir á aldr­inum 25 til 49 ára  og algengast er að innflytjendur hafa dvalið á Íslandi í minna en fimm ár.Á síð­ustu tíu árum hefur þó fjölgað í hópnum sem hefur dvalið á Íslandi í meira en níu ár.

Auglýsing

Hlutfallslega fleiri innflytjendur starfandi

Hagstofa Íslands gerir engar beinar mælingar á því hvaða ástæður liggja að bak þess að innflytjendur flytja til landsins en slá má föstu að íslenskur vinnumarkaður sé einn þeirra þátta sem dregur fólk til landsins. Atvinnuleysi á Íslandi er töluvert lægra en í hefðbundnum samanburðarlöndum, eða um 2,8 prósent árið 2017. Evrópskur samanburður bendir jafnframt til þess að laun á Íslandi séu almennt hærri en gengur og gerist í Evrópu. 

Í umfjöllun Hagstofunnar segir að allt bendi til þess innflytjendur hafi gott aðgengi að íslenskum vinnumarkaði. Á árunum 2016 og 2017 voru hlutfallslega fleiri innflytjendur starfandi hér á landi en innlendir. Áætlað er að á bilinu 86 prósent til 91 prósent innflytjenda hafi verið starfandi hér á landi árð 2017 á miðað við 79 til 81 prósent innlendra. 

Sambærilegar niðurstöður má finna í Ísrael, Ungverjalandi og Lúxemborg þar sem hlutfall starfandi er að minnsta kosti 7 prósent hærra meðal innflytjenda en innlendra. Niðurstöðurnar eru hins vegar ólíkar tölum frá Belgíu Frakklandi, Danmörku, Hollandi og Svíþjóð, þar sem hlutfall starfandi er að minnsta kosti 10 prósent lægra meðal innflytjenda en innlendra.

Færri innflytjendur eru með háar heildartekjur

Þó atvinnuþátttaka innflytjenda sé mikil sýna niðurstöðurnar að þeir vinni síður störf sem hæfa þeirra menntun en innlendir. Ef miðgildi heildartekna er borið saman milli innflytjenda og innlendra sést að tekjur eru að jafnaði lægri hjá innflytjendum en þróun fylgist að yfir tímabilið. Árið 2017 var miðgildi heildartekna innflytjenda 4,9 milljónir ári hjá innflytjendum en 5,2 milljónir á ári hjá innlendum. Því munar að jafnaði um 300.000 krónum á árstekjum innflytjenda og innlendra árið 2017. Það bendir til þess að hlutfallslega færri innflytjendur séu með mjög háar heildartekjur en innlendir. Jafnframt eru innflytjendur að jafnaði með lægri tekjur af félagslegum greiðslum en innlendir og skulda að jafnaði minna.

Mynd: Hagstofa Íslands

Innflytjendur eiga að jafnaði minni eignir og í krónum talið er sá munur meiri en á heildartekjum eftir bakgrunni. Þessi munur á eignastöðu kemur ekki á óvart ef horft er til þess að stór hluti innflytjenda hefur dvalið stuttan tíma á Íslandi. Ef miðgildi eigna er brotið niður eftir lengd dvalar má sjá að þeir sem hafa búið hér í stuttan tíma eiga minnstar eignir, á meðan þeir sem hafa búið á Íslandi í meira en níu ár eru eignameiri. Engu að síður er miðgildi eigna innflytjenda sem hafa búið á Íslandi í meira en níu ár lægra en miðgildi eigna innlendra almennt.

Innflytjendur eru líklegri til að vera ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir gegna

Áætlað er að innflytjendur séu í meira mæli ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir gegna en innlendir. Samkvæmt Hagstofunni er erfitt að leggja nákvæmt mat á hversu stórt hlutfall innflytjenda teljist ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir sinna, þá sýna niðurstöðurnar Hagstofunnar skýrt að ofmenntun er algengari meðal innflytjenda en innlendra á hverju ári frá 2009 til 2017. Ofmenntun er skilgreind sem hlutfall háskólamenntaðra einstaklinga af öllum starfandi, sem vinna við störf sem krefjast lágrar eða meðal mikillar færni.

Sníði sér stakk eftir vexti

Algengara er að innflytjendur séu á leigumarkaði en innlendir. Hagstofan segir að erfitt sé að leggja nákvæmt mat á hversu stórt hlutfall innflytjenda er á leigumarkaði en áætlað er að á bilinu 34 til 53 prósent innflytjenda hafi verið á leigumarkaði á árunum 2008 til 2016. Á sama tíma er áætlað að 13 til 21 prósent innlendra hafi verið á leigumarkaði. Ef horft er á tölur ársins 2016, þá er áætlað að á bilinu 40 til 54 prósent innflytjenda hafi verið á leigumarkaði.

Mynd: Birgir Þór HarðarsonAuk þess var hærra hlutfall innflytjenda sem bjó við íþyngjandi húsnæðiskostnað en innlendir árið 2016. Hjá innflytjendum var meðalbyrði húsnæðiskostnaðar á bilinu 21 til 27 prósent hjá innflytjendum en 19,5 prósent til 21 prósent fyrir innlenda. Þegar húsnæðiskostnaðurinn nemur 40 prósent eða meira af heildartekjum heimilisins telst hann verulega íþyngjandi.


Á árunum 2008 til 2016 eru fleiri innflytjendur sem búa þröngt en innlendir. Á þessum árum er áætlað að á bilinu 15 til 33 prósent innflytjenda hafi búið þröngt, á meðan 5,9 til 7,6 prósent innlendra eru taldir hafa búið við sömu aðstæður á sama tímabili. Ef tölurnar fyrir innflytjendur eru settar í samhengi við lægri heildartekjur þeirra og meira þröngbýli meðal þessa hóps , þá er hægt að draga þá ályktun að áþekk byrði húsnæðiskostnaðar innflytjenda og innlendra sé til marks um að fólk í mörgum tilvikum sníði sér stakk eftir vexti.

Skólasókn innflytjenda að jafnaði lægri

Í niðurstöðum Hagstofunnar kemur fram að skólasókn innflytjenda í leikskóla, framhaldsskóla og háskóla er að jafnaði lægri en skólasókn innlendra. Mestur er munurinn í framhaldsskóla en hlutfallslega færri innflytjendur en innlendir byrja í framhaldsskóla við 16 ára aldur og skólasókn þeirra lækkar meira fyrir hvert aldursár.  

Mynd: Hagstofa Íslands

Ef horft er til 2017 má sjá að nærri allir innlendir á 16. aldursári sækja framhaldsskóla, en átta af hverjum 10 innflytjendum. Á 19. aldursári sóttu um sjö af hverjum 10 innlendum íbúum framhaldsskóla, en aðeins um tveir af hverjum 10 innflytjendum. Endurtekning þessa mynsturs á árunum 2008 til 2017 gefur vísbendingu um að brotthvarf úr framhaldsskóla sé algengara meðal innflytjenda en innlendra. Jafnframt hafa flestir þeirra innflytjendur sem sækja framhaldsskóla hér landi dvalist á Íslandi í meira en níu ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent