Innflytjendur vinna meira, eiga minna og búa þrengra

Innflytjendur hafa almennt gott aðgengi að íslenskum vinnumarkaði og eru upp til hópa aðilar að stéttarfélagi, samkvæmt Hagstofunni. Aftur á móti eiga þeir erfitt með að sækja sér menntun, fá síður störf við hæfi og búa við þrengri húsnæðiskost.

Verkamenn við vinnu - Hverfisgötu
Auglýsing

Hlut­fall inn­flytj­enda á Íslandi hefur aldrei verið hærra en árið 2018 en þá voru inn­flytj­endur 12,6 pró­sent mann­fjöld­ans. Hag­stofa Íslands hefur nú í fyrsta sinn birt sér­hefti um félags­lega vel­ferð inn­flytj­enda en í heft­inu er reynt að draga upp heild­stæða mynd af stöðu inn­flytj­enda á Íslandi.

Í nið­ur­stöðum Hag­stof­unnar segir að hér á landi hafi inn­flytj­endur almennt gott aðgengi að vinnu­mark­að­inum og séu upp til hópa aðilar að stétt­ar­fé­lagi. Aftur á móti vinni inn­flytj­endur hlut­falls­lega meira en inn­lendir en fái að jafn­aði lægri tekj­ur. Auk þess áætlar Hag­stofan að inn­flytj­endur séu í meira mæli ofmennt­aðir fyrir störfin sem þeir gegna en inn­lend­ir. Algeng­ara er að inn­flytj­endur búi á leigu­mark­aði og búi almennt þrengra en inn­lend­ir.

Hlut­fall inn­flytj­enda orðið svipað og í Nor­egi og Dan­mörku

Inn­flytj­endum á Íslandi hefur farið fjölg­andi síð­ast­liðin tíu ár. Árið 2008 voru inn­flytj­endur á Íslandi 27.240 tals­ins, eða 8 pró­sent mann­fjöld­ans, en 10 árum seinna voru þeir orðnir 43.736, eða 12,6 pró­sent mann­fjöld­ans árið 2018. Hlut­fall inn­flytj­enda á Íslandi er nú orðið áþekkt því sem þekk­ist á hinum Norð­ur­lönd­unum en hlut­fall inn­flytj­enda í Nor­egi er 14,1 pró­sent og í Dan­mörku 10,2 pró­sent. Hlut­fall inn­flytj­enda á Íslandi er hins veg­ar ­tölu­vert lægra en í Sví­þjóð, þar sem 18,6 pró­sent íbúa voru fæddir erlendis í lok árs 2017.

Að því sögðu er hlut­fall ann­arrar kyn­slóðar inn­flytj­enda þó lægra hér á landi en á hinum Norð­ur­lönd­un­um, sem er til marks um stutta sögu inn­flytj­enda hér á landi. Á Íslandi telj­ast 1,4 pró­sent þjóð­ar­innar til ann­arrar kyn­slóðar inn­flytj­enda í byrjun árs 2018 en fyrir 20 árum síðan til­heyrðu ein­ungis 0,1 pró­sent lands­manna annarri kyn­slóð inn­flytj­enda hér á landi. Annarri kyn­slóð inn­flytj­enda fer því fjölg­andi, þó hóp­ur­inn sé enn lít­ill hluti þjóð­ar­inn­ar.

Mynd: Hagstofa Íslands

Flestir inn­flytj­endur hafa dvalið á Íslandi í minna en fimm ár

Í umfjöllun Hag­­stof­unnar segir að inn­­flytj­endur séu fjöl­breyttur hópur sem kemur hingað til lands af ýmsum ástæð­um; til að mennta sig, vinna, vegna fjöl­­skyld­u­­tengsla eða eru ein­stak­l­ingar á flótta. Sam­kvæmt Hag­stof­unni er meðal ann­ars það sem ein­­kennir inn­­flytj­endur á Íslandi er að flestir eru á vinn­u­aldri, hafa dvalið hér í stuttan tíma, eru með lága fæð­ing­­ar­­tíðni og eru að meiri­hluta karl­­menn. 

Jafn­framt eiga flestir inn­­flytj­endur hér á landi upp­­runa sinn í löndum þar sem heilsa, menntun og efna­hags­á­­stand er svipað og á Íslandi og telst með því besta sem þekk­ist á alþjóð­­legan mæli­kvarða. Inn­flytj­endur á Íslandi eru flestir á aldr­inum 25 til 49 ára  og algeng­ast er að inn­flytj­endur hafa dvalið á Íslandi í minna en fimm ár.Á síð­­­ustu tíu árum hefur þó fjölgað í hópnum sem hefur dvalið á Íslandi í meira en níu ár.

Auglýsing

Hlut­falls­lega fleiri inn­flytj­endur starf­andi

Hag­stofa Íslands gerir engar beinar mæl­ingar á því hvaða ástæður liggja að bak þess að inn­flytj­endur flytja til lands­ins en slá má föstu að íslenskur vinnu­mark­aður sé einn þeirra þátta sem dregur fólk til lands­ins. Atvinnu­leysi á Ís­landi er tölu­vert lægra en í hefð­bundnum sam­an­burð­ar­lönd­um, eða um 2,8 pró­sent árið 2017. ­Evr­ópskur sam­an­burður bendir jafn­framt til þess að laun á Ís­landi séu almennt hærri en gengur og ger­ist í Evr­ópu. 

Í umfjöllun Hag­stof­unnar segir að allt bendi til þess inn­flytj­endur hafi gott aðgengi að íslenskum vinnu­mark­aði. Á árunum 2016 og 2017 voru hlut­falls­lega fleiri inn­flytj­endur starf­andi hér á landi en inn­lend­ir. Áætlað er að á bil­inu 86 pró­sent til 91 pró­sent inn­flytj­enda hafi verið starf­andi hér á landi árð 2017 á miðað við 79 til 81 pró­sent inn­lendra. 

Sam­bæri­legar nið­ur­stöður má finna í Ísra­el, Ung­verja­landi og Lúx­em­borg þar sem hlut­fall starf­andi er að minnsta kosti 7 pró­sent hærra meðal inn­flytj­enda en inn­lendra. Nið­ur­stöð­urnar eru hins vegar ólíkar tölum frá Belg­íu Frakk­landi, Dan­mörku, Hollandi og Sví­þjóð, þar sem hlut­fall starf­andi er að minnsta kosti 10 pró­sent lægra meðal inn­flytj­enda en inn­lendra.

Færri inn­flytj­endur eru með háar heild­ar­tekjur

Þó atvinnu­þátt­taka inn­flytj­enda sé mikil sýna nið­ur­stöð­urnar að þeir vinni síður störf sem hæfa þeirra menntun en inn­lend­ir. Ef mið­gildi heild­ar­tekna er borið saman milli inn­flytj­enda og inn­lendra sést að tekjur eru að jafn­aði lægri hjá inn­flytj­endum en þróun fylgist að yfir tíma­bil­ið. Árið 2017 var mið­gildi heild­ar­tekna inn­flytj­enda 4,9 millj­ón­ir ári hjá inn­flytj­endum en 5,2 millj­ónir á ári hjá inn­lend­um. Því munar að jafn­aði um 300.000 krónum á árs­tekjum inn­flytj­enda og inn­lendra árið 2017. Það bendir til þess að hlut­falls­lega færri inn­flytj­endur séu með mjög háar heild­ar­tekjur en inn­lend­ir. Jafn­framt eru inn­flytj­endur að jafn­aði með lægri tekjur af félags­legum greiðslum en inn­lendir og skulda að jafn­aði minna.

Mynd: Hagstofa Íslands

Inn­flytj­endur eiga að jafn­aði minni eignir og í krónum talið er sá munur meiri en á heild­ar­tekjum eftir bak­grunni. Þessi munur á eigna­stöðu kemur ekki á óvart ef horft er til þess að stór hluti inn­flytj­enda hefur dvalið stuttan tíma á Íslandi. Ef mið­gildi eigna er brotið niður eftir lengd dvalar má sjá að þeir sem hafa búið hér í stuttan tíma eiga minnstar eign­ir, á meðan þeir sem hafa búið á Íslandi í meira en níu ár eru eigna­meiri. Engu að síður er mið­gildi eigna inn­flytj­enda sem hafa búið á Íslandi í meira en níu ár lægra en mið­gildi eigna inn­lendra almennt.

Inn­flytj­endur eru lík­legri til að vera ofmennt­aðir fyrir störfin sem þeir gegna

Áætlað er að inn­flytj­endur séu í meira mæli ofmennt­aðir fyrir störfin sem þeir gegna en inn­lend­ir. Sam­kvæmt Hag­stof­unni er erfitt að leggja nákvæmt mat á hversu stórt hlut­fall inn­flytj­enda telj­ist ofmennt­aðir fyrir störfin sem þeir sinna, þá sýna nið­ur­stöð­urnar Hag­stof­unnar skýrt að ofmenntun er al­geng­ari ­meðal inn­flytj­enda en inn­lendra á hverju ári frá 2009 til 2017. Ofmenntun er skil­greind sem hlut­fall háskóla­mennt­aðra ein­stak­linga af öllum starf­andi, sem vinna við störf sem krefj­ast lágrar eða meðal mik­illar færni.

Sníði sér stakk eftir vexti

Algeng­ara er að inn­flytj­endur séu á leigu­mark­aði en inn­lend­ir. Hag­stofan segir að erfitt sé að leggja nákvæmt mat á hversu stórt hlut­fall inn­flytj­enda er á leigu­mark­aði en áætlað er að á bil­inu 34 til 53 pró­sent inn­flytj­enda hafi verið á leigu­mark­aði á árunum 2008 til 2016. Á sama tíma er áætlað að 13 til 21 pró­sent inn­lendra hafi verið á leigu­mark­aði. Ef horft er á tölur árs­ins 2016, þá er áætlað að á bil­inu 40 til 54 pró­sent inn­flytj­enda hafi verið á leigu­mark­aði.

Mynd: Birgir Þór HarðarsonAuk þess var hærra hlut­fall inn­flytj­enda sem bjó við íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað en inn­lendir árið 2016. Hjá inn­flytj­endum var með­al­byrði hús­næð­is­kostn­aðar á bil­inu 21 til 27 pró­sent hjá inn­flytj­endum en 19,5 pró­sent til 21 pró­sent fyrir inn­lenda. Þegar hús­næð­is­kostn­að­ur­inn nemur 40 pró­sent eða meira af heild­ar­tekjum heim­il­is­ins telst hann veru­lega íþyngj­andi.



Á árunum 2008 til 2016 eru fleiri inn­flytj­endur sem búa þröngt en inn­lend­ir. Á þessum árum er áætlað að á bil­inu 15 til 33 pró­sent inn­flytj­enda hafi búið þröngt, á meðan 5,9 til 7,6 pró­sent inn­lendra eru taldir hafa búið við sömu aðstæður á sama tíma­bil­i. Ef töl­urnar fyrir inn­flytj­endur eru settar í sam­hengi við lægri heild­ar­tekjur þeirra og meira þröng­býli meðal þessa hóps , þá er hægt að draga þá ályktun að áþekk byrði hús­næð­is­kostn­aðar inn­flytj­enda og inn­lendra sé til marks um að fólk í mörgum til­vikum sníði sér stakk eftir vexti.

Skóla­sókn inn­flytj­enda að jafn­aði lægri

Í nið­ur­stöðum Hag­stof­unnar kemur fram að skóla­sókn inn­flytj­enda í leik­skóla, fram­halds­skóla og háskóla er að jafn­aði lægri en skóla­sókn inn­lendra. Mestur er mun­ur­inn í fram­halds­skóla en hlut­falls­lega færri inn­flytj­endur en inn­lendir byrja í fram­halds­skóla við 16 ára aldur og skóla­sókn þeirra lækkar meira fyrir hvert ald­ursár.  

Mynd: Hagstofa Íslands

Ef horft er til 2017 má sjá að nærri allir inn­lendir á 16. ald­ursári sækja fram­halds­skóla, en átta af hverjum 10 inn­flytj­end­um. Á 19. ald­ursári sóttu um sjö af hverjum 10 inn­lendum íbúum fram­halds­skóla, en aðeins um tveir af hverjum 10 inn­flytj­end­um. End­ur­tekn­ing þessa mynsturs á árunum 2008 til 2017 gefur vís­bend­ingu um að brott­hvarf úr fram­halds­skóla sé algeng­ara meðal inn­flytj­enda en inn­lendra. Jafn­framt hafa flestir þeirra inn­flytj­endur sem sækja fram­halds­skóla hér landi dvalist á Íslandi í meira en níu ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent