Tíu jákvæðar fréttir af dýrum

Á okkur dynja fréttir um hamfarahlýnun og eyðileggjandi áhrif þess manngerða fyrirbæris á vistkerfi jarðar. En inn á milli leynast jákvæð tíðindi sem oft hafa orðið að veruleika með vísindin að vopni.

Skjaldbakan Jónatan árið 1886 (t.v.) og í dag.
Skjaldbakan Jónatan árið 1886 (t.v.) og í dag.
Auglýsing

Menn­irnir hafa skaðað hinn nátt­úru­lega heim mikið á síð­ustu ára­tugum sem m.a. hefur leitt til þess að sumar dýra­teg­undir hafa horfið af yfir­borði jarð­ar.

Vit­und­ar­vakn­ing hefur orðið um mik­il­vægi ein­stakra teg­unda und­an­farið og með vís­indin að vopni og með hjartað á réttum stað vinna borg­arar þessa heims ásamt sér­fræð­ingum á ýmsum sviðum að því að lag­færa það sem úr lagi hefur geng­ið. Það tekst auð­vitað ekki alltaf en við skulum ekki gera lítið úr þeim jákvæðu tíð­indum úr heimi dýr­anna sem okkur hafa borist á þessu ári.

Auglýsing

Skjald­bakan Jón­atan varð 190 ára

Elsta land­dýr jarð­ar, risa­skjald­baka kennd við Seychelles-eyj­ar, fagn­aði 190 ára afmæli sínu á árinu. Talið er að Jón­atan, eins og hann er kall­að­ur, hafi fæðst árið 1832. Það var fyrir tíma tal­sím­ans og ljós­mynd­ar­inn­ar. Jón­atan var fæddur er þræla­stríðið í Banda­ríkjum geis­aði. Vikt­oría Breta­drottn­ing fædd­ist á undan honum en hann var aðeins nokk­urra ára er hún tók við völdum og lifði hana svo um munar og nokkra aðra arf­taka krún­unnar til.

Jón­atan hefur svo auð­vitað orðið vitni að umbylt­ingu í sjáv­ar­út­vegi og iðn­aði sem hvort tveggja hefur haft afger­andi áhrif á búsvæði hans og ann­arra dýra á sjó og landi.

Var ekki útdauður eftir allt saman

Þarna er hann blessaður, fuglinn sem hvarf í 140 ár.

„Þetta er eins og að finna ein­hyrn­ing,“ sagði vís­inda­mað­ur­inn John Mitt­ermeier er fugl af ætt fas­hana, sem af flestum var tal­inn útdauð­ur, sást fyrir víst í fyrsta skipti í 140 ár í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Fugl­inn kall­ast black-na­ped phe­a­sant pig­eon á ensku, sem vísar til þess að hann er með svartan hnakka en lat­neska heiti hans er Oti­dip­haps insul­ar­is. Á íslensku mætti kalla hann fasan­dúfu.

Ein­hverjir veiði­menn hafa í gegnum tíð­ina sagst hafa rek­ist á hann en óyggj­andi sönnun um til­vist hans hér á jörð fékkst með er fugla­fræð­ingar sáu hann og náðu myndum af honum í haust. „Þetta er svona augna­blik sem þig dreymir um allt þitt líf,“ sagði Mitt­ermeier.

Sá fyrsti af sinni teg­und sem fæð­ist í Bret­landi í þús­undir ára

Vís­und­skálf­ur, sá fyrsti sem fæð­ist í Bret­landi í þús­undir ára, kom í heim­inn í haust. Þrír vís­undar voru fluttir inn frá Írlandi og komið fyrir á vernd­ar­svæði í Kent í byrjun júlí. Var þá ekki vitað að „laumu­far­þegi“ var í hópn­um. Það er ekk­ert skrítið að mann­fólkið hafi ekki vitað af því að ein kýrin gekk með kálf því vís­undar fela þung­anir sínar vel og eins lengi og þeir geta. Það er nátt­úru­leg vörn þeirra gegn rán­dýrum sem hafa kelfdar kýr og nýfædd ung­viði oft í sigt­inu.

Það rán­dýr sem helst hefur ógnað vís­undum í nútíma er þó ekki fjór­fæt­lingur heldur mann­skepn­an.

Bjór­inn frið­aður

Loks­ins, loks­ins! Bjórar eru nú frið­aðir í Bret­landi, um 400 árum eftir að þeim var næstum útrýmt með veið­um. Núna er hins vegar orðið ólög­legt að veiða þá, særa eða trufla

„Það breytir öllu að breyta laga­legri stöðu bjóra,“ sagði Joan Edwards, fram­kvæmda­stjóri The Wild­life Trust, er ákvörðun um verndun bjór­anna hafði verið tek­in. Sam­tökin hafa barist hart fyrir því að teg­undin verði frið­uð.

Sterk end­ur­koma

Fimm­tíu dýra­teg­undir hafa átt „ein­staka end­ur­komu“ í hina villtu nátt­úru Evr­ópu á árinu. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sóknar á afkomu hinna ýmsu dýra­teg­unda eru birn­ir, úlfar og vís­undar meðal þeirra dýra sem eiga örlítið auð­veld­ara upp­dráttar nú en fyrir nokkrum árum.

Steypireyð­ur, skjald­bökur og otrar eru t.d. að ná sér merki­lega á strik eftir mikla hnignun í stofn­unum síð­ustu ár og ára­tugi.

Hraðstefnumót hákarla úti fyrir ströndum Írlands.

Hákarlar fara á hrað­stefnu­mót

Bein­há­karlar fara hring eftir hring í leit að ást­inni. Að þessu komust vís­inda­menn sem rann­sök­uðu á nokk­urra ára tíma­bili óvenju­lega hegðun hóps þess­ara mögn­uðu dýra úti fyrir ströndum Írlands. Hákarl­ar, yfir­leitt jafn­margir af báðum kynj­um, synda hægt og rólega í hringi, stundum við yfir­borðið en stundum á meira dýpi. Þeir eru þannig að skoða hvern annan – eru með öðrum orðum í leit að félaga til að makast við – og því hafa vís­inda­menn, sem birtu nið­ur­stöður rann­sóknar sinnar í ár, líkt atferl­inu við það þegar mann­eskjur hitt­ast á hrað­stefnu­mót­um.

Vonir standa til þess að með því að vekja athygli á hinum sér­staka „ást­ar­dansi“ hákarl­anna megi vekja almenn­ing til vit­undar um mik­il­vægi þeirra í vist­kerfum en þeir eru í útrým­ing­ar­hættu á haf­svæðum Evr­ópu.

Maurar gætu komið í stað mein­dýra­eit­urs

Alls konar eitur sem notað er til að verja upp­skeru getur haft mjög skað­leg áhrif á allt líf­rík­ið, ekki síst á skor­dýr og þá sér­stak­lega býfl­ug­ur. Í nýrri rann­sókn er sýnt fram á að maurar geta varið rækt­ar­land jafn­vel og skor­dýra­eit­ur. Og myndu kosta bændur mun minna.

Vís­inda­menn­irnir komust að því að maurar vernda upp­skeru gegn plágum ýmissa ann­arra skor­dýra. Þá gagn­ast göng þeirra um jarð­veg­inn líka plönt­unum við súr­efn­is­upp­töku. Ekki eru allar maura­teg­undir jafn hent­ugar til að nota til mein­dýra­varna en vís­inda­menn­irnir gerðu til­raunir sínar með maurum af 26 teg­und­um.

Bletta­tígrar aftur til Ind­lands

Það eru sjö­tíu ár síðan að bletta­tígrar lifðu síð­ast villtir á Ind­landi. En núna hefur orðið breyt­ing á nokkur dýr voru á þessu ári flutt frá Suð­ur­-Afr­íku og Namibíu til Ind­lands þar sem von­ast er til þess að þau fjölgi sér. Dýr­unum var sleppt í þjóð­garða sem gætu þá, ef allt gengur að óskum, orðið búsvæði villtra bletta­tígra til fram­tíð­ar.

Bletta­tígrum var útrýmt í Ind­landi með veiðum og vegna þess að þrengt var um of að búsvæðum þeirra.

Eitt tígrisdýrið komið til Suður-Afríku. Og að stíga á gras í fyrsta skipti.

Tígris­dýr loks frjáls

Fjögur tígris­dýr eru loks frjáls eftir að hafa verið fang­elsuð í lest­ar­vagni í Argent­ínu í fimmtán ár. Dýrin voru áður til sýnis í fjöl­leika­húsi en eftir að það lagði upp laupana voru þau skilin eft­ir, ein og yfir­gefin í lest­ar­vagn­in­um. Talið er að þau hafi ekki fengið að ganga á grasi allan þennan tíma.

Yfir­völd vissu ekki af tígris­dýr­unum í prís­und­inni fyrr en á síð­asta ári og ákveðið var að teymi dýra­lækna og starfs­manna dýra­vernd­un­ar­sam­taka myndu taka að sér að frelsa þau og finna þeim sama­stað til fram­tíð­ar.

Ákveðið var að flytja þau með flugi í friðland í Suð­ur­-Afr­íku. Svæðið lík­ist þeirra nátt­úru­lega umhverfi og von­ast er til að þau geti dvalið þar í frels­inu við góða heilsu til ævi­loka.

Fisk­ur­inn sem hvarf – en birt­ist aftur

Síð­ast sást til hans úti í nátt­úr­unni árið 2003. En núna, öllum þessum árum síð­ar, syndir litli kar­dinála­fisk­ur­inn, sem kenndur er við tequila, aftur um heima­slóðir sínar í ám í suð­vest­ur­hluta Mexíkó.

Tekíla-fiskar eru ekki kenndir við áfengið heldur eldfjallið með þessu nafni.

Tequila-­fiskum tók að fækka veru­lega á tíunda ára­tug síð­ustu aldar og er athöfnum manna í hans nán­asta umhverfi kennt um. Ljóst þótti í hvað stefndi og þegar allt virt­ist vera um seinan fékk háskóli einn í Mexíkó fimm pör að gjöf frá sædýra­safni í Bret­landi. Þau voru geymd í búrum á rann­sókn­ar­stofu og allir krossuðu fingur um að þau næðu að fjölga sér.

Sem þau og gerðu. Nú eru fimmtán ár síðan að þetta vernd­ar­verk­efni hófst og þá þótti loks óhætt að sleppa fisk­unum út í sitt nátt­úru­lega umhverfi eftir að þeir höfðu dvalið í tjörnum við háskól­ann í nokkurn tíma.

Um 15 þús­und Tequila-­fiskar synda frjálsir um í Teuchit­lán-ánni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent