Viðtal

Veikleikar og brotalamir í skipulagsmálum á Íslandi
Eftir níu ár á forstjórastóli hjá Skipulagsstofnun söðlaði Ásdís Hlökk Theodórsdóttir um á árinu, yfir í kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Í viðtali við Kjarnann ræðir hún skipulagsmál á Íslandi, gæði byggðar og álitamál um beislun vindorkunnar.
30. desember 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Áttar sig illa á andstöðu hægrimanna við veggjöld
Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir að mestur árangur í baráttu við umferðartafir náist með því að leggja á veggjöld sem séu hærri á háannatímum en utan þeirra. Kjarninn ræðir við Davíð Þorláksson um veggjöld, Keldnalandið og verkefni samgöngusáttmála.
27. desember 2022
„Það er hægt að bölsótast en það er líka hægt að sjá allt þetta jákvæða“
Ástríða fyrir jafnréttismálum og vilji til að láta gott af sér leiða sannfærðu Vöndu Sigurgeirsdóttur um að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Fyrsta rúma árið í embætti hefur verið vandasamt að vissu leyti en Vanda segist vera að venjast gagnrýninni.
25. desember 2022
„Ég er á lífi en ég lifi í raun og veru ekki“
Versti ótti Mohammad Ghanbari, 23 ára Afgana, varð að veruleika í síðustu viku þegar honum var vísað úr landi eftir tæplega tveggja ára dvöl á Íslandi. Mohammad hefur verið á flótta í sex ár og er nú kominn aftur til Grikklands.
11. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í vikunni.
Aðild Svíþjóðar og Finnlands „breytir auðvitað stemningunni“ innan NATO
Samstarf Norðurlandaríkjanna í öryggismálum mun eflast og aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu mun breyta stemningunni innan bandalagsins að mati Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
6. nóvember 2022
„Svona getur íslensk gata litið út, svona getur íslenskt hverfi litið út“
Borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg segir að það sé heiður að fá að kynna Nýja-Skerjafjörð á arkitektúrþríæringnum í Ósló og að áherslur úr hönnunarleiðbeiningum hverfisins verði notaðar víðar í borginni, við hönnun hverfa og endurgerð eldri gatna.
25. september 2022
Mahsa Amini var 22 ára gömul Kúrdi sem lést í haldi siðgæðislögreglu í Íran í síðustu viku. Andlát hennar hefur leitt til feminískrar byltingar þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.
Dauði saklausrar konu kornið sem fyllti mælinn
Að sjá saklausa konu drepna að ástæðulausu var kornið sem fyllti mælinn hjá írönsku þjóðinni að mati Írana sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir nokkrum árum. Hræðsla stöðvar ekki þátttöku í mótmælum þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.
25. september 2022
„Við verðum að losna úr þessu hugarfari að þetta sé barátta hvers fyrir sig“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún vill sitja í mið-vinstristjórn og segir að neitunarvaldið gagnvart þeim aðgerðum sem hún telur nauðsynlegt að ráðast í liggi hjá Sjálfstæðisflokki.
10. september 2022
„Ég get ekki skrifað undir minn eigin dauðadóm“
Fyrir átta árum lagði Abdulrahman Aljouburi á flótta frá Mósúl í Írak. Undan sprengjuregni og vígamönnum ISIS. „Ég fæddist í stríði,“ segir hann, „slapp frá dauðanum. Það var kraftaverk.“
9. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Veitumál og stál- og steypuverð gætu helst aukið kostnað við Borgarlínu
Búast má við því að kostnaður við Borgarlínu og aðrar framkvæmdir í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði eitthvað hærri en áætlað hefur verið. Næsta kostnaðaráætlun fyrstu lotu Borgarlínu lítur dagsins ljós eftir að forhönnun lýkur á næsta ári.
5. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
3. júlí 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
26. júní 2022
„Við viljum ná til allra, ekki bara sumra“
Fordómar eru viðkvæmt mál alls staðar í samfélaginu, líka innan lögreglunnar, að mati Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Unnið er að því að auka fjölbreytileika innan lögreglu til að endurspegla samfélagið betur.
18. júní 2022
„Valdaójafnvægi og yfirgangur“
„Þetta er orðið óheilbrigt samband. Þetta er valdaójafnvægi og yfirgangur,“ segir Anna Björk Hjaltadóttir, formaður Gjálpar, félags atvinnuuppbyggingar við Þjórsá, um samband heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi við Landsvirkjun.
17. júní 2022
Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri.
Rasismi innan lögreglunnar eins og annars staðar í samfélaginu
Lögreglan á Íslandi hefur ekki brugðist við örum samfélagbreytingum á Íslandi síðustu ár að mati Eyrúnar Eyþórsdóttur, lektors í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Í viðtali við Kjarnann segir hún mikilvægt að lögreglan afneiti ekki fordómum.
12. júní 2022
Litla Ísland ekki svo saklaust lengur
Kynþáttafordómar eru hluti af íslensku samfélagi, svo nokkuð er ljóst, að mati Kristínar Loftsdóttur mannfræðings. Kynþáttamörkun á Íslandi hefur ekki verið sérstaklega rannsökuð en Kristín telur að það sé tímabært.
7. júní 2022
„Ég verð bara að standa vörð um börnin mín – það gerir það enginn annar“
Börn af erlendum eða blönduðum uppruna verða fyrir fordómum í skólakerfinu og samkvæmt föður barna, sem orðið hafa fyrir aðkasti vegna húðlitar síns, er lítið um úrlausnir hjá skólunum þegar kemur að þessum málum.
6. júní 2022
„Hann varð ofsalega hræddur þegar löggan kom“
Lögreglan er stofnun sem allir ættu að geta treyst að mati föður drengs sem tvívegis hefur lent í því á sinni stuttu ævi að verða fyrir óþarfa afskiptum lögreglunnar – fyrst sjö ára.
5. júní 2022
Mohammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Mohammad Ghanbari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
25. maí 2022
Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
Lítil ást heimamanna á náttúrunni stingur mest
„Það þýðir ekki að guggna,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Skaftárhreppi sem berst gegn því að virkjað verði í Hverfisfljóti, einu yngsta árgljúfri heims.
1. maí 2022
Íhugaði að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása
Lenya Rún Taha Karim tók sæti sem varaþingmaður í lok síðasta árs en íhugaði alvarlega að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu. Hún ákvað að halda áfram og vill vera fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir.
15. apríl 2022
Vanmáttug og reið – Kærði vændiskaup en upplifði sig sem fjórða flokks manneskju
Kona sem reyndi að kæra vændiskaup í lok mars 2020 er ósátt við vinnubrögð lögreglunnar og segist ekki mæla með því að fólk kæri kynferðisbrot til lögreglu. Hún segist þó vona að lögreglan taki á þessum málum og komi betur fram við kærendur.
12. apríl 2022
Nilofar Ayoubi og Katarzyna Scopiek.
„Allir eiga skilið að vera með hreinan kodda undir höfðinu“
Viðbragð Póllands við einni stærstu flóttamannabylgju frá seinna stríði hefur verið borið uppi af almenningi og hjálparsamtökum. Katarzyna Skopiec leiðir ein slík samtök. Kjarninn ræddi við hana og Nilofar Ayoubi frá Afganistan í Varsjá á dögunum.
10. apríl 2022
„Tilvera án samhygðar markast af illsku“
Kári Stefánsson segist engan áhuga hafa haft á læknisfræði þegar hann rambaði af algjörri tilviljun í hana. Hér ræðir hann m.a. um hvernig hann slysaðist í fræðin, um börnin sín og fráfall eiginkonu sinnar.
26. mars 2022
Abdul er sjálfboðaliði og flóttamaður í Varsjá.
„Við finnum hér fyrir bræðralagi mannanna“
Þúsundir sjálfboðaliða í Póllandi hafa undanfarinn mánuð lyft grettistaki við móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Blaðamaður Kjarnans er í Varsjá og hitti þar fyrir Abdul, flóttamann frá Afganistan sem er sjálfboðaliði á einni lestarstöð borgarinnar.
26. mars 2022
Þjóðin ætti að fá að vita hve mikil orka fer í rafmyntagröft
Dominic Ward forstjóri Verne Global, sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ, segir að öll önnur gagnaver á Íslandi geri lítið annað en að grafa eftir rafmyntum og segir að upplýsingar um orkunotkun rafmyntagraftar ættu að vera uppi á borðum.
13. mars 2022
Með „blússandi ADHD“ á meðal villtra dýra Afríku
Mótorhjól. Fjórhjól. Bátar. Bílar og bodaboda. Þrír félagar frá Íslandi nýttu ýmsa fararskjóta á ferðalagi um hið ægifagra Úganda. Þeir gengu með nashyrningum og simpönsum, sáu hlébarða uppi í tré og lentu í árekstri við flóðhest.
6. mars 2022
„Þetta er borgin mín, ég mun ekki leyfa Rússum að yfirtaka hana“
None
5. mars 2022
Páll Kvaran í bruggverksmiðjunni sinni í Kampala.
Íslenskur ævintýramaður stofnaði vinsælt brugghús í Úganda
Páll Kvaran vildi hafa áhrif, menntaði sig í þróunarfræðum og hefur síðustu ár unnið að verkefnum sem stuðla að bættum kjörum bænda við miðbaug. Og svo bruggar hann bjór í fyrsta handverksbrugghúsi Úganda.
12. febrúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur.
Samgöngusáttmálinn „stóra málamiðlunin“ á milli öfganna í umræðunni
Skipulagsfræðingurinn Hrafnkell Á. Proppé hefur verið í forsvari fyrir borgarlínuverkefnið undanfarin ár. Hann er nýlega horfinn til annarra starfa, en ræðir við Kjarnann um Borgarlínu, stöðu verkefnisins, sögu þess og framtíð.
29. desember 2021
„Það er alveg hluti af því að vera myndlistarmaður í dag að selja verkin sín“
Að mati stofnenda Multis hafa jólabasarar brotið niður múra milli myndlistar og almennings á nýliðnum árum. Multis tekur þátt í jólabasaraflóðinu í ár í sýningarrými við Hafnartorg í Reykjavík. „Við finnum að það er spennandi að vera þar sem fólk er.“
27. desember 2021
„Þetta getur verið góð fjárfesting, sérstaklega ef þú kaupir réttu verkin“
Þær Elísabet Alma og Helga Björg í Listval segja að vitundarvakning sé að eiga sér stað meðal almennings um gildi myndlistar, „bæði út frá menningarlegum sjónarmiðum en líka bara sem fjárfesting.“ Þær settu upp jólabasar í nýju sýningarrými í Hörpu.
23. desember 2021
Prestur leystur tímabundið frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot – „Ég vil ekki sitja með þetta í hjartanu lengur“
Kona sem sakar prest um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir 10 árum gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir viðbrögð við ásökununum en hún hefur nú leitað til teymis kirkjunnar í von um að fá úrlausn sinna mála.
22. desember 2021
„Pörupiltarnir“ í gróðurhúsi íslenskrar myndlistar
„Sem betur fer verðum við aðeins betri í þessu með tímanum,“ segir Árni Már Erlingsson sem hefur rekið Gallery Port ásamt Skarphéðni Bergþórssyni í um sex ár. Þeim líkar að vera við Laugaveg og Skarpi nýtur þess að taka á móti fólki sem kemur „óvart“ inn.
21. desember 2021
„Þetta rústaði svolítið jólunum í fyrra“
Veggir Ásmundarsalar hafa aldrei verið jafn þétt skipaðir og nú að sögn Aðalheiðar Magnúsdóttur, eiganda hússins. Aðalheiður ræðir við Kjarnann um starfsemina í húsinu og jólasýningarnar sem hún líkir við myndlistarannál.
19. desember 2021
„Leyfa listinni að lýsa upp skammdegið“ á Ljósabasar Nýló
Ljósabasar Nýló er nú haldinn í þriðja sinn og rúmlega 200 verk um 70 félagsmanna eru til sölu á basarnum í Marshallhúsinu. Safnstjóri segir frábært að safnið hafi fengið fastan samastað í húsinu og hún spáir íslensku myndlistarsenunni bjartri framtíð.
17. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
4. desember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
27. nóvember 2021
Tekur ekki afstöðu í deilum innan Eflingar – Það eru félagsmenn sem skipta mestu máli
Efling mun halda áfram róttækri stefnu sinni í málefnum verka- og láglaunafólks, að sögn nýs formanns stéttarfélagsins sem tók við eftir miklar sviptingar undanfarnar vikur. Kjarninn ræddi við Agnieszku Ewu Ziólkowska.
13. nóvember 2021
Ekki hægt að skilja Panamamótmælin nema út af því fordæmi sem búsáhaldamótmælin settu
Íslendingar gátu seint kallast þjóð mótmæla fyrir efnahagshrunið 2008 en eftir það varð heldur betur kúvending í þeim málum hér á landi. Kjarninn ræddi við prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem rannsakað hefur fyrirbærið mótmæli.
31. október 2021
„Sé ekki hvað Ísland ætlar að koma með nýtt að borðinu“
„Það er í raun mjög lítið hægt að segja um hvað íslensk stjórnvöld ætla að gera í loftslagsmálum eins og er,“ segir Finnur Ricart sem verður fulltrúi ungra Íslendinga á loftslagsráðstefnunni í Glasgow.
27. október 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
19. september 2021
Ekki bara bleikur fíll í herberginu – það er „fíla-fokking-hjörð“ út um allt
Kjarninn ræddi við Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur um baráttu hennar fyrir þolendur, ofbeldi innan fótboltaheimsins, slaufunarmenningu og hvað það þýðir að vera femínisti.
4. september 2021
Dagurinn hefst ekki fyrr en hann veit að fjölskyldan sé heil á húfi
Fjölskyldan hans Ali er föst í Kabúl í Afganistan og reynir hann nú allt sem hann getur til að fá hana hingað til lands. Hópur fólks mótmælti á Austurvelli í dag og krafðist þess að íslensk stjórnvöld brygðust við ástandinu og kæmu Afgönum til bjargar.
23. ágúst 2021
Skammarlegt að heildarsýn vanti fyrir fötluð ungmenni – „Ömurleg og óásættanleg staða“
Þroskahjálp hefur ítrekað óskað eftir fundi með menntamálaráðherra til að ræða stöðu fatlaðra ungmenna sem eru að stíga sín fyrstu skref í framhaldsskóla en ekki haft erindi sem erfiði.
23. ágúst 2021
Höfum alla þekkinguna en „það eina sem vantar er viljinn“
Formaður Ungra umhverfissinna segir að ein tegund af loftslagsafneitun sé að afneita alvarleika ástandsins og hvað við þurfum að grípa hratt til aðgerða. „Þetta er ekki eitthvað sem leysist af sjálfu sér heldur þurfum við að taka stór skref núna.“
17. ágúst 2021
„Ekkert furðulegt“ við að bólusettir smitist
Arnar Pálsson erfðafræðingur segir „ekkert furðulegt“ við það að fullbólusett fólk smitist af veirunni og smiti jafnvel aðra. „Það var fyrirséð, sérstaklega í ljósi þess hvernig hegðun fólks úti í samfélaginu hefur verið upp á síðkastið.“
21. júlí 2021
Verðum að ganga í takt og „hætta þessu rugli“
Formaður Kennarasambands Íslands segir að nú sé komið að því að við Íslendingar spyrjum okkur hvernig við viljum haga okkar málum. Viljum við vera aðgreinandi í eðli okkar eða gyrða okkur í brók og takast á við erfið málefni?
10. júlí 2021
„Ég er tilbúin að berjast með öllu sem til þarf“
„Ég er þriðja kynslóðin sem stendur í baráttu gegn virkjunum,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík sem varð flökurt, fann kvíða og varð andvaka eftir að fréttist að Landsvirkjun hefði sótt um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun.
3. júlí 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
18. júní 2021