Dauði saklausrar konu kornið sem fyllti mælinn

Að sjá saklausa konu drepna að ástæðulausu var kornið sem fyllti mælinn hjá írönsku þjóðinni að mati Írana sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir nokkrum árum. Hræðsla stöðvar ekki þátttöku í mótmælum þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.

Mahsa Amini var 22 ára gömul Kúrdi sem lést í haldi siðgæðislögreglu í Íran í síðustu viku. Andlát hennar hefur leitt til feminískrar byltingar þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.
Mahsa Amini var 22 ára gömul Kúrdi sem lést í haldi siðgæðislögreglu í Íran í síðustu viku. Andlát hennar hefur leitt til feminískrar byltingar þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.
Auglýsing

„Að sjá sak­lausa konu vera drepna að ástæðu­lausu, það var kornið sem fyllti mæl­inn. Þetta gat komið fyrir hverja sem er, þetta gæti verið dóttir hvers sem er, systir hvers sem er, eig­in­kona hvers sem er. Allir eru reið­ir.“

Þannig hljóða orð íransks manns um ástandið í heima­land­inu þar sem allt leikur á reiði­skjálfi eftir að Mahsa Amini, 22 ára kona frá Kúr­distan, lést í haldi sið­gæð­is­lög­regl­unnar í Íran. Mað­ur­inn, sem er á þrí­tugs­aldri, er búsettur hér á landi og kom til Íslands fyrir nokkrum árum sem flótta­mað­ur. Hann ræddi við Kjarn­ann um mót­mælin í Íran, ástæðu þeirra og vonir hans um hverju mót­mælin muni skila. Hann kýs að koma ekki fram undir nafni þar sem hann vill vernda fjöl­skyldu sína sem búsett er í Íran.

Umdeild sið­gæð­is­lög­regla

Mahsa Amini var á ferða­lagi í Teher­an, höf­uð­borg Íran, í síð­ustu viku þegar íranska sið­gæð­is­lög­reglan hand­tók hana fyrir meint brot á reglum um að bera slæðu. Mat sið­gæð­is­lög­reglan það svo að slæðan huldi ekki nægi­lega mikið af höfði hennar þar sem hár hennar var sýni­legt. Þá hafi klæðn­aður hennar einnig verið „óvið­eig­and­i“. Skikka átti Amini á nám­skeið um klæða­burð en skömmu eftir hand­töku hennar féll hún í dá. Hún lést á sjúkra­húsi þremur dögum síð­ar. Fjöl­skylda hennar og vitni segja að hún hafi verið barin til dauða. Yfir­völd full­yrða hins vegar að hún hafi fengið hjarta­á­fall.

Auglýsing

Sið­gæð­is­lög­reglan hefur það hlut­verk að tryggja að íslömsk gildi séu í hávegum höfð og sjá um að refsa þeim sem virða það ekki, til að mynda þeim klæð­ast óvið­eig­andi. Meðal ákvæða sem finna má í írönskum lög­um, sem byggja á túlkun stjórn­valda á sjar­ía, laga­kerfi íslam, eru að konum ber að bera slæðu (hi­jab) og klæð­ast skó­síð­um, víðum fötum til að fela lík­ams­vöxt sinn.

Faðir Amini hefur gagn­rýnt yfir­völd harð­lega, meðal ann­ars fyrir að tak­marka aðgang fjöl­skyld­unnar að líki Amini. Í sam­tali við frétta­rit­ara BBC í Íran segir hann að honum hafi verið mein­aður aðgangur að krufn­ing­ar­skýrslu dóttur sinnar og að hluti lík­ama hennar hafði verið hul­inn þegar fjöl­skyldan fékk loks­ins að sjá hana. Stór hluti lík­ama hennar hafi verið hul­inn og fékk fjöl­skyldan aðeins að sjá and­lit hennar og fæt­ur, þar sem greina mátti mar­bletti.

Faðir Amini óskaði einnig eftir öllum gögnum frá lög­reglu vegna hand­tök­unnar en var þá tjáð af yfir­völdum að ekki væri hægt að skoða mynda­vélar sem lög­reglu­menn sið­gæð­is­lög­regl­unnar bera þar sem þær væru raf­hlöðu­laus­ar.

Fem­inísk bylt­ing þar sem krafan snýst um frelsi til að velja

Mót­mælin hófust í Kúr­distan, heima­hér­aði Amini, þar sem konur tóku sig saman og brenndu slæður sín­ar. Mót­mælin breidd­ust fljótt út og nú er mót­mælt í að minnsta kosti 80 borgum í 31 hér­aði í Íran, auk fjölda ann­arra landa þar sem mót­mælt hefur verið fyrir utan sendi­ráð Írans. Mót­mæl­endur eru á öllum aldri, konur jafnt sem karl­ar, en það sem er ef til vill nýtt við mót­mælin nú er að þau eru leidd af komum af öllum kyn­slóðum og hafa stjórn­mála­skýrendur full­yrt að um fem­iníska bylt­ingu sé að ræða, bylt­ingu þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.

Mótmælin ná einnig út fyrir Íran, meðal annars til Grikklands þar sem mótmælt hefur verið fyrir utan sendiráð Írans í Aþenu. Mynd: EPA

Sam­kvæmt opin­berum tölum frá yfir­völdum hafa 35 látið lífið síð­ustu daga í mót­mæl­un­um, sem eru þær mestu í árarað­ir. Mann­rétt­inda­sam­tök, til að mynda Hengaw, sem berj­ast fyrir rétt­indum Kúr­da, telja að tala lát­inna sé mun hærri. Mót­mælt hefur verið dag­lega í meira en viku og hefur her­inn boðað frek­ari hörku gegn mót­mæl­end­um, sem kall­aðir eru óvinir rík­is­ins í yfir­lýs­ingu hers­ins.

Mót­mælin hafa farið stig­magn­andi og ekki er útlit fyrir að hægist um á næst­unni. Mót­mæl­endur hafa sjálfir sagt að ef þau bregð­ist ekki við núna geti sömu örlög mætt þeim og Amini.

Hræðslan kemur ekki í veg fyrir þátt­töku í mót­mæl­unum

Ströng lög um klæðnað hafa verið í gildi frá bylt­ing­unni árið 1971 en áhersl­urnar hafa verið mis­mun­andi eftir hvaða for­seti er við völd hverju sinni. Sitj­andi for­seti, Ebra­him Raisi, verður að telj­ast mjög íhalds­sam­ur.

Við­mæl­andi Kjarn­ans segir fólk hrætt en það stöðvi það ekki í að taka þátt í mót­mæl­un­um. „Það er svo þreytt á ástand­inu. Unga kyn­slóðin vill hafa frelsi til að klæð­ast eins og þau vilja en það er ein­ræð­is­stjórn í Íran svo auð­vitað reynir hún að bæla niður mót­mæl­in. Þau vilja ekki gefa fólk­inu rödd.“

Karlar jafnt sem konur taka þátt í mótmælunum en þau eru leidd af konum af öllum kynslóðum og hafa stjórnmálaskýrendur fullyrt að um feminíska byltingu sé að ræða, byltingu þar sem krafan snýst um frelsi til að velja. Mynd: EPA

Hann segir mót­mælin snú­ast um meira en að bera slæðu. „Þetta eru ekki fyrstu mót­mælin en með hverjum mót­mæl­unum eykst stuðn­ing­ur­inn við þau. En fólk verður ekki sátt fyrr en breyt­ingum verður náð. Fólk þráir frelsi til að velja.“

Hann á vini í mis­mun­andi borgum í Íran og hefur átt í sam­skiptum við nokkra þeirra. „Þau eru auð­vitað mjög hrædd, sama hvort þau eru inn­an­dyra eða utandyra. Þau passa sig í öllum sam­skiptum í lög­reglu, hvort sem það er örygg­is­sveitin eða sið­gæð­is­lög­reglan, þau vita aldrei hverju þau mega eiga von á.“

Instagram var um tíma eini sam­fé­lags­mið­ill­inn sem var aðgengi­leg­ur, áður en lokað var fyrir allan aðgang að inter­net­inu, líkt og gert var á mið­viku­dag. „In­stagram var eina leiðin til að eiga í sam­skiptum við umheim­inn en svo þurfti að fara króka­leiðir til þess,“ segir hann. For­eldrar hans eru búsettir í Íran en hann hefur ekki náð sam­bandi við þau síð­ustu daga.

„Hann ber ábyrgð á dauða þeirra“

Alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna kom saman í vik­unni. Raisi, for­seti Írans, sótti þingið og tjáði við­stöddum að mál­frelsi ríkti í land­inu. Við­mæl­andi Kjarn­ans gagn­rýnir sýni­leika for­set­ans á alþjóða­svið­inu og að honum hafi verið heim­ilt að vera við­staddur alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Hann ber ábyrgð á dauða þeirra sem hafa látið lífið í mót­mæl­un­um. Þetta er eins og að bjóða leið­toga talí­bana eða íslamska rík­is­ins í Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar.“

Ebrahim Raisi ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Mynd: EPA

Hann segir það sér­staka stöðu að fylgj­ast með þró­un­inni í Íran á Íslandi en það hafi fengið hann til að hugsa um mun­inn á aðstæðum fólks hér á landi og í Íran, sem hann segir átak­an­leg­an. „Hér geta konur gert það sem þær vilja og verið þær sem þær vilja vera. Í Íran er það ekki þannig. Konur í Íran völdu ekki að fæð­ast þar en þær hafa ekki grund­vall­ar­mann­rétt­indi. Þær þurfa að berj­ast fyrir til­vist sinni og lífs­við­ur­væri.“

Hann hvetur alla sem geta til að vera rödd fólks­ins í Íran. „Það er auð­veld­ara að ræða málin en grípa til beinna aðgerða, en ein­hvers staðar verðum við að byrj­a.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal