Hott hott á kústskafti

Getur það talist íþrótt að hlaupa um með hálft kústskaft með heimagerðan hrosshaus á endanum á milli fótanna? Já segja finnskar danskar norskar og sænskar stúlkur. Aldagamall leikur með reiðprik nýtur vaxandi vinsælda í þessum löndum.

Screenshot-2018-12-05-14.57.00
Auglýsing

Margir þekkja sög­una um heim­il­is­að­stæð­urnar hjá henni Grýlu gömlu sem sóp­aði gólfin milli þess sem hún flengdi syn­ina. Þótt í sög­unni sé ekki sagt nánar frá ræst­inga­græj­unum hjá Grýlu má lík­lega full­yrða að hún hafi not­ast við hrís­vönd festan á heima­gert kúst­skaft. Margar sögur eru til af nornum sem, löngu fyrir tíma flug­véla, geyst­ust um him­in­hvolfið á kúst­skafti, í mis­jöfnum erinda­gjörð­um. Þekkt­ust norna, sem not­ast hafa við þennan ferða­máta er kannski hin rúss­nesk slav­neska Baba Jaga en af henni eru til ótal „til­gátu­mynd­ir“ þar sem hún ferð­ast um heim­inn.

Þegar skrif­ari þessa pistils var að alast upp, uppúr miðri síð­ustu öld var ein af hetjum hvíta tjalds­ins, og síðar sjón­varps­ins, Roy Rogers (iðu­lega borið fram Roji Rog­gers) sem kom ríð­andi á hest­inum Trig­ger og bjarg­aði málum þar sem þörf var á. Hann brast svo gjarnan í söng, við tak­mark­aðar vin­sældir sumra áhorf­enda sem frekar vildu hasar en söng og gít­ar­gutl.

Kúst­skaftið kom í stað Trig­ger

Þótt marga íslenska stráka hafi dreymt um að líkj­ast Roy Rogers, að frá­töldum söngn­um, var það hæg­ara sagt en gert. Hestar voru ekki í hvers manns eigu og alvöru kúrekar með barða­stóra hatta fyr­ir­fund­ust ekki á Íslandi.

Auglýsing
Til að geta hermt eftir hetj­unni Roy varð því að grípa til ann­arra ráða. Kúst­sköft var auð­velt að útvega og af því að strákar lærðu ekki sauma­skap á þessum tíma varð að semja við mæður og kannski systur um gerð hauss til að setja á kúst­skaft­ið. Nauð­syn­legt var talið að á hausnum væri beisl­is­taum­ur, þá gæti knap­inn haldið í taum­inn með annarri hendi en um skaftið með hinni. Æski­legt væri svo að hafa kúreka­hatt á höfð­inu. Svo var bara að hlaupa af stað með skaftið milli fót­anna. Þetta var það næsta sem hægt var að kom­ast í því að líkja eftir Roy og Trig­ger. Söngnum yfir­leitt sleppt. Ein­fald­ari, tveggja manna útgáfa án kúst­skafts­ins með hausnum, var dálít­ill snær­is­spotti, bund­inn saman til að mynda lykkju. Lykkj­unni var svo brugðið yfir höfuð og í hand­ar­krika „hests­ins“ og knap­inn hélt  í taum­inn. Svo var hlaup­ið, ekki þótti verra ef „hest­ur­inn“ gat hneggjað og frís­að. 

Roy Rogers og Trigger á fleygiferð.

Flestir uxu uppúr þess­ari teg­und hesta­mennsku og vin­sældir Roy Rogers dvín­uðu. Kúst­skafts­hest­arn­ir, eða reið­prik­in, máttu dúsa í geymslum og end­uðu gjarna á haug­un­um. Dagar þessa leikjar voru að mestu tald­ir, hér á landi.

Hobby­horse Revolution

Eft­ir­hermu­leik­ur­inn með kúst­skaftið var þekktur víðar en hér á landi. Og þótt hann hafi að lang­mestu leyti horfið úr íslensku leikjaflór­unni er ekki alls staðar sömu sögu að segja. Í Finn­landi naut hann á árum áður mik­illa vin­sælda og árið 2002 öðl­að­ist hann fyrir alvöru nýtt líf. Það ár stofn­aði áhuga­fólk um reið­prikið Suomi Kepp­ehevos­harrasta­jat ry, finnsku reið­prika­sam­tök­in.

Merki finnsku reiðprikasamtakanna.

Í Finn­landi voru það ekki strákar með Roy Rogers drauma sem ánetj­uð­ust reið­prik­inu heldur stúlkur á aldr­inum 10 – 18 ára. Þótt ýmsum þætti þessi leikur með reið­prikin bæði gam­al­dags og hall­æris­legur breytti það engu. Árið 2017 gerði finnski leik­stjór­inn Selma Vil­hunen heim­ilda­mynd um þrjár stúlkur sem léku sér með reið­prik. Þær höfðu mætt ýmsum erf­ið­leikum í líf­inu en fengu útrás í „hesta­mennskunn­i“.­Myndin heitir Hobby­horse Revolution, hún vakti mikla athygli í Finn­landi og einnig í nágranna­lönd­un­um. 

Mik­ill og vax­andi áhugi

Í Finn­landi eru nú starf­andi mörg félög reið­prika­á­huga­fólks og sömu­leiðis í Sví­þjóð, Dan­mörku og Nor­egi en í öllum lönd­unum er áhug­inn, sem fer vax­andi eins og í Finn­landi, nær ein­göngu bund­inn við stúlk­ur. Starf­semi reið­prika­fé­lag­anna hefur ekki farið fram hjá hesta­manna­fé­lögum í lönd­unum fjórum og Sam­tök danskra hesta­manna hafa til að mynda sent aðild­ar­fé­lög­unum leið­bein­ingar og ráð­legg­ingar varð­andi „Kæp­hester­idn­ing“ eins og það heitir uppá dönsku. 

Íþrótt eða leikur

Reið­prika­iðk­endur hafa iðu­lega mætt for­dóm­um. Fengið að heyra að þetta áhuga­mál geti ekki talist íþrótt heldur leikur fyrir börn og ung­linga. Reið­prika­fólk gefur lítið fyrir slíkt tal, segir reið­prikið sam­eina leik og lík­ams­rækt, slíkt sé öllum hollt.

Árlega eru haldin fjöl­mörg mót þar sem reið­prika­fólk frá lönd­unum fjórum leiðir saman „hesta“ sína. Einnig lands­hluta­mót fyrir utan inn­an­fé­lags­mót Þar er keppt í ýmsum greinum sem sumar líkj­ast þeim sem tíðkast í hefð­bund­inni hesta­mennsku. Dóm­arar eru iðu­lega fyrr­ver­andi knapar eða fólk sem vant er að dæma á hesta­manna­mót­um.

Hönnun og auka­hlutir

Margir reið­prika­eig­endur leggja mikið upp úr útliti hauss­ins, sem alltaf skal þó líkj­ast hests­haus, burt­séð frá stærð­inni. Á allra síð­ustu árum hafa sprottið upp fjöl­margar versl­anir sem selja alls kyns hluti sem tengj­ast reið­prika­mennskunni, fyrir utan reið­prikin sjálf, efni til hausa­gerð­ar, beisli o.s.frv. Fyrir reið­prika­eig­endur sem hyggj­ast taka þátt í keppnum skiptir máli að „fák­ur­inn“ sé sem létt­astur og af praktískum ástæð­um, til dæmis þegar stokkið er yfir hindrun skal skaftið ekki vera lengra en 40 – 45 senti­metr­ar­.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar