Samfylkingin vill tvenns konar hvalrekaskatt til að hjálpa heimilum landsins

Lagt er til að reglur verði endurskoðaðar til að koma í veg fyrir að hluti þjóðarinnar geti komist undan því að greiða skatt, að viðbótarfjármagnstekjuskatti verði komið á og að viðbótarveiðigjald verði innheimt af stærstu útgerðum landsins.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Auglýsing

Þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um sam­stöðu­að­gerðir vegna verð­bólgu og vaxta­hækk­ana. Þing­menn­irn­ir, sem eru sex tals­ins, vilja að sett verði á leigu­bremsa að danskri fyr­ir­mynd, að vaxta­bóta­kerf­inu verði beitt til að styðja við lág­tekju- og milli­tekju­heim­ili sem glími við mikla greiðslu­byrði vegna hús­næð­is­lána og að barna­bóta­kerfið verði styrkt og skerð­ing­ar­mörk hækkuð til að mæta hækk­unum á nauð­synja­vörum  fyrir fjöl­skyld­ur. 

Þá vilja þau að ráð­ist verði í aðgerðir á tekju­hlið rík­is­fjár­mála til að sporna við þenslu, auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu og bæta afkomu rík­is­sjóðs. „Skatt­mats­reglum verði breytt til að sporna við því að launa­tekjur séu rang­lega taldar fram sem fjár­magnstekj­ur, inn­leiddir verði tíma­bundnir hval­reka­skattar með við­bót­ar­fjár­magnstekju­skatti og sér­stöku álagi á veiði­gjöld þeirra útgerða sem halda á mestum fisk­veiði­kvóta. [...] Sam­tals gætu þessar skatt­breyt­ingar aukið tekjur rík­is­sjóðs um 10 til 12 millj­arða á næsta ári, standa undir þeim stuðn­ingi við heim­ilin sem boð­aður er og gott bet­ur. Þannig eru heild­ar­á­hrif þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar afkomu­bæt­andi fyrir rík­is­sjóð og til þess fallin að draga úr þenslu og auka aðhalds­stig rík­is­fjár­mál­anna.“

Í til­lög­unni, sem Kristrún Frosta­dóttir er fyrsti flutn­ings­maður á, er farið fram á að rík­is­stjórn Íslands leggi fyrir Alþingi nauð­syn­leg laga­frum­vörp til að hrinda þessum aðgerðum í fram­kvæmdu eigi síðar en 1. nóv­em­ber næst­kom­and­i. 

Rík­asta fólkið hefur aukið ráð­stöf­un­ar­tekjur sínar mest

Í grein­ar­gerð sem fylgir með til­lög­unni er farið yfir efna­hags­á­standið og bent á að Seðla­bank­inn spái tæp­lega ell­efu pró­sent verð­bólgu í lok árs. Til að takast á við hana hafi Seðla­banki Íslands ráð­ist í stór­tækar vaxta­hækk­an­ir, úr 0,75 pró­sent um mitt ár 2021 í 5,75 pró­sent nú, sem hafi hækkað greiðslu­byrði lána umtals­vert.

Þá er bent á að þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gekk yfir hafi það verið ein­beitt stefna stjórn­valda að halda hag­kerf­inu gang­andi með því að örva eigna­mark­aði gegnum banka­kerf­ið. „Miklar og hraðar vaxta­lækk­anir sam­hliða auknu svig­rúmi fjár­mála­stofn­ana til útlána, m.a. vegna lækk­unar á eig­in­fjár­kröfum bank­anna, fólu í sér að skrúfað var frá gríð­ar­legu magni láns­fjár­magns sem rataði nær alfarið inn á eigna­mark­aði, fyrst og fremst íbúða­mark­að, í stað þess að styðja við und­ir­liggj­andi fram­leiðslu­getu í þjóð­fé­lag­inu. Minna fjár­magn rann til upp­bygg­ingar hús­næðis á tímum heims­far­ald­urs­ins. Þannig stórjókst eft­ir­spurn meðan fram­boð hreyfð­ist lítið og gríð­ar­legt ójafn­vægi skap­að­ist á íbúða­mark­að­i.“

Nið­ur­staðan var sú að eignir hækk­uðu mikið í verði í far­aldr­inum og aukið aðgengi að lánsfé ásamt lágum fjár­magns­kostn­aði örv­aði sam­hliða verð­bréfa­mark­aði. Fyrir vikið hafi fjár­magnstekjur auk­ist um 52 pró­sent á síð­asta ári, sem er mesta aukn­ing milli ára frá árinu 2007. 

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í síð­asta mán­uði að sá hópur sem jók fjár­magnstekjur sínar mest allra var tekju­hæsta tíund lands­­manna. Hjá þeim heim­ilum í land­inu sem höfðu hæstar tekjur hækk­­uðu ráð­­stöf­un­­ar­­tekjur að með­­al­tali um ríf­­lega tíu pró­­sent, að lang­­mestu leyti vegna auk­inna fjár­­­magnstekja. Tekju­hækkun hjá öðrum hópum sam­­fé­lags­ins var mun minni, en kaup­máttur ráð­­stöf­un­­ar­­tekna ein­stak­l­inga hækk­­aði að með­­al­tali um 5,1 pró­­sent í fyrra.

Alls um níu pró­­­sent þeirra sem telja fram skatt­greiðslur á Íslandi fá yfir höfuð fjár­­­­­magnstekj­­­ur. Fjár­­­­­magnstekju­skattur er líka 22 pró­­­­­sent, sem er mun lægra hlut­­­­­fall en greitt er af t.d. launa­­­­­tekj­um, þar sem skatt­hlut­­­­­fallið er frá 31,45 til 46,25 pró­­­­­sent eftir því hversu háar tekj­­­­­urnar eru. 

Í Mán­að­­ar­yf­­ir­liti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) sem birt var í ágúst kok fram að skatt­­byrði haf heilt yfir auk­ist í fyrra þegar hún er reiknuð sem hlut­­fall tekju- og fjár­­­magnstekju­skatts af heild­­ar­­tekj­­um. Hún fór úr 22,4 pró­­sent af heild­­ar­­tekjum í 23,4 pró­­sent.

Skatt­byrði efstu tíund­­ar­innar dróst hins vegar sam­­an. Árið 2020 borg­aði þessi hópur 28,9 pró­­sent af tekjum sínum í skatta en 27,3 pró­­sent í fyrra. Skatt­­byrði allra ann­­arra hópa, hinna 90 pró­­sent heim­ila í land­inu, jókst á sama tíma. 

Greiðslu­byrði hækkað um rúm­lega 100 þús­und krónur

Í grein­ar­gerð­inni segir að tveir af æðstu ráða­mönnum þjóð­ar­innar í fjár­mál­um, seðla­banka­stjóri og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafi borið út þann boð­skap á tímum heims­far­ald­urs að Ísland væri að stíga inn í nýtt lág­vaxta­tíma­bil sem myndi vara lengi. „Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra rak sína kosn­inga­bar­áttu haustið 2021 meðal ann­ars á þeim skila­boðum að hag­stjórnin undir hans hand­leiðslu hefði leitt af sér lágt vaxta­stig en ekki að um tíma­bundna kreppu­vexti væri að ræða. Þau skila­boð voru send út til fyrstu kaup­enda, ungs fólks og lág­tekju­fólks, sem loks­ins sá sér fært að kom­ast inn á hús­næð­is­mark­að­inn, að lág­vaxtaum­hverfið væri komið til að vera. Ein­stak­lingar komust í gegnum greiðslu­mat á þessum for­sendum en sama fólk sér nú fram á stór­aukna greiðslu­byrði vegna snar­breyttra aðstæðna í efna­hags­líf­in­u.“

Alls hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 49,7 pró­sent frá því fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Það er langt umfram verð­bólgu og þýðir að meira fé þarf til að kaupa hús­næði en áður. Það þarf líka meiri skuld­ir. Þegar vextir á þeim hækka skarpt þarf að borga meira til að þjón­usta þær skuld­ir. 

Á vef ASÍ fyrr í þessum mán­uði var fjallað um þessar hækk­anir á greiðslu­byrði hús­næð­is­lána. Þar var tekið dæmi af aðila sem keypti 90 fer­metra íbúð í Kópa­vogi vorið 2021 og borg­aði fyrir hana 54 millj­ónir króna. Gert var ráð fyrir að við­kom­andi hafi átt fimmt­ung í útborgun og hafi því þurft að taka 43,2 milljón króna lán. „Við kaup var greiðslu­byrði á lán­inu 164 þús­und krónur á mán­uði. Í dag eru breyti­legir vextir á óverð­tryggðum lánum orðnir sjö pró­sent eftir nýj­ustu hækkun stýri­vaxta. Greiðslu­byrði er í dag 266 þús­und krónur á mán­uði og hefur hækkað um 102 þús­und krón­ur.“

For­sendu­brestur á ábyrgð stjórn­valda

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar segja að ábyrgð stjórn­valda á þessu ástandi sé aug­ljós, enda hafi ákveð­inn for­sendu­brestur átt sér stað vegna falskra vænt­inga sem for­ystu­fólk rík­is­stjórn­ar­innar hefur alið á. „Farin var sú leið að hvetja fólk fyrst og fremst til auk­innar lán­töku í stað þess að ráð­ast að rótum hús­næð­is­vand­ans með því að leggja meira fjár­magn inn í upp­bygg­ingu hús­næðis á við­ráð­an­legum kjörum og halda þannig aftur af verð­hækk­un­um.“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

Til að bregð­ast við þessu þurfi að setja á leigu­bremsu að danskri fyr­ir­mynd, en leigu­bremsan sem  stjórn­ar­meiri­hlut­inn í Dan­mörku hefur komið sér saman um að inn­leiða gildir jafnt um núver­andi og til­von­andi leigu­samn­inga og mið­ast við fjögur pró­sent á ári. 

Þá vill þing­flokk­ur­inn að milli­færslu­kerfi verði styrkt þannig að eigna­skerð­ing­ar­mörk vaxta­bóta­kerf­is­ins verði hækkuð um 25 pró­sent eða að ráð­ist verði í sér­staka vaxta­nið­ur­greiðslu með svip­uðum hætti og gert var við álagn­ingu opin­berra gjalda árin 2011 og 2012. Nið­ur­greiðslan þá nam 0,6 pró­sent af skuldum vegna íbúða­hús­næðis til eigin nota, var tekju- og eigna­tengd en gat hæst orðið 300 þús­und krónur hjá hjón­um. Sam­hliða efl­ingu vaxta­bóta­kerf­is­ins er lagt til að leitað verði leiða til að koma til móts við fólk með íþyngj­andi greiðslu­byrði vegna tekju­tengdra náms­lána og hús­næð­is­lána.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Eyþór Árnason

Þá er lagt til að barna­bóta­kerfið verði styrkt til að mæta hækk­unum á nauð­synja­vörum fyrir fjöl­skyldur og skerð­ing­ar­mörk hækk­uð. „Til langs tíma skiptir miklu að komið verði á fót sterkara barna­bóta­kerfi á Íslandi að nor­rænni fyr­ir­mynd. Rann­sóknir hafa marg­sýnt að sterk almenn barna­bóta­kerfi með við­bót­ar­stuðn­ingi við ein­stæða for­eldra eru best til þess fallin að draga úr barna­fá­tækt til langs tíma.“

Leggja til tvenns konar hval­reka­skatt

Þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar leggur til að ráð­ist verði í skatt­kerf­is­breyt­ingar sem eigi að geta aukið tekjur rík­is­sjóðs um tíu til tólf millj­arða króna á árinu 2023 og þannig staðið undir þeim stuðn­ingi sem ráð­ast þurfi í fyrir heim­ili í land­inu og gott bet­ur. Þannig séu heild­ar­á­hrif þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar afkomu­bæt­andi fyrir rík­is­sjóði og til þess fallin að draga úr þenslu og auka aðhalds­stig rík­is­fjár­mál­anna.

Þær breyt­ingar sem lagt er til að farið verði í eru í fyrsta lagi  að skatt­mats­reglur verði end­ur­skoð­aðar með það fyrir augum að girða fyrir að atvinnu­tekjur séu taldar rang­lega fram sem fjár­magnstekj­ur. Ekki er um skatt­breyt­ingu að ræða heldur verið að kom­ast hjá skatt­und­anskot­um, og áætlað hefur verið að þessi breyt­ing geti skilað rík­is­sjóði þremur til átta millj­örðum króna á ári í tekj­ur. 

Þá er lagt til að lagður verði á hval­reka­skattur af tvennum toga. „Ann­ars vegar að við­bót­ar­fjár­magnstekju­skattur verði settur á til að bregð­ast við ójafnri dreif­ingu auk­inna ráð­stöf­un­ar­tekna eftir að vextir voru lækk­aðir og kynt var undir bólu­myndun á eigna­mörk­uðum í heims­far­aldr­in­um. Í ljósi þess hvernig frí­tekju­mörk vegna fjár­magnstekna hafa þró­ast á und­an­förnum árum mun slík hækkun ein­vörð­ungu lenda á allra tekju­hæstu hóp­un­um. Hins vegar er lagt til að veiði­gjöld þeirra útgerða sem halda á mestum fisk­veiði­kvóta verði hækkuð með tíma­bundnu stærð­ar­á­lagi. Fjár­magns­eig­endur hafa hagn­ast á und­an­förnum árum vegna aðgerða stjórn­valda og útflutn­ings­greinar auk þess hagn­ast vegna breyttra við­skipta­kjara í tengslum við stríðið í Úkra­ínu. Þannig hefur verð á ferskum fiski í Evr­ópu til að mynda hækkað mikið og stutt við verð­mæti sjáv­ar­af­urða sem og tekjur og hagn­aður Lands­virkj­unar vegna hækk­unar á álverði. Á sama tíma hefur hluti heim­il­anna í land­inu liðið fyrir erlenda verð­bólgu vegna stríðs­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar