Pexels

„Ég verð bara að standa vörð um börnin mín – það gerir það enginn annar“

Börn af erlendum eða blönduðum uppruna verða fyrir fordómum í skólakerfinu og samkvæmt föður barna, sem orðið hafa fyrir aðkasti vegna húðlitar síns, er lítið um úrlausnir hjá skólunum þegar kemur að þessum málum. Allir séu af vilja gerðir til að bæta ástandið en svo gerist ekkert. „Þetta fær að viðgangast og það er ekki tekið á þessu af neinni festu.“

Fólk með annað lit­ar­haft en gengur og ger­ist á Íslandi þarf að búa við for­dóma – þá aug­ljósu og hina leyndu – og eru börn þar ekki und­an­skil­in. Íslenskur faðir barna af erlendum upp­runa sem nú stunda nám í yngri bekkjum grunn­skóla segir að um leið og börnin hófu grunn­skóla­göngu sína hafi farið að bera á for­dómum í garð þeirra.

„Okkur nátt­úru­lega dauð­brá og létum þá vita sem áttu þarna hlut að máli,“ segir hann í sam­tali við Kjarn­ann. Alltaf hafi verið sama við­kvæðið – öllum hafi fund­ist miður að heyra af for­dómunum en engar afleið­ingar hafi verið fyrir hin börnin sem sýndu for­dómana. „Það eru bara inn­an­tóm orð sem koma og það er það sem krist­all­ast í kringum þetta. Allir eru rosa hissa og sorg­mæddir og finnst leið­in­legt að heyra, og þar fram eftir göt­un­um, en svo nær það ekki lengra. Því mið­ur.“

Hann gagn­rýnir skóla­yf­ir­völd og Reykja­vík­ur­borg þar sem hann er búsettur og segir að hann vilji að almennt verði tekið á þessum mál­um. Hann kýs að segja frá reynslu fjöl­skyld­unnar og barna sinna nafn­laust.

Öðru­vísi börn fá þau skila­boð að þau séu ekki full­gildir með­limir í sam­fé­lag­inu

„Það er stað­reynd að kyn­þátta­for­dómar eru á öllum stöðum í sam­fé­lag­inu – hvort sem þeir eru ómeð­vit­aðir eða með­vit­að­ir,“ segir fað­ir­inn og talar þar af reynslu þar sem börnin hans hafi þurft að upp­lifa slíkt. Hann nefnir enn fremur að lítið sé um fyr­ir­myndir fyrir börnin í opin­berri umræðu eða í fjöl­miðlum þar sem frekar séu valdir hvítir við­mæl­endur en fólk með annan húð­lit.

„Þótt þetta sé kannski ekk­ert stór­mál eitt og sér þá er þetta eins og í mál­tæk­inu: „Drop­inn holar stein­inn.“ Það eru alltaf ein­hver smá­at­riði hér og smá­at­riði þar sem verða þess vald­andi að skóla­kerfið og sam­fé­lagið gefur þessum börnum sem eru öðru­vísi þau skila­boð að þau séu ekki full­gildir með­limir í sam­fé­lag­inu og hafi ekki sömu mögu­leika. Þetta fær að við­gang­ast og það er ekki tekið á þessu af neinni fest­u,“ segir hann.

Börn manns­ins hafa verið kölluð ýmsum nöfnum á skóla­göngu sinni, á borð við „drulli“, „kúk­ur“ og „nig­ger“.

„Í mínum augum er þetta allt grafal­var­legt. Mér finnst vera galið að það sé í boði að meta alvar­leika brots­ins – bara það að láta svona út úr sér er mjög alvar­leg­t.“

Hann til­kynnti fram­kom­una til skóla­yf­ir­valda en hann segir að það hafi engar afleið­ingar haft fyrir ger­endur eða for­eldra, ein­ungis hafi verið talað við ger­endur og for­eldr­arnir látnir vita. Honum finnst að bæði skóla­yf­ir­völd og sveit­ar­fé­lög þurfi að taka á mál­unum af meiri festu.

Barnið hefur fengið að heyra að hvítir séu betri en brúnir

Fað­ir­inn hefur haft spurnir af skóla í Reykja­vík sem skil­greinir for­dóma sem ofbeldi og að þar sé rætt við þá nem­endur sem verða upp­vísir af því að sýna for­dóma. Þá sé hringt heim til for­eldra og þeir látnir vita um mál­ið. Farið sé fram á það að nem­and­inn biðj­ist afsök­unar á orðum eða gjörðum sínum – og atvikið skráð í Mentor.

„Mér finnst þetta vera góð vinnu­brögð. Þarna eru skýr skila­boð send um að þetta sé ekki lið­ið.“

Ummælin sem við­höfð hafa verið uppi við börnin hans í skól­anum eru til að mynda að hvítir séu betri en brún­ir, þau séu ljót af því að þau séu brún og þau geti ekki tekið þátt í elt­inga­leik af því að ein­hver barn­anna fái hroll þegar þau komi við svona brúna húð.

Jafn­framt þurfa þau að sitja undir röngum full­yrð­ing­um, eins og „ þú hleypur ekki hrað­ast í bekknum af því að þú tekur svo stór skref“, þar sem lítið er gert úr lík­am­legu atgervi þeirra.

Fað­ir­inn nefnir að auð­vitað séu þessi mál snú­in. Í þessu til­felli sé hægt að spyrja hvort um sé að ræða hreina og klára öfund eða hvort húð­litur komi mál­inu við. Það sé erfitt að segja. „Ég sem for­eldri verð nátt­úru­lega samt að taka lægsta sam­nefnar­ann í þessu og draga þá ályktun að það sé verið að taka þau niður af því að þau séu öðru­vísi. Stundum hef ég rangt fyrir mér, ég við­ur­kenni það. Stundum er ég allt of agressífur hvað þetta varð­ar. Stundum hef ég hugsað eftir á hvort þessi hegðun hafi snú­ist um eitt­hvað ann­að. En ég verð bara að standa vörð um börnin mín, það gerir það eng­inn ann­ar.“

Hann bendir á að þarna sé verið að planta einu litlu fræi sem muni hafa áhrif seinna á sjálfs­mynd­ina. „Það er nátt­úru­lega sárt að heyra svona frá bekkj­ar­fé­lög­um,“ segir hann.

Ekki nóg að hringja bara heim – meira þarf að gera

Í eitt skiptið óskaði fað­ir­inn eftir því að nem­andi sem sagði for­dóma­full orð við barnið hans bæð­ist afsök­unar og að atvikið yrði skráð í Mentor. Svarið sem hann fékk var að í málum þar sem for­dóma­full hegðun væri sýnd hefði skól­inn haft það verk­lag að ein­ungis upp­lýsa for­eldra. Mál­inu væri því lokið af hálfu skól­ans.

Pexels

Fað­ir­inn telur að ekki sé nóg að hringja heim, heldur þurfi meira að koma til. Hann greinir jafn­framt frá því að ein­ungis einu sinni hafi bekkj­ar­systk­ini komið heim og beðist afsök­unar – af átta eða níu til­vik­um.

„Það held ég að sé besta for­vörn­in, að þegar þú gerir eitt­hvað þá þarftu að gang­ast við því sem þú sagðir og biðj­ast afsök­un­ar. Ég held reyndar að að stórum hluta sé þetta for­eldra­vanda­mál. Þeir þurfa að upp­fræða börnin sín og ekki leyfa þeim að kom­ast upp með svona hegð­un. For­varn­irnar byrja á heim­il­inu – það er alveg á krist­al­tæru,“ segir hann og bætir því við að skóla­yf­ir­völd þurfi auð­vitað einnig að gera eitt­hvað í þessu. „Jú, það er ýmis fræðsla sem stendur til boða en mér finnst að fræðsla eigi að vera skylda í öllum skól­um. Það verður að ræða og fræða starfs­fólk, nem­endur og for­eldra um fjöl­menn­ingu með það að mark­miði að upp­ræta þessa mein­semd.“

Afskipta­leysið erf­ið­ast

For­dómar eiga sér þó ekki ein­ungis stað á skóla­lóð­inni heldur í frí­stund og í íþróttum einnig. Fað­ir­inn segir að barnið hans hafi orðið fyrir for­dómum við íþrótta­iðkun og að mun betur hafi verið tekið á málum þar. Hann telur þó að upp­lýs­inga­flæðið á milli allra aðila sem um ræðir þurfi að vera betra. „Kyn­þátta­for­dómar fara ekk­ert í frí eftir skóla­tíma,“ segir hann.

Hann seg­ist þó mest vera von­svik­inn með það hversu kerfið sé seint til og lít­ill áhugi sé til staðar til að taka málin föstum tök­um. „Það er þetta afskipta­leysi sem er svo erfitt. Og það er alvar­legt. Þetta er jafn alvar­legt að snúa blindu auga á ein­elti og að gera það sama gagn­vart fólki með annan húð­lit.“

Fað­ir­inn seg­ist jafn­framt átta sig á því að þessi mál séu flókin en að ekk­ert muni breyt­ast nema ræða þetta. „Maður verður svo leiður á því að reyna að tala við til dæmis Reykja­vík­ur­borg um að gera ein­hverjar breyt­ing­ar. Af hverju ekki að senda skýr skila­boð um að kyn­þátta­for­dómar verði ekki liðn­ir? Af hverju þarf ég að flytja milli sveit­ar­fé­laga eða skóla svo þessi mál verði með­höndluð bet­ur?“ Hann segir að það eigi ekki að þurfa. „Ég á að geta valið mér hverfi til að búa í án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvernig barn­inu mínu reiðir af í skóla og frí­stundum af því það er með annan húð­lit.“

Öráreiti alls staðar

Börnin þurfa einnig að búa við það að verða fyrir öráreiti á götum úti. Fað­ir­inn segir að þetta sé alls staðar – til að mynda sé mikið horft á börnin í sundi og í almanna­rým­um. Jafn­framt „djöflist“ ókunn­ugt fólk í hár­inu á þeim án þess að spyrja um leyfi. Hann segir að börnin séu hætt að kippa sér upp við þetta enda sé þetta því miður orðin hluti af veru­leika þeirra.

„Þau hafa „sætt sig“ við þetta og eru hætt að tala um þessa hluti. Jafn­framt hafa komið tíma­bil þar sem þau hafa sagt að þau vilji ekki vera svona á lit­inn,“ segir faðir barn­anna og áréttar að sam­fé­lagið í heild sinni og stofn­anir innan þess verði að takast á við þetta vanda­mál saman og stoppa öráreiti og for­dóma.

Fað­ir­inn rifjar í þessu sam­hengi upp rasísk ummæli Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar inn­við­a­ráð­herra sem hann við­hafði í vetur um fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna, Vig­dísi Häsler, en málið var til umfjöll­unar í fjöl­miðlum á sínum tíma. Ráð­herr­ann á að hafa vísað til hennar sem „hinnar svört­u“.

Málið for­dæm­is­gef­andi – Telur ráð­herr­ann hafa kom­ist of auð­veld­lega frá því

Vig­dís sagði í yfir­lýs­ingu að orðin sem ráð­herr­ann hefði notað hefðu verið mjög sær­andi og að það væri ekki hennar að bera ábyrgð á þeim. „Duldir for­dómar eru gríð­ar­legt sam­fé­lags­mein og grass­era á öllum stigum sam­fé­lags­ins. Þeir smætta verk ein­stak­linga og gjörðir niður í lit eða kyn.“

Sig­urður Ingi baðst afsök­unar og sætt­ust þau síðar – og er mál­inu lokið af hálfu þeirra beggja.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Birgir Þór

Föð­urnum finnst ráð­herr­ann aftur á móti hafa kom­ist allt of auð­veld­lega frá því máli. „Væri ekki hægt að skora á hann að fara í skóla og ræða þessi mál – þar sem hann myndi við­ur­kenna hvað hann gerði? Það yrði ágætis heilun fyrir hann og aðra.“

Hann telur að málið sé for­dæm­is­gef­andi, þ.e. ef ráð­herra getur sagt svona hluti af hverju ættu þá aðrir ekki að tala með sama hætti. Hann er harður á því að afsök­un­ar­beiðnin sé ekki nóg.

Ekk­ert annað en ofbeldi

Varð­andi for­dóma í skólum þá telur fað­ir­inn að skrá eigi til­vik þar sem börn sýna for­dóma sem ofbeldi til þess að senda skýr skila­boð út í sam­fé­lagið að þetta sé ekki lið­ið. Svo sé það á ábyrgð for­eldr­anna að taka á þessu með börn­unum sínum og fá aðstoð ef þess þarf.

Honum finnst að sá sem verður fyrir ofbeld­inu eigi ekki að þurfa að bera ábyrgð á því sem aðrir gera. Að þol­and­inn eigi til að mynda ekki að þurfa að skipta um skóla til að forð­ast ger­and­ann. Þannig sé verið að senda alröng skila­boð. Og ger­and­inn eigi auð­vitað að fá aðstoð en við­ur­kenna þurfi vanda­mál­ið.

„Þeir sem verða upp­vísir að kyn­þátta­for­dómum eiga að vera teknir úr bekknum til að fá fræðslu þar sem farið væri yfir þessi grunn­gildi. Þetta er ekki flókið í útfærslu. Það er ekk­ert annað en ofbeldi að vera að djöfl­ast í öðrum sem eru af öðrum upp­runa,“ segir hann að lok­um. Það verði að taka á þessum málum af festu og þar séu fræðsla og skýr skila­boð öfl­ug­ustu vopn­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal