Bára Huld Beck

„Hann varð ofsalega hræddur þegar löggan kom“

Lögreglan er stofnun sem allir ættu að geta treyst að mati föður drengs sem tvívegis hefur lent í því á sinni stuttu ævi að verða fyrir óþarfa afskiptum lögreglunnar – fyrst sjö ára. „Þetta er hræðsla sem þessi börn taka með sér út í lífið og það er stóra vandamálið,“ segir hann í samtali við Kjarnann þar sem hann lýsir atvikunum tveimur og afleiðingum þeirra fyrir soninn.

Lög­reglan hefur tvisvar haft afskipti af dreng í gegnum árin sem á íslenskan föður og móður frá Karí­ba­haf­inu – fyrst þegar hann var sjö ára og í seinna skiptið þegar hann var 13 ára. Faðir hans telur að lit­ar­haft hans hafi átt stóran þátt í því að lög­reglan hafi valið hann úr fjöld­anum en fað­ir­inn segir að afskipti lög­regl­unnar hafi haft mikil áhrif á dreng­inn og að í bæði skiptin hafi hann ekk­ert unnið sér til saka. Þetta hafi meðal ann­ars gert það að verkum að eitt­hvað hafi „verið tekið af hon­um“ þegar hann var ein­ungis barn að aldri.

Fað­ir­inn ræddi við Kjarn­ann um þessi atvik og hvaða áhrif þau höfðu á hann en hann telur að börn sem verða fyrir kyn­þátta­mörkun eða for­dómum finni í fram­hald­inu fyrir ákveð­inni hræðslu sem þau taki síðan með sér út í líf­ið. Til þess að vernda son sinn vill hann ekki koma fram undir nafni.

Nýtt hug­tak í íslensku – Kyn­þátta­mörkun

Ekki hefur mikið verið talað um hug­takið kyn­þátta­mörkun í íslensku sam­fé­lagi, sem útleggst sem „racial profil­ing“ á ensku en nýlegir atburðir hafa komið því í umræð­una og hefur fólk af erlendum upp­runa bent í kjöl­farið á brotala­mir hvað varðar vinnu­brögð lög­regl­unnar í slíkum mál­um.

Með hug­tak­inu er átt við það þegar kyn­þáttur eða húð­litur er not­aður til þess að skil­­greina ein­stak­l­inga eða hópa fólks og mis­­munun gagn­vart þeim rétt­lætt á þeim for­­send­­um. Slík flokkun fólks bygg­ist oft á ómeð­­vit­aðri hlut­­drægni, sam­kvæmt hópi fræða­fólks og aktí­vista sem kom með til­lög­una að þýð­ingu á hug­tak­inu. Í lög­­­gæslu birt­ist þetta með þeim hætti að ein­stak­l­ingur eða hópur fólks er grun­aður um sak­­næmt athæfi vegna kyn­þáttar eða húð­litar frekar en sönn­un­­ar­­gagna.

Atvikin sem ýfðu upp umræð­una um kyn­þátta­mörkun áttu sér stað í apríl síð­ast­liðnum þegar þegar lög­­­reglan hafði afskipti af 16 ára dreng í tvígang, dag eftir dag, vegna ábend­inga frá almenn­ingi um að hann væri stroku­fangi sem slapp úr haldi lög­­­regl­unnar um miðjan apr­íl. Dreng­­­ur­inn er dökkur á hör­und og með svip­aða hár­greiðslu og umræddur stroku­fangi.

7 ára í bænum og löggan kom

Diablo jójó – Myndin tengist umfjölluninni ekki beint.

Dreng­ur­inn sem um ræðir í þess­ari umfjöllun var 7 ára þegar lög­reglan hafði fyrst afskipti af hon­um. Atvikið átti sér stað í miðbæ Reykja­víkur þegar hann var með fjöl­skyldu sinni í bæj­ar­ferð. Stuttu áður hafði hann farið á sirk­ús­nám­skeið þar sem hann lærði ýmsar kúnstir og meðal þeirra var að halda á lofti jójói sem almennt kall­ast diabolo. Hann tók á það ráð að sýna listir sínar með jójóið fyrir túrista á umræddum degi með fjöl­skyldu sinni. Erlendir túristar vildu gefa honum klink fyrir sem hann þáði – og tók upp á því að „böska“ sam­hliða leikn­um.

Stuttu síðar mætti lög­reglan á svæðið til kanna hvað hann væri að gera og átti við hann orða­stað og stöðv­uðu leik hans. „Hann varð ofsa­lega hræddur þegar löggan kom,“ segir faðir hans í sam­tali við Kjarn­ann.

Síðar um dag­inn fékk hann sím­tal frá lög­reglu­manni sem greindi frá því að lög­reglan hefði rætt málið við Reykja­vík­ur­borg og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá þeim hvatti borgin krakka til að gera það sama og dreng­ur­inn hans var að gera fyrr um dag­inn. Þannig hafi lög­reglan ekki haft heim­ild til að vísa drengnum frá iðju sinni.

„Þau höfðu þó mann­dóm í sér að hringja í okkur og segja að þau bið­ust inni­lega afsök­unar – þau hefðu gert mis­tök og brugð­ist rangt við. En í þessu til­felli er aug­ljóst að krakk­inn er af erlendu bergi brot­inn og þetta voru við­brögð­in. Ég sjálfur myndi halda að ef það hefði verið sæt ljós­hærð stelpa sem væri að dansa ball­ett eða eitt­hvað svo­leiðis þá hefði verið litið á það sem frá­bært,“ sagir fað­ir­inn.

Greina mátti sál­rænar afleið­ingar hjá drengnum af þessum afskiptum lög­regl­unn­ar. „Hann bara fær algjöran sviðs­skrekk eftir þetta atvik alveg fram á þennan dag,“ segir fað­ir­inn og bætir því við að hann sé mjög hæfi­leik­a­ríkur – hann spili á hljóð­færi og hafi sýnt sýn­ing­ar- og sviðs­listum mjög mik­inn áhuga. „En hann vill aldrei sýna vegna þess að hann lenti í þessu atviki með lög­regl­unni 7 ára gam­all. Það er búið að eyði­leggja mjög hæfi­leik­a­ríkan sviðs­lista­mann með röngum við­brögð­u­m.“

Hélt að barna­perri væri á eftir sér

Þetta er þó ekki eina atvikið sem þessi til­tekni drengur hefur lent í af hendi lög­regl­unni. Fað­ir­inn greinir frá því að þegar strák­ur­inn var þrettán ára hafi hann verið á gangi á leið á æfingu þegar bíll keyrði upp að honum og hægði á sér. Út steig maður sem spurði dreng­inn hvað hann héti.

„Hann segir til nafns, en hann átti nátt­úru­lega ekki að gera það, og þá stígur mað­ur­inn út og seg­ist þurfa að tala við hann. Þetta var eldri maður og ekk­ert rosa­lega við­kunn­an­leg­ur. Strák­ur­inn minn hélt virki­lega að þessi maður væri barna­perri. Hann nátt­úru­lega rýkur af stað og hleypur hann af sér,“ segir fað­ir­inn.

Móðir drengs­ins sótti son­inn eftir atvikið og tóku for­eldr­arnir þetta mjög alvar­lega – enda vissu þau ekki hvað mað­ur­inn vildi drengn­um. Fað­ir­inn til­kynnti atvikið til lög­regl­unnar vegna þess að þau höfðu heyrt af svipað hefði gerst áður þar sem maður reyndi að lokka börn upp í bíl.

Úr safni

Lög­reglan hringdi aftur í föð­ur­inn nokkru seinna og greindi frá því að um óein­kenn­is­klæddan lög­reglu­mann hefði verið að ræða. „Við kvört­uðum yfir þessu og vorum alveg brjáluð út af því að þarna var þetta í annað skiptið sem hann lenti í þessu,“ segir fað­ir­inn.

Eftir á brást lög­reglan rétt við

Þau fengu þær útskýr­ingar að rétt áður hefði rán verið framið í nágrenn­inu – og að sá grun­aði hefði verið í grænum jakka. Lög­reglu­mann­inn hefði grunað að dreng­ur­inn þeirra væri sá sem þeir leit­uðu að en hann kynnti sig aldrei eða gaf deili á sér í sam­skiptum við strák­inn. Fað­ir­inn veltir því fyrir hvort sonur hans hefði nokkurn tím­ann verið stopp­aður eða honum sýnd þessi fram­koma nema vegna þess að hann er með dekkra lit­ar­haft en flestir á Íslandi.

Fað­ir­inn vill þó taka það sér­stak­lega fram að í bæði skiptin sem lög­reglan hafði afskipti af syni hans þá hafði hún frum­kvæði að því að hafa sam­band til að útskýra mála­vexti. „Í fyrra skiptið báð­ust þau afsök­unar að eigin frum­kvæði og í seinna skipt­ið, þegar þeir gerðu sér grein fyrir því hvernig atburða­rásin hefði þróast, þá gerðu þeir það lík­a.“

Þannig séð hafi lög­reglan brugð­ist rétt við eftir á.

„Samt þegar maður hugsar um hvað gerð­ist í bæði skiptin og hvernig fram­koman er við hann þá erum við for­eldr­arnir ekki í neinum vafa að þetta hefði verið öðru­vísi ef hann væri öðru­vísi. Ef hug­ar­farið er alltaf hjá lög­regl­unni þannig að þau maldi í móinn með þetta og telja sig aldrei koma fram við fólk öðru­vísi út af lit­ar­hætti, þegar þau aug­ljós­lega gera það, þá þarf að verða þessi vit­und­ar­vakn­ing. Við getum ekki bara farið á eftir öllum dökkum strákum með fléttað hár því við gerum ekki það sama með ljós­hærðar stelp­ur,“ segir hann.

Ekki hægt að ráð­ast í þá vinnu að leita í allri mála­skrá lög­reglu

Lög­reglan heldur ekki sér­stak­lega utan um mál þar sem afskipti lög­reglu má mögu­lega rekja til kyn­þátta­mörk­un­ar, sam­kvæmt svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Upp­lýs­ingar um slík mál, þar sem kyn­þátta­miðuð lög­gæsla eða kyn­þátta­mörkun hafi mögu­lega komið við sögu, er þó hægt að nálg­ast með leit í kerfi lög­reglu þar sem öll verk­efni lög­reglu eru skráð.

Það væri meðal ann­ars hægt að gera með því að leita að málum þar sem lög­regla hefur afskipti af ein­stak­lingi sem reyn­ist svo ekki vera sá ein­stak­lingur sem leitað er að, líkt og gerð­ist í apr­íl.

Öll mál eru sem sagt skráð í kerfi lög­reglu en upp­lýs­ingar um hör­und­s­lit þeirra sem lög­regla hefur afskipti af eru ekki mark­visst skráð­ar. Hægt er að setja slíkar upp­lýs­ingar í almennt texta­svæði „sé talin þörf á því í þeim til­vikum þar sem verið er að lýsa eftir fólki og það skiptir máli að lýs­ing á grun­uðum liggi fyr­ir,“ að því er segir í svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra. Það er því hægt að taka saman upp­lýs­ingar þar sem grunur leikur á kyn­þátta­mörkun en í svari emb­ætt­is­ins segir að ekki sé „hægt að fara í slíka vinn­u“.

Dóms­mála­ráð­herra „al­­gjör­­lega sann­­færð­ur“ um að kerf­is­bund­inn ras­ismi sé ekki vanda­­mál innan lög­­­regl­unnar

Eftir atvikin varð­andi leit að stroku­fang­anum fyrr í vetur hefur lög­reglan tjáð sig opin­ber­lega um ras­isma í lög­regl­unni sem og hvort finna megi kyn­þátta­mörkun innan þeirra raða. Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­­is­lög­­reglu­­stjóri var til svara á opnum fundi alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefndar um fræðslu og menntun lög­­­reglu­­manna um fjöl­­menn­ingu og for­­dóma um miðjan maí.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri Mynd: Birgir Þór

Þar sagði hún að ekki hefði verið um að ræða kyn­þátta­­mörkun þegar lög­­reglan hafði tví­­­vegis afskipti af unga drengnum í apr­íl. Hún harm­aði það þó mjög að þessi ungi drengur skyldi hafa orðið fyrir ítrek­uðu áreiti. Hún sagði jafn­framt að þau í lög­­regl­unni væru vak­andi fyrir kyn­þátt­mörk­un. „Það er raun­veru­­lega óþol­andi að það skuli vera sak­­laust ung­­menni sem þarna á í hlut sem verður fyrir þess­­ari trámat­ísku reynslu, jafn­­vel þótt lög­­reglan hafi verið að sinna sínu starf­i.“

Dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, og aðstoð­ar­maður hans, Brynjar Níels­son, tjáðu sig báðir opin­ber­lega um vinnu­brögð lög­regl­unnar eftir atvikin í apr­íl. Ráð­herr­ann sagð­ist vera al­­gjör­­lega sann­­færður um að kerf­is­bund­inn ras­ismi væri ekki vanda­­mál innan lög­­­regl­unnar í sam­tali við Frétta­blaðið þann 22. apr­íl. Hann sagði þó á­stæðu til að fara yfir málið og læra af því.

Jón Gunnarsson Mynd: Bára Huld Beck

Brynjar gaf lítið fyrir gagn­rýni á lög­regl­una og sagði á Face­book að það væri ekki nýtt að ábend­ingar til lög­reglu reyn­d­ust rangar og mætti segja að slíkt ger­ð­ist í öllum svona mál­­um. „Rauð­hærðir og skeggj­aðir lenda oft í þessu ves­eni. Menn þurfa að vera sér­­­kenn­i­­lega inn­­rétt­aðir til að sjá ras­isma í þessu máli, og jafn­­vel plebba­­leg­ir,“ sagði hann.

„Núna er hið gullna tæki­færi“

Faðir drengs­ins gagn­rýnir þessi við­brögð lög­regl­unn­ar, dóms­mála­ráð­herra og aðstoð­ar­manns­ins. Hann segir að aug­ljóst sé að þeir ætli ekki að horfast í augu við hvernig lög­reglan vinn­ur.

Honum finnst þeir hafa haft tæki­færi til að við­ur­kenna mis­tök innan lög­regl­unnar og ættu að leita til þeirra sem hafa sér­hæft sig í mála­flokkn­um. Lög­reglan geti í fram­hald­inu bætt almanna­þjón­ust­una til fram­tíð­ar. „Núna er hið gullna tæki­færi,“ segir hann og bætir því við að hann bindi vonir við Sig­ríði Björk rík­is­lög­reglu­stjóra – að hún muni taka öðru­vísi á mál­un­um, þ.e. af auð­mýkt og við­ur­kenni að vanda­málið sé til stað­ar.

„Aðkastið sem 16 ára dreng­ur­inn varð fyrir af hálfu lög­regl­unnar tvisvar nýlega kom ekki mér ekki á óvart vegna þess að dreng­ur­inn minn hefur líka lent í sams konar atvikum tvisvar. Þetta eru því ekki und­an­tekn­ingar eða til­vilj­an­ir. Síend­ur­tekin atvik benda til þess að breyt­inga er þörf. Það er ekki nóg að biðj­ast alltaf afsök­unnar eftir á heldur þarf að við­ur­kenna vanda­mál­ið, takast á við það og ráð­ast í aðgerðir til að breyta þessu.“

Þegar fað­ir­inn er spurður hvort fjöl­skylda hans verði vör við for­dóma í hinu dag­lega lífi eða hvort þau ræði þessi mál innan heim­il­is­ins svarar hann að ein­staka sinnum hafi komið upp mál varð­andi syni hans tvo.

Hann nefnir atvik þar sem eldri sonur hans var kall­aður mjög ljótum upp­nefnum tengdum lit­ar­hætti í bún­ings­klefa hjá íþrótta­fé­lag­inu sem hann æfði hjá. Erf­ið­lega hafi gengið að fá íþrótta­fé­lagið til að bregð­ast við og svara. Hann segir að fjöl­skyldan hafi aldrei fengið skrif­leg svör frá félag­inu og hvetur hann alla for­eldra sem lenda í slíkum aðstæðum að sætta sig ekki ein­ungis við munn­legar útskýr­ingar eða afsök­un­ar­beiðni. Ef aðstæður eru þannig að við­kom­andi ábyrgð­ar­að­ili biðst afsök­unar líkt og gert var í því til­viki þá þarf að fá hana skrif­lega.

„Eitt­hvað tekið frá hon­um“ þegar hann var 7 ára

Varð­andi umræðu á heim­ili þeirra um leynda for­dóma þá segir fað­ir­inn að þau tali ekki mikið um það. „Konan mín telur sig ekki finna fyrir mis­rétti sjálf en hún er með meist­ara­próf frá háskóla, í fínu starfi hjá alþjóð­legu fyr­ir­tæki og dug­leg í félags­starf­i,“ segir hann en hann telur að það spili inn í að hún finni ekki fyrir for­dómum í hinu dag­lega lífi.

„Heilt yfir allt finnst mér við ekki verða var við þetta – þ.e. dags­dag­lega eða viku­lega. Við þurfum að auka umræð­una innan okkar heim­il­is. En það sem ger­ist þarna þegar eldri dreng­ur­inn er 7 ára þá var eitt­hvað tekið frá hon­um.

Þetta er hræðsla sem þessi börn taka með sér út í lífið og það er stóra vanda­mál­ið. Lög­reglan við­ur­kennir ekki að þetta sé vanda­mál en gerir þetta samt ítrek­að. Með þau völd og hlut­verk sem þau hafa skapa þau þessa hræðslu hjá mörgum gríð­ar­lega hæfi­leik­a­ríkum krökkum sem þau þurfa síðan að taka með út í líf­ið,“ segir hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal