„Misskilningur“ olli því að mál 16 ára drengs rataði ekki til eftirlitsnefndar – fyrr en nú

Ríkislögreglustjóri taldi að mál 16 ára drengs væri til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Vegna misskilnings reyndist svo ekki vera. Málið er nú komið til nefndarinnar, tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Mynd: Bára Huld Beck.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Mynd: Bára Huld Beck.
Auglýsing

Atvik sem áttu sér stað í apr­íl, þegar lög­regla fylgdi í tvígang eftir ábend­ingu sem sneri að stroku­fanga sem lög­regla leit­aði að, er ekki til skoð­unar hjá nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu. Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri taldi svo vera, líkt og kom fram í við­tali við hana í Kjarn­anum um helg­ina. Nefndin mun fá gögn frá rík­is­lög­reglu­stjóra í vik­unni og mun málið þannig kom­ast form­lega á dag­skrá hjá nefnd­inni, tveimur mán­uðum eftir að atvikin áttu sér stað.

Nokk­urs mis­skiln­ings hefur gætt í mál­inu, ef marka má sam­skipti rík­is­lög­reglu­stjóra og nefndar um eft­ir­lit með lög­reglu, sem Kjarn­inn hefur fengið upp­lýs­ingar um.

Málið sem um ræðir snýr að störfum og verk­lagi lög­reglu sem var að bregð­ast við ábend­ingum tengdum tví­tugum karl­manni sem slapp úr haldi lög­reglu við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur í lok apr­íl. Í tvígang, á jafn mörgum dög­um, brást lög­regla við ábend­ingum þar sem reynd­ist svo ekki um að ræða stroku­fang­ann heldur sextán ára dreng. Dreng­ur­inn er dökkur á hör­und líkt og stroku­fang­inn og með svip­aða hár­greiðslu.

Rík­is­lög­reglu­stjóri taldi málið komið inn á borð nefndar um eft­ir­lit með lög­reglu

Atvikin ýfðu upp umræðu um kyn­þátta­mörkun (e. racial profil­ing) og sat rík­is­lög­reglu­stjóri fyrir svörum á opnum fundi alls­herj­­­­­ar- og mennta­­­mála­­­nefndar í maí þar sem hún ræddi verk­lag lög­­­­­reglu í mál­inu sem og fræðslu og menntun lög­­­­­reglu­­­manna um fjöl­­­menn­ingu og for­­­dóma. Á fund­inum sagði hún að ekki hafi verið um kyn­þátta­mið­aða lög­­­­­gæslu að ræða til­­­­­felli 16 ára drengs­ins.

Auglýsing
Á fund­inum greindi rík­is­lög­reglu­stjóri einnig frá því að málið væri til skoð­unar hjá nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu. Svo reynd­ist ekki vera og lét full­trúi nefnd­ar­innar emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra vita. Engin kvörtun hafði þá borist til nefnd­ar­innar vegna máls­ins líkt og rík­is­lög­reglu­stjóri taldi.

Nefndin taldi ekki ástæðu til að taka upp málið að eigin frum­kvæði

Á þessum tíma­punkti, í lok maí, var nefndin enn að skoða hvort rétt væri að taka málið upp að eigin frum­kvæði. Nefndin komst stuttu síðar að þeirri nið­ur­stöðu að ekki væri ástæða til þess að svo stöddu.

Svo virð­ist sem þeim skila­boðum hafi ekki verið komið til rík­is­lög­reglu­stjóra, sem full­yrti í við­tali við Kjarn­ann um síð­ustu helgi að málið væri til skoð­unar hjá nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu.

„Við erum ekki rétta fólkið til að meta okk­­­ur. Það er eng­inn þar. Málið er komið til nefndar um eft­ir­lit með lög­­­­­reglu sem mun leggja óháð mat á þetta mál og afskipti lög­­­­­reglu,“ segir Sig­ríður Björk meðal ann­ars í við­tal­inu.

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hafði sam­band við rík­is­lög­reglu­stjóra eftir við­tal í Kjarn­anum

Þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir hjá nefnd­inni um hvenær von væri á nið­ur­stöðu sagði að engin kvörtun hefði borist vegna máls­ins og það væri því ekki til með­ferðar hjá nefnd­inni. Eftir að við­talið við rík­is­lög­reglu­stjóra birt­ist um helg­ina hafði full­trúi nefnd­ar­innar sam­band við emb­ætt­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu ber ekki að upp­lýsa rík­is­lög­reglu­stjóra um hvaða mál koma inn á borð til henn­ar. Í þessu til­viki láð­ist emb­ætti rík­is­lög­regl­stjóra að upp­lýsa nefnd­ina um kvörtun vegna máls­ins og framsendi henni erindið þegar upp komst um það.

Í svari rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að mis­skiln­ings hafi gætt meðaal starfs­manna um að „máls­að­ili sjálfur ætl­aði að leita til nefnd­ar­inn­ar, en það var ekki gert.“

Emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra ætlar sjálft senda inn upp­lýs­ingar vegna máls­ins og beita sér fyrir að málið sé skoð­að. „Emb­ættið ákvað það þegar ljóst var að málið væri ekki komið til nefndar um eft­ir­lit með lög­reglu í kjöl­far opins nefnd­ar­fund Alþing­is,“ segir í svari emb­ætt­is­ins.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hélt því, í tvígang, að málið væri komið til nefndar um eft­ir­lit með lög­reglu, en svo reynd­ist ekki vera. Úr því hefur nú verið bætt og verður form­legt erindi og upp­lýs­ingar frá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra sent í vik­unni til nefndar um eft­ir­lit með lög­reglu vegna máls­ins, tveimur mán­uðum eftir að atvikin áttu sér stað.

For­dæmi fyrir því að rík­is­lög­reglu­stjóri beiti sér fyrir því að nefndin taki upp mál

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu er sjálf­stæði og óháð stjórn­sýslu­nefnd og hefur verið starf­andi frá 1. jan­úar 2017. Eitt af meg­in­hlut­verkum nefnd­ar­innar er að taka við til­kynn­ingum frá borg­urum sem varða ætl­aða refsi­verða hátt­semi starfs­manns lög­reglu, starfs­að­ferðir lög­reglu eða fram­komu starfs­manns lög­reglu.

Auglýsing
Nefndin yfir­fer erindi sem henni ber­ast, greinir þau og kemur í við­eig­andi far­veg hjá sak­sókn­ara, við­kom­andi lög­reglu­stjóra eða rík­is­lög­reglu­stjóra. Þessum emb­ættum ber jafn­framt að til­kynna nefnd­inni um kærur og kvart­anir sem ber­ast emb­ætt­unum beint frá borg­ur­um.

„Í til­felli þessa máls er um að ræða til­kynn­ingu um meintar ámæl­is­verðar starfs­að­ferðir lög­reglu sem rík­is­lög­reglu­stjóri fékk munn­lega á fundi. Verið er að vinna erindi til nefnd­ar­innar af fund­in­um, ásamt gögnum sem verður í kjöl­farið sent til nefnd­ar­innar í sam­ræmi við lög­reglu­lög og reglur um nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu,“ segir í svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra til Kjarn­ans um stöðu máls­ins. Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur áður beitt sér í að koma málum til nefnd­ar­inn­ar.

Nefndin er skipuð þremur nefnd­ar­mönn­um. Skúli Þór Gunn­steins­son lög­fræð­ingur er til­nefndur dóms­mála­ráð­herra og er hann jafn­framt for­maður nefnd­ar­inn­ar. Þor­björg Inga Jóns­dóttir hæsta­rétt­ar­lög­maður er til­nefnd af Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands og Kristín Edwald hæsta­rétt­ar­lög­maður er til­nefnd af Lög­manna­fé­lagi Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent