Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða

Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Auglýsing

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri segir að ekki hafi verið um að ræða „racial profil­ing“ eða kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu, eins og hug­takið hefur verið þýtt, þegar lög­reglan hafði tví­vegis afskipti af ungum dreng í apríl síð­ast­liðnum við leit að stroku­fanga.

Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar um fræðslu og menntun lög­reglu­manna um fjöl­menn­ingu og for­dóma í morg­un.

Mikið var fjallað um málið í fjöl­miðlum þegar lög­­reglan hafði afskipti af 16 ára dreng í tvígang, dag eftir dag, vegna ábend­inga frá almenn­ingi um að hann væri stroku­fangi sem slapp úr haldi lög­­regl­unnar um miðjan apr­íl. Dreng­­ur­inn er dökkur á hör­und og með svip­aða hár­greiðslu og umræddur stroku­fangi.

Auglýsing

Vildi geta stigið út úr sínu eigin húsi án þess að lög­­­reglan stoppi sig

­Móðir drengs­ins sagði í sam­tali við Kjarn­ann á þessum tíma að hann hefði verið í algjöru áfalli eftir fyrra skiptið sem átti sér stað í strætó á þriðju­deg­in­um. Hún hélt honum heima um kvöldið og um morg­un­inn hringdi hún í vinn­u­veit­anda hans og bað um frí fyrir hann því hann væri ekki í stakk búinn til að mæta í vinn­una eftir áfallið dag­inn áður.

Raunum þessa 16 ára drengs var þó ekki lok­ið því lög­­reglan mætti aftur á svæð­ið, í annað sinn, þegar mæðginin voru stödd í bak­aríi í Mjódd­inni dag­inn eft­ir.

Dreng­­­ur­inn sjálfur vildi koma á fram­­­færi skila­­boðum í sam­tali við Kjarn­ann: „Ég væri til í að geta stigið út úr mínu eigin húsi og vera með vinum mínum án þess að lög­­­reglan stoppi mig fyrir það hvernig ég lít út.“

„Við þurfum að hlusta betur á sam­fé­lag­ið“

Sig­ríður Björk þakk­aði á fund­inum í morgun fyrir tæki­færið til að ræða þessi mál. Hún sagði að lög­reglan væri þjón­ustu­stofnun sem ætti að passa það að veita þjón­ustu til þeirra sem á þurfa að halda.

„Við þurfum að hlusta betur á sam­fé­lag­ið. Það er verk­efnið sem við erum í.“ Hún sagði að lög­reglan væri nýbúin að klára stefnu­mótun og út úr henni hefði slag­orðið „Að vernda og virða“ kom­ið. Hún væri þakk­lát fyrir að vera boðuð á fund­inn því umræða sem þessi skipti máli.

Varð­andi umrætt mál þá sagði Sig­ríður Björk að í þessu til­felli hefði lög­regla ekki valið þann sem verið var að hafa afskipti af. „Við erum að fylgja eftir ábend­ingum frá almenn­ingi. Þannig að í þessu til­viki á ekki við að það sé kyn­þátt­miðuð lög­gæsla. Þetta er ein­fald­lega þannig að við erum að leita að hættu­legum manni, það koma ábend­ingar og við þurfum að fylgja þeim eft­ir. Við getum ekki valið úr að fylgja þeim ekki eftir vegna eðlis verk­efn­is­ins.“

Segir að sér­sveitin hafi ekki „átt sam­skipti“ við dreng­inn

Hins­vegar sagð­ist Sig­ríður Björk harma það mjög að þessi ungi drengur skildi verða fyrir ítrek­uðu áreiti. Hún sagði þó að mik­ils mis­skiln­ings hefði gætt í fjöl­miðlaum­fjöll­un, lög­reglan hefði skoðað öll mynd­bönd og nið­ur­staðan hefði verið sú að þetta hefði ekki verið þannig að sér­sveit­ar­menn hefðu „ruðst inn með vopn á loft­i“. Þeir hefðu aldrei átt sam­skipti við dreng­inn og aldrei rætt við hann.

„Þeir einmitt eru þjálfaðir í að bera kennsl á fólk sem þýðir það að þeir sáu alveg um leið að þetta var ekki mað­ur­inn sem verið var að leita að. Í fyrra til­vik­inu gengu þeir út í end­ann á stræt­is­vagn­in­um, sneru við og fóru út. Þetta er engu að síður mjög trámat­ískt fyrir dreng­inn,“ sagði hún.

Hún útskýrir að í seinna til­vik­inu hafi það nákvæm­lega sama gerst. „Þá kemur lög­reglu­maður inn, byrjar að spjalla við móð­ur­ina og það sem sagt verður sam­tal sem er til á upp­tökum og hefur verið birt. Þannig að í þessu til­viki er ekki um kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu eða afskipti að ræða.“

Heyrðu sjón­ar­mið sem þau átt­uðu sig ekki á fyrir

Rík­is­lög­reglu­stjóri telur þó að mörg atriði séu þarna til umhugs­un­ar. „Til dæmis það að hvort við hefðum getað staðið okkur betur í að setja ein­hvers konar varn­að­ar­orð þegar við aug­lýsum eftir þeim sem verið var að aug­lýsa eftir – og svona sér­tækar aðgerðir sem við höfðum ekki hugsað út í. En við erum búin að eiga þessar sam­ræður við for­eldra drengs­ins og erum betur í stakk búin að meta þetta núna. Við erum búin að heyra sjón­ar­mið sem átt­uðum okkur ekki á og erum að vinna með.“

Hún sagði að þau í lög­regl­unni væru vak­andi fyrir kyn­þátt­mið­aðri lög­gæslu. „Það er raun­veru­lega óþol­andi að það skuli vera sak­laust ung­menni sem þarna á í hlut sem verður fyrir þess­ari trámat­ísku reynslu, jafn­vel þótt lög­reglan hafi verið að sinna sínu starf­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent