Auglýsing

For­dómar hafa ýmsar birt­ing­ar­mynd­ir. Þeir geta lýst sér í ágengri hegðun gagn­vart fólki, þeir geta lýst sér í úti­lokun ein­stak­lings­ins sem um ræðir og þeir geta komið fram í svoköll­uðu öráreiti.

Flestir skilja þegar talað er um aug­ljósa for­dóma; þá sem engum dylst að eigi sér stað – að mann­eskja með dökka húð eða „öðru­vísi“ útlit verði fyrir aðkasti og áreiti ein­ungis vegna þess.

For­dómar sem lýsa sér í úti­lokun má sjá hér á landi, til að mynda þegar fólk af erlendum upp­runa hefur ekki sömu tæki­færi og Íslend­ingur á vinnu­mark­aðn­um. Rann­sóknir sýna að konur af erlendum upp­runa geta síður nýtt menntun sína í störfum á Íslandi en karlar af erlendum upp­­­runa og inn­­­­­lendir ein­stak­l­ing­­­ar. Rann­­­sókn­­­irnar hafa jafn­­framt sýnt að jafn­­­vel þær konur sem eru í störfum þar sem þær geta nýtt sér­­­þekk­ingu sína upp­­­lifa oft nei­­­kvæð við­horf sem hafa meðal ann­­­ars áhrif á fram­­­gang þeirra í starfi.

Auglýsing

Fólk af erlendum upp­runa hefur einnig greint frá því að það upp­lifi for­dóma vegna þess að það talar ekki íslensku – eða talar bjag­aða íslensku. Ástæður þess að fólk sem hingað kemur talar ekki íslensku geta verið margar – og hafa ýmsir sagt frá reynslu sinni varð­andi þá for­dóma sem þeir verða fyrir þegar þeir reyna að tjá sig á íslensku. Þarna verðum við að hafa rými fyrir „alls kon­ar“ íslensku eða eins og Eiríkur Rögn­valds­son íslensku­fræð­ingur hefur orðað það: „Við þurfum að auð­velda útlend­ingum að læra íslensku og nota hana á öllum svið­um, og við þurfum að vera jákvæð gagn­vart allri íslensku­notk­un, þótt fram­burður sé ekki full­kom­inn, beyg­ingar vanti stundum og setn­inga­gerðin sé óhefð­bund­in. Íslenska er alls kon­ar.“

Afskipti lög­reglu – aftur og aftur

For­dæma­lausir atburðir áttu sér stað í vik­unni þegar lög­reglan hafði afskipti af 16 ára dreng í tvígang, dag eftir dag, vegna ábend­inga frá almenn­ingi um að hann væri stroku­fangi sem slapp úr haldi lög­regl­unnar í vik­unni. Dreng­ur­inn er dökkur á hör­und og með svip­aða hár­greiðslu eins og umræddur stroku­fangi en hann var hand­tek­inn í nótt.

­Móðir drengs­ins segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi verið í algjöru áfalli eftir fyrra skiptið sem átti sér stað í strætó á þriðju­dag­inn. Hún hélt honum heima um kvöldið og um morg­un­inn hringdi hún í vinnu­veit­anda hans og bað um frí fyrir hann því hann væri ekki í stakk búinn til að mæta í vinn­una eftir áfallið dag­inn áður.

Raunum þessa 16 ára drengs var ekki lok­ið. Lög­reglan mætti aftur á svæð­ið, í annað sinn, þegar mæðgin gæddu sér á bakk­elsi í bak­aríi í Mjódd­inni í gær­morg­un.

Vill geta verið með vinum sínum úti án þess að löggan stöðvi hann

Í mynd­bandi sem Kjarn­inn hefur undir höndum má sjá við­brögð lög­regl­unnar og móður drengs­ins en hún var í miklu upp­námi að reyna að útskýra fyrir lög­regl­unni hvaða áhrif þessi afskipti hefðu á hann. Hún spurði lög­reglu­menn­ina sem mættu á svæðið hvað hann þyrfti að gera til að sleppa við slík afskipti og kall­aði þau áreiti af völdum for­dóma.

Af umræðum á net­inu má sjá að margir for­dæma þessi vinnu­brögð lög­regl­unn­ar. Lýsa yfir van­þóknun sinni og óska eftir öðrum verk­lags­regl­um. Ekki sé for­svar­an­legt að lög­reglan hafi afskipti að sama drengnum ítrek­að, ein­ungis vegna húð­litar hans og hár­greiðslu.

Dreng­­ur­inn sjálfur vildi koma á fram­­færi skila­boðum í sam­tali við Kjarn­ann: „Ég væri til í að geta stigið út úr mínu eigin húsi og vera með vinum mínum án þess að lög­­reglan stoppi mig fyrir það hvernig ég lít út.“

Já, að geta gengið um göt­urnar án þess að eiga það á hættu að lög­reglan stoppi mann er greini­lega orðið að for­rétt­ind­um.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hvatti til var­kárni

Í yfir­lýs­ingu sem Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri sendi frá sér eftir fyrra atvikið í strætó kom fram að rík­is­lög­reglu­stjóra þætti leitt að dreng­ur­inn hefði orðið hluti af þessum aðgerðum lög­reglu en ábend­ing hefði borist um að hann væri sá sem var lýst eft­ir, sjálfur hafði dreng­ur­inn ekk­ert unnið sér til saka.

Þá hvatti emb­ættið til var­kárni í sam­skiptum um þetta mál og önnur mál sem tengj­ast minni­hluta­hóp­um. „For­dómar eiga aldrei rétt á sér. Leit að hættu­legu fólki má ekki verða til þess að minni­hluta­hópar í okkar sam­fé­lagi upp­lifi óör­yggi eða ótta við að sam­ferða­fólk þeirra til­kynni það til lög­reglu án til­efn­is,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá kom fram hjá rík­is­lög­reglu­stjóra að for­dóma­fullar athuga­semdir yrðu áfram fjar­lægðar af miðlum lög­regl­unnar um málið og lokað yrði fyrir frek­ari athuga­semd­ir. Ábend­ingar sem tengj­ast mál­inu skyldu þó eftir sem áður ber­ast lög­regl­unni í síma 112.

Þessi yfir­lýs­ing skil­aði ekki til­ætl­uðum árangri – aug­ljós­lega.

Móð­irin sjálf sýnir því skiln­ing að lög­reglu­menn­irnir sem komu á vett­vang í bak­arí­inu séu að vinna vinn­una sína en segir að þetta sé þó ekki í lagi. Finna verði lausn á þessu svo að slíkar upp­á­komur eigi sér ekki stað ítrekað og svo að fólk með ákveðið útlit geti um frjálst höfuð strok­ið. Hún segir að sonur hennar sé fangi á eigin heim­ili.

Niðr­andi orða­lag við­haft um vara­þing­mann

Þetta er ekki eina dæmið um íslenska for­dóma sem komið hefur upp á und­an­förnum vik­um. Ekki er lengra síðan en nú um pásk­ana að Kjarn­inn þurfti að fjar­lægja frétt af miðl­inum vegna hat­urs­fullrar orð­ræðu í garð við­mæl­anda.

Á föstu­dag­inn langa birti Kjarn­inn við­tal við Lenyu Rún Taha Karim um það sem hún þurfti að ganga í gegnum sem vara­þing­maður vegna upp­runa síns. Nokkrum dögum síðar var frétt unnin upp úr við­tal­inu og henni deilt á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­far­ið. Rit­stjóri Kjarn­ans, Þórður Snær Júl­í­us­son, sá sig knú­inn til að bregð­ast við hat­urs­fullum ummælum á sam­fé­lags­miðlum við frétt­ina á páska­dag.

Auglýsing

„Þegar hluti af við­tal­inu var tek­inn úr stærra sam­hengi í frétt urðu til við­brögð á sam­fé­lags­miðlum sem ég, sem ábyrgð­ar­maður alls efnis sem birt­ist á Kjarn­an­um, sá ekki fyr­ir. Við­brögð sem ekki er hægt að lýsa öðru­vísi en sem per­són­u­árásum, ras­isma og hat­urs­orð­ræðu. Ömur­leg ummæli sem mig setti hrein­lega hljóðan við að lesa.

Frétt úr við­tal­inu var því farin að fram­kalla það sem við­talið var að gagn­rýna. Með því bjó ég til aðstæður gagn­vart við­mæl­anda sem treysti okkur fyrir sögu sinni sem létu hana verða fyrir því sem hún var að gagn­rýna. Það er ekki í lagi.

Við brugð­umst við með því að eyða út ömur­leg­ustu ummæl­unum sem birt­ust á okkar sam­fé­lags­miðla­síðum og loka svo fyrir ný ummæli. Síð­degis í dag var ljóst að það dugði ekki til. Því tók ég þá ákvörðun að eyða út deil­ingum frétt­ar­innar og taka hana úr birt­ing­u,“ segir í yfir­lýs­ingu rit­stjór­ans.

Lenya lýsir sjálf áhrifum þess að verða fyrir slíkri orð­ræðu í við­tal­inu. „Þetta hrúg­­ast inn alltaf þegar ég er í frétt­­um. Fyrst um sinn þá leiddi ég þetta hjá mér. Ég opn­aði umræð­una og allt það en þetta skar mig ekki of djúpt. En svo varð þetta svo ótrú­­lega mik­ið. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa til­­f­inn­ing­unni, ég fann sjálfa mig vera að leka nið­­ur, ég gat ekki meir.“

Þannig er krist­al­tært að hat­urs­full ummæli hafa áhrif á fólkið sem þau bein­ast að.

Ráð­herra í vanda

Annað dæmi sem skók íslensk sam­fé­lag voru ummæli Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra þegar hann vís­aði í fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna, Vig­dísi Häsler, sem þá „svörtu“ í gleð­skap í tengslum við Bún­að­ar­þing í byrjun apr­íl. Hann baðst síðar afsök­unar á ummælum sínum og átti fund með Vig­dísi þar sem þau, sam­kvæmt henni, gengu sátt frá borði.

Hann forð­að­ist þó að tala um málið við fjöl­miðla og svar­aði til að mynda aldrei fyr­ir­spurnum Kjarn­ans um mál­ið. Hann ræddi málið aldrei á Alþingi þrátt fyrir háværa kröfu þar um. Það urðu engar póli­tískar afleið­ingar fyrir Sig­urð Inga sem gefur ákveðna vís­bend­ingu um normalís­er­ingu orða hans.

Þarna brugð­ust stjórn­málin fólki sem dökkt er á hör­und og gaf vatn á myllu þeirra sem við­hafa slíka orð­ræðu og líta á hana sem eðli­legan hlut.

Ísland þarf að gera upp for­tíð­ina

Öráreiti eða leyndir for­dómar finn­ast nefni­lega víða í íslensku sam­fé­lagi og slíkir for­dómar eru ekki síður slæmir þrátt fyrir að sumum virð­ist þeir sak­leys­is­leg­ir.

Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir borg­ar­full­trúi og fram­bjóð­andi Sós­í­alista­flokks­ins lýsir þessu vel í nýlegu við­tali á Hring­braut. Þar tal­aði hún um sína eigin reynslu og þörf­ina á upp­gjöri við ras­isma í íslensku sam­fé­lagi. Hún vísar í umræðu um þau ummæli sem Lenya Rún hefur mátt þola á sam­fé­lags­miðl­um.

„Það er nátt­úru­lega rosa­legt að sjá það sem Lenya hefur upp­lifað og þurft að ganga í gegnum og mik­il­vægt einmitt að sam­fé­lagið fjalli um ras­isma í víðu sam­hengi. Það sem ég hef upp­lifað í gegnum tíð­ina, að þá hefur verið svona alls kon­ar, verið að spyrja mig hvaðan ég sé og hvort ég sé ætt­leidd – og fólk að hrósa mér fyrir góða íslensku­kunn­áttu. Þetta svona stans­lausa áreiti – svona öráreitn­i.“

Auglýsing

Sanna segir að Ísland eigi eftir að gera upp heil­mikla sögu varð­andi ras­isma.

„Það þarf að eiga sér stað þannig að við þurfum að tala miklu meira um ras­is­mann sem er á Íslandi, ekki bara þegar hann á sér stað heldur líka að við séum sífellt að tala um þetta og gera þetta upp – ekki bara sem við­bragð heldur hvernig við getum einmitt búið til gott sam­fé­lag sem tekur á móti og gerir ráð fyrir því að við séum alls kon­ar. Og líka að stjórn­völd séu að gera ráð fyrir fjöl­breyttum hópum ein­stak­linga,“ segir hún.

Erlendir rík­is­borg­arar jað­ar­settir

Það er ekki að ástæðu­lausu að mik­il­vægt sé að takast á við þessi vanda­mál. Íslenskt sam­fé­lag hefur á skömmum tíma breyst gríð­ar­lega vegna fjölg­unar erlendra rík­is­borg­ara. Erlendir rík­is­borg­arar sem hér búa voru 55.982 um síð­ustu mán­að­ar­mót, eða 14,8 pró­sent íbúa lands­ins. Í árs­lok 2009 voru þeir 21.660, eða 6,8 pró­sent lands­manna. Þeim hefur fjölgað um 34.322 á þessum tólf árum eða nán­ast um alla íbúa Hafn­ar­fjarðar og Sel­tjarn­ar­ness sam­an­lagt. Erlendir rík­is­borg­arar voru sömu­leiðis ábyrgir fyrir rúm­lega 57 pró­sent af allri fólks­fjölgun sem varð á Íslandi á þessu tíma­bili.

Margir þeirra eru jað­ar­settir bæði félags­lega og efna­hags­lega. Í könnun sem gerð var af Vörðu, rann­sókn­ar­stofnun vinnu­mark­að­ar­ins, sem birt var fyrr á þessu ári kom fram að þrír af hverjum fjórum svar­endum ættu erfitt með að ná endum saman í lok árs 2021. Mest hefur staðan versnað hjá inn­flytj­endum en 46 pró­sent þeirra sögð­ust eiga erfitt með að ná endum saman við síð­ustu árs­lok. Sam­bæri­legt hlut­fall nam 35 pró­sentum í lok árs­ins 2020.

Það kom því mörgum á óvart þegar ný lífs­kjara­rann­sókn Hag­stofu Íslands var birt í síð­asta mán­uði, sem sýndi að þeim heim­ilum sem ættu erfitt með að ná endum saman hefði fækkað í fyrra og hefði hlut­falls­lega aldrei verið færri. Eftir umleitan Kjarn­ans kom þó í ljós að erlendir íbúar voru næstum helm­ingi ólík­legri til að svara spurn­ingum en aðrir sem valdir voru í rann­sókn­ina. Þegar leitað var upp­lýs­inga um hvort lífs­kjör þeirra sem svör­uðu könn­un­inni væri mis­mun­andi eftir bak­grunni þeirra fékkst það svar að slíkt væri ekki rann­sakað sér­stak­lega. Svör væru þó vigtuð til að reyna að end­ur­spegla sam­setn­ingu ald­urs, kynja, bak­grunns og heild­ar­launa í sam­fé­lag­inu.

Af þessu má ráða að þeir sem hafa það einna verst í sam­fé­lag­inu okk­ar, en til­heyra þeim þjóð­fé­lags­hópi sem er ábyrgur fyrir þorra þeirrar fjölg­unar sem átt hefur sér stað innan þess á und­an­förnum árum, séu lang ólík­leg­astir til að svara könn­un­um. Þar af leið­andi kemur afstaða þeirra ekki fram. Af þessu má ráða að hér ríki inn­byggð kerf­is­leg mis­mun­un.

Breyt­ingar verða að eiga sér stað núna!

Þannig að nú er kom­inn tími til að við sem búum í íslensku sam­fé­lagi tök­umst á við okkar eigin for­dóma – því við getum öll litið í eigin barm. Við erum flest, ef ekki öll, haldin for­dómum af ein­hverju tagi þrátt fyrir að við gerum okkur ekki grein fyrir því. Það er komið að því að við gerum upp for­tíð okkar sem er lituð af for­dómum gagn­vart fólki sem er með annað lit­ar­haft en hinn „hefð­bundni“ Íslend­ing­ur, með öðru­vísi ætt­ar­nafn eða hreim, og það er komið að því að við breytum hegðun okk­ar.

En það á ekki ein­ungis við um almenn­ing – okkur fólkið í land­inu. Íslenskt sam­fé­lag þarf í heild sinni að breyta um stefnu. Það er ekki síður mik­il­vægt að stjórn­mála­menn hugsi sinn gagn varð­andi þessa hluti. Stofn­anir þjóð­fé­lags­ins á borð við lög­reglu, skóla­kerfi, Útlend­inga­stofn­un, dóms­kerfið og atvinnu­lífið verða jafn­framt að girða sig í brók og taka málin af meiri festu.

Því breyt­ingar verða að eiga sér stað fyrir fólkið sem lifir við for­dómana – ekki eftir fimm ár eða tíu ár heldur núna. Á meðan núver­andi ástand er við­var­andi þá lifir fólk af erlendum upp­runa, fólk með dökkan húð­lit eða erlent ætt­ar­nafn við mis­munum sem leiðir af sér van­líðan sem er ekki sæm­andi í lýð­ræð­is­legu opnu fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi. Þannig viljum við ekki vera – þannig viljum við ekki lifa.

Þetta verður að breyt­ast núna svo allir geti lifað með sömu virð­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari