Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum

Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Auglýsing

skýrsla sem unnin var af Háskóla Íslands í sam­starfi við önd­veg­is­verk­efnið Þver­þjóð­leiki og hreyf­an­leiki á Íslandi að beiðni félags­mála­ráðu­neyt­is­ins sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað sé að því hvar kreppi að varð­andi stöðu kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi.

Mark­miðið með skýrsl­unni var meðal ann­ars að kort­leggja þá þekk­ingu sem liggur fyrir um stöðu kvenna af erlendum upp­runa og afla eig­ind­legra gagna um helstu hindr­anir sem konur af erlendum upp­runa upp­lifa í íslensku sam­fé­lagi. Skýrslan er hluti af við­brögðum stjórn­valda vegna frá­sagna kvenna ef erlendum upp­runa undir for­merkjum #metoo. Skýrslan var kynnt í gær en hana unnu Unnur Dís Skapta­dóttir og Kristín Lofts­dótt­ir, pró­fess­orar í mann­fræði við HÍ.

Í skýrsl­unni kemur fram að um mjög fjöl­breyttan hóp sé að ræða en skýrslan sýnir að huga þurfi betur að ákveðnum þáttum til að bæta stöðu kvenna af erlendum upp­runa. Þær mæti ákveðnum hindr­unum gegn því að verða virkir þátt­tak­endur í íslensku sam­fé­lagi, meðal ann­ars varð­andi það að læra íslensku og að fá menntun sína metna. Ólíkir hópar kvenna af erlendum upp­runa verði fyrir for­dómum og þær verði margar hverjar fyrir mis­munun á ýmsum svið­um, svo sem á vinnu­mark­aði og á hús­næð­is­mark­aði.

Auglýsing

Vilja til­heyra íslensku sam­fé­lagi – erfitt að kynn­ast Íslend­ingum

„Ef aðgengi kvenna af erlendum upp­runa að íslensku sam­fé­lagi og mögu­leikar þeirra á þátt­töku eru skoð­aðir sýna við­tölin og fyrri rann­sóknir að konur og karlar af erlendum upp­runa hafa haft áhuga á að til­heyra íslensku sam­fé­lagi og að taka virkan þátt í því. Þetta er í slá­andi mót­sögn við umræðu sem oft má sjá í sam­fé­lag­inu um að fólk af erlendum upp­runa vilji ekki taka þátt og „að­lagast“,“ segir í skýrsl­unni. Rýni­hópa­við­tölin og yfir­lit rann­sókna end­ur­spegli að konur af erlendum upp­runa hafi hins vegar oft haft lít­inn aðgang að íslensku sam­fé­lagi og að erfitt hafi verið fyrir þær að kynn­ast inn­lendu fólki.

Þá kemur fram að rann­sóknir sýni að þetta sé mik­il­vægur þáttur í því að geta orðið hluti af sam­fé­lag­inu og í almennri vellíð­an. Ákveðnir hópar kvenna af erlendum upp­runa hafi til dæmis oft ekki haft tengsla­net sem hefðu getað nýst þeim til að bæta stöðu sína á vinnu­mark­aði og getað verið mik­il­væg fyrri almenna vald­efl­ingu og aðra þátt­töku í íslensku sam­fé­lagi. Einnig hafi konur af erlendum upp­runa sýnt áhuga á að læra íslensku en nám­skeiðin hafi verið mis­góð og ekki alltaf aðgengi­leg.

Mis­mikil íslensku­kunn­átta hindrar þátt­töku kvenna í sam­fé­lag­inu

„Rann­sókn­ir, sem ná yfir tölu­verðan tíma, sýna að ýmsar hindr­anir hafa verið gegn því að fólk læri íslensku. Þrátt fyrir að þekk­ing hafi verið til staðar á því í hverju þessar hindr­anir fel­ast virð­ast þær hafa haldið áfram, eins og sjá má af rýni­hópa­við­tölum og nýj­ustu rann­sóknum í tengslum við aðgang fólks af erlendum upp­runa að íslensku­nám­skeiðum og íslensku mál­um­hverfi. Í rýni­hópum kom jafn­framt fram hvernig mis­mikil íslensku­kunn­átta hindr­aði oft þátt­töku erlendra kvenna í íslensku sam­fé­lagi og þá sér­stak­lega á vinnu­mark­að­i,“ segir í skýrsl­unni.

Einnig hafi margar konur af erlendum upp­runa upp­lifað að þátt­taka þeirra í íslensku sam­fé­lagi tæki oft mið af því að þær væru útlend­ingar eða inn­flytj­end­ur, til dæmis varð­andi marg­vís­lega við­burði þar sem þeim hafi verið boðið fyrst og fremst á þeim for­send­um.

Erf­ið­ara að ná jafn­vægi milli atvinnu og einka­lífs

Konur af erlendum upp­runa hafa að stærstum hluta flutt til Íslands vegna vinnu og verið virkar á íslenskum vinnu­mark­aði, eins og tölu­leg gögn skýrsl­unnar end­ur­spegla vel, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um. Þær hafi tekið þátt í mjög kyn­skiptum vinnu­mark­aði og unnið langan vinnu­dag, oft í ein­hæfum störfum á lágum laun­um. Vís­bend­ingar séu um að þær hafi frekar unnið í vakta­vinnu en inn­lendar kon­ur.

„Ljóst er af bæði fyr­ir­liggj­andi gögnum frá Hag­stofu Íslands og nýlegum rann­sóknum að þær hafa að jafn­aði unnið störf sem eru ólík störfum inn­lendra kvenna, sem end­ur­speglar vinnu­markað sem er ekki bara kynj­aður heldur einnig lag­skiptur eftir upp­runa. Tölu­leg gögn gefa einnig til kynna að heild­ar­vinnu­tími kvenna af erlendum upp­runa hafi verið lengri og átt sér stað á óhefð­bundn­ari tímum en hjá inn­lendum kon­um. Út frá þessum nið­ur­stöðum má álykta að erf­ið­ara hafi verið að ná jafn­vægi milli atvinnu og einka­lífs hjá konum af erlendum upp­runa en hjá inn­lendum kon­um,“ segir í skýrsl­unni.

Nýta síður menntun sína en karlar

Þá kemur jafn­framt fram að konur af erlendum upp­runa hafi síður nýtt menntun sína í störfum á Íslandi en karlar af erlendum upp­runa og inn­lendir ein­stak­ling­ar. Rann­sókn­irnar sem kynntar voru og umræður í rýni­hópum hafi sýnt að jafn­vel þær konur sem voru í störfum þar sem þær gátu nýtt sér­þekk­ingu sína upp­lifðu oft nei­kvæð við­horf sem höfðu meðal ann­ars áhrif á fram­gang þeirra í starfi.

Það hve vinnu­tengdir flutn­ingar hafa verið stór hluti flutn­inga fólks til Íslands og hin bága staða kvenna af erlendum upp­runa á vinnu­mark­aði und­ir­striki mik­il­vægi þess að yfir­völd og verka­lýðs­fé­lög hugi sér­stak­lega að stöðu þess­ara kvenna á vinnu­mark­aði. Í öllum þremur rýni­hóp­unum kom fram að mat á námi hafi einnig verið stór þrösk­uldur í vegi fyrir þátt­töku margra kvenna af erlendum upp­runa á vinnu­mark­aði.

Þarf að beina sjónum að kerf­inu á Íslandi

Við­mæl­endur töl­uðu um að þær konur sem væru í ver­stri stöðu hefðu ekki menntun og töl­uðu hvorki ensku né íslensku. Bent var á að til að bæta úr þessu væri ekki nóg að beina sjónum að kon­unum sjálfum heldur að kerf­inu á Íslandi og leita leiða til að breyta því til að koma til móts við þennan hóp. Einnig var bent á skort á fólki með inn­flytj­enda­bak­grunn í ólíkum störfum sem fyr­ir­myndir fyrir yngra fólk.

Nefnt var mik­il­vægi þess að gefa erlendum konum fleiri tæki­færi á vinnu­mark­aði og að það skorti ef til vill hug­rekki hjá atvinnu­rek­endum til að ráða konur af erlendum upp­runa og gefa þeim tæki­færi þrátt fyrir að þær töl­uðu með hreim.

Horfast þarf í augu við for­dóma sem hluta af íslensku sam­fé­lagi

„Rann­sóknir sem snúa að for­dómum og nið­ur­stöður við­tals­hlut­ans varpa ljósi á það hversu vara­samt getur þó verið að horfa ein­göngu á áskor­anir eða hindr­anir sem konur af erlendum upp­runa mæta í sam­fé­lag­inu. Fræði­legar rann­sóknir hafa beint sjónum að for­dómum sem við­gang­ast í íslensku sam­fé­lagi. Þær rann­sókn­ir, svo og erlendar rann­sókn­ir, sýna að oft eru til staðar stað­al­myndir af konum af erlendum upp­runa sem fórn­ar­lömb­um. Horfast þarf í augu við for­dóma sem hluta af íslensku sam­fé­lagi og að þeir bein­ast að konum af erlendum upp­runa og inn­flytj­endum almennt,“ segir í skýrsl­unni

Mik­il­vægt að rann­saka nánar stöðu þeirra kvenna sem beittar eru kyn­bundnu ofbeldi

Enn fremur kemur fram að við­kvæm staða kvenna sem hafa komið frá löndum utan Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins geti orsakast af því hve háðar þær hafa verið eig­in­manni varð­andi dval­ar­leyfi á Íslandi. Vegna tengsla­leysis hafi þær oft og tíðum verið í erf­iðri stöðu þegar um ofbeldi er að ræða af hendi eig­in­manns. Rann­sóknir sýni að þær hafa oft ekki verið kunn­ugar þeim úrræðum sem hafa staðið þeim til boða. Mik­il­vægt sé að rann­saka nánar stöðu þeirra kvenna sem beittar eru kyn­bundnu ofbeldi.

„Skýrslan sýnir að konur af erlendum upp­runa hafa ekki aðeins orðið fyrir mis­munun á vinnu­mark­aði heldur einnig varð­andi aðgang að hús­næði. Nýleg rann­sókn á stöðu inn­flytj­enda á leigu­mark­aði og gögn Hag­stofu Íslands varpa ljósi á jað­ar­stöðu margra kvenna af erlendum upp­runa á hús­næð­is­mark­aði. Gögnin sýna að nokkur hluti kvenna af erlendum upp­runa hefur upp­lifað óör­yggi í tengslum við búsetu, og gefa jafn­framt vís­bend­ingar um ófull­nægj­andi hús­næði og háan hús­næð­is­kostn­að. Eig­ind­lega rann­sóknin sem sagt var frá end­ur­speglar að konur hafa mætt fjöl­þættum hindr­unum á leigu­mark­aði og að margar þeirra hafa upp­lifað að aðgengi að upp­lýs­ingum hafi verið af skornum skammti.

­Skýrslan sýnir að þó svo að unnið hafi verið að ýmsum verk­efnum sem snúa að konum af erlendum upp­runa sem verða fyrir kyn­ferð­is­legu áreiti og ofbeldi skortir nokkuð á rann­sóknir á þessu sviði. Rann­sóknir sem hafa verið gerðar benda til þess að veik staða ákveð­ins hóps kvenna af erlendum upp­runa á vinnu­mark­aði, vegna tengsla­leysis og þess hve háðar sumar þeirra hafa verið eig­in­manni, hafi getað ýtt undir veika stöðu þeirra gagn­vart kyn­ferð­is­legu áreiti (og ofbeld­i),“ segir í skýrsl­unni.

Einnig sé ljóst að full ástæða er til að hafa áhyggjur af marg­þættu ofbeldi í garð ákveð­inna hópa kvenna af erlendum upp­runa þar sem taka þarf til­lit til þeirra sér­stak­lega, meðal ann­ars vegna vönt­unar á tengsla­neti.

Fjölga þarf jákvæðum fyr­ir­myndum og auka sýni­leika

Í rýni­hópum og við­tölum kom á marg­vís­legan hátt fram, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um, áhersla á fjöl­breyti­leika kvenna af erlendum upp­runa. Þær ættu í raun ekk­ert annað sam­eig­in­legt en að vera af erlendum upp­runa og því mik­il­vægt að taka til­lit til fjöl­breyti­leika og ólíkra þarfa og hags­muna. Jafn­framt hafi komið fram sú sýn að marg­breyti­legur styrk­leiki kvenna af erlendum upp­runa hefði ekki verið nægi­lega vel nýtt­ur. Það væri ekki ein­göngu slæmt þeirra vegna heldur einnig fyrir sam­fé­lagið í heild. Því tengt hafi einnig verið talað um mik­il­vægi þess að ræða meira um styrk­leika og atbeina kvenna af erlendum upp­runa og ein­blína ekki ein­göngu á vanda­mál. Fjölga þyrfti jákvæðum fyr­ir­myndum og auka sýni­leika.

„Vegna þess hver fjöl­breyti­legur hóp­ur­inn var snúa nið­ur­stöður skýrsl­unnar einmitt að því hversu erfitt er að alhæfa um þennan hóp. Yfir­lit yfir stöðu þekk­ingar og við­tals­hlut­inn end­ur­spegla þetta, sem und­ir­strikar mik­il­vægi þess að skil­greina til hvaða hópa er reynt að ná í ákveð­inni stefnu­mótun og að í stefnu­mótun í ólíkum mála­flokkum sé sér­stak­lega litið til áhrifa á konur af erlendum upp­runa. Hér er mik­il­vægt að ítreka að konur af erlendum upp­runa er regn­hlíf­ar­heiti yfir konur sem eiga ekk­ert annað sam­eig­in­legt en að hafa flust til Íslands en vera fæddar í öðru landi. Þetta þýðir ekki að þær hafi enga sam­eig­in­lega reynslu en of mikil áhersla á sam­eig­in­lega þætti eykur hætt­una á að sér­tæk­ari þættir verði ósýni­leg­ir, svo og fjöl­breytni hópa inn­byrð­is, svo sem vegna trú­ar, ólíkrar inn­flytj­enda­stöðu, kyn­hneigðar og ald­ur­s,“ segir í skýrsl­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent