Vigdís um orð Sigurðar Inga: „Ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt“

Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir í yfirlýsingu að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hafi látið „afar særandi ummæli“ falla um sig í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing síðasta fimmtudagskvöld.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra og Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra og Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Auglýsing

Vig­dís Häsler, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­taka Íslands, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu um þau orð sem Sig­urður Ingi Jóhanns­son, inn­við­a­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lét frá sér í hennar garð í sam­kvæmi sem haldið var í tengslum við Bún­að­ar­þing síð­asta fimmtu­dags­kvöld.

Vig­dís segir að „afar sær­andi ummæli“ hafi verið látin falla og að hún hafi heyrt þau, sem og fleira starfs­fólk Bænda­sam­tak­anna. Í umfjöllun á vef DV í gær sagði frá því að Sig­urður Ingi hefði vísað til Vig­dísar sem „hinnar svört­u“.

Ing­veldur Sæmunds­dóttir aðstoð­ar­maður Sig­urðar Inga vís­aði því þó á bug í sam­tali við DV að ráð­herra hefði notað slíkt orða­lag – hann hefði þess í stað sagt að hann vildi ekki halda halda á Sjálf­stæð­is­manni eftir að sú hug­mynd kom upp að hann og fleiri héldu á Vig­dísi í eins­konar „planka“ fyrir mynda­töku.

Auglýsing

Vig­dís sjálf segir þetta hins vegar rangt. „Að­stoð­ar­maður ráð­herr­ans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þess­ari mynda­töku sýna það án alls vafa. Það er sær­andi þegar reynt er að gera lítið úr upp­lifun minni og þegar bein­línis rangar skýr­ingar eru not­aðar við það,“ segir Vig­dís í yfir­lýs­ingu sem hún birti á Face­book-­síðu sinni í dag.

Neitar að bera ábyrgð á orðum ráð­herra í sinn garð

Hún segir að hún hafi aldrei talið að hún þyrfti að setj­ast niður og skrifa yfir­lýs­ingu af þessu tagi. „Ég hef aldrei látið húð­lit, kyn­þátt, kyn­ferði eða annað skil­greina mig. Ég hef alltaf talið að verk mín og gjörðir töl­uðu fyrir sig sjálf, en núna tel ég mig knúna til að tjá mig um það sem gerð­is­t,“ skrifar hún.

„Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráð­herr­ann við­hafði í minn garð. Duldir for­dómar eru gríð­ar­legt sam­fé­lags­mein og grass­era á öllum stigum sam­fé­lags­ins. Þeir smætta verk ein­stak­linga og gjörðir niður í lit eða kyn,“ skrifar Vig­dís.

Hún bætir því við að hún hygg­ist ekki tjá sig frekar um þetta, heldur kjósa að „horfa fram á veg­inn að vinna úr þeim góðu nið­ur­stöðum sem fram komu á Bún­að­ar­þing­i.“

Yfir­lýs­ingu Vig­dísar má lesa hér að neð­an:

Aldrei hélt ég að ég þyrfti að setj­ast niður og skrifa svona yfir­lýs­ingu. Ég hef aldrei látið húð­lit, kyn­þátt, kyn­ferð­i...

Posted by Vig­dís Häsler on Monday, April 4, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent