„Ekkert annað en fordómar“

Lögreglan hafði afskipti af ungum dreng í annað sinn á tveimur dögum í morgun vegna leitar að strokufanga. Móðir hans var með honum í þetta skiptið og segir í samtali við Kjarnann að þetta sé ekkert annað en áreiti. Hún tók upp atvikið sem um ræðir.

Lögreglan fyrir utan Bakarameistarann í Mjóddinni Mynd: Skjáskot
Auglýsing

Lög­reglu barst ábend­ing í morgun að Gabríel Dou­ane Boama, tví­tugur karl­maður sem strauk úr haldi lög­­­reglu við Hér­­aðs­­dóm Reykja­víkur fyrir tveimur dög­um, væri í bak­aríi í Mjódd­inni í Reykja­vík.

Ekki reynd­ist það vera Gabríel heldur 16 ára drengur í fylgd með móður sinni að kaupa bakk­elsi. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem lög­reglan stöðvar för drengs­ins en í gær hafði hún afskipti af honum í stræt­is­vagni.

Auglýsing
Lög­regla var í fram­hald­inu harð­lega gagn­rýnd og átti móðir drengs­ins fund með Sig­ríði Björk Guð­jóns­dóttur rík­is­lög­reglu­stjóra í gær vegna atviks­ins. Móð­irin segir í sam­tali við Kjarn­ann að sonur hennar hafi verið í miklu upp­námi eftir atvikið í gær.

­Rík­­is­lög­­reglu­­stjóri sendi frá sér til­kynn­ingu í gær­kvöldi vegna máls­ins en þar segir að um leið og sér­­sveit­­ar­­menn fóru inn í vagn­inn hafi þeir séð að ekki var um að ræða ein­stak­l­ing­inn sem leitað er að og því hafi þeir yfir­­­gefið vagn­inn.

Móðir drengs­ins hafði sam­­band við rík­­is­lög­­reglu­­stjóra og lýsti áhyggjum af þeirri stöðu sem komin var upp, þar sem ung­­menni í minn­i­hluta­hópi ótt­ist að vera tekin í mis­­­gripum vegna útlits.

„Í sam­tal­inu komu fram mik­il­vægar áherslur sem rík­­is­lög­­reglu­­stjóri ætlar að bregð­­ast við, þ.m.t. sam­­tal við sam­­fé­lagið um for­­dóma,“ segir í til­­kynn­ing­unni.

Maður á Teslu hringdi í lög­regl­una

Kjarn­inn hefur undir höndum mynd­band af atvik­inu í morgun þar sem lög­reglu­menn sjást ganga fyrir utan glugg­ann á bak­arí­inu en sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans var sér­sveitin einnig fyrir utan. Í mynd­band­inu sést hvernig mæðginin eru sest við borð til að fá sér að borða. Móð­irin tekur strax til máls þegar lög­reglu­mað­ur­inn nálg­ast og heyr­ist hún segja: „I knew it!“ eða „ég vissi það.“ Þegar lög­reglu­menn­irnir ganga að henni segir hún: „You can not talk to my child“ eða „þið megið ekki tala við barnið mitt.“

Hún skiptir yfir í íslensku og segir að hún viti af hverju lög­reglan sé kom­in. „Þetta er ekki hann!“ segir hún við lög­reglu­mann­inn og útskýrir að dreng­ur­inn hennar sé ekki stroku­fang­inn sem leitað er nú að. Sýni­legt er að móð­irin er í upp­námi, enda gerð­ist slík hið sama í gær í strætó, eins og áður seg­ir, þegar lög­reglu­menn og sér­sveit­ar­menn stöðv­uðu vagn­inn til að athuga hvort dreng­ur­inn væri sá sem leitað er að.

Móð­irin segir í mynd­band­inu að hún viti að maður á Teslu hafi hringt í lög­regl­una þar sem hún hafi séð bíl­inn snigl­ast í kringum þau á bíla­stæð­inu. Hún segir í sam­tali við Kjarn­ann að mað­ur­inn á Tesl­unni hafi beðið fyrir utan þangað til lög­reglan kom.

Teslan fyrir utan Mjóddina í morgun Mynd: Aðsend

Hún útskýrir í mynd­band­inu fyrir lög­regl­unni að hún hafi ákveðið að fara í bak­aríið með syni sínum til að róa hann niður eftir atvik gær­dags­ins. „Þetta var mjög erfitt kvöld,“ segir hún við lög­regl­una. „Þegar barnið mitt, 16 ára, þið sendið sér­sveit á hann og eruð komin aftur í dag.“ Hún bendir á í sam­tali við lög­regl­una að hún hafi talað við Sig­ríði lög­reglu­stjóra í gær og hún seg­ist skilja að lög­reglu­þjón­arnir séu að vinna vinn­una sína en að þetta sé ekki í lagi.

„Þetta er ekk­ert annað en „racial profil­ing“ á 16 ára barn sem ég er að reyna að róa niður vegna atviks gær­dags­ins,“ segir hún við lög­reglu­menn­ina. „Racial profil­ing“ þýðir að lög­reglan beini athygli sinni ein­göngu að fólki af ákveðnum kyn­þætti og frá ákveðnu svæði við rann­sókn mála.

Annar lög­reglu­mað­ur­inn í mynd­band­inu tekur til máls og segir að nú séu þeir komn­ir, þeir séu rólegir og sjái að ekki sé um stroku­fang­ann að ræða. „Þá erum við bara far­in,“ segir hann.

Þarf hún að vera með drengum öllum stund­um?

Móð­irin spyr á móti hvort sonur hennar geti gengið niður göt­una í friði – þurfi hún alltaf að vera með honum hvert fót­mál? „Ég hélt honum heima í gær,“ segir hún og útskýrir frekar fyrir lög­regl­unni að hann hafi ekki treyst sér í vinn­una í morgun og í stað­inn hafi þau ætlað að eiga stund saman í bak­arí­inu.

Hún spyr jafn­framt hvaða stroku­fangi muni sitja inn á veit­inga­stað til að borða. Annar lög­reglu­mað­ur­inn segir að þeir þurfi að leita af sér allan grun. Móð­irin seg­ist styðja þá með það en að það verði að finna lausn á þessu því barnið hennar eigi að geta verið í friði.

Lög­reglu­mað­ur­inn tekur undir það. Hún spyr hvort dreng­ur­inn þurfi að raka af sér hárið til að fá frið. „Hvernig eigum við að leysa þetta?“ spyr hún. „Þetta er áreit­i.“

Lög­reglu­mað­ur­inn segir að nú viti þeir að hann sé ekki umræddur stroku­fangi. Móð­irin spyr hvort dreng­ur­inn þurfi að ganga í gegnum þetta aftur og aft­ur. „Þetta er bara ekki í lagi. Þið getið sent óein­kenn­is­klæddan [lög­reglu­mann] þannig að hann verði ekki smeykur við ykkur og ég þarf ekki að vera í þess­ari stöðu að vera „the mad black mom“. Þetta er ekki í lag­i.“

Hann segir að það sé vissu­lega betra; að vera með óein­kenn­is­klædda lög­reglu­menn til að sinna þess­ari skyldu. „En akkúrat núna erum við bara þrír lög­reglu­menn á vakt ...“ en móð­irin segir að það sé ekki hennar að leysa það. Hann seg­ist skilja það.

„Ég er núna að sinna barni sem svaf varla í nótt,“ segir hún og lög­reglu­mað­ur­inn segir að honum þyki það mjög leitt. Hún seg­ist hafa viljað sitja með honum í smá næði og spjalla saman um það sem gerð­ist í gær og af hverju hann þurfi ekki að ótt­ast lög­regl­una. „En svo er lög­reglan bara mætt aft­ur! Þetta eru ekk­ert annað en for­dóm­ar.“

Lög­reglu­mað­ur­inn biður í fram­hald­inu um kenni­tölu drengs­ins og móð­ur­inn­ar. Hún sam­þykkir að gefa þær upp­lýs­ingar í næði en bætir að end­ingu við að þessar aðfarir séu alls ekki í lagi.

Fangi á eigin heim­ili

Móð­irin segir í sam­tali við Kjarn­ann að atvikið hafi verið nið­ur­lægj­andi. Lög­reglan var hjá þeim í nokkrar mín­útur eftir að mynd­band­inu lauk og segir móð­irin að hún hafi séð ótt­ann í and­liti barns­ins allan tím­ann. „Þetta er ekki í lag­i,“ segir hún.

Hún hefur þegar haft sam­band við rík­is­lög­reglu­stjóra en hún krefst breytts verk­lags án tafar þar sem barnið hennar sé nú fangi á eigin heim­ili fyrir glæp sem hann framdi ekki.

Vit­und­ar­vakn­ing hjá lög­regl­unni og sam­fé­lag­inu sé brýn og nauð­syn­leg. Móð­irin mun funda á ný með rík­is­lög­reglu­stjóra seinna í dag vegna atviks­ins en mark­miðið er að reyna finna lausn á þessu máli með hag drengs­ins að leið­ar­ljósi.

Dreng­ur­inn er sjálfur með ósk sem hann vill koma á fram­færi: „Ég væri til í að geta stigið út úr mínu eigin húsi og vera með vinum mínum án þess að lög­reglan stoppi mig fyrir það hvernig ég lít út.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent