Ríkislögreglustjóri ætlar að eiga „samtal við samfélagið um fordóma“

Ríkislögreglustjóri ætlar að bregðast við gagnrýni á störf lögreglu vegna leitar að ungum manni sem tilheyrir minnihlutahópi, meðal annars með „samtali við samfélagið um fordóma“. Varaþingmaður Pírata telur að auka þurfi eftirlit með lögreglu.

Lögregla hefur leitað Gabríels í rúman sólarhring. Gagnrýni á störf hennar við leitina hefur verið áberandi og hefur ríkislögreglustjóri brugðist við og hvetur til varkárni í samskiptum um málið og önnur mál sem tengjast minnihlutahópum.
Lögregla hefur leitað Gabríels í rúman sólarhring. Gagnrýni á störf hennar við leitina hefur verið áberandi og hefur ríkislögreglustjóri brugðist við og hvetur til varkárni í samskiptum um málið og önnur mál sem tengjast minnihlutahópum.
Auglýsing

Lög­reglan hefur í rúman sól­ar­hring leitað að tví­tugum karl­manni, Gabríel Dou­ane Boama, sem slapp úr haldi lög­reglu við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur í gær­kvöldi. Gabríel var í síbrota­gæslu vegna fjölda mála og fór aðal­með­ferð í einu máli hans fram í hér­aðs­dómi í gær og flúði hann lög­reglu þegar verið var að leiða hann úr dóm­sal.

Leit hefur ekki borið árangur en í dag barst lög­reglu ábend­ing um að Gabríel væri í stræt­is­vagni. Það reynd­ist ekki rétt en sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra hafði afskipti af 16 ára ung­lingi, dökkum á hör­und, sem var í vagn­in­um. Lög­regla hefur verið gagn­rýnd fyrir aðgerðir sínar í dag. Í til­kynn­ingu sem rík­is­lög­reglu­stjóri sendi frá sér í kvöld segir að um leið og sér­sveit­ar­menn fóru inn í vagn­inn hafi þeir séð að ekki var um að ræða ein­stak­ling­inn sem leitað er að og því hafi þeir yfir­gefið vagn­inn.

Móðir drengs­ins hafði sam­band við rík­is­lög­reglu­stjóra og lýsti áhyggjum af þeirri stöðu sem komin var upp, þar sem ung­menni í minni­hluta­hópi ótt­ist að vera tekin í mis­gripum vegna útlits. „Í sam­tal­inu komu fram mik­il­vægar áherslur sem rík­is­lög­reglu­stjóri ætlar að bregð­ast við, þ.m.t. sam­tal við sam­fé­lagið um for­dóma,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Þar segir einnig að rík­is­lög­reglu­stjóra þyki leitt að dreng­ur­inn hafi í dag orðið hluti af þessum aðgerðum lög­reglu en ábend­ing barst um að hann væri sá sem var lýst eft­ir, sjálfur hafði dreng­ur­inn ekk­ert unnið sér til sak­ar.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hvetur til var­kárni í sam­skiptum um málið og önnur mál sem tengj­ast minni­hluta­hóp­um. „“For­dómar eiga aldrei rétt á sér. Leit að hættu­legu fólki má ekki verða til þess að minni­hluta­hópar í okkar sam­fé­lagi upp­lifi óör­yggi eða ótta við að sam­ferða­fólk þeirra til­kynni það til lög­reglu án til­efn­is,“ segir í til­kynn­ingu rík­is­lög­reglu­stjóra, sem var meðal ann­ars deilt á Face­book-­síðu emb­ætt­is­ins.

Borið hefur á rasískum ummælum við fréttir af mál­inu, bæði í athuga­semda­kerfum fjöl­miðla og á sam­fé­lags­miðl­um. Í til­kynn­ingu rík­is­lög­reglu­stjóra, sem meðal ann­ars er birt á Face­book-­síðu rík­is­lög­reglu­stjóra, segir að for­dóma­fullar athuga­semdir verði áfram fjar­lægðar af miðlum lög­regl­unnar um málið og lokað verði fyrir frek­ari athuga­semd­ir. Ábend­ingum sem tengj­ast mál­inu skulu eftir sem áður ber­ast Lög­regl­unni í síma 112.

Þarf að fara var­lega með vald­beit­ingu til að við­halda trausti

Lenya Rún Taha Karim, vara­þing­maður Pírata, telur að störf lög­reglu í mál­inu sýni að það sé frekar við hæfi að auka eft­ir­lit með lög­reglu áður en rann­sókn­ar­heim­ildir hennar verði aukn­ar, eins og lagt er til í frum­varps­drögum dóms­mála­ráð­herra. Í færslu á Face­book bendir hún á að lög­reglan er eina stofn­unin á Íslandi sem hefur heim­ild í lögum til að beita borg­ara ofbeldi.

„­Með svo­leiðis heim­ildir í lögum þarf að fara mjög var­lega með vald­beit­ingu til að við­halda trausti og það að vopnuð sér­sveit ásamt tveimur öðrum lög­reglu­bílum taki 16 ára barn úr strætó ein­ungis vegna húð­litar er ekki til þess fall­ið. Ég get ekki ítrekað hversu hættu­legt þetta er ef þetta eru við­brögð lög­regl­unnar í hvert skipti sem ein­hver af öðrum kyn­þætti er eft­ir­lýst­ur,“ segir Lenya í færsl­unni.

Hún hefur áður gagn­rýnt frum­varps­drög dóms­mála­ráð­herra um að efla for­virkar rann­sókn­ar­heim­ildir lög­reglu. Með frum­varp­inu eru lagðar til breyt­ingar á lög­­­reglu­lögum til að að skýra og efla heim­ildir lög­­­reglu til aðgerða í þágu afbrota­varna, einkum hvað varðar skipu­lagða brota­­starf­­semi og öryggi rík­­is­ins, að því er fram kemur í sam­ráðs­­gátt­inni.

Í síð­asta mán­uði deildi hún fast á áform ráð­herra á þingi. „Lög­reglan á að fá auknar heim­ildir til að njósna um fólk og nálg­­ast gögnin þeirra, ef að lög­­reglan telur mög­u­­legt að þetta fólk geti hugs­an­­lega orðið glæpa­­menn í fram­­tíð­inn­i,“ sagði Lenya. Að hennar mati þarf lög­regla að sæta öfl­ug­ara eft­ir­liti eigi hún að fá að sinna öfl­ug­ara eft­ir­liti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokki