Gagnrýnir að lög­reglan eigi að fá auknar heim­ildir „til að njósna um fólk“

Varaþingmaður Pírata deilir fast á ný frumvarpsdrög dómsmálaráðherra og segir að ef lögreglan vill sinna öflugra eftirliti þurfi hún sjálf að sæta öflugra eftirliti.

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Auglýsing

Lenya Rún Taha Karim vara­þing­maður Pírata spyr hvort í stað­inn fyrir að efla for­virkar rann­sókn­ar­heim­ildir til að stöðva glæpi, væri „ekki eðli­legra að byggja upp félags­legt stuðn­ings­net og kerfi sem koma í veg fyrir að fólk leið­ist út í glæpi til að byrja með“.

Þetta kom fram í máli hennar undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í gær.

Hóf hún ræðu sína á að segja að á sama tíma og Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra tæki á móti úkra­ínsku flótta­fólki laum­aði hann í sam­ráðs­gátt stjórn­valda frum­varpi til að efla svo­kall­aðar for­virkar rann­sókn­ar­heim­ildir lög­regl­unn­ar.

„Lög­reglan á að fá auknar heim­ildir til að njósna um fólk og nálg­ast gögnin þeirra, ef að lög­reglan telur mögu­legt að þetta fólk geti hugs­an­lega orðið glæpa­menn í fram­tíð­inn­i,“ sagði hún.

Auglýsing

Fengju heim­ild til að fylgj­ast með ein­stak­lingum sem hafa tengsl við skipu­lagða brota­starf­semi

Með frum­varp­inu eru lagðar til breyt­ingar á lög­reglu­lögum til að að skýra og efla heim­ildir lög­reglu til aðgerða í þágu afbrota­varna, einkum hvað varðar skipu­lagða brota­starf­semi og öryggi rík­is­ins, að því er fram kemur í sam­ráðs­gátt­inni.

Þá segir enn fremur í sam­ráðs­gátt stjórn­valda að frum­varp­inu sé ætlað að skerpa á heim­ildum lög­reglu til að afla upp­lýs­inga og við­hafa eft­ir­lit í því skyni að draga úr brota­starf­semi en núgild­andi heim­ildir byggi öðru fremur á almennum ákvæðum lög­reglu­laga auk ákvæða í sér­lög­um. Ann­ars vegar sé mælt fyrir um heim­ild lög­reglu til að afla upp­lýs­inga í þágu afbrot­varna við fram­kvæmd almennra lög­gæslu­starfa og frum­kvæð­is­verk­efna, þar á meðal sam­skipti við upp­ljóstr­ara, eft­ir­lit á almanna­færi og vöktun vef­síðna sem opnar eru almenn­ingi. Hins vegar sé lög­reglu veitt heim­ild til að við­hafa sér­stakt eft­ir­lit með ein­stak­lingum sem hafa tengsl við skipu­lagða brota­starf­semi eða sem af kann að stafa sér­greind hætta fyrir almanna­ör­yggi.

Jón Gunnarsson Mynd: Birgir Þór

Ráð­herr­ann vill fyr­ir­byggja að framin séu alvar­leg brot og að „lög­regla geti gripið fyrr inn í atburða­r­ás“

Í grein­ar­gerð með frum­varps­drög­unum segir að til­drög þess megi rekja til frum­kvæðis dóms­mála­ráð­herra um að ráð­ast í end­ur­skoðun á ákvæði 15. grein lög­reglu­laga um aðgerðir til að afstýra brotum eða stöðva þau. Mark­mið end­ur­skoð­un­ar­innar hafi verið að skýra heim­ildir lög­reglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrota­varna, einkum hvað varðar afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borg­ar­anna og rík­is­ins, afbrot sem tengj­ast skipu­lagðri brota­starf­semi og afbrot sem framin eru á net­inu.

„Lög­gæsla nú á tíðum snýr ekki síður að frum­kvæð­is­vinnu í formi upp­lýs­inga­öfl­unar og grein­ingu upp­lýs­inga. Breytt afbrota­mynstur og útbreiðsla skipu­lagðrar brota­starf­semi á milli landa krefst þess að lög­gæslu­yf­ir­völd geti brugð­ist við og gripið til aðgerða áður en ein­stök brot eru fram­in. Með frum­varpi þessi er því lögð aukin áhersla á mik­il­vægi þess að lög­regla geti gripið fyrr inn í atburða­rás og þannig fyr­ir­byggt að framin séu alvar­leg afbrot. Við fram­an­greinda end­ur­skoðun var sem endranær gætt að því að stjórn­ar­skrár­varin grund­vall­ar­mann­rétt­indi borg­ar­anna væru virt í hví­vetna,“ segir meðal ann­ars í frum­varps­drögum ráð­herr­ans.

Við hæfi að auka eft­ir­lit með störfum lög­regl­unnar

Lenya Rún benti á í ræðu sinni á Alþingi í gær að dóms­mála­ráð­herra rök­styddi þessar breyt­ingar sínar með vís­unar til þess hvernig málum er háttað í Nor­egi og Dan­mörku. „Mér hefði því þótt við hæfi að hann myndi líka leggja til að auka eft­ir­lit með störfum lög­regl­unn­ar, í sam­ræmi við það sem tíðkast í Nor­egi og Dan­mörku. Því ef lög­reglan vill sinna öfl­ugra eft­ir­liti þarf hún sjálf að sæta öfl­ugra eft­ir­lit­i,“ sagði hún.

Nefndi hún jafn­framt að á Íslandi væri til staðar nefnd um eft­ir­lit með lög­­­reglu sem fengi ekki upp­lýs­ingar um eft­ir­lit lög­reglu með almennum borg­urum nema af lög­reglan upp­lýsti um það sjálf. „Og þegar nefndin kallar eftir gögnum frá lög­reglu þá er hún treg við að afhenda þau, eins og for­maður nefnd­ar­innar lýsti í fjöl­miðlum í fyrra,“ sagði hún og vís­aði í frétt þess efn­is.

Frekar byggja upp stuðn­ings­net sem kæmi í veg fyrir að fólk leidd­ist úr í glæpi

Lenya Rún sagð­ist sann­færð um að aukið eft­ir­lit með lög­reglu yrði henni til hags­bóta. „Til dæmis myndi aukið aðgengi fjöl­miðla að upp­tökum úr búk­mynda­vélum lög­reglu taka af allan vafa um störf henn­ar, sem er einmitt einn meg­in­til­gangur mynda­vél­anna að sögn yfir­lög­reglu­þjóns. Núver­andi aðstoð­ar­maður dóms­mála­ráð­herra hefur jafn­framt sagt að mynda­vél­arnar séu gríð­ar­leg rétt­ar­bót fyrir lög­reglu­menn, með upp­tök­unum losni þeir undan til­hæfu­lausum ásök­unum um mis­beit­ingu valds. Ef lög­reglu­menn hafa ekk­ert að fela þurfa þeir ekk­ert að ótt­ast aukið eft­ir­lit, er það nokk­uð?

Í stað­inn fyrir að efla for­virkar rann­sókn­ar­heim­ildir til að stöðva glæpi, væri ekki eðli­legra að byggja hér upp félags­legt stuðn­ings­net og kerfi sem koma í veg fyrir að fólk leið­ist út í glæpi til að byrja með? Það er alvöru for­virk aðgerð sem virk­ar. Við ættum bara að byrja þar,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent