Mál 16 ára drengs enn hjá eftirlitsnefnd fimm mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað

„Misskilningur“ olli því að mál 16 ára drengs rataði ekki til nefndar um eftirlit með lögreglu fyrr en tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað. Málið hefur nú verið hjá nefndinni í tæpa þrjá mánuði, sem „vinnur að úrlausn“.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri taldi mál 16 ára drengs í tvígang vera til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu þegar svo reyndist ekki vera. Málið komst loks til nefndarinnar í júní, tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri taldi mál 16 ára drengs í tvígang vera til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu þegar svo reyndist ekki vera. Málið komst loks til nefndarinnar í júní, tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað.
Auglýsing

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu „vinnur að úrlausn“ atviks sem átti sér stað í apr­íl, þegar lög­­regla fylgdi í tvígang eftir ábend­ingu sem sneri að stroku­fanga sem lög­­regla leit­aði að. Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri taldi að málið hefði borist nefnd­inni strax í apríl en vegna mis­skiln­ings barst kvörtun vegna máls­ins ekki fyrr en 22. júní, tveimur mán­uðum eftir að atvikin áttu sér stað.

Málið sem um ræðir snýr að störfum og verk­lagi lög­­­reglu sem var að bregð­­ast við ábend­ingum tengdum tví­­tugum karl­­manni sem slapp úr haldi lög­­­reglu við Hér­­aðs­­dóm Reykja­víkur í lok apr­íl. Í tvígang, á jafn mörgum dög­um, brást lög­­regla við ábend­ingum þar sem reynd­ist svo ekki um að ræða stroku­fang­ann heldur sextán ára dreng. Dreng­­ur­inn er dökkur á hör­und líkt og stroku­fang­inn og með svip­aða hár­greiðslu.

Auglýsing
Atvikin ýfðu upp umræðu um kyn­þátta­­mörkun (e. racial profil­ing) og sat rík­­is­lög­­reglu­­stjóri fyrir svörum á opnum fundi alls­herj­­­­­­­ar- og mennta­­­­mála­­­­nefndar í maí þar sem hún ræddi verk­lag lög­­­­­­­reglu í mál­inu sem og fræðslu og menntun lög­­­­­­­reglu­­­­manna um fjöl­­­­menn­ingu og for­­­­dóma. Á fund­inum sagði hún að ekki hafi verið um kyn­þátta­mið­aða lög­­­­­­­gæslu að ræða til­­­­­­­felli 16 ára drengs­ins.

Rík­is­lög­reglu­stjóri taldi málið komið til eft­ir­lits­nefndar í maí

Á fund­inum greindi rík­­is­lög­­reglu­­stjóri einnig frá því að málið væri til skoð­unar hjá nefnd um eft­ir­lit með lög­­­reglu. Svo reynd­ist ekki vera og lét full­­trúi nefnd­­ar­innar emb­ætti rík­­is­lög­­reglu­­stjóra vita. Engin kvörtun hafði þá borist til nefnd­­ar­innar vegna máls­ins líkt og rík­­is­lög­­reglu­­stjóri taldi.

Á þessum tíma­­punkti, í lok maí, var nefndin enn að skoða hvort rétt væri að taka málið upp að eigin frum­­kvæði. Nefndin komst stuttu síðar að þeirri nið­­ur­­stöðu að ekki væri ástæða til þess að svo stöddu. Svo virð­ist sem þeim skila­­boðum hafi ekki verið komið til rík­­is­lög­­reglu­­stjóra, sem full­yrti í við­tali við Kjarn­ann í júní að málið væri til skoð­unar hjá nefnd um eft­ir­lit með lög­­­reglu.

„Við erum ekki rétta fólkið til að meta okk­­­­ur. Það er eng­inn þar. Málið er komið til nefndar um eft­ir­lit með lög­­­­­­­reglu sem mun leggja óháð mat á þetta mál og afskipti lög­­­­­­­reglu,“ segir Sig­ríður Björk meðal ann­­ars í við­tal­inu.

Nefndin taldi ekki ástæðu til að taka málið upp að eigin frum­kvæði

Það sem rík­is­lög­reglutjóri vissi ekki var að í lok maí komst nefndin að þeirri nið­ur­stöðu að ekki væri rétt að taka málið upp að eigin frum­kvæði. Engin kvörtun hafði borist og því var málið ekki tekið til umfjöll­un­ar.

Eftir við­tal Kjarn­ans við rík­is­lög­reglu­stjóra, sem birt­ist 18. júní, spurð­ist blaða­maður fyrir hjá nefnd­inni um hvenær von væri á nið­­ur­­stöðu á óháðu mati nefnd­ar­inn­ar. Þá feng­ust þau svör að engin kvörtun hefði borist vegna máls­ins og það væri því ekki til með­­­ferðar hjá nefnd­inni.

Full­­trúi nefnd­­ar­innar hafði í kjöl­farið sam­­band við emb­ætt­i rík­is­lög­reglu­stjóra. Nefnd um eft­ir­lit með lög­­­reglu ber ekki að upp­­lýsa rík­­is­lög­­reglu­­stjóra um hvaða mál koma inn á borð til henn­ar og í þessu til­­viki láð­ist emb­ætti rík­­is­lög­regl­­stjóra að upp­­lýsa nefnd­ina um kvörtun vegna máls­ins og framsendi henni erindið þegar upp komst um það. Í svari rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans sagði að mis­kiln­ings hafi gætt meðal starfs­manna um að „máls­að­ili sjálfur ætl­­aði að leita til nefnd­­ar­inn­­ar, en það var ekki gert.“ Málið komst því ekki form­lega á borð nefnd­ar­innar fyrr en emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra sendi nefnd­inni form­legt erindi í lok júní.

Liggur ekki fyrir hvenær vinnu nefnd­ar­innar lýkur

Nokk­urs mis­skiln­ings hefur því gætt í mál­inu en það komst loks á borð nefnd­ar­innar 22. júní, rétt tæp­lega tveimur mán­uðum eftir að atvikin áttu sér stað. Rík­­is­lög­­reglu­­stjóri hélt, í tvígang, að málið væri komið til nefndar um eft­ir­lit með lög­­­reglu, en svo reynd­ist ekki vera. Úr því var bætt og hefur málið verið hjá nefnd­inni í tæpa þrjá mán­uði.

Unnið er að úrlausn máls­ins sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá lög­fræð­ingi hjá nefnd­inni en „ekki er hægt að gefa frek­ari upp­lýs­ingar um fram­vindu þess að svo stödd­u.“ Ekki liggur fyrir hvenær vinnu nefnd­ar­innar lýk­ur, upp­lýs­inga- og gagna­öflun er enn í gangi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent