Veruleg styrking rannsókna á kynferðisbrotum

Sjö nýjar stöður við rannsóknir á kynferðisbrotum eru nú auglýstar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Leit, söfnun og rannsóknir lífsýna verða efldar sem og stafrænar rannsóknir. „Auknar bjargir“ eiga að stytta málsmeðferðartíma, segir Grímur Grímsson.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Auglýsing

Emb­ætti lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur aug­lýst sjö nýjar stöður til að styrkja rann­sóknir kyn­ferð­is­brota. Aug­lýst er eftir rann­sókn­ar­lög­reglu­mönnum, sér­fræð­ingum til rann­sókna líf­sýna og staf­rænna gagna sem og aðstoð­ar­sak­sóknurum á ákæru­sviði. Stöð­urnar eru aug­lýstar í kjöl­far auk­inna fjár­fram­laga sem rík­is­stjórnin ákvað að setja í mála­flokk sem hefur tekið stakka­skiptum síð­ustu miss­eri, ekki síst vegna heims­far­ald­urs­ins. „Það er uppi ákall um að stytta máls­með­ferð­ar­tíma í þessum alvar­legu mál­u­m,“ segir Grímur Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjónn á rann­sókn­ar­sviði lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, við Kjarn­ann. „Rann­sókn­ar­tím­inn hefur því miður verið of langur og nú hefur verið ákveðið að við fáum frek­ari bjargir til að takast á við þennan mála­flokk.“

Auglýsing

Lög­reglu bár­ust til­kynn­ingar um 59 nauðg­anir fyrstu þrjá mán­uði árs­ins 2022, sem sam­svarar 17 pró­sent fjölgun frá síð­ustu þremur árum þar á und­an. Þá bár­ust lög­regl­unni til­kynn­ingar um 610 til­vik heim­il­is­of­beldis og ágrein­ings milli skyldra eða tengdra aðila á sama tíma­bili. Um er að ræða 19 pró­sent aukn­ingu frá síð­ustu þremur árum þar á und­an.

Síð­ast­liðin tvö ár hefur orðið veru­leg aukn­ing á eft­ir­spurn eftir þjón­ustu í Bjark­ar­hlíð, sem veitir stuðn­ing og ráð­gjöf til ein­stak­linga eldri en 18 ára sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Á árinu 2021 leit­uðu 1059 ein­stak­lingar eftir aðstoð í fyrsta sinn sem er nærri 30 pró­sent aukn­ing milli ára. Þar á undan var nærri 50 pró­sent aukn­ing milli áranna 2019 og 2020.

Tíu stöðu­gildi til fjög­urra emb­ætta

Með fjár­styrk­ingu rík­is­stjórn­ar­innar skap­ast svig­rúm til tíu nýrra stöðu­gilda hjá fjórum emb­ættum til rann­sóknar og sak­sóknar á kyn­ferð­is­brot­um. Auk lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verður fjölgað um eina stöðu hjá rík­is­sak­sókn­ara, eina hjá hér­aðs­sak­sókn­ara og eina hjá lög­reglu­stjór­anum á Suð­ur­nesj­um.

„Við aug­lýstum strax og við fengum upp­lýs­ingar um að þessar fjár­heim­ildir væru okk­ar,“ segir Grím­ur. „Og við erum þegar farin að taka við­töl við fólk sem hefur sótt um störf­in. Það var gengið strax í mál­ið.“

Þegar ráðið hefur verið í allar stöð­urnar verða sextán starfs­menn við rann­sóknir á kyn­ferð­is­brotum hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, auk stjórn­enda.

Nauðg­anir og brot gegn börnum í for­gang

Rík­is­sak­sókn­ari hefur lagt fyrir lögrelu­emb­ættin að setja rann­sóknir á nauðg­un, það er að segja brotum á 194. grein almennra hegn­ing­ar­laga, og brotum gegn börnum í for­gang. Grímur segir að þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á og aðgerðir vegna hans, m.a. sam­komu­tak­mark­an­ir, voru settar á, hafi lög­reglan hér á Íslandi sem og ann­ars staðar búið sig undir að heim­il­is­of­beldi og kyn­ferð­is­of­beldi gegn börnum myndi aukast. Börn gátu ekki farið í skóla, í sumum löndum ekki lang­tímum sam­an, og margt fólk að vinna heima eða missti vinnu sína. Grímur segir að vissu­lega hafi lokun skemmti­staða haft þau áhrif að brotum sem framin eru í tengslum við skemmt­ana­lífið fækk­aði. Hann bendir hins vegar á að ger­endur og þolendur flestra kyn­ferð­is­brota þekk­ist.

Auglýsing

Rann­sóknir hafa enda sýnt að heims­far­ald­ur­inn hafði í för með sér veru­lega aukn­ingu á ofbeldi á heim­il­um, einkum ofbeldi karla gegn konum og börn­um. Kyn­bundið ofbeldi hafi einnig auk­ist utan heim­ila sem megi m.a. merkja í auk­inni eft­ir­spurn eftir star­frænu barn­a­níðs­efni og kyn­ferð­is­of­beldi og kyn­bund­inni hat­urs­orð­ræðu.

Kyn­ferð­is­brot koma oft fljótt inn á borð lög­reglu eftir að þau eru framin og þá skiptir máli að hægt sé að rann­saka sönn­un­ar­gögn hratt, m.a. með til­liti til líf­sýna. Þá hefur auk­ist sá fjöldi mála þar sem raf­ræn rann­sókn­ar­gögn koma við sögu, s.s. úr tölvum og sím­um. Þess vegna er að sögn Gríms mjög mik­il­vægt að nú sé að koma stuðn­ingur í þann hluta rann­sókna.

Stoppi ekki með litlum skýr­ingum

Hann segir lengi hafa verið þörf á að bæta við starfs­mönnum á líf­tækni­sviði tækni­deild­ar­inn­ar. Hingað til hefur aðeins einn sér­fræð­ingur sinnt því starfi en nú verða stöðu­gildin tvö. „Við erum sér­stak­lega ánægð með þessa styrk­ing­u,“ segir hann. „Með öllum þessum nýju stöðum erum við að ég tel komin á nokkuð góðan stað við rann­sóknir á kyn­ferð­is­brotum hvað manna­hald og bjargir varð­ar.“

Grímur segir að alltaf sé svo unnið að því að bæta verk­ferla við rann­sóknir kyn­ferð­is­brota. „Það sem við erum alltaf leynt og ljóst að reyna að gera er að stytta máls­með­ferð­ar­tím­ann og að mál stoppi ekki ein­hvers staðar í ferl­inu með litlum skýr­ing­um. Og nú þýðir ekk­ert annað en að gera allt sem við getum til að þessi styrk­ing skili sér í einmitt þessu; styttri máls­með­ferð­ar­tíma. Að þetta verði stuðn­ingur fyrir alla, ekki síst þann sem brotið er gegn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent