Kynþáttamörkun

Þótt umræða um hugtakið „racial profiling“ sé ný hér á landi má búast við að hún skjóti oftar upp kollinum á næstunni. „Þess vegna teljum við mikilvægt að lipurt og lýsandi íslenskt orð um þetta hugtak komi fram sem fyrst og festist í sessi.“

Samsett mynd
Auglýsing

Hug­takið racial profil­ing er nýkomið inn í umræð­una hér á landi. Með því er átt við það þegar kyn­þáttur og/eða húð­litur er not­aður til þess að skil­greina ein­stak­linga eða hópa fólks og mis­munun gagn­vart þeim rétt­lætt á þeim for­send­um. Slík flokkun fólks bygg­ist oft á ómeð­vit­aðri hlut­drægni. Í lög­gæslu birt­ist þetta með þeim hætti að ein­stak­lingur eða hópur fólks er grun­aður um sak­næmt athæfi vegna kyn­þáttar og/eða húð­litar frekar en sönn­un­ar­gagna. Ýmsar þýð­ingar hafa komið fram á racial profil­ing, t.d. kyn­þátta­miðuð lög­gæsla, kyn­þátta­miðuð grein­ing, kyn­þátta­blóri og sjálf­sagt fleiri. Við teljum ekk­ert þess­ara orða heppi­legt en mik­il­vægt að hafa gott íslenskt orð um þetta hug­tak.

Enska orðið profil­ing merkir „the recor­ding and ana­lysis of a per­son's psycholog­ical and behavioural charact­er­ist­ics, so as to assess or pred­ict their capa­bilities in a certain sphere or to ass­ist in identi­fy­ing categories of peop­le“ þ.e. „skrán­ing og grein­ing á sál­rænum eig­in­leikum og hegð­un­ar­mynstri ein­stak­linga, í þeim til­gangi að meta eða spá fyrir um færni þeirra á til­teknu sviði eða hjálpa til við flokkun fólks“. Orðið er notað í ýmsum sam­böndum – ekki bara racial profil­ing heldur líka crim­inal profil­ing, gender profil­ing, age profil­ing o.fl. Þess vegna væri æski­legt að eiga íslenska sam­svörun sem hægt væri að nota, með mis­mun­andi for­lið­um, í öllum þessum sam­bönd­um.

Við leggjum til að orðið mörkun verði tekið upp sem þýð­ing á profil­ing. Sögnin marka merkir m.a. ‘merkja, auð­kenna’, og með því að marka fólk eru því gefin eða ætluð ákveðin auð­kenni og skipað í ákveð­inn flokk. Verkn­að­ar­nafn­orðið mörkun er svo myndað af marka. Við teljum að það nái merk­ing­unni í profil­ing vel – það er verið að marka (e. profile) til­tekna ein­stak­linga eða hópa, skil­greina eig­in­leika og hegðun þeirra, gefa þeim til­tekið mark (e. profile). Hug­takið racial profil­ing má því þýða sem kyn­þátta­mörkun. Á sama hátt má þýða crim­inal profil­ing sem afbrota­mörkun, gender profil­ing sem kynja­mörkun, age profil­ing sem ald­urs­mörkun o.s. frv. Til að átta sig á hvernig orðið væri notað má vitna í nýlegar frétt­ir.

Auglýsing

Í frétt á mbl.is 17. maí seg­ir: „„Þetta er engu að síður mikið áfall fyrir dreng­inn,“ sagði Sig­ríður og bætti við að ekki hafi verið um kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu að ræða.“ Í Frétta­blað­inu sama dag seg­ir: „Arn­dís Anna spurði um kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu [e. Racial profil­ing] innan bæði lög­regl­unnar og sér­sveit­ar.“ Í Kjarn­anum sama dag seg­ir: „Segir ekki um kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu að ræða.“ Auð­velt væri að skipta hér kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu út fyrir kyn­þátta­mörkun: „„Þetta er engu að síður mikið áfall fyrir dreng­inn,“ sagði Sig­ríður og bætti við að ekki hafi verið um kyn­þátta­mörkun að ræða.“ „Arn­dís Anna spurði um kyn­þátta­mörkun [e. Racial profil­ing] innan bæði lög­regl­unnar og sér­sveit­ar.“ „Segir ekki um kyn­þátta­mörkun að ræða.“

Þótt umræða um racial profil­ing sé ný hér á landi má búast við að hún skjóti oftar upp koll­inum á næst­unni og eigi eftir að verða meira áber­andi. Þess vegna teljum við mik­il­vægt að lip­urt og lýsandi íslenskt orð um þetta hug­tak komi fram sem fyrst og fest­ist í sessi. Við teljum að orðið kyn­þátta­mörkun henti vel í þessu skyni og hvetjum þau sem fjalla um þetta efni á opin­berum vett­vangi til að nota það orð – með enska hug­takið innan sviga í fyrstu ef þörf þyk­ir. Vit­an­lega kann þetta orð að hljóma fram­and­lega í fyrstu eins og ný orð gera venju­lega, en kom­ist það í ein­hverja notkun mun það án efa venj­ast fljótt.

Claudia Ashanie Wil­son, lög­maður

Eiríkur Rögn­valds­son, pró­fessor emeritus í íslenskri mál­fræði við Háskóla Íslands

Eliza Reid, rit­höf­undur og for­seta­frú

Eyrún Ólöf Sig­urð­ar­dótt­ir, mann­fræð­ingur og aðjunkt á Mennta­vís­inda­sviði Háskóla Íslands

Gísli Páls­son, pró­fessor emeritus í mann­fræði við Háskóla Íslands

Sema Erla Serdaroglu, aðjunkt á Mennta­vís­inda­sviði Háskóla Íslands

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar