Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá

„Við að horfa á Verbúðina vorum við minnt á hvernig eignir, auðlindir og lífsviðurværi fólks á landsbyggðinni eru hirt af því - og komið fyrir í vösum annarra á suðvesturhorninu, eða í aflöndum,“ skrifar Kristín Ása Guðmundsdóttir sagnfræðingur.

Auglýsing

Und­an­farna tvo ára­tugi hafa fyr­ir­ætl­anir Lands­virkj­unar um að reisa Hvamms­virkjun í Þjórsá verið kynntar á ýmsum stig­um. Upp­haf­lega var rætt um litla rennsl­is­virkjun sem varð þó fljót­lega öllu viða­meiri í með­förum Lands­virkj­un­ar, þ.e. 93ja mega­vatta virkjun með fjög­urra fer­kíló­metra jök­ul­lóni niðri undir miðri sveit í Gnúp­verja­hreppi. Eins og gefur að skilja hefur ekki ríkt sátt innan sam­fé­lags­ins í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi um fyr­ir­hug­aða virkj­un.

Hinn 8. mars síð­ast­lið­inn fór fram íbúa­fundur í félags­heim­il­inu Árnesi í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi sem sveit­ar­stjórn boð­aði til, en um var að ræða kynn­ing­ar­fund af hálfu Lands­virkj­unar á téðri fyr­ir­ætlun sinni um Hvamms­virkj­un. Í lok fundar bár­ust spurn­ingar úr sal og spunn­ust af þeim umræður sem sýndu ber­lega að enn sem fyrr væri ekki sátt um málið í sveit­ar­fé­lag­inu. Efir­far­andi spurn­ingar voru þeirra á með­al:

1) „Vorið 2007 hand­söl­uðu þrír ráð­herrar vatns­rétt­indin í Þjórsá yfir til Lands­virkj­un­ar. Það sumar og fram eftir hausti þrýsti Lands­virkjun mjög á land­eig­endur við Þjórsá um að afsala sér landi undir virkj­anir á þeim for­sendum að hún ætti vatns­rétt­ind­in. Í des­em­ber 2007 hafði rík­is­end­ur­skoðun dæmt umrædda færslu vatns­rétt­inda ógilda. Þar sem Lands­virkjun átti raun­veru­lega ekki vatns­rétt­indin árið 2007, eru þá samn­ingar við land­eig­endur frá 2007 ekki líka sjálf­krafa ógildir sbr. lög nr. 7/1936, 30. og 31. grein?

2) Er Lands­virkjun bóta­skyld gagn­vart þeim land­eig­endum sem hún lét halda að samn­ings­staða þeirra væri lak­ari en hún var?“

Þrátt fyrir lof­orð um að svara þessum spurn­ingum í tölvu­pósti, höfðu engin svör borist frá Lands­virkjun þegar þetta er skrif­að, 12. maí 2022, þrátt fyrir stans­lausar ítrek­anir frá sveit­ar­stjórn­ar­skrif­stofu Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps og fleirum um svör. Sam­ræm­ist þetta illa yfir­lýstri ánægju aðstoð­ar­for­stjóra Lands­virkj­unar á fund­in­um, Krist­ínar Lindu Árna­dótt­ur, með að vera í „sam­tali“ við íbúa Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps.

Sam­kvæmt lögum nr. 7/1936, 30. og 31. gr., sem ekki er hægt að skilja öðru­vísi en svo, að þeim sem er kraf­inn um að láta eitt­hvað af hendi sam­kvæmt gerðum samn­ingi, beri ekki skylda til þess hafi hann verið stað­fast­lega rangt upp­lýstur eða blekktur við samn­ings­gerð­ina. Þetta hlýtur því að túlkast þannig, að sé hann ( hér land­eig­and­inn) 1) lát­inn halda eitt­hvað ósatt um rétt­indi mót­að­il­ans þegar sá krefst þess að hann láti þing­lýstar eigur sínar af hendi, og 2) sé boðin greiðsla fyr­ir, - þá hafi hann a.m.k. áreið­an­lega fengið lít­il­fjör­legri bætur en honum bar – eða að afsal hafi átti ekki að eiga sér stað. Nema hvort tveggja væri.

Auglýsing

Hér þarf varla að minna á skugg­ann af eign­ar­náms­hamr­inum sem land­eig­endur við Þjórsá sátu undir af hálfu Lands­virkj­unar við umrædda samn­inga­gerð á árunum 2007-2008, beggja vegna Þjórs­ár, frá efstu byggð til lágsveita, þegar full­trúar hennar herj­uðu á land­eig­endur með að láta lönd af hendi undir Hvamms­virkj­un, Holta­virkjun og Urriða­foss­virkj­un. Með hin meintu vatns­rétt­indi Lands­virkj­unar að vopni náðu full­trúar hennar á þessum tíma samn­ingum við ýmsa land­eig­endur um að láta land af hendi undir virkj­an­irn­ar, ekki síst þá land­eig­endur sem höfðu þrá­ast við fram að því í and­stöðu við fram­kvæmd­irnar og eyði­legg­ing­una sem þeim myndi fylgja.

Þessu til sönn­unar er bréf frá Þor­steini Hilm­ars­syni, þáver­andi full­trúa Lands­virkj­un­ar, til heima­manns í Gnúp­verja­hreppi. Bréfið er dag­sett 15. nóv­em­ber 2007. Þar stendur m.a. orð­rétt: „... sé ekki vilji til samn­inga mun Lands­virkjun bjóða fram bætur eftir því sem við á og í sam­ræmi við kvað­irn­ar. Sætti land­eig­end­urnir sig ekki við það getur þetta farið fyrir dóm­stóla, en þar er ekki fjallað um rétt eða rétt­leysi til að nýta vatns­ork­una, heldur hvernig staðið skuli við þá samn­inga sem land­eig­endur og Tít­an­fé­lagið gerðu á sínum tíma.“ (Til skýr­ing­ar: Vatns­rétt­indi Tít­an­fé­lags­ins fékk ríkið á sínum tíma og hand­sal­aði síðan ólög­lega til Lands­virkj­unar vorið 2007).

Af orðum full­trúa Lands­virkj­unar má sjá að þeir land­eig­endur sem þrá­uð­ust við gátu aðeins þrá­ast við með bóta­upp­hæðir í huga. Um rétt Lands­virkj­unar til að virkja lék hins vegar eng­inn vafi, umræða um það óþörf og rétt­indin ótækt efni handa dóm­stólum að fást við! Hér sést glöggt hvaða völlur var á Lands­virkjun við íbúa Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps á árinu 2007.

tölvugerð mynd af stíflum Hvammsvirkjunar og uppistöðulóni. Mynd: Landsvirkjun

Hinn 11. októ­ber 2007 sagði Árni Matthiesen fjár­mála­ráð­herra í ræðu­stól Alþingis (sbr. alt­hing­i.is): „Á þessum tíma var afskap­lega mik­il­vægt að gert yrði sam­komu­lag við Lands­virkjun um þessi vatns­rétt­indi þar [í Þjórs­á]. Ef það hefði ekki verið gert, eða væri ekki gert gæti það staðið því fyrir þrifum að þessi mál gætu þró­ast áfram á eðli­legan hátt, meðal ann­ars vegna þess að sveit­ar­fé­lögin höfðu sett það skil­yrði fyrir því að breyta skipu­lagi að búið væri að semja við þá sem eiga vatns­rétt­indi sem ríkið á ekki. Því var þetta nauð­syn­legt, málið hefði getað stöðvast.“

Vegna þessa sett­ust þrír ráð­herrar við borð örfáum dögum fyrir alþing­is­kosn­ingar 2007 – án þess að nokkur vissi - og færðu vatns­rétt­indin frá ríki (al­menn­ing­i), til Lands­virkj­unar með penna­strik­um. Þannig „eign­að­ist“ Lands­virkjun yfir­gnæf­andi meiri­hluta í „hús­fé­lagi“ vatns­rétt­inda­hafa (hverjir sumir höfðu verið óþægir að setj­ast við samn­inga­borð), en án þess að Alþingi væri það kunn­ugt, eða fjall­aði um mál­ið.

Því næst tók Lands­virkjun illa fengin vatns­rétt­indin og fór um sveitir á bökkum Þjórsár og not­aði þau sem þum­al­skrúfu á land­eig­endur sem höfðu þrá­ast við. Í des­em­ber 2007 þegar úrskurður Rík­is­end­ur­skoð­unar lá fyr­ir, kom fram í ræðu Árna Matthiesen fjár­mála­ráð­herra 10. des­em­ber 2007 að yfir­færslan hefði átt að vera sam­hang­andi virkj­ana­leyf­inu.

Er virkj­ana­leyfið ekki enn ófeng­ið? Hvort átti að koma á und­an, eggið eða hæn­an? Þetta er skýr­ust stað­fest­ing á að Lands­virkjun fór um vatns­rétt­indin ófrjálsri hendi þegar hún heim­sótti land­eig­endur á bökkum Þjórsár árið 2007, veif­andi þeim: „Ann­ars hefði málið stöðvast.“

Ég læt les­endum eftir að leita nöfn ráð­herr­anna þriggja uppi, en hver hefði sómt sér betur við borðið meðal þeirra en Jón Hjalta­lín nokk­ur, sá ráða­góði ráð­herra?

Við að horfa á Ver­búð­ina vorum við minnt á hvernig eign­ir, auð­lindir og lífs­við­ur­væri fólks á lands­byggð­inni eru hirt af því - og komið fyrir í vösum ann­arra á suð­vest­ur­horn­inu, eða í aflönd­um. Lands­virkjun hefur und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um að „hjálpa hol­lenskum höfn­um“ með orku­skipti sín. Hyggst reisa hér vetn­is­verk­smiðju til þess. Mann setur hljóð­an, og þó. Hvert ætti hún ann­ars að selja alla umframork­una (sem er slá­andi) úr 93ja mega­vatta Hvamms­virkjun niðri í miðri sveit á Íslandi?

Auglýsing

Eiga Íslend­ingar ekki fullt í fangi með eigin orku­skipti – og er þrýst­ing­ur­inn á að virkjað sé ekki vegna þess? Hér segir Lands­virkjun eitt – en ætlar að gera ann­að. Hún ætlar að svelgja í sig umhverfið úr dag­legu lífi lif­andi fólks með fjög­urra fer­kíló­metra jök­ul­lóni upp við stofu­veggi hjá því - og nota umframork­una til orku­skipta erlend­is. Hér er nýlendu­græðgi og hrá­vöru­sala á raf­magni til útlanda gegnum sæstreng færð í nýja kápu, enda marg­faldar gærur Lands­virkj­unar ekk­ert nýnæmi.

Hvamms­virkjun skorar ekki nærri hæst í Ramma­á­ætlun sem álit­legur virkj­ana­kost­ur. Til hvers er stiga­gjöf Ramma­á­ætl­unar ef ekki á að taka mið af henni? Hvers vegna á að ráð­ast í Hvamms­virkjun á undan öðrum hag­kvæm­ari kost­um? Aðrir virkj­ana­kost­ir, svo og að bæta flutn­ings­kerfi, ætti að vera í for­gangi í stað þess að hrifsa frá fólki umhverfið úr þess dag­lega lífi þar sem það býr og þar sem mat­væli eru fram­leidd síðan í önd­verðu. Subbu­legir draum­órar Lands­virkj­unar um að koma umframorkunni í lóg í útlöndum toppa svo þetta allt sam­an, ásamt því að hafa ekki ansað í rúma tvo mán­uði sjálf­sögðum fyr­ir­spurnum um mál­efnið frá íbúum og öðru heima­fólki í gull­hreppi.

Höf­undur er sagn­fræð­ingur og á upp­runa sinn og fram­tíð í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar