„Besta jólakveðja sem ég hef nokkru sinni fengið“

Það er þungu fargi létt af Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda í Skaftárhreppi. Jólakveðjan í ár, sú besta sem hún hefur nokkru sinni fengið, er sú að friðlýsingarferli Skaftár er hafið. Þar með verður Búlandsvirkjun, sem hún hefur barist gegn, úr sögunni.

Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
Auglýsing

Nýverið barst Heiðu Guð­nýju Ásgeirs­dótt­ur, bónda á Ljót­ar­stöðum í Skaft­ár­tungu, ábyrgð­ar­bréf í pósti. Í því leynd­ust tíma­móta­frétt­ir: Lagt hefur verið til að friða vatna­sviðs Skaft­ár, svæð­is­ins sem orku­fyr­ir­tæki hafa í fleiri ár sóst eftir að virkja. Og með frið­lýs­ing­unni yrði Búlands­virkj­un, sem Heiða hefur barist af krafti gegn, aldrei byggð. „Þetta er besta jóla­kveðja sem ég hef nokkru sinni feng­ið,“ segir Heiða Guðný við Kjarn­ann, innt eftir við­brögðum við frið­lýs­ing­ar­til­lög­unni.

En þar sem þetta er til­laga og frið­lýs­ingin ekki í höfn spyr blaða­maður hvort hún ótt­ist að babb eigi eftir að koma í bát­inn. „Ég trúi því að þetta hald­i,“ svarar Heiða, „en er líka búin að læra það að ekk­ert er öruggt í þessu lífi, sér­stak­lega ekki ef það eru pen­ingar ein­hvers staðar í spil­in­u.“

Auglýsing

Sam­kvæmt lögum um vernd- og orku­nýt­ingu land­svæða, ramma­á­ætl­un, skal frið­lýsa þau svæði sem ákveðið er að setja í vernd­ar­lokk áætl­un­ar­inn­ar, eða eins og segir orð­rétt í lög­un­um: „Stjórn­völd skulu þegar Alþingi hefur sam­þykkt vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun hefja und­ir­bún­ing að frið­lýs­ingu land­svæða sem ástæða þykir til að frið­lýsa gagn­vart orku­vinnslu sam­kvæmt vernd­ar­flokki áætl­un­ar­inn­ar.“

Svæði merkt með rauðum lit er það vatnasvið Skaftár sem skal friða fyrir orkuvinnslu.

Virkj­un­ar­kost­ur­inn Búlands­virkj­un, sem Suð­ur­orka, dótt­ur­fé­lag HS Orku, hefur verið með á teikni­borð­inu í Skaftá rétt við Hóla­skjól, var settur í bið­flokk 2. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Verk­efn­is­stjórn 3. áfang­ans lagði árið 2016 til að hann færi í vernd­ar­flokk. Árin liðu og það var ekki fyrr en í vor, tæpum sex árum síð­ar, sem Alþingi afgreiddi til­lög­una. Og þar með var Búlands­virkjun komin í vernd­ar­flokk.

Það þýðir þó ekki að ekki megi hreyfa við þeirri flokk­un. Raunin er sú að Alþingi getur ákveðið að færa virkj­un­ar­kosti innan ramma­á­ætl­unar svo lengi sem virkj­un­ar­leyfi hefur ekki verið gefið út fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki og kostir í vernd­ar­flokki hafa ekki verið frið­lýstir með lög­um.

Umhverf­is­stofnun hefur nú lagt fram til kynn­ingar til­lögu að frið­lýs­ingu vatna­sviðs Skaftár á grund­velli flokk­unar virkj­un­ar­kost­ar­ins Búlands­virkj­unar í ramma­á­ætl­un. Til­gang­ur­inn er að vernda vatna­sviðið gegn orku­vinnslu. Frið­lýs­ingin nær til alls vatna­sviðs Skaftár ofan fyr­ir­hug­aðra stíflu­mann­virkja og meg­in­far­vegs árinnar og næsta nágrennis hans til sjáv­ar.

Frestur til að skila athuga­semdum við til­lög­una er til og með 2. febr­úar 2023. Að kynn­ing­ar­tíma loknum tekur Umhverf­is­stofnun saman umsögn um fram­komnar athuga­semdir og vísar til­lögu að frið­lýs­ing­ar­skil­málum til ráð­herra.

­Suð­ur­orka áform­aði að reisa 150 MW virkjun í Skaftá, í 319 m hæð yfir sjó, rétt við Hóla­skjól. Þar átti að rísa stífla þvert yfir ána og veita bæði Skaftá og bergvatns­ánni Syðri­-Ó­færu í göngum inn í grunnan dal við Þor­valdsaura. Þar stóð til að gera um 10 fer­kíló­metra miðl­un­ar­lón. Stöðv­ar­hús átti að byggja við suð­aust­ur­enda lóns­ins og þaðan átti að veita vatn­inu um önnur göng og út í Skaftá, skammt frá bænum Búlandi sem virkj­un­ar­kost­ur­inn dregur nafn sitt af.

Fram­kvæmdin myndi hafa áhrif á þrjár ár; Skaftá sjálfa, Syðri­-Ó­færu og Tungufljót. Þetta hefði þýtt að far­vegur Skaftár yrði vatns­lít­ill á 14-15 kíló­metra kafla. Fram­kvæmdin hefði einnig haft áhrif á Syðri­-Ó­færu og Tungufljót en þar stóð til að reisa stíflu í Rás­gljúfri og miðl­un­ar­lónið hefði roðið í far­vegi þess. Talið er að vatns­magn í Tungufljóti þar sem það rennur í Kúða­fljót hefði minnkað um 50 pró­sent og áin því ekki áfram til í núver­andi mynd.

Auglýsing

Skaftá á upp­tök sín í Skaft­ár­jökli í vest­an­verðum Vatna­jökli. Jök­ul­hlaup eru algeng í Skaftá en þau verða vegna jarð­hita undir jökli í Skaft­ár­kötl­um. Það svæði sem Búlands­virkjun var áformuð á er stór­brot­ið, enda rétt við Eld­gjá, hina 75 kíló­metra löngu gossprungu sem er hluti af Kötlu­kerf­inu og gaus árið 939. Ófæru­foss fellur ofan í gjána, sem til­heyrir Vatna­jök­uls­þjóð­garði og er svæðið vin­sælt til úti­vist­ar.

Heiða Guðný lýsti bar­áttu sinni gegn Búlands­virkjun í bók Stein­unnar Sig­urð­ar­dótt­ur, Heiða – fjall­dala­bóndi sem kom út árið 2016. Hún hafði áður vakið athygli á mál­inu, m.a. með skrifum sín­um, og bar­áttan leiddi hana í póli­tík í Skaft­ár­hreppi. Hún hefur nú sagt skilið við þann kafla.

Er verk­efn­is­stjórn 3. Áfanga ramma­á­ætl­unar lagði til að Búlands­virkjun færi í vernd­ar­flokk héldu margir að þar með væri málið í höfn. Að öllu tali um virkj­un­ina væri þar með sjálf­hætt. En það reynd­ist ekki raun­in. HS Orka gaf Búlands­virkjun ekki svo auð­veld­lega upp á bát­inn og sagði við Kjarn­ann í fyrra að hún teldi kost­inn eiga „fullt erindi í nýt­ing­ar­flokk“ ramma­á­ætl­un­ar. End­ur­meta ætti þá þætti sem taldir voru nei­kvæðir og urðu til þess að virkj­unin var sett í vernd­ar­flokk til­lög­unn­ar. „Að heyra þetta var enn eitt höggið í kvið­inn,“ sagði Heiða í við­tali við Kjarn­ann af þessu til­efni. Hún sagði að hins vegar hefði mátt eiga von á því þar sem til­laga ramma­á­ætl­unar væri enn óaf­greidd og svæðið ekki frið­lýst. „Á meðan staðan er þannig þá er þetta yfir­vof­andi hætta. Þetta er ekki búið.“

En núna, þegar frið­lýs­ing­ar­á­formin eru komin fram, er til­finn­ingin allt önn­ur. „Hún er dásam­leg,“ segir Heiða. „Skaftá kom á undan okkur og hún mun lifa okkur öll, þangað til okkur tekst að bræða Vatna­jökul það er að segja. Það er svo ekki síður gleði­leg stað­reynd að Tungufljót muni um ókomna tíð halda sínu blá­tæra vatns­magni og renna í friði um sín móbergs­gljúfur og aura og fram­hjá kot­inu mín­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent