Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós

Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.

Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Auglýsing

Hvamms­virkj­un, virkjun sem deilt hefur verið um í ára­fjöld, er einu stóru skrefi nær því að verða að veru­leika með nýút­gefnu virkj­un­ar­leyfi Orku­stofn­un­ar. Næsta skref er að sækja um fram­kvæmda­leyfi til sveit­ar­fé­lag­anna tveggja sem virkj­unin yrði inn­an; Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps og Rangár­þings ytra. Sam­hliða verða útboð fram­kvæmda­þátta und­ir­bú­in. Þá þarf einnig sam­þykki stjórnar Lands­virkj­unar fyrir fram­kvæmd­inni áður en hægt er að hefj­ast handa.

Ef öll þessi mál fá jákvæða umfjöllun gæti bygg­ing virkj­un­ar­innar, sem yrði sú sjö­unda á Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­inu, haf­ist um mitt næsta ár.

Auglýsing

Hvamms­virkjun verður 95 MW að afli. Áin verður stífluð með 350 metra langri og allt að 18 metra hárri jarð­vegs­stíflu og við hana mun mynd­ast fjög­urra fer­kíló­metra lón.

Frá stíflu, er sam­kvæmt virkj­un­ar­leyfi Orku­stofn­un­ar, heim­ilt að veita allt að 352 rúmmetrum vatns á sek­úndu (m3/s) til stöðv­ar­húss sem verður að mestu nið­ur­graf­ið. Frá stöðv­ar­húsi mun vatnið renna um 2 kíló­metra löng göng og síðan 1,2 kíló­metra langan skurð aftur í Þjórsá fyrir neðan Ölmóðs­ey. Við Ölmóðsey verður önnur stífla, 150 metra löng, sem mun beina vatni frá yfir­falli vestur yfir eyna.

Virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar.

Með til­komu lóns­ins mun fjöl­breytt lands­lag við ána og bakka hennar breyt­ast. Eyj­ur, hólmar og flúðir fara á kaf ofan stífl­unnar og á um þriggja kíló­metra kafla neðan henn­ar, þar sem hina sér­stæðu og frið­uðu Viðey er að finna, mun vatns­rennsli minnka veru­lega. Sam­kvæmt sér­tæku skil­yrði í virkj­un­ar­leyfi Orku­stofn­unar ber Lands­virkjun að tryggja rennsli 10 rúmmetra vatns á sek­úndu hið minnsta, í far­vegi árinnar frá stíflu og að enda frá­rennsl­is­skurð­ar. Á göngu­tíma seiða lax­fiska ber fyr­ir­tæk­inu auk þess að hafa seiða­fleytu opna í sam­ræmi við áætlun þar að lút­andi.

Annað sér­tækt skil­yrði sem er að finna í virkj­un­ar­leyf­inu felur í sér að Lands­virkjun skuli tryggja sam­rekstur Hvamms­virkj­unar og ann­arra vatns­afls­virkj­ana og vatns­miðl­ana á vatna­sviðum Tungnaár og Þjórsár með það fyrir augum að tryggja hag­kvæma nýt­ingu vatns­auð­lind­ar­inn­ar.

Með Hvamms­virkjun verða þær orðnar sjö tals­ins, virkj­an­irnar á einu stærsta orku­vinnslu­svæði lands­ins. Upp­tök vatns­ins sem er nýtt í flókið kerfi virkj­ana og uppi­stöðu­lóna Lands­virkj­unar eru í Hofsjökli og Vatna­jökli.

Og það eru fleiri á teikni­borð­inu. Lands­virkjun hefur um ára­bil áformað fleiri virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár, fyrir utan þá sem fyr­ir­tækið vill reisa ofan allra hinna: Kjalöldu­veitu.

Þá er einnig stefnt að stækkun þriggja virkj­ana á svæð­inu.

Athug­anir á hag­kvæmni virkj­ana í neð­an­verðri Þjórsá hófust árið 1999. Ýmist tvær eða þrjár virkj­anir voru þá nefnd­ar; Núps­virkjun og Urriða­foss­virkjun eða Hvamms-, Holta- og Urriða­foss­virkj­un. Árið 2003 kom út skýrsla um mat á umhverf­is­á­hrifum allra þess­ara kosta. Metin voru áhrif virkj­unar við Núp í einu skrefi (Núps­virkj­un) og í tveimur skrefum (Holta- og Hvamms­virkj­un).

­Mikil and­staða var við þessi áform og að auki breytt­ust ýmsar for­sendur í þjóð­fé­lag­inu sem urðu til þess að Lands­virkjun setti þau á ís. Kára­hnjúka­virkj­un, sú langstærsta sem finna má á Íslandi, var reist á fyrstu árum ald­ar­innar og um það leyti hófst vinna við áætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða, svo­nefnda ramma­á­ætl­un, þar sem virkj­ana­kostir eru flokk­aðir í orku­nýt­ing­ar-, bið- og vernd­ar­flokk.

Árið 2013 var tekin ákvörðun á Alþingi um að Hvamms-, Holta- og Urriða­foss­virkjun færu í bið­flokk, m.a. vegna óvissu um áhrif á lax­fiska í Þjórsá.

En tveimur árum síð­ar, í byrjun sum­ars 2015, sam­þykkti Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að færa Hvamms­virkjun eina og sér í orku­nýt­ing­ar­flokk. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem fyrst var lögð fram á þingi árið 2016, var svo lagt til að hinar tvær virkj­ana­hug­mynd­irn­ar, Holta- og Urriða­foss­virkj­un, yrðu einnig færðar úr bið­flokki í orku­nýt­ing­ar­flokk.

Undirskrift orkumálastjóra á virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar.

Til­lagan var loks afgreidd á Alþingi í en horfið var frá því að færa neðri hug­mynd­irnar tvær í nýt­ing­ar­flokk. „Óhætt er að segja að til­lögur um flokkun Holta­virkj­unar og Urriða­foss­virkj­unar í nýt­ing­ar­flokk hafa vakið reiði í nær­sam­fé­lag­inu“ enda um að ræða „stórar virkj­un­ar­hug­myndir í byggð,“ sagði í meiri­hluta­á­liti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis sem fjall­aði um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una í vor. Í álit­inu sagði einnig að mik­il­vægt væri að horfa til neðri hluta Þjórsár „sem eina heild“ og því beint til ráð­herra og verk­efn­is­stjórnar 5. áfanga ramma­á­ætl­unar að horfa til „allra þriggja virkj­ana­kosta“ í neðri hluta Þjórsár við það mat.

Hvaða þýð­ingu þau orð hafa er algjör­lega óljóst á þessum tíma­punkti.

Auglýsing

Hug­myndin um Hvamms­virkjun hefur ekki hugn­ast mörgu fólki í nágrenni Þjórsá. Heima­fólk hefur m.a. nefnt að með virkj­un­inni muni árnið­ur­inn við bæi þeirra þagna, niður sem umleikið hefur ver­öld þeirra og for­feðr­anna í ald­ir. Þá hafa þeir sagt að nóg sé komið af virkj­unum á þessu svæði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent