Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“

Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Auglýsing

Sig­urður Ingi Frið­leifs­son, sviðs­stjóri lofts­lags­mála, orku­skipta og nýsköp­unar hjá Orku­stofn­un, segir okkur hafa tvö ár „til að rífa þetta í gang“, stefna á topp­inn í nýskrán­ingum nýorku­bíla í stað þess að sætta okkur við silfrið. Með því að setja markið á að allir nýir fólks- og bíla­leigu­bílar sem komi á íslenskar götur árið 2030 gangi fyrir nýorku (raf­magni, vetni o.s.frv.) megi ná þeim lofts­lags­mark­miðum sem sett eru fram í aðgerða­á­ætl­unum stjórn­valda. Nýtt orku­skipta­líkan Orku­stofn­unar hrundi næstum því er spár um fjölgun bíla­leigu­bíla á næstum árum var færð inn. „Við verðum að fara í þessa átt,“ segir Sig­urður með áherslu, um nauð­syn þess að raf­væða bíla­leigu­bíla­flot­ann, „ef við ætlum að ná þessum mark­mið­u­m“.

Auglýsing

Orku­skipta­líkan Orku­stofn­unar var kynnt á fundi í Grósku í vik­unni. Líkanið er gagn­virkt tól sem eykur gagn­sæi og aðgengi að upp­lýs­ingum um fram­tíð­ina. Líkanið nær til orku­skipta jarð­efna­elds­neytis yfir í nýja orku­gjafa og hvaða áhrif það hefur á raf­orku­þörf. Orku­skipta­líkanið má því nota sem verk­færi í áætl­ana­gerð út frá still­an­legum for­sendum sem geta rímað við mark­mið, stefnu og skuld­bind­ingar Íslands í orku- og lofts­lags­mál­um.

„Þetta er hörku­lík­an,“ sagði Sig­urður Ingi, er hann tók til máls á kynn­ing­ar­fund­in­um. „Þetta er nýja Play Station fyrir ykkur til að leika með og taka réttar ákvarð­an­ir.“

Hann sagði að þótt það væri eflaust aldrei jafn flókið og nú að spá fyrir um fram­tíð­ina væri það að hluta til­komið vegna þess að „við getum í dag haft miklu meiri áhrif á fram­tíð­ina en við gátum áður fyrr.“

Í erindi sínu beindi hann sjónum sínum að vega­sam­göng­um, „því þar erum við í miðri á, þar eru mestu mögu­leik­arnir og þar getum við gert ótrú­legar umbreyt­ingar fyrir 2030“.

Hann brá því næst upp á skjá­inn mynd af spá um orku­notkun bif­reiða til árs­ins 2040. „Ótt­ist þið eigi þó að orku­þörf sé að hrynja,“ sagði hann um það sem myndin sýndi. „Þetta er feg­urðin í raf­væð­ingu sam­gangna.“ Með henni minnkar orku­þörf, þ.e.a.s. orku­ein­ingum sem þarf í sam­göngur mun fækka í fram­tíð­inni „sem eitt og sér ætti að hvetja ykkur til að raf­væða sem allra mest“.

Óttist eigi þótt orkuþörf sé að minnka, sagði Sigurður Ingi um þessa glæru.

Sú grunn­spá sem er lögð til grund­vallar í orku­skipta­lík­an­inu gerir ráð fyrir að árið 2030 nemi olíu­notkun bif­reiða 223 þús­und tonnum olíu­í­gilda eða um 79 pró­sentum af heild­ar­orku­þörf sam­gangna. Slík olíu­notkun mun valda losun koltví­sýr­ings upp á 681 þús­und tonn, um 11 pró­sentum minna en árið 2005. Það er ekki nóg til að ná mark­miðum Íslands í lofts­lags­mál­um.

Ferða­menn­irn­ir: Hið villta hross

Sú mikla aukn­ing í losun frá vega­um­ferð sem orðið hefur síð­ustu ár skýrist að miklu leyti af gríð­ar­legri fjölgun ferða­manna. Ferðir þeirra um landið eru „mjög elds­neyt­is­drifn­ar“ því þeir fara flestir um á bíla­leigu­bílum eða hóp­ferða­bílum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti. En nú er stefnt að því að ná los­un­inni niður „og ná tökum á þessu villta hrossi“, svo gripið sé til sam­lík­ingar sem Sig­urður not­aði.

Sam­kvæmt núver­andi aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­mál­um, sem þarfn­ast orðið upp­færslu, er áætlað að losun frá sam­göngum á landi verði 615 þús­und tonn árið 2030 en hún var 776 þús­und árið 2005. Þess er því vænst, sam­kvæmt áætl­un­inni, að hún drag­ist saman um 161 þús­und tonn á þessu tíma­bili.

En, benti Sig­urður á, þar sem los­unin í vega­sam­göngum hefur auk­ist frá árinu 2005 í 950 þús­und tonn þarf sam­drátt­ur­inn að vera mun meiri en búist var við eða 355 þús­und tonn í stað 161 þús­unda. Og miðað við grunn­spá lík­ans­ins verður losun frá vega­sam­göngum 681 þús­und tonn árið 2030, og verk­efnið því orðið miklu stærra.

Gatið sem þarf að brúa. Mynd: Glæra sem Sigurður Ingi sýndi á kynningarfundinum.

„Menn þurfa ekki að vera miklir stærð­fræð­isnill­ingar til að sjá að það er ekki 615 þús­und tonn.“ Þannig að miðað við mark­mið þá er þegar komið stórt og án frek­ari aðgerða óbrúað gat. „Áætl­unin dugar ekki til. Og hvað gerum við þá? Þá þarf að herða tök­in.“

Til að rann­saka hvað til þarf svo lofts­lags­mark­miðin náist kemur orku­skipta­líkanið að góðum þörf­um. Í því er hægt að breyta marg­vís­legum for­sendum og sjá hvaða áhrif það hefur á loka­nið­ur­stöð­una.

Sig­urður Ingi kynnti því næst til sög­unnar það sem hann kallar „norsku leið­ina“. Norð­menn eru eins og frægt er orðið fremstir meðal þjóða þegar kemur að nýskrán­ingum nýorku­bíla. Þeir hafa nú sett sér þau mark­mið að allir nýskráðir fólks­bílar árið 2025 verði nýorku­bíl­ar. Það sama gildir um alla bíla­leigu­bíla og sendi­ferða­bíla. Norð­menn stefna enn­fremur að því að árið 2030 gangi helm­ingur nýskráðra hóp­ferða- og vöru­flutn­inga­bíla fyrir nýorku.

Ef Norð­menn geta þetta ...

Nor­egur er veð­ur­fars­lega á svip­uðum slóðum og Ísland, benti Sig­urður á, það ætti því að vera jafn erfitt að fara í orku­skipti þar og hér. „Þannig að ég veit ekki af hverju við ættum ekki að geta gert þetta lík­a,“ sagði hann um nýskrán­ing­ar­mark­mið Norð­manna.

Það eru tvö ár þar til árið 2025 gengur í garð, „við höfum tvö ár til að rífa þetta í gang, inn­viði og ann­að. Til að mark­aðs­setja raf­bíl­inn sem bíla­leigu­bíl. Við verðum að fara í þessa átt ef við ætlum að ná þessum mark­mið­u­m“.

Auglýsing

Svo stór­tækir eru í bíla­leigu­bílar þegar kemur að hlut­deild í los­un, svo „rosa­lega þykkir“, líkt og Sig­urður orð­aði það, að þegar tölur um þá voru settar inn í líkanið miðað við spá Ferða­mála­stofu í ferða­manna­fjölda til næstu ára, „þá nán­ast hrundi líkan­ið“. Þetta segir hann sýna vel hversu mikla áherslu þurfi að setja á þá í tengslum við lofts­lags­mark­mið­in.

Silfrið ekki nóg

En er norska leiðin raun­hæf?

Í Nor­egi er nýskrán­ing­ar­hlut­fall raf­bíla komið í 80 pró­sent. Og séu tengilt­vinn­bílar teknir með er hlut­fallið komið í 90 pró­sent. „Ég myndi segja að það væri ein­hver raun­hæfni í því,“ sagði Sig­urð­ur. „Við státum okkur af silf­ur­verð­laun­um, sem ég er orð­inn hund­leiður á. Ég stefni alltaf á gullið. Það eru þannig séð engar tækni­legar hindr­anir í vegi fyrir því að við getum náð sama marki og Norð­menn.“

Hann benti á að íviln­anir fyrir raf­bíla í Nor­egi eru ekki meiri en á Íslandi en að álögur á jarð­efna­elds­neyti væru þó eitt­hvað hærri.

Íviln­anir eru fjár­fest­ingar

Það er algjör „no brainer“ að fá sér raf­bíl hvað varðar allan rekstr­ar­kostnað slíkrar bif­reiðar miðað við bruna­bíla, sagði Sig­urð­ur. „Raf­bíll­inn borgar sig á öllum svið­u­m.“ Að auki fáum við einnig mikið sem sam­fé­lag með því að raf­bíla­væð­ast. „Við fáum aukið orku­ör­yggi, minni heilsu­spill­andi meng­un, við náum lofts­lags­skuld­bind­ingum okkar og svo mætti áfram telja.“ Ekki sé óeðli­legt að borga fyrir slíkan sam­fé­lags­á­vinn­ing með íviln­un­um. „Íviln­anir eru fjár­fest­ing­ar, sér­stak­lega þegar kemur að orku­skipt­u­m.“

Skjáskot úr orkuskiptalíkaninu sem sýnir hleðslustöðvar með rauðum punktum. Bláa svæðið sýnir hversu langt er hægt að komast frá Reykjavík á rafmagnsbíl með 300 km drægni.

Norska leiðin skilar okkur í mark

En hvað myndi það þýða fyrir los­un­ar­mark­mið okkar að fara norsku leið­ina? Svarið er: Með henni náum við mark­miðum okkar og rúm­lega það. „Málið leyst. Það þarf ekk­ert að ræða það frek­ar.“

Sig­urður fjall­aði einnig um annan mjög góðan kost sem stendur til boða: Breyttar ferða­venj­ur. Í lík­an­inu er hægt að breyta for­sendum og sjá hvaða áhrif það hefur á lofts­lags­mark­mið okkar að fækka bílum eða fækka eknum kíló­metr­um. Síð­ari kost­ur­inn er að hans mati lík­legri til að raun­ger­ast. Fólk sé lík­legra til að nota bíl­inn minna en að eiga hann alls ekki.

Breyttar ferða­venj­ur; að vinna heima, nota strætó, hjóla eða ganga í vinn­una, eru „hag­kvæm­asti, skil­virkasti, ódýr­asti og besti kost­ur­inn í orku­skipt­um. Gleymum því aldrei þegar við erum að skoða flotta raf­bíla.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent