Salamöndrurnar á Amager Fælled

Ekki sér fyrir endann á áralöngum deilum um landskika á Amager þar sem ætlunin er að byggja tæplega þrjú þúsund íbúðir. Ársgamalt byggingaleyfi er í uppnámi eftir nýjan dómsúrskurð. Helsta ástæða deilnanna er smávaxinn málleysingi.

Dulúðug dalalæða liggur yfir Amager Fælled. Undir henni býr fjöldi dýra, m.a. sérstök salamandra.
Dulúðug dalalæða liggur yfir Amager Fælled. Undir henni býr fjöldi dýra, m.a. sérstök salamandra.
Auglýsing

Árið 1994 sam­þykkti borg­ar­stjórn Kaup­manna­hafnar að selja hluta svæðis á norð­vest­ur­hluta Ama­ger. Umrætt svæði, tæp­lega 19 hekt­arar að stærð og kallað Strand­en­gen, er skammt norðan við sýn­inga­höll­ina Bella Cent­er. Á Strand­engen voru engar bygg­ing­ar, en við vest­ur­enda hins fyr­ir­hug­aða bygg­inga­svæðis hafði um ára­bil staðið far­fugla­heim­ili. Bygg­inga­lóðir í nágrenni mið­borgar Kaup­manna­hafnar hafa í ára­tugi verið tak­mark­aðar og í þeim fólgin mikil verð­mæti. Þegar ákveðið var að selja hluta Strand­engen var jafn­framt ákveðið að pen­ing­arnir sem fengjust fyrir svæðið yrðu not­aðir í upp­bygg­ingu Metro lesta­kerf­is­ins sem þá var í und­ir­bún­ingi. Þótt ákvörðun um söl­una hefði verið sam­þykkt árið 1994, eins og áður sagði, var þess langt að bíða að svæðið yrði selt og fram­kvæmdir gætu haf­ist.

Auglýsing


Tug­þús­undir mót­mæltu

Árið 2015 greindu danskir fjöl­miðlar frá því að nú liði brátt að því að fram­kvæmdir á Strand­engen svæð­inu gætu haf­ist. Fyrsta skrefið yrði sala lands­ins. Þessar fyr­ir­ætl­anir fóru ekki fram­hjá and­stæð­ingum þess­ara fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda. Efnt var til mót­mæla­funda og tæp­lega 30 þús­und manns mót­mæltu með und­ir­skrift­um. Dönsk nátt­úru­vernd­ar­sam­tök og stjórn sædýra­safns­ins Den Blå Planet lýstu and­stöðu við áætl­anir stjórn­valda. Óspillt mörg þús­und ára gam­alt land­svæði, þar sem fjöl­breytt og við­kvæmt dýra­líf þrifist, yrði eyði­lagt. Sér­stak­lega lýstu and­stæð­ingar bygg­inga­fram­kvæmd­anna áhyggjum af til­tek­inni teg­und froska, svo­nefndri Stóru Sala­möndru, sem er alfrið­uð. Þær áttu eftir að koma aftur við sögu síð­ar. Full­trúar Sós­íal­íska Þjóð­ar­flokks­ins í borg­ar­stjórn Kaup­manna­hafnar lögðu til að hætt yrði við fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir á Strand­engen og leitað að öðru svæði. Sú til­laga var felld.

Mörg samtök og einstaklingar hafa lagt baráttunni fyrir vernd vatnssalamöndrunnar lið.



Klofn­ingur og yfir­borg­ar­stjóri vill finna nýtt svæði



Skömmu fyrir bæj­ar- og sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arnar árið 2017 lýstu nokkrir borg­ar­full­trúar því yfir að þeir styddu ekki lengur áætl­anir um bygg­inga­svæðið á Strand­engen. Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri til­kynnti að hann hefði skipt um skoðun og hefði í huga annað svæði.

Umrætt svæði er um það bil hálfum kíló­metra vestan við Strand­en­gen, kallað Lær­keslett­en. Á þessu svæði stóð þá áður­nefnt far­fugla­heim­ili Dan­hostel Ama­ger. Þessi hug­mynd varð að til­lögu sem sam­þykkt var í borg­ar­stjórn Kaup­manna­hafnar í sept­em­ber 2018. Friðun á svæð­inu var í fram­hald­inu aflétt og óljóst um fram­tíð far­fugla­heim­il­is­ins en þar var gisti­pláss fyrir 560 manns.

And­stæð­ingar mót­mæla og grípa til aðgerða



Í jan­úar og febr­úar árið 2021 voru bygg­ing­ar­á­formin að kom­ast á skrið en and­stæð­ingar höfðu ekki lagt árar í bát. 4. febr­úar lagði Borg­ar­ráð Kaup­manna­hafnar (þar sitja 55) blessun sína yfir sam­þykktir borg­ar­stjórn­ar­inn­ar. And­stæð­ingar kröfð­ust þess að almennir borg­arar fengju að kjósa um fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmd­ir, því var hafn­að.

Byggingasvæðið umdeilda afmarkað með hvítum línum. Bella Sky hótelið til vinstri og tónleikahöllin Royal Arena fjær.



25. febr­úar til­kynnti fyr­ir­tækið By & Havn (sem er þró­un­ar- og rekstr­ar­fyr­ir­tæki í eigu borg­ar­inn­ar) að fram­kvæmdir væru að hefj­ast. Fyrsta skref væri að und­ir­búa svæð­ið, gera það bygg­ing­ar­hæft, eins og kom­ist var að orði. Meðal ann­ars að rífa far­fugla­heim­il­ið. Fyrsta skrefið væri að girða svæðið af. And­stæð­ingar reyndu að koma í veg fyrir að vinnu­vélar kæmust á stað­inn en verkið hófst eigi að síð­ur.

Hálfum mán­uði síðar sendu dönsku nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin inn form­lega kvörtun og lögðu áherslu á að fram­kvæmd­irnar stríddu gegn nátt­úru­vernd­ar­til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins, einkum með til­liti til Stóru Sala­möndrunnar (sem þrátt fyrir nafnið verður lengst 16 cm) og er ásamt fleiri froska­teg­undum nefnd sér­stak­lega í til­skip­un­inni.

Allt kom þó fyrir ekki, vinnu­vél­arnar snér­ust áfram. Fyrst um sinn.

Urðu að leggja fram trygg­ingu



And­stæð­ingar bygg­inga­fram­kvæmd­anna og sam­tökin Vinir Ama­ger Fælled höfðu ekki gef­ist upp og kærðu nú fram­kvæmd­irnar til dóm­stóla. Kærend­urnir urðu að leggja fram trygg­ingu, tvær millj­ónir danskra króna (40 millj­ónir íslenskar) til að mæta hugs­an­legu tjóni By & Havn áður en til þess kæmi að dóm­stóll­inn (Bæj­ar­rétt­ur­inn í Kaup­manna­höfn) tæki afstöðu til kærunn­ar, sem var þess vegna vísað frá. Nokkurn tíma tók að skrapa saman pen­ingum fyrir trygg­ing­unni en í milli­tíð­inni héldu und­ir­bún­ings­fram­kvæmdir á svæð­inu áfram.

Í byrjun febr­úar á þessu ári kærðu and­stæð­ingar fram­kvæmd­irnar til dóm­stóla, öðru sinni. Og lögðu fram trygg­ing­una áður­nefndu. Svo leið og beið.

Auglýsing


12. des­em­ber 2022



Bæj­ar­réttur Kaup­manna­hafnar til­kynnti sl. mánu­dag, 12. des­em­ber, að allar bygg­inga­fram­kvæmdir á Lær­kesletten (fyr­ir­hug­uðu bygg­inga­svæði) skyldu sam­stundis stöðv­að­ar. Bannið er algjört og vinnu­vélar og önnur tæki sem voru á svæð­inu skyldu fjar­lægð og fram­kvæmda­bannið gildir þangað til dómur fellur í Bæj­ar­rétt­in­um. Gert er ráð fyrir dóms­upp­kvaðn­ingu í maí 2023. Knud Erik Han­sen, tals­maður sam­tak­anna Ama­ger Fælleds Venn­er, sagð­ist þess full­viss að ár og dagar myndu líða þangað til þetta mál yrði til lykta leitt.



Stóru sala­möndr­urnar og aðrar froska­teg­undir á Ama­ger Fælled fá því að vera í friði fyrir vinnu­vél­un­um, enn um sinn að minnsta kosti.

Stórar sala­möndrur geta orðið 16 ára gaml­ar, þær liggja í dvala yfir vetr­ar­tím­ann. Kven­dýrið verpir einu sinni á ári, tvö til fjögur hund­ruð eggj­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiInnlent