Bára Huld Beck

„Við viljum ná til allra, ekki bara sumra“

Fordómar eru viðkvæmt mál alls staðar í samfélaginu, líka innan lögreglunnar, að mati Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Unnið er að því að auka fjölbreytileika innan lögreglu til að endurspegla samfélagið betur. Hún segir lögreglu ekki hafa brugðist í að bregðast við örum samfélagsbreytingum á Íslandi en hún hefði mátt bregðast hraðar við. „Það er eins gott fyrir okkur að spretta úr spori en því hraðar sem við förum, því meiri hætta er á mistökum.“

Kyn­þátta­for­dómar eru við­kvæmt mál alls staðar í sam­fé­lag­inu og er lög­reglan ekki und­an­skil­in. „Það eru for­dómar innan okkar stéttar eins og alls staðar ann­ars stað­ar. Að halda það að við séum hafin yfir það, það held ég að sé bara vit­leysa,“ segir Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­tali við Kjarn­ann.

Kyn­þátta­mörkun er til­­­tölu­­lega nýtt hug­tak í íslensku sam­­­fé­lagi, sem útleggst sem „racial profil­ing“ á ensku en nýlegir atburðir hafa komið því í umræð­una og hefur fólk af erlendum upp­­­runa bent í kjöl­farið á brotala­mir hvað varðar vinn­u­brögð lög­­­regl­unnar í slíkum mál­­­um.

Með kyn­þátta­mörkun er átt við það þegar kyn­þáttur eða húð­litur er not­aður til þess að skil­­­­greina ein­stak­l­inga eða hópa fólks og mis­­­­munun gagn­vart þeim rétt­lætt á þeim for­­­­send­­­­um. Slík flokkun fólks bygg­ist oft á ómeð­­­­vit­aðri hlut­­­­drægni, sam­­­kvæmt hópi fræða­­­fólks og aktí­vista sem kom með til­­­lög­una að þýð­ingu á hug­tak­inu. Í lög­­­­­­­gæslu birt­ist þetta með þeim hætti að ein­stak­l­ingur eða hópur fólks er grun­aður um sak­­­­næmt athæfi vegna kyn­þáttar eða húð­litar frekar en sönn­un­­­­ar­­­­gagna.

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu með atvikin í apríl til skoð­unar

Sig­ríður Björk segir að lög­reglan geti dregið ýmsan lær­dóm af atburð­unum í apríl þar sem lög­regla fylgdi í tvígang eftir ábend­ingu sem sneri að stroku­fanga sem lög­regla leit­aði að. Í bæði skiptin reynd­ist ekki um eft­ir­lýsta mann­inn að ræða heldur sextán ára dreng, sem er dökkur á hör­und og með svip­aða hár­greiðslu og umræddur stroku­fangi. Atvikin ýfðu upp umræð­una um kyn­þátta­­­mörk­un.

Sig­ríður Björk kom fyrir alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd í maí þar sem hún ræddi verk­lag lög­reglu í mál­inu sem og fræðslu og menntun lög­reglu­manna um fjöl­menn­ingu og for­dóma. Á fund­inum sagði hún að ekki hafi verið um kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu að ræða í til­felli 16 ára drengs­ins. Hún stendur við þá full­yrð­ingu en bætir við að málið sé til skoð­unar hjá eft­ir­lits­að­ila.

„Við erum ekki rétta fólkið til að meta okk­ur. Það er eng­inn þar. Málið er komið til nefndar um eft­ir­lit með lög­reglu sem mun leggja óháð mat á þetta mál og afskipti lög­reglu,“ segir Sig­ríður Björk. Ekki liggur fyrir hvenær von er á nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar, rík­is­lög­reglu­stjóri á enn eftir að afhenda ýmis gögn vegna rann­sókn­ar­innar sem nefndin mun fara yfir áður en nið­ur­staða liggur fyr­ir.

Ekki um bein afskipti að ræða

Tæpir tveir mán­uðir eru nú liðnir frá því að lög­regla lýsti eftir stroku­fang­an­um. Í kjöl­farið spratt upp umræða, meðal ann­­ars á sam­­fé­lags­mið­l­um, þar sem margir for­­dæmdu vinn­u­brögð lög­­regl­unnar og lýstu yfir van­þókn­un.

Sig­ríður Björk fagnar umræð­unni sem fór af stað og telur hana mik­il­væga. Hún segir hins vegar að í raun hafi ekki verið um afskipti lög­reglu að ræða, líkt og fram hefur komið í fjöl­miðl­um.

„Við vorum að leita að manni sem var tal­inn hættu­legur sam­kvæmt sögu hans og við erum að tala um alvöru hættu. Við óskuðum eftir atbeina almenn­ings og aðstoðar almenn­ings, eins og við gerum oft,“ segir Sig­ríður Björk og bætir að sam­band lög­reglu við almenn­ing hafi bjargað manns­líf­um. Oft.

Bára Huld Beck

„Þarna báðum við um ábend­ingar og það komu mjög margar ábend­ing­ar. Tvær þeirra lúta að þessu sama ung­menni. Strax eftir fyrstu ábend­ing­una fara alls konar sögur af stað að það hefðu verið höfð afskipti af drengn­um, að hann hafi verið dreg­inn út úr strætó og alls kyns. Það var ekki satt. Við skoð­uðum mynd­bönd­in. Það sem ger­ist er það að strætó­inn er stöðv­að­ur, lög­reglu­mað­ur­inn labbar inn, sér dreng­inn og ber strax kennsl á það að þetta sé ekki sá sem verið er að leita að og segir það strax í tal­stöð­ina og labbar til baka. Engin afskipti, engin orða­skipti, ekk­ert.“

„Í seinna til­vik­inu labbar einn lög­reglu­maður inn í bak­arí þar sem barnið var í sak­leysi sínu með móður sinni. Hann labbar að þeim, biður um nafn og kenni­tölu, og segir strax að þetta er ekki mað­ur­inn sem við erum að leita að. Það eru aldrei höfð bein afskipti, bara talað við móð­ur, aldrei höfð afskipti af drengnum sem slík­um.“

Fóru var­legar í seinna skiptið

Sig­ríður Björk segir lög­regl­una gera sér fylli­lega grein fyrir því að reynslan hafi verið drengnum erfið og lög­reglu beri að end­ur­skoða verk­lag í málum sem þess­um. „Hefði sér­sveitin ekki átt að vera kölluð út í fyrra skipt­ið? Við gátum ekki annað vegna þess að við erum með óvopn­aða lög­reglu á Íslandi. Þegar við erum að leita að manni sem hefur beitt vopnum þá sendum við ekki óvopnað fólk í það. Það er bara vinnu­regla því við þurfum líka að hugsa um okkar starfs­menn. Hins vegar fórum við var­legar í seinna skiptið þannig að sér­sveitin var til stuðn­ings.“

Rík­is­lög­reglu­stjóri fund­aði í tvígang með drengnum og móður hans eftir atvikin tvö. „Það sem við lærum af þessu máli er mjög margt og það má í raun­inni skipta þessu við­fangs­efni sem horfir við okkur í tvennt. Ann­ars vegar við­mót og fram­koma íslensku lög­regl­unnar en hins vegar sú menn­ing sem fólk tekur með sér frá sínu heima­landi jafn­vel, þar sem það er með ákveðna reynslu eða jafn­vel vænt­ingar eða traust sem síðan yfir­fær­ist á okk­ur. Við getum ekki horft á okkar þátt afmark­að­an. Í huga fólks er lög­regla lög­regla og við þurfum að vinna upp það traust. Við þurfum að sanna það að við séum ekki að mis­muna, sýna for­dóma eða vera með óeðli­leg afskipti. Til þess þurfum við aukna fræðslu, eft­ir­lit og fylgja eftir hverju ein­asta máli.“

Því hafi málið verið sent til nefndar um eft­ir­lit með lög­reglu. „Við viljum að það verði farið yfir þetta allt sam­an. Og ef að það kemur í ljós að við hefðum getað gert hlut­ina öðru­vísi þá að sjálf­sögðu lærum við af því. Það sem ég hef verið að koma með inn í þessa umræðu er að sjálf­stætt mat lög­reglu hefur aldrei farið fram, við vorum að bregð­ast við ábend­ing­um,“ segir Sig­ríður Björk.

Eftir á að hyggja segir hún að það hafi ef til vill verið barna­legt hjá lög­regl­unni að lýsa eftir stroku­fang­anum með sama hætti og gert er í öllum öðrum mál­um. „Það sem við hins vegar lærðum þegar við ræddum við móð­ur­ina er að við hefðum þurft að hafa ein­hvers konar „caveat“ [inn­skot blaða­manns: fyr­ir­vara eða varn­ar­orð] og það var strax sett inn. Og það er það sem við lærum af þessu, það er að fara var­legar en ég held að það hafi engum dottið þetta í hug innan okkar raða, við erum ekki með fram­halds­menntun í þessu en við erum samt að kenna þetta, við erum búin að stór­efla okkar þjálfun í hat­urs­glæpum og leggja áherslu á þau mál­efn­i.“

Kyn­þátta­mörkun sem hug­tak að síast inn hjá lög­reglu

Umræða um kyn­þátta­mörkun hefur ekki verið fyr­ir­ferð­ar­mikil innan lög­regl­unnar en það er að breyt­ast að sögn Sig­ríðar Bjark­ar. Eftir hennar bestu vit­und er fyrst fjallað um kyn­þátta­mörk­un, kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu, eða „racial profil­ing“ í breyttum reglum um sak­bend­ingar fyrir sex árum.

„Við horfum mikið til okkar erlendu sam­starfs­að­ila þegar við erum að þróa náms­efni, og ég man að þetta kom inn í sak­bend­ing­ar­um­ræð­una. Þeim reglum var breytt.“

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá heldur lög­­regla ekki sér­­stak­­lega utan um mál sem tengj­­ast kyn­þátta­­mörk­un. Hægt er að leita að slíkum málum í kerfi lög­­­reglu þar sem öll mál eru skráð en „ekki er hægt að fara í slíka vinn­u,“ eins og kom fram í svari emb­ættis rík­­is­lög­­reglu­­stjóra í fyr­ir­­spurn Kjarn­ans.

Lög­regla má ekki flokka mál eftir húð­lit

Sig­ríður Björk segir lög­regl­una ein­fald­lega ekki mega flokka mál með þessum hætti. „Við megum ekki flokka í lög­reglu­kerfi eftir húð­lit. Ég held að ástæðan fyrir því að við höfum ekki verið mjög upp­tekin af þessu er að við höfum verið eins­leitt sam­fé­lag. Það er til­tölu­lega ný breyt­ing, við sem sam­fé­lag erum seinni af stað, þessi umræða hefur verið í fjöl­breytt­ari sam­fé­lögum í langan tíma. En hún hefur ekki verið eins mikil hér og þessi mál hafa ekki verið að koma upp, þess vegna erum við að skoða þetta mál ofboðs­lega vel,“ segir hún og vísar í mál sextán ára drengs­ins.

„Þetta hljómar eins og mér finnist þetta vera í besta lagi. En það er ekki þannig.“
Mynd: Bára Huld Beck

„Ég er ekki að segja að þetta sé allt í besta lagi, ég er að segja að klár­lega verðum við að horfa mjög vand­lega á þennan þátt og efla okk­ur.“

Í kjöl­far atburð­anna í apríl skap­að­ist umræða um kyn­þátta­mörkun og hefur Kjarn­inn birt við­töl við for­eldra tveggja barna sem hafa orðið fyrir óþarfa afskiptum lög­reglu að þeirra mati. Faðir annar drengs­ins segir lög­regl­una vera stofnun sem allir ættu að geta treyst. Sonur hans glímir hins vegar við hræðslu eftir kynni sín af lög­reglu.

Lög­reglan að þró­ast úr valda­stofnun í þjón­ustu­stofnun

Sig­ríður Björk segir traust til lög­reglu hluta af þeirri vinnu sem nú er í gangi í að bregð­ast við fjöl­breytt­ara sam­fé­lagi. Það sé meðal ann­ars gert með því að við­halda því trausti sem lög­regla hefur og ná til fjöl­breytt­ari hóps sem felst meðal ann­ars í því að lög­reglan setji sig í spor þeirra sem hún er að þjóna.

„Lög­reglan hefur verið að fær­ast frá því að vera valda­stofnun yfir í að vera þjón­ustu­stofn­un. Til þess að geta veitt fólki þjón­ustu þá er þessi gamla nálg­un, að við ákveðum hvaða þjón­ustu við ætlum að veita sam­kvæmt okkar skiln­ingi, hún er bara úrelt í nútíma­sam­fé­lagi. Við þurfum að reyna að skilja hópana sem við erum að þjóna. Og það sem er vanda­mál innan lög­reglu er að við erum frekar eins­leit,“ segir Sig­ríður Björk.

Meðal mark­miða emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra er að auka fjöl­breyti­leika innan lög­regl­unn­ar. „Við erum að setja af stað nýja rann­sókn sem fylgir eftir fyrri rann­sókn um jafn­rétti innan lög­reglu. Með sama hætti þurfum við að fók­usa á for­dóma. Ef við ætlum að vera sönn í því sem við erum að gera þá stöndum við fyrir það að allir eiga að geta leitað til lög­reglu og treyst lög­reglu. Við leggjum mikið upp úr því mikla trausti sem við höf­um. Og við höfum mikið traust, ég held að við höfum mælst hærri en for­set­inn síð­ast,“ segir Sig­ríður Björk.

Traustið er dýr­mætt

Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur rétt fyrir sér í þessum efn­um. Sam­kvæmt árlegum þjóð­ar­púlsi Gallup þar sem traust til stofn­ana sam­fé­lags­ins er mælt er lög­reglan í öðru sæti, á eftir Land­helg­is­gæsl­unni. Nýjasta mæl­ingin tekur til árs­ins 2021 og bætti lög­reglan við sig mestu trausti milli ára, en alls segj­­ast 78 pró­­sent lands­­manna treysta henni vel. Það er sjö pró­­sent­u­­stigum meira en í fyrra. 77 pró­sent treysta Háskóla Íslands vel og þar á eftir kemur for­set­inn, með 73 pró­sent.

„Það er alltaf talað eins og lög­regl­unni sé ekki treyst. Við erum með mikið traust og við vinnum fyrir því traust­i,“ segir Sig­ríður Björk, og segir hún traustið mjög dýr­mætt. „Við viljum halda því. Þú getur verið að byggja upp traust í mjög langan tíma en það getur hrunið á mjög skömmum tíma.“

„Þetta er ekki nýr fók­us“

Fjöl­breyti­leiki, for­dómar og kyn­þátta­mörkun eru ekki ný við­fangs­efni lög­reglu, síður en svo, að mati rík­is­lög­reglu­stjóra. Áherslan er ein­fald­lega að fær­ast smám saman í þessa átt. „Það sem við fók­usum á, það geng­ur. Það sem við fók­usum ekki á, það að sjálf­sögðu fær ekki fram­göngu. Þetta er ekki nýr fók­us, við erum með­vit­uð, en við sem sam­fé­lag á Íslandi höfum ekki verið með þessa umræðu eins sterka eins og í mörgum löndum í kringum okk­ur,“ segir Sig­ríður Björk.

Eyrún Eyþórs­dótt­ir, lektor í lög­reglu­fræðum við Háskól­ann á Akur­eyri, sagði í við­tali við Kjarn­ann um síð­ustu helgi að lög­reglan á Íslandi hafi ekki brugð­ist við örum sam­fé­lags­breyt­ingum hér á landi síð­ustu ár. Sig­ríður Björk segir að vissu­lega hafi verið brugð­ist við en það hefði mátt ger­ast hrað­ar. Við­brögðin hafa meðal ann­ars falist í því að færa lög­reglu­námið á háskóla­stig en það var gert árið 2016 þegar Háskól­inn á Akur­eyri hóf kennslu í lög­reglu­fræði.

„Ein af ástæð­unum fyrir því að við fórum upp á háskóla­stig er að lög­reglan á alltaf að spegla það sam­fé­lag sem við erum að þjóna. Þegar ég tók við lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vorum við með 14 pró­sent kon­ur. Þegar ég fór þaðan voru þær orðnar 30 pró­sent allra starfs­manna. Þetta ger­ist ekki af því bara. Þetta ger­ist af því að þetta er ákvörðun og henni er fylgt eft­ir. Með nákvæm­lega sama hætti erum við að reyna að auka fjöl­breyti­leika innan lög­regl­unn­ar. Það sem Eyrún hefur til síns máls er að það hefur vantað styrk­ingu lög­reglu í langan tíma. En það er komið fjár­magn í það að tvö­falda inn­töku lög­reglu­nema,“ segir Sig­ríður Björk.

Vilja fólk af erlendum upp­runa í lög­regl­una

Breyt­ingin tekur gildi í haust þegar 80 nem­endur verða teknir inn í lög­reglu­fræði í stað 40. „Þarna verður stærri og fjöl­breytt­ari hópur sem kemst inn og við ætlum að fók­usera á það að fá inn fólk af erlendum upp­runa og það er verið að vinna í því með Háskól­anum á Akur­eyri hvernig við náum inn þessu hópi. Ég held að tæki­færin séu klár­lega núna, áhersl­urnar eru klár­lega núna. Við höfum hægt og rólega verið að feta okkur áfram í þessu, við hefðum getað farið hrað­ar, við hefðum getað fjölgað fyrr og gert bet­ur. Við getum alltaf gert bet­ur.“

Sig­ríður Björk segir að það skipti máli að horfa heild­rænt á þá sam­fé­lags­þróun sem hefur átt sér stað síð­ustu ár. „Við höfum kannski verið pínu sof­andi yfir því að við þurfum að horfa inn í ólíka menn­ing­ar­heima. Við erum að bregð­ast við nýjum áskor­unum á hverjum ein­asta deg­i.“

Tvöfalt fleiri nemendur verða teknir inn í lögreglufræði á Akureyri næsta haust.
Mynd: Háskólinn á Akureyri

„Við gerum mis­tök“

Rík­is­lög­reglu­stjóri við­ur­kennir að lög­reglan hafi gert mis­tök í þessum efn­um. „Við gerum mis­tök, það eru mis­tök í öllum stétt­um. En ég held að það séu fáar stéttir sem sæta eins miklu eft­ir­liti og lög­reglan, vegna þess að við erum með inn­grip inn í líf fólks.“

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurnir á nokkur lög­reglu­um­dæmi um verk­lag lög­reglu í málum þar sem kyn­þátta­mörkun gæti mögu­lega komið við sögu. Líkt og í öðrum umdæmum eru slík mál ekki flokkuð sér­stak­lega hjá lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum og full­yrti lög­reglu­stjóri umdæm­s­ins að lög­gæsla á Suð­ur­nesjum væri ekki kyn­þátta­miðuð.

Sig­ríður Björk segir svar Úlf­ars Lúð­víks­son­ar, lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum, ekki tæm­andi. Áhersla á menntun og fjöl­breyti­leika hafi verið til staðar þegar hún var sjálf lög­reglu­stjóri þar á sínum tíma.

„Ef eitt­hvert umdæmi hefur verið með fræðslu og fók­us, að því leyt­inu til að þau eru með flug­stöð­ina, þá eru það Suð­ur­nes. Þannig að þau eru að „prófílera“ alla daga og eru með mikið nám í því og mikla sér­fræð­inga, þurfa að kunna að bera kennsl á ein­kenni og einmitt hvað á að fók­usa á og hvað ekki.“

Aukið náms­fram­boð tengt fjöl­breyti­leika og fjöl­menn­ingu

Aukin fræðsla er liður í að auka fjöl­breyti­leika innan lög­regl­unnar og bregð­ast við sam­fé­lags­breyt­ing­um. Náms­efni innan lög­reglu­fræð­innar hefur til að mynda verið tekið til end­ur­skoð­un­ar. Sem dæmi um nám­skeið sem verða í boði í lög­reglu­fræði næsta haust, þegar 80 nýir nem­endur verða teknir inn í stað 40, má nefna Fjöl­breyti­leika í lög­gæslu, Hat­urs­glæpi og upp­gang öfga­hópa í Pól­landi, Mál­efni útlend­inga og Fjöl­menn­ingu. Nám­skeiðin eru ýmist hluti af nám­inu eða aðgengi­leg fyrir starf­andi lög­reglu­menn, stjórn­endur innan lög­regl­unnar og annað starfs­fólk lög­regl­unn­ar.

Sjálf er Sig­ríður Björk afar spennt fyrir svoköll­uðu TAHCLE-­nám­skeiði (e. Tra­in­ing Aga­inst Crimes for Law Enforcem­ent) á vegum Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu (ÖSE). Námið er eins konar þjálf­un­ar­nám­skeið þar sem starfs­fólk innan lög­regl­unnar er þjálfað í því hvernig standa á að vinnu­smiðju fyrir lög­reglu­menn um rann­sóknir á hat­urs­glæpum og við­brögðum við þeim.

„Þegar þú þjálfar þjálf­ara ertu komin með þekk­ingu inn í liðið sem byrjar að seytla út. Þá ertu ekki alltaf að kalla fólk á ein­hvern mið­lægan stað frá öðrum störfum heldur ertu með þjálf­ara sem er inni í liðnu og þá er auð­veldar að vinna með fræðsl­una innan frá.“

Þessi kennslu­að­ferð heillar rík­is­lög­reglu­stjóra. „Það er ekki nóg að lög­reglu­ráð í sam­tali kom­ist að því að þetta sé mik­il­vægur þátt­ur. Það þarf að passa það að þeir sem raun­veru­lega eru í sam­skiptum við fólk á vett­vangi fái þau tæki og tól til að gera þetta rétt og vel. Þú breytir menn­ing­unni innan frá.“

Sam­fé­lagið bíður ekki eftir okkur

Nám­skeið eins og TAHCLE eru liður í að bregð­ast við tíð­ræddum örum sam­fé­lags­breyt­ingum og Sig­ríður Björk segir lög­regl­una vera á réttri leið en krafan um hrað­ari breyt­ingar sé til stað­ar.

„Menn­ingin okkar er á ferða­lagi, hún er að þroskast og þró­ast eins og hjá öllum öðr­um. Það þýðir ekk­ert að sitja og halda að við getum breyst á okkar hraða þegar sam­fé­lagið bíður ekk­ert eftir okk­ur. Það er eins gott fyrir okkur að spretta úr spori en því hraðar sem við förum, því meiri hætta er á mis­tök­um. Þess vegna þurfum við þetta aðhald. Öllu valdi fylgir ábyrgð og eft­ir­lit verður að vera með öllu vald­i.“

„Nú er það okkar hlut­verk sem sam­fé­lags að breyt­ast nægi­lega hratt, af því að við erum eftir á. Þá er ég að tala um sem sam­fé­lag og við sem lög­reglan klár­lega líka sem partur af því.“

„Við viljum ná til allra, ekki bara sum­ra, þannig að fólk geti leitað til okkar með þá þjón­ustu þegar það þarf á henni að halda án ein­hvers fyr­ir­vara eða fræðslu.“
Mynd: Bára Huld Beck

En getur sam­fé­lagið breyst nægi­lega hratt til að bregð­ast við auknum fjöl­breyti­leika?

„Ég held að okkar breyt­ingar muni ráð­ast að ein­hverju leyti af okkar sam­fé­lags­gerð. Hún er aðeins öðru­vísi en í mörgum öðrum lönd­um. Við þurfum að þró­ast hratt en það er kannski ekki ætl­ast til þess að við dettum inn í ein­hverja umræðu eða menn­ingu eins og hún hefur verið til dæmis í Banda­ríkj­unum þar sem er gjör­ó­líkar aðstæð­ur. Við getum ekki skoðað það sem er best verið að gera þar eftir margra ára­tuga reynslu og tráma, við erum á allt öðrum stað sem sam­fé­lag hér.“

Ný, sér­tæk nálgun mögu­leg

Breyt­ing­arnar þurfa að fel­ast í að lög­reglan þjóni öllum þegnum sam­fé­lags­ins. „Án til­lits til kyn­ferð­is, kyn­þátt­ar, húð­lit­ar, kyn­hneigðar og svo fram­veg­is. Við eigum að sæta eft­ir­liti, það á að skoða þau mál sem út af standa, við eigum að hlusta á fólkið sem við erum að þjóna og reyna að gera betur og vera stöðugt að þjálfa okkar fólk í að bregð­ast við nýju sam­fé­lag­i,“ segir Sig­ríður Björk.

„Þetta er verk­efni sem við leggjum áherslu á og við erum á þess­ari veg­ferð alveg eins og allir aðrir í sam­fé­lag­inu. En það að taka lög­regl­una út úr skiptir máli út frá vald­beit­ing­ar­part­in­um. Og þar kemur eft­ir­litið inn. Aft­ur, traustið er mik­ið, við viljum halda því, við viljum byggja ofan á það. Við viljum ná til allra, ekki bara sum­ra, þannig að fólk geti leitað til okkar með þá þjón­ustu þegar það þarf á henni að halda án ein­hvers fyr­ir­vara eða fræðslu. Það getur verið að það þurfi að finna sér­tækar aðgerð­ir, það getur vel verið að við þurfum að búa til ein­hverja aðra nálg­un.“

Rík­is­lög­reglu­stjóri fagnar þeirri umræðu sem hefur átt sér stað und­an­farnar vik­ur. „Það þarf að halda okkur við efnið í þessu. Við erum á veg­ferð­inni og viljum gjarnan fá að læra af þeim tækjum og tólum sem er verið að nota sem kannski nýt­ast. Við verðum að átta okkur á sem sam­fé­lag að það er ekki ein nálgun sem nýt­ist öll­um, við þurfum að setja okkur í hug­ar­heim okkar þjón­ustu­þega og stilla þjón­ust­una af þannig að hún nýt­ist þeim sem best. Það er áskor­un­in.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal