Lögregla heldur ekki sérstaklega utan um mál sem tengjast kynþáttamörkun

Kynþáttamiðuð löggæsla eða kynþáttamörkun er ekki sérstaklega skráð hjá lögreglu en hægt er að leita að slíkum málum í kerfi lögreglu þar sem öll mál eru skráð. „Ekki er hægt að fara í slíka vinnu,“ segir í svari ríkislögreglustjóra.

Lögreglan heldur ekki sérstaklega utan um mál þar sem kynþáttamörkun kemur við sögu.
Lögreglan heldur ekki sérstaklega utan um mál þar sem kynþáttamörkun kemur við sögu.
Auglýsing

Lög­reglan heldur ekki sér­stak­lega utan um mál þar sem afskipti lög­reglu má mögu­lega rekja til kyn­þátta­mörk­unar (e. racial profil­ing), það er þegar kyn­þáttur og/eða húð­litur er not­aður til þess að skil­greina ein­stak­linga eða hópa fólks og mis­munum gagn­vart þeim rétt­lætt á þeim for­send­um.

Upp­lýs­ingar um slík mál, þar sem kyn­þátta­miðuð lög­gæsla eða kyn­þátta­mörkun hafi mögu­lega komið við sögu, er þó hægt að nálg­ast með leit í kerfi lög­reglu þar sem öll verk­efni lög­reglu eru skráð, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Auglýsing

Það væri meðal ann­ars hægt að gera með því að leita að málum þar sem lög­regla hefur afskipti af ein­stak­lingi sem reyn­ist svo ekki vera sá ein­stak­lingur sem leitað er að, líkt og gerð­ist í apríl þegar lög­regla hafði í tvígang afskipti af ungum dreng vegna leitar að tví­tugum fanga sem strauk úr haldi lög­reglu við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur.

Ekki hægt að ráð­ast í þá vinnu að leita í allri mála­skrá lög­reglu

Í svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans hvort haldið sé utan um mál þar sem kyn­þátta­mörkun komi við sögu segir að svo sé ekki. Eins og fyrr segir eru öll mál skráð í kerfi lög­reglu en upp­lýs­ingar um hör­und­s­lit þeirra sem lög­regla hefur afskipti af eru ekki mark­visst skráð­ar. Hægt er að setja slíkar upp­lýs­ingar í almennt texta­svæði „sé talin þörf á því í þeim til­vikum þar sem verið er að lýsa eftir fólki og það skiptir máli að lýs­ing á grun­uðum liggi fyr­ir,“ að því er segir í svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra. Það er því hægt að taka saman upp­lýs­ingar þar sem grunur leikur á kyn­þátta­mörkun en í svari emb­ætt­is­ins segir að ekki sé „hægt að fara í slíka vinn­u“.

­At­hygli vakti þegar 16 ára drengur var stöðv­aður af lög­reglu í tvígang, dag eftir dag, vegna ábend­inga frá almenn­ingi um að hann væri stroku­fangi sem slapp úr haldi lög­regl­unnar um miðjan apr­íl. Dreng­ur­inn er dökkur á hör­und og með svip­aða hár­greiðslu og umræddur stroku­fangi.

Lög­regla hafði fyrst afskipti af drengnum í strætó og dag­inn eftir í bak­aríi. Móðir drengs­ins var með honum í seinna skiptið og sagði hún í sam­tali við Kjarn­ann að atvikið hefði verið nið­ur­lægj­andi og að ekki væri um neitt annað að ræða en for­dóma.

Dreng­ur­inn var sjálfur með ósk sem hann vildi koma á fram­færi eftir að lög­regla hafði í tvígang afskipti af hon­um. „Ég væri til í að geta stigið út úr mínu eigin húsi og vera með vinum mínum án þess að lög­­reglan stoppi mig fyrir það hvernig ég lít út.“

Rík­is­lög­reglu­stjóri ætlar að eiga sam­tal við sam­fé­lagið um for­dóma

Móð­irin fund­aði með Sig­ríði Björk Guð­jóns­dóttur rík­is­lög­reglu­stjóra í kjöl­farið og í yfir­lýs­ingu sem rík­is­lög­reglu­stjóri sendi frá sér eftir fund­inn sagði að í sam­tal­inu hefðu komið fram mik­il­vægar áherslur sem rík­is­lög­reglu­stjóri ætli að bregð­ast við, meðal ann­ars með því að eiga sam­tal við sam­fé­lagið um for­dóma.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Mynd: Skjáskot/Alþingi

Sig­ríður Björk sat fyrir svörum á opnum fundi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar í maí vegna atviks­ins. Þar full­yrti hún að ekki hafi verið um kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu að ræða í til­felli dreng­ins. „Við erum að fylgja eftir ábend­ingum frá almenn­ingi. Þannig að í þessu til­­viki á ekki við að það sé kyn­þátt­miðuð lög­­­gæsla. Þetta er ein­fald­­lega þannig að við erum að leita að hætt­u­­legum manni, það koma ábend­ingar og við þurfum að fylgja þeim eft­­ir. Við getum ekki valið úr að fylgja þeim ekki eftir vegna eðlis verk­efn­is­ins,“ sagði Sig­ríður Björk meðal ann­ars á fund­in­um.

Sam­kvæmt skil­grein­ingu rík­is­lög­reglu­stjóra er um kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu eða kyn­þátta­mark­aða lög­gæslu að ræða þegar grunur lög­reglu um afbrota­hegðun ein­stak­lings byggir ein­göngu á húð­lit og/eða kyn­þætti. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans ítrekar emb­ættið að svo hafi ekki verið í til­viki drengs­ins þar sem lög­regla hafi verið að fylgja eftir vís­bend­ingum almennra borg­ara sem töldu dreng­inn líkj­ast mann­inum sem lýst var eft­ir.

Til skoð­unar að end­ur­skoða flokkun mála hjá nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu

Líkt og fyrr segir heldur lög­regla ekki utan um fjölda mála þar sem um er að ræða kyn­þátta­mörk­un. Emb­ættið vísar hins vegar á nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu en henni ber­ast upp­lýs­ingar frá öllum lög­reglu­emb­ættum um kvart­anir og kærur á hendur starfs­fólki lög­reglu.

Í svari frá nefnd­inni við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að nefndin hafi ekki flokkað mál sér­stak­lega eftir kyn­þátta­mið­aðri lög­gæslu og muni ekki eftir því að kvörtun hafi borist á síð­ustu árum sem falli undir kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu. Hins vegar hafi nokkrum sinnum verið kvartað undan kyn­þátta­for­dómum lög­reglu­manna. Til skoð­unar er að end­ur­skoða flokkun nefnd­ar­innar á málum henn­ar.

Um 100 lög­reglu­menn lokið nám­skeiði um fjöl­breyti­leika

Sig­ríður Björk sagði á fundi alls­herj­ar­nefnd­ar- og mennta­mála­nefndar að lög­reglan verði að vera vak­andi fyrir kyn­þátta­mið­aðri lög­gæslu.

Í svari rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvernig fræðslu sé háttað um kyn­þátta­mörkun og kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu kemur fram að í lög­reglu­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri sé í boði nám­skeið um fjöl­breyti­leika og lög­gæslu sem er opið verð­andi og starf­andi lög­reglu­mönn­um.

Þá hefur fram­hald af þessu nám­skeiði verið í boði fyrir starfs­fólk lög­regl­unnar hjá mennta- og starfs­þró­un­ar­setri lög­reglu. Rúm­lega hund­rað lög­reglu­menn hafa sótt slíkt nám­skeið á síð­ustu fimm árum. Auk þess hefur dr. Eyrún Eyþórs­dóttir þróað náms­þátt um fjöl­breyti­leika og lög­gæslu í námi sem er ætlað milli­stjórn­endum í lög­gæslu.

„Í sam­ræmi við lög­gæslu­á­ætlun hefur verið lögð áhersla á að þróa síþjálfun lög­reglu (ár­leg skyldu­þjálfun) yfir í víð­ari svið en hefur verið hingað til, þar á meðal þjón­ustu við fjöl­breytt sam­fé­lag og menn­ing­ar­næmi,“ segir í svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent