Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum

Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.

Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Auglýsing

Sænsk stjórn­völd hafa þungar áhyggjur af síauknum fjölda þeirra sem árlega látast, eða sær­ast alvar­lega, af völdum skot­vopna. Og átökum þar sem skot­vopn koma við sögu. Og þær áhyggjur eru ekki ástæðu­laus­ar, Svíar skera sig úr meðal ríkja Evr­ópu í þessum efn­um.

Í Sví­þjóð er hlut­fall þeirra sem lát­ast eftir að hafa orðið fyrir skoti 4 dauðs­föll á hverja milljón íbúa en með­al­talið í Evr­ópu er 1,6 á hverja milljón íbúa. Mis­mun­ur­inn er slá­andi. Töl­urnar eru byggðar á rann­sókn sænsku stofn­un­ar­inn­ar, Brå, sem vinnur að því að draga úr glæpum og afbrot­um. Sví­þjóð trónir nú á toppi þeirra ríkja þar sem flest ung­menni (und­an­tekn­inga­lítið karl­menn) á aldr­inum 20-29 ára lát­ast eftir að hafa orðið fyrir skoti. Í þessum ald­urs­hópi í Sví­þjóð hefur hlut­fallið auk­ist ár frá ári frá síð­ustu alda­mótum og er nú 18 á hverja milljón íbúa en er frá 0 upp í 4 í flestum öðrum Evr­ópu­lönd­um. Í Hollandi, sem er næstefst í þessum hópi, er hlut­fallið 6 á hverja milljón íbúa.

Auglýsing

Ástæð­urnar upp­gjör í und­ir­heimum

Að sögn Klöru Hradilova Selin sem hafði umsjón með rann­sókn Brå er skýr­ingu þess­arar miklu aukn­ingar í Sví­þjóð að stærstum hluta að finna í upp­gjöri glæpa­gengja þar sem tek­ist er á um „eit­ur­lyfja­mark­að­inn“ þar sem miklir fjár­munir eru í húfi. „Slík átök eru ekki ein­skorðuð við Sví­þjóð en hafa ein­hverra hluta vegna ekki haft sömu áhrif í öðrum löndum í Evr­ópu,“ sagði Klara Hradilova Selin í við­tali.

Í Svíþjóð er hlutfall þeirra sem látast eftir að hafa orðið fyrir skoti 4 dauðsföll á hverja milljón íbúa en meðaltalið í Evrópu er 1,6 á hverja milljón íbúa. Mynd: EPA

Nú um stundir er Stokk­hólmur sú borg í Sví­þjóð þar sem skotárásir eru tíðastar, á tíma­bili tróndi Gauta­borg á þessum toppi en í Malmö þar sem átök af þessu tagi voru mjög tíð hefur þeim fækk­að. Dag­blaðið Sydsvenskan greindi nýlega frá því að í Malmö hafi skotárásir náð hámarki árið 2017, það ár voru þær sam­tals 65 tals­ins. Árið 2020 voru slíkar árásir 20 tals­ins. Þetta er mikil breyt­ing þótt lög­reglu og borg­ar­yf­ir­völdum þyki að enn betur þurfi að gera. Ástæðu þess­arar fækk­unar í Malmö telja yfir­völd að þakka megi verk­efn­inu „Sluta skjut“ sem sett var á lagg­irnar árið 2018.

Ólíkt í Sví­þjóð og Dan­mörku

Í rann­sókn­ar­skýrslu Brå kemur fram að í Dan­mörku fjölg­aði þeim sem lét­ust eða særð­ust alvar­lega á árunum 2012 til 2015, en fækk­aði síð­an. Í tölum danska dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins kom fram að um það bil 10 pró­sent dauðs­falla af völdum skot­vopna átti sér stað í heimi glæpa­gengj­anna. Í öðrum löndum Evr­ópu voru töl­urnar svip­að­ar. Í Sví­þjóð var þessi tala langtum hærri, 25 pró­sent. Sjö af hverjum tíu morðum af völdum skot­vopna í Sví­þjóð eiga sér stað í stór­borg­unum Stokk­hólmi, Gauta­borg og Mal­mö. Flestar í Stokk­hólmi. Skotárásir í stór­borg­unum tengj­ast iðu­lega hefnd, að gjalda líku líkt. Slíkt er ekki ein­skorðað við Sví­þjóð.

Ekki heldur sú stað­reynd að skotárásir eiga sér oft­ast stað í hverfum sem yfir­völd skil­greina sem við­kvæm ( lág laun, atvinnu­leysi, blönduð þjóð­erni) og ólög­leg sala vopna fer fram.

Nú um stundir er Stokkhólmur sú borg í Svíþjóð þar sem skotárásir eru tíðastar, á tímabili tróndi Gautaborg á þessum toppi en í Malmö þar sem átök þar sem skotvopn koma við sögu voru mjög tíð hefur þeim fækkað.

Sænsk stjórn­völd horfa til Dan­merkur

Þegar Magda­lena And­ers­son (sós­í­alde­mókrati) varð for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, í nóv­em­ber á síð­asta ári, lýsti hún því yfir að eitt helsta bar­áttu­mál hennar yrði bar­átta gegn glæpa­gengjum og svoköll­uðum sér­sam­fé­lögum sem þrif­ist hafa til hliðar við sam­fé­lagið og hafa önnur við­mið og lög­mál en sam­fé­lagið að öðru leyti. Í þessum efnum hafa sænsk stjórn­völd horft yfir sundið til Dan­merk­ur, einkum til starf­semi sem gengur undir nafn­inu SSP (Skole, Social for­valtn­ing og Polit­i). SSP er ekki nýtt af nál­inni en hefur verið eflt til muna á síð­ustu árum. Starf­semi SSP byggir á sam­starfi, skóla, félags­mála­yf­ir­valda og lög­reglu. Allt mið­ast við að fyr­ir­byggja og draga úr afbrotum ung­menna undir 18 ára aldri.

Sænskir ráð­herrar í náms­ferð

Á þriðju­dag­inn í lið­inni viku (21. júní) fóru tveir sænskir ráð­herrar í náms­ferð (orða­lag ann­ars ráð­herr­ans) til Dan­merk­ur. Þetta voru þau Lena Hal­len­gren félags­mála­ráð­herra og And­ers Ygeman ráð­herra inn­flytj­enda­mála. Þau hittu emb­ætt­is­menn, starfs­fólk félags­mála­stofn­ana og ýmsa fleiri. Sænsku ráð­herr­arnir sem vörðu öllum deg­inum í náms­ferð­ina sögðu að Svíar hefðu gert eitt og annað til að draga úr glæp­a­starf­semi. „Við höfum á síð­ustu 10 – 15 árum ein­beitt okkur að harð­ari refs­ingum en hins vegar ekki gert nægi­lega mikið til að upp­ræta sam­fé­lög ein­stakra hópa (parall­el­sam­fundene). Til að berj­ast gegn glæpa­gengjum verðum við að berj­ast gegn kyn­þátta­að­skiln­aði. Þarna höfum við sofið á verð­in­um,“ sagði And­ers Ygman.

Auglýsing

Verða að berj­ast gegn kyn­þátta­að­skiln­aði

Sænsku ráð­herr­arnir greindu frá því að þar í landi hefðu refs­ingar verði hertar í tíð núver­andi rík­is­stjórn­ar. Refs­ing fyrir að eiga óskráð og ólög­leg vopn er nú tveggja ára fang­elsi. Þetta hefur leitt til þess að mun fleiri en áður sitja nú inni og það hefur mikil áhrif. „Vit­neskjan um refs­ing­una fyrir að eiga ólög­legt vopn hefur mikil áhrif,“ sagði Lena Hal­len­gren.

Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Mynd: EPA

„Við höfum á síð­ustu 10 – 15 árum ein­beitt okkur að refs­ingum en hins vegar ekki gert nægi­lega mikið til að upp­ræta sam­fé­lög ein­stakra hópa (parall­el­sam­fundene). Til að berj­ast gegn glæpa­gengjum verðum við að berj­ast gegn kyn­þátta­að­skiln­aði. Þarna höfum við sofið á verð­in­um,“ sagði And­ers Ygeman. Og bætti við „fyr­ir­byggj­andi aðgerðir skipta mestu, þegar litið er til lengri tíma“.

Lær­dóms­rík ferð

Sænsku ráð­herr­arnir voru sam­mála um að náms­ferðin hefði verið lær­dóms­rík og nefndu einkum SSP. Þeir voru líka á einu máli um að upp­ræt­ing kyn­þátta­að­skiln­aðar og hinna svoköll­uðu hlið­ar­sam­fé­laga væri mjög sterkt vopn í upp­ræt­ingu glæpa og ofbeld­is. „Þarna eigum við Svíar margt ólært og það hefur náms­ferðin sann­fært okkur um, enn betur en áður.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar