Ríkislögreglustjóri segir að ekki hafi verið um bein afskipti að ræða

Að mati ríkislögreglustjóra var ekki um bein afskipti að ræða þegar lögregla fylgdi í tvígang eftir ábendingu um strokufanga sem lögregla leitaði að en reyndist vera 16 ára drengur. Í bæði skiptin. Málið er í rannsókn hjá nefnd um eftirlit með lögreglu.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Auglýsing

Atvik sem áttu sér stað í apr­íl, þegar lög­­regla fylgdi í tvígang eftir ábend­ingu sem sneri að stroku­fanga sem lög­­regla leit­aði að, er til rann­sóknar hjá nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu.

Í bæði skiptin reynd­ist ekki um eft­ir­lýsta mann­inn að ræða heldur sextán ára dreng, sem er dökkur á hör­und og með svip­aða hár­greiðslu og umræddur stroku­fangi. Atvikin ýfðu upp umræð­una um kyn­þátta­­­­mörk­un (e. racial profil­ing).

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri segir í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann sem birt var um helg­ina að lög­­reglan geti dregið ýmsan lær­­dóm af atburð­unum í apr­íl. Rík­is­lög­reglu­stjóri kom fyrir alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefnd í maí þar sem hún ræddi verk­lag lög­­­reglu í mál­inu sem og fræðslu og menntun lög­­­reglu­­manna um fjöl­­menn­ingu og for­­dóma. Á fund­inum sagði hún að ekki hafi verið um kyn­þátta­mið­aða lög­­­gæslu að ræða til­­­felli 16 ára drengs­ins. Hún stendur við þá full­yrð­ingu en bætir við að málið sé til skoð­unar hjá eft­ir­lits­að­ila.

Auglýsing

„Við erum ekki rétta fólkið til að meta okk­­ur“

„Við erum ekki rétta fólkið til að meta okk­­ur. Það er eng­inn þar. Málið er komið til nefndar um eft­ir­lit með lög­­­reglu sem mun leggja óháð mat á þetta mál og afskipti lög­­­reglu,“ segir Sig­ríður Björk. Ekki liggur fyrir hvenær von er á nið­­ur­­stöðu nefnd­­ar­inn­­ar, rík­­is­lög­­reglu­­stjóri á enn eftir að afhenda ýmis gögn vegna rann­­sókn­­ar­innar sem nefndin mun fara yfir áður en nið­­ur­­staða liggur fyr­­ir.

Um tveir mán­uðir eru nú liðnir frá því að lög­­regla lýsti eftir stroku­fang­an­­um. Í kjöl­farið spratt upp umræða, meðal ann­­­ars á sam­­­fé­lags­mið­l­um, þar sem margir for­­­dæmdu vinn­u­brögð lög­­­regl­unnar og lýstu yfir van­þókn­un.

Sig­ríður Björk fagnar umræð­unni sem fór af stað og telur hana mik­il­væga. Hún segir hins vegar að í raun hafi ekki verið um afskipti lög­­­reglu að ræða, líkt og fram hefur komið í fjöl­mið­l­­um.

„Við vorum að leita að manni sem var tal­inn hætt­u­­legur sam­­kvæmt sögu hans og við erum að tala um alvöru hættu. Við óskuðum eftir atbeina almenn­ings og aðstoðar almenn­ings, eins og við gerum oft,“ segir Sig­ríður Björk og bætir að sam­­band lög­­­reglu við almenn­ing hafi bjargað manns­líf­­um. Oft.

Lög­reglu ber að end­ur­skoða verk­lag

Sig­ríður Björk segir lög­­regl­una gera sér fylli­­lega grein fyrir því að reynslan hafi verið drengnum erfið og lög­­­reglu beri að end­­ur­­skoða verk­lag í málum sem þess­­um. „Hefði sér­­sveitin ekki átt að vera kölluð út í fyrra skipt­ið? Við gátum ekki annað vegna þess að við erum með óvopn­aða lög­­­reglu á Íslandi. Þegar við erum að leita að manni sem hefur beitt vopnum þá sendum við ekki óvopnað fólk í það. Það er bara vinn­u­regla því við þurfum líka að hugsa um okkar starfs­­menn. Hins vegar fórum við var­­legar í seinna skiptið þannig að sér­­sveitin var til stuðn­­ings.“

Rík­­is­lög­­reglu­­stjóri fund­aði í tvígang með drengnum og móður hans eftir atvikin tvö. „Það sem við lærum af þessu máli er mjög margt og það má í raun­inni skipta þessu við­fangs­efni sem horfir við okkur í tvennt. Ann­­ars vegar við­­mót og fram­koma íslensku lög­­regl­unnar en hins vegar sú menn­ing sem fólk tekur með sér frá sínu heima­landi jafn­­vel, þar sem það er með ákveðna reynslu eða jafn­­vel vænt­ingar eða traust sem síðan yfir­­­fær­ist á okk­­ur. Við getum ekki horft á okkar þátt afmark­að­­an. Í huga fólks er lög­­regla lög­­regla og við þurfum að vinna upp það traust. Við þurfum að sanna það að við séum ekki að mis­­muna, sýna for­­dóma eða vera með óeðli­­leg afskipti. Til þess þurfum við aukna fræðslu, eft­ir­lit og fylgja eftir hverju ein­asta máli.“

Því hafi málið verið sent til nefndar um eft­ir­lit með lög­­­reglu. „Við viljum að það verði farið yfir þetta allt sam­­an. Og ef að það kemur í ljós að við hefðum getað gert hlut­ina öðru­­vísi þá að sjálf­­sögðu lærum við af því. Það sem ég hef verið að koma með inn í þessa umræðu er að sjálf­­stætt mat lög­­­reglu hefur aldrei farið fram, við vorum að bregð­­ast við ábend­ing­um,“ segir Sig­ríður Björk.

Hér er hægt að lesa við­talið við Sig­ríði Björk rík­is­lög­reglu­stjóra í heild sinni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent