Erlendir íbúar ólíklegri til að svara lífskjararannsókn Hagstofu

Einstaklingar sem eru valdir til að svara í lífskjararannsókn Hagstofu eru mun ólíklegri til að svara henni ef þeir hafa erlendan bakgrunn. Samkvæmt stofnuninni leiðir þetta misræmi þó ekki endilega til bjagaðra niðurstaðna.

ruv-31_15377256743_o.jpg
Auglýsing

Svar­hlut­fall ein­stak­linga með erlendan bak­grunn í lífs­kjara­rann­sókn Hag­stofu er tæp­lega helm­ingi lægra en hjá öðrum sem valdir eru í rann­sókn­ina. Hag­stofan seg­ist þó taka til­lit til þessa mis­ræmis í rann­sókn­inni með því að vigta svör þeirra meira svo þau end­ur­spegli sam­setn­ingu ald­urs, kynja, bak­grunns og heild­ar­launa í sam­fé­lag­inu. Þetta kemur fram í svari stofn­un­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um lífs­kjara­rann­sókn­ina, en hún er fram­kvæmd árlega og er hluti af sam­ræmdri lífs­kjara­rann­sókn Evr­ópu­sam­bands­ins, sem ber saman lífs­kjör milli Evr­ópu­landa á milli ára. Sam­kvæmt bráða­birgða­nið­ur­stöðum úr rann­sókn­inni fækk­aði þeim heim­ilum sem áttu erfitt með að ná endum saman hér á landi í fyrra og hafa þau hlut­falls­lega aldrei mælst færri, en tæp­lega 19 pró­sent þjóð­ar­innar segja að hús­næð­is­kostn­aður sé þung fjár­hags­leg byrði.

Rann­sókn Hag­stofu byggir á svörum frá ein­stak­lingum sem eru valdir í hátt í fimm þús­und manna slembi­úr­tak úr Þjóð­skrá um heim­il­is­að­stæður sín­ar. Nýtt úrtak er valið á hverju ári, en ein­stak­lingar og heim­ilin þeirra eru í úrtaki í fjögur ár í senn.

Auglýsing

Anton Örn Karls­son, deild­ar­stjóri hjá Hag­stofu, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að lækk­andi svar­hlut­fall væri vanda­mál í úrtakskönn­unum um allan heim. Einnig sé mark­verður munur á svar­hlut­falli eftir bak­grunni fólks í úrtak­inu, en líkt og sést hér að neðan hefur það verið tæp­lega helm­ingi lægra hjá ein­stak­lingum með erlendan bak­grunn, miðað við aðra, síð­ustu þrjú árin.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Sam­kvæmt Ant­oni er tekið til­lit til mis­ræmis á svar­hlut­falli á milli hópa með því að finna réttar vigtir fyrir svör við­mæl­enda eftir aldri, kyni, bak­grunni og heild­ar­launum þeirra. Þvi sé ekki þar með sagt að nið­ur­stöður lífs­kjara­rann­sókn­ar­innar séu bjag­aðar þótt mis­ræmi sé á svar­hlut­falli eftir bak­grunni ein­stak­linga.

Inn­flytj­endur í verri félags­legri stöðu

Aðspurður um hvort lífs­kjör þeirra sem svör­uðu könn­un­inni væru mis­mun­andi eftir bak­grunni þeirra sagði Anton að deildin hafi ekki rann­sakað það sér­stak­lega og að það stæði ekki til á næst­unni.

Þó benti hann á sam­an­tekt frá árinu 2019 um stöðu inn­flytj­enda hér­lend­is, en sam­kvæmt henni eru með­al­tekjur að jafn­aði lægri hjá inn­flytj­end­um. Enn fremur séu þeir lík­legri til að vera á leigu­mark­aði en inn­fædd­ir, auk þess sem fleiri þeirra búa þröngt. Sömu­leiðis hafa hlut­falls­lega fleiri inn­flytj­endur upp­lifað íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað heldur en inn­fædd­ir.

Eftir hrun ferða­þjón­ustu­geirans vegna heims­far­ald­urs­ins hefur atvinnu­leysi inn­flytj­enda einnig stór­auk­ist. Í jan­úar í fyrra, þegar almennt atvinnu­leysi mæld­ist 11,6 pró­sent sam­kvæmt Vinnu­mála­stofn­un, var það í 24 pró­sentum á meðal inn­flytj­enda.

Í lok des­em­ber 2021 voru svo rúm­lega 42 pró­sent allra atvinnu­lausra á Íslandi erlendir rík­is­borg­ar­ar, þrátt fyrir að vera innan við 15 pró­sent af mann­fjöld­an­um. Erlendum rík­is­borg­urum fjölg­aði svo í hópi atvinnu­lausra í jóla­mán­uð­in­um.

Mikil fjölgun inn­flytj­enda á síð­ustu árum

Á ára­tug hefur erlendum rík­is­borg­urum sem búa hér­lendis fjölgað um 33.840 alls, eða 162 pró­sent, sam­kvæmt sam­an­tekt Hag­stofu Íslands. Rúm­lega 44 pró­sent þeirra sett­ist að í Reykja­vík og tæp­lega 12 pró­sent í Reykja­nes­bæ, en þar hefur erlendum rík­is­borg­urum fjölgað um úr 1.220 í 5.130 á ára­tug, eða um 320 pró­sent.

Á sama tíma fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum í Garða­bæ, Mos­fellsbæ og á Sel­tjarn­ar­nesi sam­an­lagt um 1.590. Það þýðir að tæp­lega fimm pró­sent þeirra erlendu rík­is­borg­ara sem fluttu til Íslands frá árs­lokum 2011 hafa sest að í þeim sveit­ar­fé­lög­um.

Lands­mönnum öllum hefur fjölgað um 56.440 síð­ast­lið­inn ára­tug og voru 376.000 um síð­ustu ára­mót. Það þýðir að 60 pró­sent fjölg­unar lands­manna á síð­ast­liðnum ára­tug hefur verið vegna aðflutn­ings fólks hingað til lands sem er af erlendu bergi brot­ið.

Mest var fjölg­unin á árunum 2017 og 2018, þegar ferða­þjón­ustu­geir­inn var í mestum vexti, en á þeim tveimur árum fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum sem búa hér um 13.930 alls. Á sama tíma fjölg­aði lands­mönnum öllum um 18.600. Því voru inn­flytj­endur ábyrgir fyrir 75 pró­sent af mann­fjölda­aukn­ingu á þessum tveimur árum.

Brott­falls­skekkja áður leitt til mis­ræmis

Hag­stofan hefur áður átt í vand­ræðum með mæl­ingar sínar vegna brott­falls­skekkju, en mik­ill munur var á atvinnu­leysis­tölum úr vinnu­mark­aðs­könnun hennar og mældu atvinnu­leysi sam­kvæmt Vinnu­mála­stofnun stuttu eftir að far­ald­ur­inn hófst. Sam­kvæmt Hag­stof­unni var ein útskýr­ing á því mis­ræmi sú að um var að ræða mis­mun­andi mæl­ingar byggðar á mis­mun­andi skil­grein­ing­um, en ein­stak­lingar sem fengu atvinnu­leys­is­bætur voru einnig ólík­legri til að svara könn­un­inni heldur en þeir sem fengu ekki þess háttar bæt­ur.

Til þess að leið­rétta þessa skekkju breytti Hag­stofan úrvinnslu­að­ferðum sínum í vinnu­mark­aðs­könn­un­inni í fyrra, en sam­kvæmt stofn­un­inni bentu nýjar mæli­að­ferðir til þess að atvinnu­leysi hafi verið nokkuð van­metið fram að því.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent