Æfa virkjun neyðarviðbragðs þar sem hægt er að taka á móti allt að 500 flóttamönnum á nokkrum dögum

Gert er ráð fyrir að allt að fjögur þúsund flóttamenn komi frá Úkraínu hingað til lands á næstunni. Virkjun neyðarviðbragðs þar sem gengið er út frá móttöku allt að 500 manns á nokkrum dögum hefur verið æft hér á landi.

Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmar 3,7 milljónir séu á flótta frá Úkraínu. Búist er við allt að fjögur þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands á næstunni.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmar 3,7 milljónir séu á flótta frá Úkraínu. Búist er við allt að fjögur þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands á næstunni.
Auglýsing

Skipu­lag mót­töku flótta­fólks frá Úkra­ínu stendur yfir hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu, auk náins sam­starfs við sam­hæf­ing­ar­mið­stöð almanna­varna.

Sam­hæf­ing verk­efn­is­ins er í höndum ráðu­neyt­is­stjóra­hóps undir for­ystu Bryn­dísar Hlöðvers­dótt­ur, ráðu­neyt­is­stjóra í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Stýri­hópur undir for­ystu Giss­urar Pét­urs­son­ar, ráðu­neyt­is­stjóra í félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu, hefur yfir­um­sjón með verk­efn­inu en fram­kvæmdin er í höndum fram­kvæmda­hóps undir for­ystu Gylfa Þórs Þor­steins­son­ar, sem var áður for­stöðu­maður far­sótt­ar­hús­anna.

Auglýsing

Í svari félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hversu margir flótta­menn séu vænt­an­legir hingað til lands segir að það fari að miklu leyti eftir því hversu lengi stríðið í Úkra­ínu drag­ist á lang­inn. Eins og staðan er núna er gert ráð fyrir á bil­inu 1.500-4.000 ein­stak­lingum en það gæti breyst með litlum fyr­ir­vara.

Ætla að afgreiða 20-30 umsóknir á dag

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu hafa 623 ein­stak­lingar sótt um alþjóð­lega vernd á Íslandi það sem af er ári, þar af 323 frá Úkra­ínu. Þegar er búið að veita 42 ein­stak­lingum frá Úkra­ínu vernd en ráð­gert er að afgreiða 20-30 umsóknir á dag frá og með þess­ari viku. Fjöldi umsókna um vernd hefur verið um 20 að með­al­tali síð­ustu sjö daga.

Hluti af und­ir­bún­ingnum síð­ustu daga er æfing á virkjun neyð­ar­við­bragðs þar sem gert er ráð fyrir að allt að 500 manns sæki um alþjóð­lega vernd á nokkrum dög­um. Við virkjun slíks við­bragðs er við­bragðs­kerfi Almanna­varna virkjað en slík áætlun hefur verið til lengi. Í svari ráðu­neyt­is­ins til Kjarn­ans segir að vonir standi til að ekki þurfi að virkja slíkt neyð­ar­við­bragð en ef til þess kemur verði það ein­göngu í nokkra daga.

Meðal ákvarð­ana sem teknar hafa verið vegna mót­töku flótta­fólks frá Úkra­ínu er opnun skrán­inga- og upp­lýs­inga­mið­stöð fyrir flótta­fólk sem verður opnuð í hús­næði Domus Med­ica á næstu dög­um.

Mun taka tíma að finna var­an­legt hús­næði

Alls hafa um 300 aðilar boðið fram hús­næði fyrir flótta­fólk frá Úkra­ínu til lengri og skemmri tíma í gegnum sér­staka skrán­ing­ar­síðu sem Fjöl­menn­ing­ar­setur stendur fyr­ir. Skoða þarf öll til­boðin en fyrir liggur að það muni taka tíma að finna var­an­legt hús­næði, að því er segir í svari félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Þessa stund­ina er unnið að því að koma upp bráða­birgða­hús­næði og er útfærsla á því til skoð­unar meðal ann­ars í Reykja­vík, Ölf­usi og Borg­ar­byggð.

Um miðja síð­ustu viku hóf Útlend­inga­stofnun að gefa út leyfi fyrir ein­stak­linga sem leit­uðu hingað frá Úkra­ínu og er venjan að fólk sé allt að tvær vikur í úrræðum hjá Útlend­inga­stofnun áður en flutt er í var­an­legt hús­næði.

Þá fund­aði félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytið í síð­ustu viku með full­trúum sveit­ar- og bæj­ar­stjórna, ásamt félags­mála­stjórum víðs­vegar um landið vegna skipu­lags á komu flótta­fólks frá Úkra­ínu. Aðal­efni fund­ar­ins var að ræða stöðu þeirra ein­stak­linga sem hafa neyðst til þess að flýja heim­ili sín til nágranna­ríkja í kjöl­far inn­rásar Rúss­lands í landið og hvernig best er að haga mót­töku þeirra hér á landi. Fund­ur­inn hafði einnig þann til­gang að fylgja eftir áskorun ráðu­neyt­is­ins þar sem sveit­ar­fé­lögin í land­inu voru hvött til þess að leggja mót­töku flótta­fólks­ins lið eftir getu og mögu­leik­um.

Að sögn ráðu­neyt­is­ins er meg­in­á­hersla þessa stund­ina lögð á sam­vinnu allra þeirra sem koma að mót­töku flótta­fólks frá Úkra­ínu. „Við lærðum margt í við­brögðum okkar við heims­far­aldri COVID-19 og sú þekk­ing og reynsla nýt­ist okkur vel í við­bragð­inu nún­a,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um gang mála við skipu­lagn­ingu mót­töku flótta­fólks. „Við ætlum að taka á móti þeim sem hingað leita og gera það vel.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokki