Úkraínustríðið 2023: Skugginn yfir Evrópu

Sænski blaðamaðurinn Ingmar Nevéus dregur upp þrjár sviðsmyndir í grein í Dagens Nyheter um áramótin; af sigri Úkraínu, af sigri Rússlands og óbreyttu ástandi. Jóhann Hauksson blaðamaður rekur efni greinarinnar og skoðar mögulega framvindu á komandi ári.

Auglýsing

24. febr­úar næst­kom­andi hefur stríð Rússa gegn Úkra­ínu staðið í eitt ár. Fátt bendir til þess að fjand­sam­legum átökum linni á árinu sem nú fer í hönd, þrátt fyrir að ráða­menn í Moskvu og í Kiev láti á yfir­borð­inu sem þeir sæk­ist eftir friði.

Nið­ur­staða stríðs­á­taka eru yfir­leitt fólgin í ein­hvers konar upp­gjöri. Mögu­leik­arnir á slíku upp­gjöri ráð­ast að sínu leyti á víg­vell­inum sjálf­um.

Sænski blaða­mað­ur­inn og dálka­höf­und­ur­inn Ing­mar Nevéus skrif­aði áhuga­verða grein í Dag­ens Nyheter í Sví­þjóð fyrir ára­mót­unum um fram­tíð­ar­horfur í Úkra­ínu­stríð­inu á því ári sem nú er haf­ið. Hann segir þar, að meðan stríð­andi þjóð­irnar telji hvor um sig að þær geti unnið séu engar for­sendur fyrir raun­veru­legum frið­ar­við­ræð­um. Mark­miðið sé að samn­inga­við­ræð­urnar fari þá fyrst fram þegar svo illa sé komið fyrir óvin­inum að hann sam­þykki alla, eða nán­ast alla, skil­mála.

Ingmar Nevéus.

Úkra­ína hefur aukið styrk sinn með ávinn­ingum síð­ast­liðið haust. Yfir­völd þar stefna því ótrauð að því að ná aftur undir sig hér­uðum sem Rússar hafa nú sölsað undir sig, bæði nú og 2014.

Rúss­land hefur fyrir sitt leyti ein­hliða lýst stórum hlutum Úkra­ínu sem sínu landi og hóta þver­móðsku­lega að verja þær lendur hvað sem það kost­ar. Nýjar til­raunir til þess að und­ir­oka alla Úkra­ínu, þar á meðal Kiev, eru ekki úti­lok­að­ar.

Þrátt fyrir mót­læti á víg­vell­inum hafa Rússar að minnsta kosti 150 þús­und nýliða í hernum upp á að hlaupa eg enn eru yfir­burðir rúss­neska stór­skota­liðs­ins mikl­ir.

Af þessum sökum er þess ekki að vænta að samið verði um frið. En hvernig mun þá annað ár stríðs­ins, á árinu 2023 verða?

Nevéus segir þrjá þætti ráða þar mestu um; úthald Úkra­ínu­manna, stuðn­ingur Vest­ur­landa við Úkra­ínu og vald Pútín­stjórn­ar­innar yfir Rúss­landi. Og dregur upp þrjár sviðs­mynd­ir.

Sigur Úkra­ínu

Þessi sviðs­mynd bygg­ist á þeirri for­sendu að sókn Úkra­ínu­manna síð­ast­liðið haust yfir að minnsta kosti eina af fleiri víg­línum á svæð­um, sem þeim tókst að ná til baka síð­ast­liðið haust í suðri, haldi áfram.  Á vest­ur­bakka Dnjepr eða í aust­urátt að Luhansk­svæð­inu.

Bær­inn Bachmut í Donet­sk, sem sætt hefur þungum sprengju­árásum, heldur enn uppi vörnum gegn sókn Rússa. Á sama tíma getur Úkra­ínu­her náð aftur í sínar hendur Krem­inna og Svatovem sem eru minni bæir norðan til með hern­að­ar­lega þýð­ingu. Þetta gæti einnig opnað leið inn í stærri borgir á borð við Lysytj­ansk og Sievjer­odo­netsk sem féllu í hendur Rússum síð­ast­liðið sum­ar.

Í suðri gætu úkra­ínskar her­deildir brotið sér leið í gegn um víg­lín­una að Melitopol og enn lengra suður í átt að Azovs­haf. Þetta ræki fleyg inn í hernumdu svæðin sem síðar gæti leitt til frels­un­ar  Mariu­pol sem er stærsta borgin sem Rússar hafa náð undir sig frá upp­hafi stríðs­ins. 

Ógöngur Rússa í suðr­inu gætu leitt til þess að Úkra­ínu­her væri á sumri kom­anda við eiðið að Krím­skaga.

Auglýsing
En sókn Úkra­ínu­hers þennan vet­ur­inn og næsta vor verður erf­ið­ari en sú sókn sem gekk svo vel síð­ast­liðið haust. Rússa­her er nú stýrt af Sergej Surovik­in, afar hæfum hers­höfð­ingja. Sam­hæf­ingin er betri en áður og her­inn hefur grafið sig niður í varn­ar­virki á löngum köflum við víg­lín­una.

Af þessum sökum þarf margt að vera til staðar ef svo jákvæð þróun gæti orðið að veru­leika fyrir Úkra­ínu­menn.

Í fyrsta lagi þarf úkra­ínski her­inn að halda upp þeirri her­hvöt og vilja til bar­áttu sem ein­kennt hefur bar­áttu hans hingað til. Hryðju­verka­árásir Rússa á inn­viði lands­ins mega ekki brjóta niður bar­áttu­þrekið hjá almenn­ingi eða her­mönn­un­um. 

Lang­drægt eld­flauga­kerfi á borð við banda­ríska HIMARS var afar mik­il­vægt í vel heppn­aðri sókn Úkra­ínu­hers síð­ast­liðið haust. Nú þurfa Úkra­ínu­menn mikið af skot­færum, eld­flaugum og lífs­nauð­syn­legu loft­varn­ar­kerfi sem ver allt landið gegn eld­flauga­árásum Rússa. Síð­ar, í þess­ari sviðs­mynd, er að vænta sjálf­virkra vopna, her­vagna af ýmsum toga og orr­ustuflug­véla.

Efna­hags­legar refsi­að­gerðir þjóð­anna gegn Rúss­landi eru farnar að segja til sín. And­staðan við stríðs­rekst­ur­inn eykst og fjöldi nýliða í hernum neita að berj­ast. And­staða við það sem margir telja vera til­gangs­laust stríð Pútíns kemur fram á opin­berum vett­vangi.

Jákvæðir skil­málar friðar fyrir Úkra­ínu gætu falist í þeim for­sendum sem hér hafa verið rakt­ar.

Sigur Rúss­lands

Þessi sviðs­mynd gerir ráð fyrir því að mati Ing­mar Nevéus að her­deildir Rússa nái að end­ingu Bachmut, borg norð­vestan við Donet­sk, á sitt vald en þar hafa bar­dagar staðið linnu­laust í marga mán­uði. Þetta greiðir einnig leið herja Rússa að Kramatorsk og Slovj­ansk enn norðar em eru enn  í höndum Úkra­ínu­manna.

Þrátt fyrir minnk­andi bar­áttu­vilja innan Rússa­hers munu hund­ruð þús­unda nýliða við víg­lín­una skipta miklu máli á sama tíma sem Surovikin hers­höfð­ingi sam­ein­aði aðrar her­deild­ir, þar á meðal Wagner-­leigu­lið­ana, undir sinni stjórn.

Síðla vors gæti Pútín haldið fram að búið væri að frels aallt Don­bass hér­aðið það er Donetsk og Luhansk hér­uð­in. Hann gæti fyr­ir­skipað nýja sókn mót suðri í átt að Cher­son og Zaporizjzja, og hugs­an­lega til norð­urs frá Belarus (Hvíta­rúss­landi) í átt að Kiev.

Á sama tíma færi i bar­áttu­þrek úkrínsk almenn­ings þverr­andi eftir margra mán­aða hungur og kulda í kjöl­far sprengju­árása Rússa á inn­viði eins og raf­orku­kerf­in. Stuðn­ingur við Zel­enski færi þverr­andi og stjórn­mála­menn hlynnt­ari Rússum tækju frum­kvæð­ið.

Meðal vest­rænna ríkja færi stuðn­ing­ur­inn við Úkra­ínu einnig þverr­andi vegna hækk­andi orku­verðs og verð­bólgu sem rekja mætti til stríðs­rekst­urs­ins.

Auglýsing
Einangrunarsinnar í hópi Repúblik­ana á Banda­ríkja­þingi fengju tæki­færi til að koma í veg fyrir frek­ari hern­að­ar­stuðn­ing við Úkra­ínu. Stjórn­mála­menn með „skiln­ing“ á mál­stað Rússa kynnu að ná árangri í skoð­ana­myndun gegn stuðn­ingi við Úkra­ínu og í almennum kosn­ing­um.

Heima fyrir hefur Pútín tek­ist að draga tenn­urnar úr allri mögu­legri and­stöðu gegn stjórn­ar­fari sínu. Ríkir ólíg­arkar sjá enga aðra leið en að taka þátt í stríðs­rekstri hag­kerf­is­ins og umbreyta verk­smiðjum sínum í þágu vopna­fram­leiðslu. Óbreyttir Rússar treysta að mestu á áróður stjórn­valda sem halda því áfram að fólki að „sér­tækar hern­að­ar­að­gerð­ir“ í Úkra­ínu séu nauð­syn­legar fyrir til­vist rúss­nesku þjóð­ar­innar í fram­tíð­inni.

Í lok árs fell­st  stjórn Úkra­ínu í Kiev á vopna­hlé, í meg­in­at­riðum á skil­málum Rússa.

Óbreytt staða

Í þess­ari sviðs­mynd heldur stríðið áfram nokkurn veg­inn eins og það hefur gert hingað til segir Nevéus í grein sinni í DN. Hvor­ugur aðili nær árangri sem kveður að.  Yfir vetr­ar­mán­uð­ina halda úkra­ínskir og rúss­neskir her­menn sig í skot­gröfum og sækja að hvor öðrum með stór­skota­liði. Víg­línan langa verður um það bil sú sama og nú með ein­staka land­vinn­ingum hér og þar á báða bóga með til­heyr­andi fórnum manns­lífa og eyði­legg­ingu.

Segja má að styrk­leiki og veik­leiki beggja aðila jafni út hvor ann­an. Hvor­ugt lið hefur afl til þess að hefja sókn sem skipt gæti sköp­um.

Lélegur bar­áttu­vilji innan rúss­neska hers­ins og ófull­nægj­andi þjálfun er á vissan hátt bætt upp með fjöld­an­um. Og nýliðar streyma að. Úkra­ínu­menn eru bar­átt­uglað­ari en þreyttir og beygðir af áhyggjum vegna ástands meðal ætt­ingja og vina sem búa við skort á vatni og raf­magni. Hryðju­verka­árásir Rússa  um allt land halda áfram, varla þó jafn umfangs­miklar og áður.

Hag­kerfi Úkra­ínu hefur rýrnað um helm­ing miðað við um­svif þess áður en stríðið hófst. Rúss­land hefur að hluta beygt hag­kerfið undir stríðs­rekst­ur­inn og líður fyrir efna­hags­legar refsi­að­gerðir Vest­ur­landa. Þjóð­ar­tekj­urnar minnka. En tekjur af olíu- og gas­út­flutn­ingi halda áfram að streyma inn í land­ið, nú aðal­lega frá Kína og Ind­landi. Almenn­ingur lætur í ljós óánægju sína en stjórn Pútíns situr tryggi­lega á sínum valda­stóli.

Vest­ur­lönd halda áfram að senda vopn til Úkra­ínu og veita land­inu fjár­hags­legan stuðn­ing. Fjarri því þó svo mik­inn sem Kiev þarf á að halda. Hót­anir frá Moskvu um að beita kjarna­vopnum gera það að verkum að mörg lönd eru mót­fallin því að veita Úkra­ínu þann stuðn­ing sem gæti gert þeim kleift að vinna sig­ur.

Við ára­mótin 2023 er víg­völl­ur­inn líkt og var. Enn hafa um tíu þús­und her­menn og borg­arar hafa látið lífið til við­bót­ar. Engar frið­ar­við­ræður eru í sjón­máli þar eð skil­málar upp­gjörs milli Rúss­lands og Úkra­ínu eru ósam­rým­an­leg­ir.

Höf­undur er blaða­mað­ur. Efni grein­ar­innar er að mestu byggt á grein Ing­mar Nevéus sem birt­ist í Dag­ens Nyheter um ára­mót­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit