Stjórnenda og eigenda Hvals hf. að meta hvort fyrirtækið nýti sér leyfi til hvalveiða

Matvælaráðherra segir að fátt virðist rökstyðja það að heimila hvalveiðar eftir 2024. Eigendur Hvals hf. hafi tilskilin leyfi til hvalveiða í sumar og verði því sjálfir að ákveða hvort þeir nýti það leyfi. Sjón gagnrýnir veiðarnar og hvetur til mótmæla.

Sjón og Svandís Svavarsdóttir
Sjón og Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir telur að áður en ákvörðun sé tekin um fram­tíð hval­veiða þurfi að gera úttekt á hvort slíkar veiðar skili þjóð­ar­bú­inu efna­hags­legum ávinn­ingi.

Þetta kemur fram skrif­legu svari ráð­herr­ans til Kjarn­ans þar sem hún var spurð út í afstöðu gagn­vart því að fyr­ir­tækið Hvalur hf. hygg­ist fara á hval­veiðar í sum­ar.

Krist­ján Lofts­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Hvals hf., greindi frá því í sam­tali við Morg­un­blaðið í vik­unni að fyr­ir­tækið hygð­ist fara á veiðar í sum­ar. Hann reikn­ar með að veið­ar­n­ar hefj­ist í júní og standi fram í sept­­em­ber eft­ir því sem veður leyf­­­ir.

Auglýsing

Reiknað er með að um 150 manns starfi á hval­veiði­skip­un­um, í hval­­stöð­inni í Hval­f­irði og í vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins í Hafn­ar­f­irði, sam­kvæmt frétt Morg­un­blaðs­ins. Þar sé hluti afurð­anna unn­inn. Krist­ján met­ur mark­aðs­horf­ur betri nú en und­an­far­in ár.

Þá greinir Krist­ján frá því að Hval­ur hf. „hafi lent í langri tog­streitu við Mat­væla­­stofn­un (MAST) vegna hval­­stöðv­ar­inn­ar í Hval­f­irð­i“. Það sé aðal­á­stæða þess að ekki hafi verið haldið til hval­veiða eft­ir árið 2018 fyrr en nú. Hval­ur hf. fékk ótíma­bundið leyfi til vinnslu hvala­af­­urða árið 2021.

Unnið verður mat á mögu­legum þjóð­hags­legum og sam­fé­lags­legum áhrifum hval­veiða

Svan­dís bendir á í svari sínu til Kjarn­ans að Hvalur hf. hafi til­skilin leyfi til hval­veiða í sumar sam­kvæmt núver­andi reglu­gerð­um, og því stjórn­enda og eig­enda Hvals hf. að meta hvort fyr­ir­tækið nýti sér það leyfi.

Þá telur hún að í núver­andi stöðu virð­ist vera fátt sem rök­styður það að heim­ila hval­veiðar eftir árið 2024.

„Á þessu ári verður unnið mat á mögu­legum þjóð­hags­legum og sam­fé­lags­legum áhrifum slíkrar ákvörð­unar og ákvörðun tekin í fram­hald­inu. Síð­ustu þrjú ár hafa engin stór­hveli verið veidd en ein hrefna var veidd árið 2021. Fátt bendir til þess að það sé efna­hags­legur ávinn­ingur að því að stunda þessar veið­ar, þar sem þau fyr­ir­tæki sem hafa leyfi til hval­veiða hafa ekki nýtt þau. Ástæður þessa geta verið nokkrar en má vera að við­var­andi tap af þessum veiðum sé lík­leg­asta ástæð­an,“ segir ráð­herr­ann.

Hæpið að halda því fram að veið­arnar séu sjálf­bærar í félags­legum skiln­ingi

Svan­­dís hefur áður tjáð sig um hval­veiðar síðan hún varð mat­væla­ráð­herra en hún sagði í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í byrjun febr­úar að óum­­deilt væri að hval­veiðar hefðu ekki haft mikla efna­hags­­lega þýð­ingu fyrir þjóð­­ar­­búið á síð­­­ustu árum og að óbreyttu væri það fátt sem rök­­styddi heim­ildir til áfram­hald­andi veiða eftir að slíkar heim­ildir falla úr gildi á næsta ári.

„Þó að hval­veiðar við Íslands­strendur séu sjálf­bærar í þeim skiln­ingi að ekki sé verið að ganga um of á stofn­stærð þá er hæpið að halda því fram að veið­arnar séu sjálf­bærar í félags­legum eða efna­hags­legum skiln­ingi. Jap­anir hafa verið stærstu kaup­endur á hval­kjöti en neysla á því fer minnk­andi ár frá ári. Því ætti Ísland að taka þá áhættu að við­halda veiðum sem hafa ekki skilað efna­hags­legum ábata til þess að selja vöru sem lítil eft­ir­spurn er eft­ir?“ spyr hún í grein­inni.

Fóðrar egó eins millj­óna­mær­ings

Ekki eru allir ánægðir með ákvörðun Hvals hf. að veiða í sum­ar. Rit­höf­und­ur­inn Sig­ur­jón Birgir Sig­urðs­son, sem iðu­lega er kall­aður Sjón, ein einn þeirra en hann hvatti fólk til að mót­mæla fyr­ir­hug­uðum hval­veiðum á Twitter í gær.

Hann skrifar færsl­una á ensku og bendir á að Svan­dís Svav­ars­dóttir sé sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hér á landi. „Verið svo væn að senda tölvu­póst á ráðu­neyti hennar til þess að mót­mæla þess­ari áfram­hald­andi villi­mennsku sem ein­ungis fóðrar egó eins millj­óna­mær­ings í land­inu okk­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent