Ráðherra segir fátt rök­styðja heimild til hval­veiða

Sýna þarf fram á að það sé „efnahagslega réttlætanlegt“ að endurnýja veiðiheimildir til hvalveiða að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Nú­ver­andi veiðiheim­ild­ir gilda út árið 2023.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra segir óum­deilt að hval­veiðar hafi ekki haft mikla efna­hags­lega þýð­ingu fyrir þjóð­ar­búið á síð­ustu árum og að óbreyttu sé það fátt sem rök­styður heim­ildir til áfram­hald­andi veiða eftir að slíkar falla úr gildi á næsta ári. Í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag bendir hún á að síð­ustu þrjú ár hafi engin stór­hveli verið veidd og aðeins ein hrefna á síð­asta ári. „Fátt bend­ir til þess að það sé efna­hags­­leg­ur ávinn­ing­ur að því að stunda þess­ar veið­ar, þar sem þau fyr­ir­tæki sem hafa til þess leyfi hafa getað veitt hval síð­ustu ár en hafa ekki gert það. Ástæður þessa geta verið nokkr­ar en kannski ein­falda skýr­ing­in sú að við­var­andi tap af þess­um veiðum sé lík­­­leg­ust.“

Auglýsing

Svan­dís skrifar að frá því að hval­veiðar í at­vinn­u­­skyni hóf­ust á nýj­an leik árið 2006 hafi verið veidd­ar nokk­ur hund­ruð lang­reyðar og tals­verður fjöldi af hrefn­u. „Þess­ar veiðar hafa verið um­­deild­ar þar sem að ann­­ars veg­ar sjón­­­ar­mið eru uppi um að þess­ar veiðar þjóni ekki þjóð­hags­­leg­um hags­mun­um Íslands og hins veg­ar sjón­­­ar­mið um að það komi ekki öðrum við en Íslend­ing­um hvort við kjós­­um að leyfa veiðar á stofn­um sem eru ekki í út­­rým­ing­­ar­hætt­u.“

Fyrirtækið Hvalur hf. hefur stundað hvalveiðar við Ísland.

Nú­ver­andi veiði­heim­ild­ir gilda út árið 2023 og að óbreyttu verður því eng­in veiði heim­il á hvöl­um frá ár­inu 2024. „Sýna þarf fram á að það sé efna­hags­­lega rétt­læt­an­­legt að end­­ur­nýja veiði­heim­ild­ir,“ skrifar Svan­dís og minnir á að í sög­u­­legu sam­hengi hafi hval­veiðar haft nei­­kvæð áhrif á út­­flutn­ings­hags­muni lands­ins. Orð­spors­á­hætt­an sem fylg­i því að við­halda þess­um veiðum áfram sé tals­verð þó að hún sé ill­­mæl­an­­leg.

Ráð­herr­ann skrifar að þrátt fyrir að hval­veiðar við Íslands­­­strend­ur séu sjálf­­bær­ar í þeim skiln­ingi að ekki sé verið að ganga um of á stofn­­stærð þá sé „hæpið að halda því fram að veið­ar­n­ar séu sjálf­­bær­ar í fé­lags­­leg­um eða efna­hags­­leg­um skiln­ing­i“. Jap­an­ir hafa verið stærstu kaup­end­ur á hval­kjöti en neysla á því fer minn­k­andi ár frá ári. „Því ætti Ísland að taka þá áhættu að við­halda veiðum sem hafa ekki skilað efna­hags­­leg­um ábata til þess að selja vöru sem lít­il eft­ir­­spurn er eft­ir?“

Jap­an­ir gengu úr Alþjóða­hval­veiði­ráð­inu í byrj­­un árs 2019 og veiða nú sjálf­ir hvali í sinni lög­­­sögu. „Að óbreyttu er því fátt sem rök­­styður það að heim­ila hval­veiðar eft­ir árið 2024,“ skrifar Svan­dís. Á þessu ári verður unnið mat á mög­u­­leg­um þjóð­hags­­leg­um og sam­­fé­lags­­leg­um áhrif­um slíkr­ar ákvörð­un­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent