Bílaleigur fengu 875 milljónir í niðurfelld vörugjöld vegna bensín- og dísilbíla í fyrra

Ívilnun sem samþykkt var árið 2020, í nafni orkuskipta og aðgerðar gegn loftslagsbreytingum, hefur tryggt bílaleigum langleiðina í milljarð króna í afslátt vegna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Umferð á Miklubraut.
Auglýsing

Beinn kostn­aður rík­is­sjóðs vegna lækk­unar á vöru­gjaldi af bens­ín- og dísil­bílum sem bíla­leigur keyptu árið 2021, á grund­velli tíma­bund­ins ákvæðis sem inn­leitt var í lög árið 2020, var 875 millj­ónir króna. Alls 23 bíla­leigur nýttu sér ákvæðið um lækkun vöru­gjalda. Sam­kvæmt tekju­á­ætlun sem liggur til grund­vallar fjár­lögum fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að kostn­aður rík­is­sjóðs vegna lækk­unar vöru­gjalds á grund­velli lækk­un­ar­inn­ar verði um einn millj­arður króna í ár.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Jóhanns Páls Jóhanns­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um mál­ið.

Á árinu 2021 hefur engin öku­tækja­leiga fengið lækkun á vöru­gjaldi tengilt­vinn­bíl­um.

Umrædd íviln­un, sem var inn­leidd í nafni orku­­skipta og aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um, felur í sér að bíla­­leigur fá allt að 400 þús­und króna afslátt af vöru­gjaldi vegna allra bíla sem þær kaupa, hvort sem bíl­­arnir ganga fyrir jarð­efna­elds­­neyti eða öðrum orku­­gjöf­um, svo lengi sem hlut­­fall bens­ín- og dísil­bíla af heild­­ar­inn­­kaupum er ekki hærra en 85 pró­sent árið 2021 og 75 pró­sent árið 2022. 

Fengu afslátt á öllu gegn því að flytja inn fleiri hrein­orku­bíla

Virð­is­auka­skattur hefur verið felldur nið­­­ur, upp að vissu marki, vegna inn­­­­­flutn­ings á raf­­­­­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bílum frá því um mitt ár 2012. 

Auglýsing
Árið 2020 ákvað Alþingi, eftir til­­lögu efna­hags- og við­­skipta­­nefndar þar um, að bæta við þegar fyr­ir­liggj­andi hvata til bíla­­leiga til orku­­skipta. Var það gert með því að tryggja leig­unum rétt til afsláttar af vöru­­gjöldum sem lögð eru á bíla við inn­­­flutn­ing gegn skuld­bind­ingu um að hlutur raf­­­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bíla ​nemi 15 pró­­sent af heild­­ar­inn­­kaupum þeirra árið 2021 og 25 pró­­sent 2022.

Þetta var rök­stutt á þeim grund­velli að bíla­­leigur kaupi inn stóran hluta allar nýskráðra bíla hér­­­lend­is, selji þær svo á almennum mark­aði eftir til­­­tekin tíma og hafi því veru­­leg áhrif á þróun og sam­­setn­ingu bíla­­flot­ans á Ísland­i.

Þing­­menn Vinstri grænna, Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og Mið­­flokks­ins studdu laga­breyt­ing­una en Sam­­fylk­ing­in, Pírat­­ar, Við­reisn og Flokkur fólks­ins lögð­ust gegn henni.

„Óskil­­virk aðgerð sem orki tví­­­mæl­is“

Í minn­is­­blaði sem fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­ið sendi Alþingi í des­em­ber síð­ast­liðn­um, vegna umsagna sem bár­ust um band­orm vegna fjár­­­laga­frum­varps árs­ins 2022 og við­brögð þess við þeim, var þessi vöru­gjaldsí­vilnun harð­lega gagn­rýnd.

Þar sagði að mat ráðu­neyt­is­ins væri að íviln­un­in, sem hafði það mark­mið að draga úr losun koltví­­­sýr­ings, væri „óskil­­virk aðgerð sem orki tví­­­mæl­is“. Hún geri jarð­efna­elds­­neyt­is­bíla ódýr­­ari og vinni því að hluta gegn raf­­væð­ingu bíla­l­­eigna. „Bíla­­leigur í heild hafa nú þegar náð 27 pró­­sent hlut­­deild vist­vænna bíla í nýskrán­ingum það sem af er þessu ári, en hverri og einni nægir 15 pró­­sent hlut­­deild árið 2021 og 25 pró­­sent hlut­­deild árið 2022 til að fá veru­­legan skatt­­af­slátt af jarð­efna­elds­­neyt­is­bílum sín­­um. Hjá bíla­­leigum sem hafa náð til­­skil­inni hlut­­deild skapar kerfið hvata til að kaupa jarð­efn­iselds­­neyt­is­bíla sem síðan fara í end­­ur­­sölu að 1-2 árum liðn­­um [..] Í ljósi mik­ils velt­u­hraða í nýskrán­ingum og end­­ur­­sölu bíla­­leig­u­bíla er hætta á að slíkt fyr­ir­komu­lag geti verið til þess fallið að tefja orku­­skipt­in, einkum sé tekið til­­lit þess að tekju­tap rík­­is­ins í formi eft­ir­gjafar af vöru­gjaldi er ígildi fórnaðra fram­laga til ann­­arra aðgerða í þágu lofts­lags­­mála.“

Þurfa að end­ur­greiða með álagi ef skuld­bind­ingu er ekki mætt

Í svari Bjarna við fyr­ir­spurn Jóhanns Páls segir að hinn 15. jan­úar síð­ast­lið­inn hafi bíla­leigum borið að skila til Skatts­ins skýrslu um hvernig þær hafa staðið við þá skuld­bind­ingu, sem ákvæðið um vöru­gjaldaí­viln­un­ina mælti fyrir um, að keypt vist­væn öku­tæki á árinu 2021 nemi 15 pró­sentu af heild­ar­inn­kaupum á öku­tækjum á því ári. 

Þar segir að Skatt­ur­inn vinni nú að því að fara yfir skýrsl­urn­ar. „Komi í ljós að öku­tækja­leiga hafi ekki staðið við skuld­bind­ing­una ber henni að end­ur­greiða í rík­is­sjóð alla þá vöru­gjalds­lækkun sem hún fékk á árinu 2021 [...] að við­bættu 10 pró­sent álagi, og skal end­ur­greiðslan innt af hendi þriðju­dag­inn 1. febr­ú­ar. Ákvarð­anir Skatts­ins um end­ur­greiðslu vöru­gjalda, ef til þess kem­ur, liggja fyrir um mán­aða­mót­in.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent