Ráðuneytið segir nei við frekari ívilnunum vegna tengiltvinnbíla

Þrenn hagsmunasamtök vildu að ívilnanir til að gera tengiltvinnbíla ódýrari yrðu framlengdar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið metur kostnaðinn vegna þessa á um 20 milljarða króna og segir ívilnanirnar ekki kostnaðarskilvirkar.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið telur ekki rétt að fall­ast á til­lögur Bíl­greina­sam­bands­ins, Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) og Sam­taka versl­unar og þjón­ustu (SVÞ) um að fram­lengja ákveðnar skattaí­viln­anir vegna tengilt­vinn­bíla. Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna áfram­hald­andi íviln­ana, sem eru ekki taldar kostn­að­ar­skil­virkar, sé gróf­lega áætl­aður um 20 millj­arðar króna. Þeim fjár­munum sé betur varið í aðrar stuðn­ings­að­gerðir við orku­skipti í vega­sam­göng­um. 

Þetta kemur fram í minn­is­­blaði sem ráðu­­neytið hefur sent Alþingi með sam­an­­tekt um umsagnir sem bár­ust um band­orm vegna fjár­­laga­frum­varps árs­ins 2022 og við­brögð þess við þeim.

Í band­or­m­inum – frum­varpi til breyt­inga á ýmsum lögum vegna fjár­­laga­frum­varps næsta árs – er lagt til að gistin­átta­skatt­ur, sér­­­stakt gjald sem leggst ofan á hverja selda ein­ingu næt­­­ur­g­ist­ing­­­ar, verði ekki inn­­­heimtur fyrr en árið 2024.  

Hags­muna­sam­tökin þrjú sendu inn sam­eig­in­lega umsögn við band­orm­inn, en þar kom fram að virð­is­auka­skatt­sí­vilnun vegna tengilt­vinn­bíla, sem ganga bæði fyrir raf­magni og jarð­efna­elds­neyti, myndi helm­ing­ast um kom­andi ára­mót, úr 960 í 480 þús­und krón­ur. Þá munu íviln­an­irnar senni­lega falla niður snemma á næsta ári þegar við­miði um 15 þús­und slíkar bif­reiðar hér­lendis verður náð, en fjöld­inn var kom­inn upp í 13.226 þann 7. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Til sam­an­burðar var fjöldi raf­magns­bíla á sama tíma um tíu þús­und.

Auglýsing
Samtökin gerðu athuga­semdir við þetta á þeim grunni að breyt­ingin myndi orsaka hlið­stæða hækkun á útsölu­verði tengit­vinn­bíla sem myndi draga úr líkum á að ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki, þar með taldar bíla­leig­ur, kaupi tengilt­vinn­bif­reið­ar. 

Á meðal félaga í Bíl­greina­sam­band­inu eru bíla­um­boð, á meðal félaga í SAF eru bíla­leigu­fyr­ir­tæki og á meðal félaga í SVÞ eru stærstu olíu­fé­lög á Íslandi, sem byggja stærstan hluta veltu sinnar á sölu á jarð­efna­elds­neyti.

Hlut­fallið hæst í Garðabæ og á Sel­tjarn­ar­nesi

Virð­is­auka­skattur hefur verið felldur nið­­ur, upp að vissu marki, vegna inn­­­flutn­ings á raf­­­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bílum frá því um mitt ár 2012. Frá upp­hafi nema þessar íviln­anir 21,1 millj­arði króna. Af þeirri upp­hæð hafa 11,4 millj­arðar króna fallið til vegna tengilt­vinn­bíla, þar af 3,5 millj­arðar króna í ár.

Til­lögur hafa verið lagðar fram á Alþingi um að afnema skatt­afslátt vegna tengilt­vinn­bíla, en breyt­ingum hefur tví­vegis áður verið frestað. Í des­em­ber 2019 ákvað  efna­hags- og við­­skipta­­nefnd að taka undir sjón­­­ar­mið bíla­inn­flytj­enda og Grænnar orku og fresta nið­ur­fell­ingu afslátt­ar­ins. Þá var ákveðið að fresta því að íviln­­anir vegna tengilt­vinn­bíla yrðu felldar niður við lok árs 2020, og þess í stað yrðu þær lækk­aðar í áður­nefndum skref­um. 

Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að raf­magns- og tengilt­vinn­bílum hafi fjölgað mikið á skömmum tíma, og að það sé merki um að orku­skipti í sam­göngum séu komin á fullt skrið. Hlut­deild þeirra jókst úr 22 pró­sent allra bíla árið 2019 í 46 pró­sent í fyrra og 56 pró­sent það sem af er þessu ári. „Í fólks­bíla­flota lands­manna eru raf­magns- og tengilt­vinn­bílar nú tíu pró­sent, þar af sex pró­sent tengilt­vinn­bílar og fjögur pró­sent raf­magns­bíl­ar. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í heild er hlut­fallið ell­efu pró­sent og á lands­byggð­inni er það fimm pró­sent. Þegar ein­stök sveit­ar­fé­lög eru skoðuð má sjá að hæsta hlut­fall raf­magns- og tengilt­vinn­bíla er í Garðabæ og á Sel­tjarn­ar­nesi eða um 16 pró­sent.“

Tengilt­vinn­bíl­arnir helsta hindrun Norð­manna

Ísland hefur sett sér mark­mið um að ná kolefn­is­hlut­leysi og full­komnum orku­skiptum eigi síðar en árið 2040. Gangi það eftir mun Ísland vænt­an­lega verða fyrst allra ríkja óháð jarð­efna­elds­neyt­i. 

Í minn­is­blað­inu segir að til að ná settum mark­miðum þurfi aðgerðir stjórn­valda að vera mark­viss­ar. „Sé litið til Nor­egs þar sem hrað­ast hefur gengið að ná upp hlut­deild raf­bíla bein­ast VSK-í­viln­anir ein­göngu að hrein­orku­bíl­um. Í norska fjár­laga­frum­varp­inu 2022 eru lagðar til fjöl­þættar breyt­ingar til að ljúka orku­skipt­unum og auka tekjur rík­is­ins af öku­tækjum á ný. Þar er m.a. lagt til að öllum stuðn­ingi við tengilt­vinn­bíla, sem fel­ast m.a. í lægri bif­reiða­gjöld­um, verði hætt og stefnt að því að allir nýskráðir bílar verði hrein­orku­bílar árið 2025. Ein helsta hindr­unin fyrir því að Nor­egur nái mark­miðum sínum um að allar nýjar fólks­bif­reiðar og léttar sendi­bif­reiðar verði hrein­orku­bif­reiðar árið 2025 er fjöldi tengilt­vinn­bíla sem hefur auk­ist þar í landi síð­ustu ár. Vegna þessa er það mark­mið norskra stjórn­valda að draga til muna úr skatta­legum hvötum fyrir tengilt­vinn­bif­reið­ar, segir fiármálaráð­herra Nor­egs í októ­ber 2021.“

Með því að ívilna ein­ungis hreinum raf­magns­bílum verði þeir mun hag­kvæm­ari kostur fyrir þá sem vilja fara í orku­skipt­i. 

„Óskil­virk aðgerð sem orki tví­mæl­is“

Árið 2020 ákvað Alþingi, eftir til­lögu efna­hags- og við­skipta­nefndar þar um, að ganga enn lengra við að hvetja bíla­leigur til orku­skipta. Var það gert með því að tryggja leig­unum rétt til afsláttar af vöru­gjöldum sem lögð eru á bif­reiðar við inn­flutn­ing gegn skuld­bind­ingu um að hlutur raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bif­reiða nemi 15 pró­sent af heild­ar­inn­kaupum þeirra árið 2021 og 25 pró­sent 2022. 

Þetta var gert á þeim grund­velli að bíla­leigur kaupi inn stóran hluta allar nýskráðra bif­reiða hér­lend­is, selji þær svo á almennum mark­aði eftir til­tekin tíma og hafi því veru­leg áhrif á þróun og sam­setn­ingu bíla­flot­ans á Ísland­i. 

Auglýsing
Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins segir að það sé mat þess að vöru­gjaldsí­viln­un­in, sem hafi það mark­mið að draga úr losun koltví­sýr­ings, sé „óskil­virk aðgerð sem orki tví­mæl­is“. Frá árs­byrjun til byrjun nóv­em­ber 2021 nam afslátt­ur­inn alls 839 millj­ónum króna. Hann geri hins vegar jarð­efna­elds­neyt­is­bíla ódýr­ari og vinni því að hluta gegn raf­væð­ingu bíla­l­eigna. „Bíla­leigur í heild hafa nú þegar náð 27 pró­sent hlut­deild vist­vænna bíla í nýskrán­ingum það sem af er þessu ári, en hverri og einni nægir 15 pró­sent hlut­deild árið 2021 og 25 pró­sent hlut­deild árið 2022 til að fá veru­legan skatt­afslátt af jarð­efna­elds­neyt­is­bílum sín­um. Hjá bíla­leigum sem hafa náð til­skil­inni hlut­deild skapar kerfið hvata til að kaupa jarð­efn­iselds­neyt­is­bíla sem síðan fara í end­ur­sölu að 1-2 árum liðn­um. [...] Tengilt­vinn­bif­reið sem bíla­leiga flytur inn mun aug­ljós­lega keyra mikið á bens­ín­i/dísil og lítil ástæða er til að styðja sér­stak­lega við að bíla­leigur kaupi inn tengilt­vinn­bif­reið­ar.“

Tekju­tap ígildi fórnaðra mögu­leika

Á grund­velli alls fram­an­greinds, og þess gíf­ur­lega kostn­aðar sem til­lögur hags­muna­sam­tak­anna þriggja um áfram­hald­andi íviln­anir fyrir tengilt­vinn­bíla á greiðslu virð­is­auka­skatts myndu hafa í för með sér fyrir rík­is­sjóð, sem ráðu­neytið áætlar gróf­lega að séu um 20 millj­arðar króna, er það nið­ur­staða þess að ekki sé rétt að fram­lengja íviln­an­irn­ar. 

Að mati ráðu­neyt­is­ins yrði aðgerðin ein­fald­lega ekki kostn­að­ar­skil­virk aðgerð í loft­lags­málum enda séu íviln­anir fyrir tengilt­vinn­bíla „dýr aðgerð í krónum talin í sam­an­burði við aðrar stuðn­ings­að­gerðir við orku­skipti í vega­sam­göng­um.“ Tekju­tap rík­is­ins vegna íviln­ana sé ígildi fórnaðra mögu­leika á að veita fram­lög til ann­arra aðgerða að sama mark­miði, svo sem hleðslu­inn­viða, raf­væð­ingar hafna eða ann­ar­s. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar