Bára Huld Beck Aðalheiður Magnúsdóttir
Bára Huld Beck

„Þetta rústaði svolítið jólunum í fyrra“

Jólasýning Ásmundarsalar er nú haldin í fjórða sinn undir yfirskriftinni Svona eru jólin og segir Aðalheiður Magnúsdóttir, eigandi hússins, veggina hafa aldrei verið jafn þétt skipaða. Hún líkir jólasýningunni við myndlistarannál ársins 2021, enda var sérstaklega óskað eftir nýjum verkum fyrir sýninguna. Uppákoman á Þorláksmessu í fyrra var ein sú leiðinlegasta sem Aðalheiður hefur lent í en í ár verður farið að öllu með gát.

Jóla­sýn­ingar líkt og þær sem á síð­ustu árum hafa sprottið upp koll­inum eru langt í frá nokk­urra ára gam­all sið­ur. Um miðja síð­ustu öld voru til að mynda nokkrar slíkar jóla­sýn­ingar haldnar að Freyju­götu 41, í Ásmund­ar­sal Í umfjöllun Þjóð­vilj­ans frá 11. des­em­ber 1949 um eina þá allra fyrstu segir að það hafi verði verið stillt svo í hóf að lista­verkin á sýn­ing­unni gætu vel ratað í jóla­pakk­ana. Strax þá var rætt um að gera slíka jóla­sýn­ingu að árlegum við­burði á aðvent­unni og nokkrar slíkar sýn­ingar voru haldnar í hús­inu þegar þar var rek­inn List­vina­sal­ur­inn á sjötta ára­tugn­um.

Þessi siður var svo end­ur­vak­inn í Ásmund­ar­sal fyrir um þremur árum síðan þegar fyrsta jóla­sýn­ing­in, Le Grand Salon de Noël, leit dags­ins ljós. Jóla­sýn­ing Ásmund­ar­salar er því nú haldin í fjórða sinn, í þetta sinn undir yfir­skrift­inni Svona eru jólin. Eig­andi húss­ins, Aðal­heiður Magn­ús­dótt­ir, eða Heiða eins og hún er iðu­lega köll­uð, segir vegg­ina í Ásmund­ar­sal aldrei hafa verið jafn þétt skip­aða og nú. Um 180 lista­menn eigi verk á jóla­sýn­ing­unni þetta árið, alls um 600 tals­ins. Lista­verkin eru af ýmsum toga, mál­verk, teikn­ing­ar, ljós­mynd­ir, skúlp­t­úrar og grafík og prent­verk, svo eitt­hvað sé nefnt.

Opin vinnu­stofa í Gryfj­unni allan sýn­ing­ar­tím­ann

Heiða stendur ekki ein í stafni við gerð jóla­sýn­ing­ar­inn­ar, sýn­ing­ar­stjórar eru lista­menn­irnir Leifur Ýmir Eyj­ólfs­son og Sig­urður Atli Sig­urðs­son. Þeir hafa á und­an­förnum árum starf­rækt prent­verk­stæði og og staðið fyrir útgáfu undir nafn­inu Prent & vin­ir. Á sýn­ing­ar­tíma halda Prent & vinir úti graf­íkverk­stæði í Gryfj­unni í Ásmund­ar­sal, nokk­urs konar opinni vinnu­stofu, þar sem gestum gefst kostur að fylgj­ast með ólíkum lista­mönnum að störfum og kaupa verk þeirra nán­ast áður en þau þorna.

Þrátt fyrir að jóla­sýn­ingin standi yfir í um þrjár vikur ár hvert þá litar hún starf Heiðu allt árið enda þarf mik­inn und­ir­bún­ing til að koma sýn­ingu sem þess­ari á kopp­inn. „Við erum varla búin að taka niður jóla­sýn­ing­una þegar und­ir­bún­ingur fyrir næstu jóla­sýn­ingu hefst,“ segir Heiða. „Þá förum við yfir hvað megi betur fara, hvernig við getum skipu­lagt okkur betur og annað þess háttar en þetta er að verða straum­línu­lag­aðra með hverju árinu hjá okk­ur.“

Áður en upp­setn­ing getur haf­ist þarf einnig að velja inn verk á sýn­ing­una. „Við veljum lista­menn sem við bjóðum að taka þátt í sýn­ing­unni. Þetta árið óskuðum við eftir að verk væru sér­stak­lega unnin fyrir þessa sýn­ingu “ Þannig að þetta er mjög skipu­lagt þó þetta hafi á sér þennan ævin­týra­lega, kao­tíska brag. Það má segja að þetta sé mjög vel und­ir­búið og skipu­lagt kaós,“ segir Heiða.

Sú hefð hefur skap­ast á jóla­sýn­ingum að hengja upp verk með svoköll­uðu salon-­upp­hengi, þar sem veggirnir eru nýttir til hins ítrasta og öllum reglum um mið­línu og augn­hæð er kastað á glæ. Það er þó ekki svo að kylfa sé látin ráða kasti við upp­setn­ingu sýn­ing­ar­innar sem tekur um viku. Heiða segir þá viku vera mjög skemmti­legan tíma. „Þá byrjum við í þessum „tetris“ að sjá hvað passar saman og hvernig litir virka og hvernig þetta flæðir allt sam­an, svo það er líka mikil kúnst að láta þetta allt mynda eina fal­lega heildar mynd.“

Sýn­ingin og sýn­ing­ar­skráin ann­áll mynd­listar hvers árs

Við upp­setn­ing­una gefst líka tæki­færi til þess að kynn­ast verk­un­um. „Það sem er líka gaman er að þegar við erum búin að vera hengja upp þessar myndir í heila viku, þá þekkir maður orðið mynd­irnar og lista­menn­ina og er búin að kynna sér hvað liggur að baki. Það er því ánægju­legt að miðla þeim upp­lýs­ingum áfram til gest­anna.“

Er ein­hver rauður þráður í lista­verkum íslenskra sam­tíma­lista­manna í dag eða er eitt­hvað sér­stakt sem íslenskir sam­tíma­lista­menn fjalla um, umfram ann­að?

„Sig­urður Atli lýsir því vel þegar hann segir að maður verði var við að lista­menn leyfi efn­inu að taka völd­in, það fær að flæða óhindr­að. Mynd­list á það til að búa til mótefni fyrir sam­fé­lagið sem und­an­farið hefur skil­greinst af hindr­un­um. Það verður athygl­is­vert þegar fram líða stundir að leita aftur í bæk­linga síð­ustu ára og sjá hvaða straumar voru í gangi á hverjum tíma. Það má segja að sýn­ingin og þar af leið­andi bæk­ling­ur­inn sé ann­áll þess sem er að ger­ast í list ár hvert. Hér koma saman bæði nýút­skrif­aðir lista­menn jafnt sem eldri og reynd­ari.“

Í ár líkt og áður hefur verið lögð mikil vinna í þennan bæk­ling. Hvað get­urðu sagt mér um hann?

„Hann hef­ur, eins og sýn­ingin sjálf, þró­ast frá sýn­ingu til sýn­ing­ar. Þetta árið er það Olga Elliot sem hannar bæk­ling­inn í sam­starfi við Prent og vini og í honum má finna smá „bio“ um hvern lista­mann fyrir sig. Bæk­ling­inn má einnig finna á net­inu á asmund­ar­sal­ur.­is.“

„Hell­ing­ur“ nú þegar selst

Spurð að því hvort mikið hafi selst segir Heiða að sýn­ingin hafi farið virki­lega vel af stað og greini­legt að fólk sé mjög áhuga­samt. Nú þegar er búið að selja „al­veg hell­ing“.

Það getur reynst nauðsynlegt að styðjast við stiga þegar gestir vilja skoða betur, eða kaupa, þær myndir sem hanga hve hæst í salnum.
Bára Huld Beck

„Við buðum fólki upp á pönnu­kökur þegar við opn­uð­um. Við vorum með tjald hérna fyrir utan þannig að fólk gæti hinkrað þar ef það væri of margt fólk í saln­um, í ljósi aðstæðna. Og það var ótrú­lega fal­legt flæði af fólki allan dag­inn. Veðrið lék við okkur og það var ein­stakur hátíð­leiki í loft­in­u.“

Nú hafa svona basarar verið að spretta upp og þeim fjölgað á síð­ustu árum. Hvað veldur því?

„Áhugi á list hefur stór­auk­ist og kannski er yngra fólkið farið að sækja meira í að vera með alvöru list frekar heldur en í plakata­menn­ing­una sem var mjög lengi í tísku.“

Eitt af því sem Heiðu finnst svo skemmti­legt við það að halda þessa sýn­ingu ár eftir ár er að fá að fylgj­ast með þessu verða að hefð hjá fólki. „Það er orðin hefð hjá fólki að líta til okkar í bæj­ar­ferð fyrir jólin og margir sem kaupa sér alltaf verk. Hjón koma saman og kaupa sér sam­eig­in­lega jóla­gjöf. Ungt fólk og jafn­vel ung­lingar eru að kaupa sér verk í jóla­gjöf, svona sitt fyrsta lista­verk.“

Spurð að því hvort jóla­basar­arnir séu orðnir mik­il­vægir fyrir lista­menn, á svip­aðan hátt og jóla­bóka­flóðið fyrir rit­höf­unda, segir Heiða svo vera. Hægt sé að tala um lista­mark­aða­flóð og með því fylgi aukin fjöl­breytni.

Getur íslenskur list­mark­aður staðið undir því að svona margir stórir basarar séu haldnir á þessum skamma tíma ár eftir ár?

„Það hlýtur að þýða það að lista­mark­að­ur­inn hefur stækkað síð­ustu árin sem er mjög ánægju­leg­t.“

Hissa á að húsið skyldi selt á opnum mark­aði

Menn­ing­ar­starf­semi hvers konar hefur ein­kennt húsið sem stendur að Freyju­götu 41 nán­ast allar götur síðan Ásmundur Sveins­son reisti húsið handa sér og Gunn­fríði Jóns­dóttur konu sinni. Þau fluttu inn á Freyju­göt­una árið 1934 og iðk­uðu þar list sína en þau voru bæði mynd­höggv­ar­ar. Árið 1940 skildu Ásmundur og Gunn­fríður og þau skiptu í kjöl­farið hús­inu á milli sín. Gunn­fríður fékk syðri helm­ing húss­ins en Ásmundur nyrðri hlut­ann. Gunn­fríður bjó og starf­aði í sínum helm­ingi húss­ins allt þar til hún lést árið 1968. Ásmundur reisti sér aftur á móti nýtt íbúð­ar­hús og vinnu­stofu í Sig­túni eftir skiln­að­inn, hvar Ásmund­ar­safn er til húsa í dag.

Í sínum helm­ingi Ásmund­ar­salar rak Ásmundur sýn­ing­ar­sal um tíma og þar var List­vina­sal­ur­inn starf­ræktur á árunum 1951 til 1954 og svo var þar Mynd­lista­skól­inn í Reykja­vík til húsa um ára­bil. Áður en Heiða festi kaup á hús­inu ásamt manni sín­um, fjár­fest­inum Sig­ur­birni Þor­kels­syni, hafði Lista­safn ASÍ haft þar aðset­ur. Þegar Alþýðu­sam­bandið aug­lýsti húsið til sölu hafði sumt fólk af því áhyggjur að menn­ing­ar­starf­semi gæti lagst af í hús­inu og eftir að fréttir voru fluttar af því að Aðal­heiður og Sig­ur­björn hefðu keypt húsið sættu kaupin jafn­vel ákveð­inni gagn­rýn­i. 

Hvernig var það að fylgj­ast með þeirri umfjöllun og að lesa þessa gagn­rýni?

„Þessi gagn­rýni var mjög skilj­an­leg. Ég var í raun og veru alveg jafn hissa og allir aðrir að húsið væri selt á almennum mark­aði. Við lesum á sínum tíma í fast­eigna­aug­lýs­ing­unum í Mogg­anum að húsið væri til sölu.“

Heiða segir því næst frá útskrift­ar­verk­efni sínu í hönnun og mark­aðs­setn­ingu frá Par­sons háskóla í New York sem sner­ist um það að skapa list­hús þar sem allar listir myndu sam­ein­ast undir einu þaki í bland við vinnu­stofu lista­manna. Í hús­inu átti líka að vera kaffi­hús þar sem fólk gæti komið sam­an.

„Það er orðið mjög langt síðan þessi hug­mynd kvikn­aði en greini­lega eitt­hvað sem að blund­aði í manni. Þannig að þegar við sáum þetta aug­lýst þá hugs­uðum við að þetta væri auð­vitað full­komið hús­næði fyrir þetta gamla útskrift­ar­verk­efni, þó við hefðum ekki verið með alveg full­mót­aða sýn. Það sem er ánægju­leg­ast er að jafn­vel þeir sem að gagn­rýndu þetta á sínum tíma hafa glaðst með okkur yfir því að vel hefur tek­ist til.“

Dag­skrá húss­ins hugsuð „fyrir öll skiln­ing­ar­vit­in“

Eftir að kaupin voru frá­gengin tóku við fram­kvæmd­ir. Par­k­etið í sýn­ing­ar­salnum á efri hæð­inni var rifið upp og nú ganga gestir þar um gólf á fal­leg­um, grænum terr­azzo flís­um. Á jarð­hæð­inni þurfti mikið átak til þess að opna rýmið þar sem nú er kaffi­hús en í tíð Lista­safns ASÍ var sá hluti húss­ins hólfaður niður í smærri her­bergi, líkt og minn­ugt mynd­list­ar­á­huga­fólk man ef til vill eft­ir.

„Við vildum setja inn kaffi­hús, þannig að við breyttum aðeins og færðum til veggi niðri til þess að ná þessu rými og fá svona hjarta í hús­ið. Gryfjan fékk svo aftur það hlut­verk að vera vinnu­stofa lista­manna. Það fer oft ekk­ert á milli mála hvað er um að vera í Gryfj­unni. Hér hafa verið lista­menn sem vinna í olíu og þá er olíu­máln­ing­ar­lykt í hús­inu og þegar Hákon Braga­son og Almar Atla­son voru hér með smíða­verk­stæði þá ang­aði allt húsið af sag­i.“

Heiða segir veggina í Ásmundarsal sjaldan eða aldrei hafa verið jafn þétt skipaða listaverkum.
Bára Huld Beck

En hvernig er það að vinna í þessu húsi?

„Það er ynd­is­legt. Það eru nátt­úr­lega ótrú­leg for­rétt­indi að fá að vinna í svona skap­andi umhverfi. Hér er alltaf líf, meira að segja út í garð­i,“ segir Aðal­heiður og á þá við Matth­ías Rúnar Sig­urðs­son mynd­höggv­ara sem hefur höggvið stórar sem smáar myndir sínar í stein um nokkra hríð í garði Ásmund­ar­sal­ar. Og upp­taln­ingin á ólíkum list­greinum sem snert er á í Ásmund­ar­sal heldur áfram:

“Eins og ég hef sagt áður þá er Ásmund­ar­salur hugs­aður fyrir öll skiln­ing­ar­vit­in. Hvort sem það er mynd­list, dans, mús­ík, hönnun eða mat­ar­upp­lif­an­ir, við finnum því stað. Við pössum okkur líka að skilja alltaf eftir rými í dag­skránni fyrir eitt­hvað óvænt og skemmti­legt sem gæti dottið inn. Til dæmis í fyrra vegna COVID, þá færð­ust til hlutir hjá okkur og þá náðum við að koma inn leik­list­ar­sýn­ingu. Þá máttu ein­ungis 25 manns koma inn í ein­u.“

Leik­list­ar­sýn­ingin sem um ræðir er Haukur og Lilja - Opnun eftir Elísa­betu Jök­uls­dóttur sem sýnd var við góðan orðstír í Ásmund­ar­sal. Hún hlaut á end­anum sex til­nefn­ingar til Grímu­verð­launa og hlaut Edda Björg Eyj­ólfs­dóttir Grímuna fyrir leik sinn.

Finnst skemmti­leg­ast að taka á móti börnum

Aðspurð seg­ist Heiða vera mjög stolt af því starfi sem unnið hafi verið í Ásmund­ar­sal á nýliðnum árum. Það þakkar hún ekki síst góðu sam­starfs­fólki en í dag er það Ólöf Rut Stef­áns­dóttir upp­lif­un­ar­hönn­uður sem sér um dag­legan rekstur Ásmund­ar­sal­ar.

„Ég er með frá­bært fólk með mér sem er líka með alla anga úti að leita að ein­hverju athygl­is­verðu og skemmti­legu. Við aug­lýsum á haustin eftir umsóknum um við­burði og sýn­ingar í hús­inu. Núna í haust voru 250 umsóknir sem bár­ust fyrir næsta ár. Það er ekki ósvipað lista­ann­álnum á jóla­sýn­ing­unni, að þegar þú færð 250 umsóknir í fangið þá sérðu hvað er að ger­ast í dansi, hvað er að ger­ast í mynd­list og það er bara virki­lega skemmti­legt að fara í gegnum það ásamt fagráði Ásmund­ar­sal­ar. Því miður getum við ekki tekið við nema brota­broti af því.“

Er eitt­hvað á þessum rúmu þremur árum sem hefur sér­stak­lega staðið upp úr fyrir þig úr starfi Ásmund­ar­sal­ar?

„Það er bara svo margt. Þetta er bara eins og börnin manns, maður vill ekki velja á milli þeirra. Það sem var virki­lega gaman að sjá var fyrsta sýn­ingin sem við vorum með eftir opn­un­ina. Á Lista­há­tíð 2018 vorum við með Atóm­stjörn­una sem var sam­vinna á milli dans­ara, leik­ara og mynd­list­ar­fólks. Þau tóku yfir allt hús­ið, garð­inn, sval­irnar og kjallarann, og húsið fyllt­ist af lífi sem var svo alltum­lykj­andi. Þessi hópur vann að verk­inu inni í hús­inu á meðan á fram­kvæmdum stóð. Þannig að þetta verk fór í gegnum allar fram­kvæmd­irnar og end­aði með okkur í frum­sýn­ingu á hús­inu. Það á sér­stakan stað í hjart­anu af því að þetta var það fyrsta sem við sýndum og það fékk ein­stak­lega góðar við­tök­ur.“

Ann­ars heldur Heiða sér­stak­lega upp á það að taka á móti börnum í húsið og hefur hún tekið upp á því að bjóða upp á heim­sóknir fyrir barna­heim­ilin og skól­ana í nágrenni Ásmund­ar­sal­ar.

„Mér finnst alltaf ótrú­lega gef­andi að taka á móti ungum börnum og segja þeim frá verk­un­um. Leifur Ýmir er til dæmis með eitt grillað verk hér á jóla­sýn­ing­unni, hann bók­staf­lega grillar verk á grilli. Þeim finnst það alveg ótrú­lega skemmti­legt. „Hvað seg­irðu, setur hann það bara í alvör­unni á grillið?!“ spyrj­a ­börn­in.“

Farin að geta brosað yfir upp­á­kom­unni á Þor­láks­messu

Fjöl­miðlaum­fjöllun um jóla­sýn­ingu þessa árs lit­ast tölu­vert af síð­asta kvöldi jóla­sýn­ing­ar­innar í fyrra. Óþarfi er að rekja í löngu máli atburða­rás­ina í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu í fyrra þegar lög­reglan var á ell­efta tím­anum á Þor­láks­messu­kvöldi „kölluð til vegna sam­kvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykja­vík­ur,“ líkt og það var orðað í upp­lýs­inga­pósti úr dag­bók lög­regl­unni sem sendur var út að morgni aðfanga­dags. Í þessum upp­lýs­inga­pósti lög­regl­unnar var einnig sér­stak­lega tekið fram að í hópnum hafi um 40-50 gestir verið sam­an­komnir í saln­um, „þar á meðal einn hátt­virtur ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands,“ og á aðfanga­dag kom það í ljós að um var að ræða Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra.

Mynd Auðar Ómarsdóttur B.B. hefur vakið nokkra athygli. í forgrunni er loðið listaverk Hrafnhildar Arnardóttur sem er betur þekkt undir listamannsnafninu Shoplifter.
Bára Huld Beck

Nú í byrjun des­em­ber var til að mynda sagt frá opnun jóla­sýn­ing­ar­innar á Smartlandi Mörtu Maríu á mbl.is undir fyr­ir­sögn­inni Sölu­sýn­ingin sem Bjarni gerði fræga opnar aftur“. Skömmu eftir opnun var innslag í kvöld­fréttum Stöðvar 2 sent út í beinni frá Ásmund­ar­sal þar sem tekið var við­tal við Auði Ómars­dóttur og hún spurð út í verk sitt á jóla­sýn­ing­unni sem nefn­ist B.B. Verk Auðar er 40 sinnum 50 sentí­metra olíu­mál­verk, por­trett­mynd af Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra. 

Hvernig horfir þetta mál allt saman við eig­endum Ásmund­ar­sal­ar?

„Þetta var nátt­úr­lega hið leið­in­leg­asta mál. En ég held að þessi síð­asta frétt með Auði sýni það að fólk er farið að geta aðeins brosað út í annað yfir þessu.“

Svo eins og staðan er núna, þá eruð þið farin að geta hlegið að þessu?

„Við erum að kom­ast þang­að. Þetta eitt það leið­in­leg­asta sem ég hef lent í, þetta rústaði svo­lítið jól­unum í fyrra, það verður bara að segj­ast eins og er.“

Dróguð þið ein­hvern lær­dóm af þessu?

„Við bara erum mjög lög­hlýð­in,“ segir Heiða kím­in. „En eftir allan þennan tíma og allar þessar rann­sóknir og yfir­heyrslur sem fóru fram þá fáum við sekt fyrir það að við Sig­ur­björn vorum ekki með grím­ur. Það var eina brot­ið. Við máttum vera með opið og hér voru ekki of marg­ir. Fjöl­miðlar voru lítið að leggja áherslu á það þegar það loks­ins kom í ljós að það var ekki neitt brot framið annað en það að grímunotkun var ábóta­vant.“

Og til hvað er opið á Þor­láks­messu í ár?

„Til klukkan tíu,“ segir Heiða og bros­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiViðtal