26 færslur fundust merktar „myndlist“

Nýtt verk Töfrateymisins í grennd Lækjarskóla í Hafnarfirði. Hænurnar hafa töluverðar áhyggjur af framtíð sinni að sögn listamannanna.
Hænur í stað óleyfilegs kosningaáróðurs
„Þetta er framhald verks sem var þar áður,“ segja listamennirnir um tvær stórar hænur sem halda uppi merkjum nýrrar stjórnarskrár við undirgöng í nágrenni Lækjarskóla í Hafnarfirði. Málað var yfir veggverk á sama stað í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.
19. október 2022
Veggverkið, sem málað var yfir daginn fyrir kosningar, hafði verið á þessum stað frá því síðasta haust.
Vegglistaverk Libiu og Ólafs þótti óleyfilegur kosningaáróður í Hafnarfirði
Yfirkjörstjórn í Hafnarfirði taldi sér ekkert annað fært en að láta mála yfir vegglistaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ólafur segir að allt eins hefði verið hægt að skikka N1 til að taka niður fána.
31. ágúst 2022
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, listafólkið Ólafur Ólafsson og Libia Castro og Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.
„Forkastanlegt að aðili með svona viðhorf gegni þessari stöðu“
Listafólkið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hafa bent ríkissaksóknara á fordómafull ummæli vararíkissaksóknara í garð listafólks í kjölfar þess að saksóknari hóf skoðun á öðrum ummælum vararíkissaksóknarans sem snúa að samkynhneigðum hælisleitendum.
25. júlí 2022
Aðgerðasinnar frá Just Stop Oil hafa meðal annars límt sig fasta við málverk víðs vegar um Bretland. Þessar myndir eru frá Royal Academy í London og Glasgow Art Gallery.
Aðgerðahópurinn sem mun valda usla þar til stjórnvöld snúa baki við olíu og gasi
„Það kann að vera lím á ramma þessa málverks en það er blóð á höndum ríkisstjórnar okkar,“ sagði einn af meðlimum Just Stop Oil er hún hafði límt sig fasta við málverk eftir Vincent van Gogh. Hópurinn hefur truflað fótboltaleiki og Formúlu 1 kappakstur.
6. júlí 2022
Vel er passað upp á Mónu Lísu í Louvre safninu í París. Þó kemur það fyrir að einhver veitist að málverkinu.
Atlögurnar að Mónu Lísu
Á dögunum makaði gestur Louvre safnsins köku utan í glerkassa Mónu Lísu að því er virðist til að vekja athygli á umhverfisvernd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til þess að skemma þetta frægasta málverk veraldarinnar.
5. júní 2022
Þrátt fyrir að verk Jens Haaning hafi ekki verið mikið fyrir augað varð það til þess að mun fleiri sóttu listasýninguna í Kunsten en reiknað var með.vÆtlunin var að sýningin yrði opin til áramóta, en var framlengd til 16. janúar sl.
Take the money and run
Fólk grípur til ýmissa ráða í því skyni að drýgja heimilispeningana. Danski myndlistarmaðurinn Jens Haaning bætti jafngildi tæpra ellefu milljóna íslenskra króna í budduna. Aðferðin hefur vakið mikla athygli, enda var það tilgangurinn.
23. janúar 2022
„Það er alveg hluti af því að vera myndlistarmaður í dag að selja verkin sín“
Að mati stofnenda Multis hafa jólabasarar brotið niður múra milli myndlistar og almennings á nýliðnum árum. Multis tekur þátt í jólabasaraflóðinu í ár í sýningarrými við Hafnartorg í Reykjavík. „Við finnum að það er spennandi að vera þar sem fólk er.“
27. desember 2021
„Þetta getur verið góð fjárfesting, sérstaklega ef þú kaupir réttu verkin“
Þær Elísabet Alma og Helga Björg í Listval segja að vitundarvakning sé að eiga sér stað meðal almennings um gildi myndlistar, „bæði út frá menningarlegum sjónarmiðum en líka bara sem fjárfesting.“ Þær settu upp jólabasar í nýju sýningarrými í Hörpu.
23. desember 2021
„Pörupiltarnir“ í gróðurhúsi íslenskrar myndlistar
„Sem betur fer verðum við aðeins betri í þessu með tímanum,“ segir Árni Már Erlingsson sem hefur rekið Gallery Port ásamt Skarphéðni Bergþórssyni í um sex ár. Þeim líkar að vera við Laugaveg og Skarpi nýtur þess að taka á móti fólki sem kemur „óvart“ inn.
21. desember 2021
„Þetta rústaði svolítið jólunum í fyrra“
Veggir Ásmundarsalar hafa aldrei verið jafn þétt skipaðir og nú að sögn Aðalheiðar Magnúsdóttur, eiganda hússins. Aðalheiður ræðir við Kjarnann um starfsemina í húsinu og jólasýningarnar sem hún líkir við myndlistarannál.
19. desember 2021
„Leyfa listinni að lýsa upp skammdegið“ á Ljósabasar Nýló
Ljósabasar Nýló er nú haldinn í þriðja sinn og rúmlega 200 verk um 70 félagsmanna eru til sölu á basarnum í Marshallhúsinu. Safnstjóri segir frábært að safnið hafi fengið fastan samastað í húsinu og hún spáir íslensku myndlistarsenunni bjartri framtíð.
17. desember 2021
Gestir virða fyrir sér annan af þeim römmum sem Jens Haaning sendi nútímalistasafninu í Álaborg. Til stóð að ramminn væri fulllur af dönskum seðlum.
Hnuplaði 11 milljónum króna með aðstoð listagyðjunnar
Í stað þess að ramma peningaseðla inn fyrir sýningu í nútímalistasafninu í Álaborg þá stakk listamaðurinn Jens Haaning peningunum sem hann hafði fengið til verksins frá safninu einfaldlega í vasann. Sá gjörningur varð listaverkið og rammarnir hanga tómir.
2. október 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
18. september 2021
Frá heimsókn spænsku konungshjónanna í Guggenheim safnið í Bilbao í júlí í fyrra.
Ráðast í hópfjármögnun til að halda einu þekktasta kennileiti Bilbao í blóma
Eitt af þekktari verkum í safneign Guggenheim safnsins í Bilbao er tólf metra hár hvolpur sem samanstendur af blómum. Hvolpurinn sem hefur staðið við inngang safnsins í bráðum aldarfjórðung þarfnast nú viðgerða.
13. júlí 2021
Listamaðurinn er sagður hafa sótt innblástur í þessa teikningu sína þegar hann málaði eitt af sínum frægustu verkum, Hefðarkonu með hreysikött.
Teikning á stærð við post-it miða eftir Leonardo da Vinci seldist á 1,5 milljarða
Einungis eitt boð barst í Bjarnarhöfuð Leonardos þegar það var selt á uppboði Christie's á fimmtudag. Teikningin sem er frá um 1480 og agnarsmá, sjö sentímetrar á hvora hlið, seldist á metfé.
10. júlí 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
19. júní 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
18. maí 2021
Bandalag íslenskra listamanna og listráð Hafnarborgar gagnrýna afskipti bæjarstjóra
BÍL kallar eftir fjarlægð milli pólitískra valdhafa frá listrænum ákvörðunum. Listráð Hafnarborgar segir niðurtöku listaverks „óforsvaranlegt inngrip í listræna starfsemi safnsins.“ Löng umræða um málið fór fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær.
13. maí 2021
Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar á gafli Hafnarborgar á meðan það hékk þar.
Brýna fyrir bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði að kynna sér siðareglur og virða þær
Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna segir inngrip bæjarstjóra vekja áleitnar spurningar um sjálfstæði safna. Það sem gerðist í Hafnarborg sé „hvorki í samræmi við siðareglur né safnalög, og telst vera óeðlileg afskipti af stjórnun safns,“ segir í ályktun.
10. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
7. maí 2021
Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
„Stórfurðulegt og alvarlegt“ að bæjarstjóri biðji um að listaverk sé fjarlægt
Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar í gærmorgun að beiðni bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld segja leyfi hafa skort en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
3. maí 2021
Verðir standa vörð um Salvator Mundi í útibúi Christie's í London. Myndin var seld hjá Christie's í New York fyrir 450 milljón Bandaríkjadali í nóvember árið 2017.
Louvre neitaði að sýna dýrasta málverk sögunnar á forsendum krónprins Sádi-Arabíu
Mohammad bin Salman vildi að að málverk í hans eigu yrði sýnt við hlið Monu Lisu á sýningu Louvre og verkið sagt eftir Leonardo að öllu leyti. Það hefði verið líkt og að þvætta 450 milljón dala verk að mati viðmælanda nýrrar heimildarmyndar um málverkið.
10. apríl 2021
Tilkoma NFT skekur listheiminn
None
20. mars 2021
Ein af myndunum eftir Jim Lyngvild í Heilagsandakirkjunni í Faaborg
Kirkjulist eða klám
Undir venjulegum kringumstæðum er ekki dagsdaglega stríður straumur fólks í Heilagsandakirkjuna í Faaborg á Fjóni. Undanfarið hefur hins vegar fjöldi fólks streymt í kirkjuna, ekki þó til að hlýða á guðsorð eða biðjast fyrir.
19. júlí 2020
Salvator Mundi var talið glatað í margar aldir þangað til að það kom fram á ný árið 2011. Það þykir bra öll helstu einkenni Leonardos og er nú orðið dýrasta listaverk allra tíma.
Í þá tíð... Frelsari heimsins seldur á metfé
Uppboðshaldarinn Christie‘s í New York setti nýtt met nýlega þegar málverk sem talið er eftir Leonardo da Vinci seldist á 450 milljónir Bandaríkjadala. Þetta er aðeins í þriðja skiptið sem sérfræðingar hafa almennt vottað „nýtt“ da Vinci-verk.
26. nóvember 2017
Megin þemað persónuleg tjáning
Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistamaður safnar fyrir útgáfu bókarinnar Valbrá á Karolina fund.
26. mars 2017