Hnuplaði 11 milljónum króna með aðstoð listagyðjunnar

Í stað þess að ramma peningaseðla inn fyrir sýningu í nútímalistasafninu í Álaborg þá stakk listamaðurinn Jens Haaning peningunum sem hann hafði fengið til verksins frá safninu einfaldlega í vasann. Sá gjörningur varð listaverkið og rammarnir hanga tómir.

Gestir virða fyrir sér annan af þeim römmum sem Jens Haaning sendi nútímalistasafninu í Álaborg. Til stóð að ramminn væri fulllur af dönskum seðlum.
Gestir virða fyrir sér annan af þeim römmum sem Jens Haaning sendi nútímalistasafninu í Álaborg. Til stóð að ramminn væri fulllur af dönskum seðlum.
Auglýsing

Nýjasta sköp­un­ar­verk danska lista­manns­ins Jens Haan­ing hefur vakið reiði meðal stjórn­enda nútíma­lista­safns­ins í Ála­borg, þar sem verkið er til sýn­is. Ástæðan er ein­föld: lista­verkið sem um ræðir er hreinn og klár þjófn­aður og ekki í takt við það sem starfs­fólk lista­safns­ins hafði átt von á. Lista­mað­ur­inn hirti 534 þús­und danskar krón­ur, sem sam­svarar tæpum ell­efu milljón íslenskra króna, sem safnið hafði lánað lista­mann­in­um. Seðl­arnir átti lista­mað­ur­inn að nota til þess að end­ur­gera eldri lista­verk.

Lista­verkin sem til stóð að Jens myndi skila af sér áttu ann­ars vegar að sýna með­al­tekjur Dana og hins vegar með­al­tekjur Aust­ur­rík­is­manna. Líkt og áður segir er um end­ur­gerð á eldri verkum lista­manns­ins að ræða, en hann límdi pen­inga­seðla sem sam­svara með­al­tekjum á striga. Pen­ing­arnir sem safnið lán­aði lista­mann­inum áttu að vera nýttir í þeim til­gangi en þegar starfs­fólk lista­safns­ins hafði tekið á móti lista­verk­unum kom í ljós að í römm­unum voru engir pen­ing­ar. Jens Haan­ing sendi þeim nýtt lista­verk sem hann hefur gefið lýsandi nafn: „Take the Money and Run“.

Danska rík­is­út­varpið fjallar um málið en Jens var til við­tals í morg­un­þætt­inum Morgen á P1 danska rík­is­út­varps­ins á dög­un­um, ásamt safn­stjór­anum Lasse And­ers­son. Í við­tal­inu sagði Jens að sá gjörn­ingur að láta rúm­lega hálfa milljón danskra króna hverfa væri lista­verk­ið. Líkt og áður segir lán­aði safnið honum þetta fé og til stóð að hann myndi skila pen­ing­unum að sýn­ingu lok­inni en það ætlar lista­mað­ur­inn ekki að gera. „Nei, það geri ég ekki. Verkið er það að ég hef tekið þessa pen­inga þeirra,“ sagði Jens í útvarps­þætt­in­um.

Auglýsing

Mót­mælir lágum launum

Verkið er hluti sýn­ing­ar­innar Work it Out sem nú stendur yfir í nútíma­lista­safn­inu í Ála­borg. Lista­menn­irnir sem eiga verk á sýn­ing­unni beina sjónum að sjálf­virkni­væð­ingu, streitu, skil­virkni, skrifræði og auk­inni tækni­væð­ingu en sýn­ingin fjallar fyrst og fremst um atvinnu, fram­tíð hennar og teng­ingu manns­ins við vinn­una.

„Hvað er vinna og hvers vegna vinnum við? Getum við þegar fram líða stundir skapað skil­virkara vinnu­um­hverfi sem gagn­ast bæði ein­stak­lingnum sem og sam­fé­lag­in­u?“ eru á meðal þeirra spurn­inga sem varpað er fram í sýn­ing­ar­texta á vef safns­ins. Þar segir einnig að nú sé ef til vill kom­inn tími til þess að end­ur­hugsa hvernig og hversu mikið við vinn­um.

Í við­tal­inu sagði Jens hafa tekið ákvörðun um að skapa verk sem leggur út af þema sýn­ing­ar­innar í stað þess að end­ur­skapa verk sem talar inn í sam­tíma sem sé löngu lið­inn. Þetta hafi hann gert til þess að mót­mæla þaum launum sem honum stóð til boða frá safn­inu, þau hafi ein­fald­lega verið of lág.

Segir verkið ekki vera stuld heldur brot á samn­ingi

Lasse And­ers­son safn­stjóri sagði í áður­nefndu við­tali að Jens hefði með Take the Money and Run skapað áhuga­vert lista­verk og að það rími vel við umfjöll­un­ar­efni sýn­ing­ar­inn­ar. „En þetta er ekki í sam­ræmi við það sem við höfðum samið um,“ sagði Lasse og bætti því við að hann ætti ekki rétt á því að halda pen­ing­un­um. Spurður að því hvort að málið myndi rata til lög­regl­unnar ef að Jens skil­aði ekki pen­ing­unum við sýn­ing­ar­lok í jan­úar á næsta ári sagði Lasse ekki ætla að tjá sig um það.

Handan glersins er búið að koma fyrir límbandi sem átti að halda seðlunum á sínum stað. Mynd: EPA

Jens ítrek­aði að hann ætl­aði ekki að skila pen­ing­unum og hafn­aði því að um stuld væri að ræða. „Þetta er ekki þjófn­að­ur, þetta er brot á samn­ingi og brot a samn­ingi er hluti lista­verks­ins,“ sagði Jens.

Vakti athygli mynd­list­ar­gagn­rýn­anda Morg­un­blaðs­ins á síð­ustu öld

Þetta er ekki fyrsti gjörn­ingur Jens Haan­ing sem hverf­ist um und­an­skot. Þannig rataði gjörn­ingur hans inn í umfjöllun Braga Ásgeirs­son­ar, sem var mynd­list­ar­gagn­rýn­andi hjá Morg­un­blað­inu í ára­tugi, sem birt­ist í blað­inu árið 1998. Bragi hafði þá gert sér ferð til Berlínar til þess að taka púls­inn á mynd­list­ar­sen­unni þar í borg. Meðal þess sem vakti athygli hans var gjörn­ingur Jens Haan­ing en í gjörn­ingnum nýtti lista­mað­ur­inn sér skatta­lög­gjöf svo að eftir var tek­ið.

Janes setti á lagg­irnar ferða­skrif­stofu í list­húsi og seldi gestum sýn­ing­ar­innar flug­miða undir mark­aðs­verði. Þannig var mál með vexti að á þeim tíma voru skattar á listir átta pró­sentum lægri en skattar á neyslu­vörur í Þýska­landi. Bragi heit­inn stað­setti þennan gjörn­ing Dan­ans „eitt­hvað mitt á milli til­bú­innar list­ar, „ready made“, og skattsvindls.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent