Aron Einar segist vera saklaust fórnarlamb útilokunarmenningar KSÍ

Fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu segist draga þá ályktun að sjálfkjörin stjórn KSÍ hafi umboðslaus beitt sér fyrir því að honum yrði slaufað vegna „krafna sem byggjast á óljósum orðrómi um landsliðsmenn“. Hann segist aldrei hafa gerst brotlegur.

Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Auglýsing

Aron Einar Gunn­ars­son, fyr­ir­liði karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu, segir að hann hafni öllu ofbeldi og hafi „aldrei gerst brot­legur gagn­vart neinum eða neinn­i“. Það sem nú við­gang­ist sé „slauf­un­ar­menn­ing eða úti­lok­un­ar­menn­ing og hana ætti ekki að líða“ og að hann ætli sér ekki að vera með­virkur gagn­vart dóm­stól göt­unnar varð­andi atvik sem á að hafa átt sér stað fyrir ell­efu árum síð­an. „Hafi ein­hver eitt­hvað út á mig að setja þá bið ég við­kom­andi vin­sam­leg­ast að hlífa mér ekki, ásaka mig frekar og nafn­greina og gefa mér kost á að verja mig. Það er heið­ar­leg­t.“ 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem lög­maður Arons Ein­ars sendi á fjöl­miðla í dag, en hann var ekki í lands­liðs­hópnum sem til­kynntur var skömmu eftir hádegi og það sagt vera vegna „ut­an­að­kom­andi“ ástæðn­a. 

Auglýsing
Í yfir­lýs­ing­unni segir Aron Einar að hann geti aðeins dregið þá ályktun að kom­andi sjálf­kjörin stjórn KSÍ hafi umboðs­laus beitt sér fyrir því að honum yrði slauf­að. „Ár­angur lands­liðs­ins hefur ekki verið þannig að skyn­sam­legt sé að setja reynd­ustu menn­ina til hliðar og því er það ekki ástæð­an. Ég hef heldur ekki beðið Arnar Þór um trúnað um þær ástæður að hann velji mig ekki. Fyrir mig, og fjöl­skyldu mína og vini sem þekkja til mín, er mjög sárt að KSÍ, sem ég hef í 97 lands­leikjum gefið alla mína krafta skuli setja mig til hliðar vegna krafna sem byggj­ast á óljósum orðrómi um lands­liðs­menn. Þetta er óverj­andi staða.“ 

Aron Einar segir í yfir­lýs­ing­unni að á sam­fé­lags­miðlum hafi verið til umræðu atburður sem sagt sé að hafi átt sér stað í Kaup­manna­höfn 2010. „Ég hef ekki fengið tæki­færi til að ræða málið form­lega við KSÍ, eða verið gef­inn kostur á standa á rétti mínum gagn­vart ávirð­ing­un­um, og því sárnar mér þessi fyr­ir­vara­lausa ákvörðun um að verða settur út úr lið­inu. Í ofaná­lag hefur lög­regla aldrei haft sam­band við mig vegna nokk­urs máls. Ég hef engar til­kynn­ingar fengið um að ég hafi á ein­hverjum tíma­punkti verið undir grun og aldrei verið boð­aður í yfir­heyrslu.“

Hann seg­ist hafa ákveðið að óska eftir því við lög­reglu­yf­ir­völd að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ell­efu árum.

Sagði ákvörð­un­ina í sam­ráði við Aron Einar

Þegar Arnar Þór Við­ars­son lands­liðs­þjálf­arið var spurður út í það á blaða­manna­fundi í dag af hverju Aron Einar væri ekki í hópnum þá sagð­ist hann hafa tekið þá ákvörðun sjálf­­ur. „Ástæð­­urnar fyrir því eru utan­­að­kom­andi og ég get ekki farið nánar út í það í dag. Ég bið ykkur að virða það.“

Hann sagð­ist hafa átt góð sam­­töl við Aron Einar um málið en fyr­ir­lið­inn gaf kost á sér í lið­ið. Arnar Þór sagð­ist ekki vita hvað fram­­tíðin bæri í skauti sér varð­andi veru Arons Ein­­ars í lands­lið­inu en þessi ákvörðun ætti ein­ungis við um þessa tvo leiki.

Sam­­kvæmt Arn­­ari Þór var ákvörð­unin tekin í sam­ráði við Aron Ein­­ar. Hann vildi ekki útskýra nánar hvað fælist í þessum „ut­an­að­kom­andi“ aðstæðum en þegar tím­inn væri kom­inn á að gera það myndu þeir útskýra málið frek­­ar.

í sam­tali deild­­­ar­­­stjóra sam­­­skipta­­­deildar KSÍ við Kjarn­ann í dag kom fram að stjórn KSÍ hefði ekki haft afskipti af vali þjálf­­ara karla­lands­liðs­ins í fót­­bolta fyrir kom­andi leiki.

KSÍ seg­ist hafa fengið ábend­ingu um málið

Málið hefur valdið miklum titr­ingi innan KSÍ en það hófst þegar Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir skrif­aði grein í Vísi þar sem hún sak­aði KSÍ um þöggun varð­andi kyn­­ferð­is­of­beldi af hendi lands­liðs­­manna.

Vís­aði hún til frá­­­sagnar ungrar konu af kyn­­ferð­is­­legu ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2010 sem hún birti á sam­­fé­lags­miðlum í byrjun maí en ger­end­­urnir voru sagðir hafa verið lands­liðs­­menn Íslands í fót­­bolta. „Fleiri frá­­sagnir eru um lands­liðs­­menn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kyn­­ferð­is­­legu og heim­il­is­of­beldi. Þetta virð­ist ekki hafa haft nein áhrif á vel­­gengni þess­­ara manna. Þeim er hampað og njóta mik­illa vin­­sælda meðal þjóð­­ar­inn­­ar. Þögg­unin er alger, og KSÍ ber vita­skuld ábyrgð á henn­i,“ sagði meðal ann­­ars í grein Hönnu Bjarg­­ar.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að KSÍ hafi fengið ábend­ingu um meint atvik eftir lands­­leik Dan­­merkur og Íslands í Kaup­­manna­höfn í sept­­em­ber 2010 þar sem tveir lands­liðs­­menn voru ásak­aðir um kyn­­ferð­is­­legt ofbeldi gegn stúlku „snemm­sum­­­ars á þessu ári“ eða 2. eða 3. júní síð­­ast­lið­inn. Seinnipart sum­­­ars barst svo aftur skrif­­leg ábend­ing um sama mál.

Þetta kom fram í svari KSÍ við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans. KSÍ svar­aði ekki hvort málið hafi farið í sér­­stakan verk­­feril þegar ábend­ingin barst í byrjun júní.

Guðni neit­aði því að ábend­ing hefði verið form­leg

Guðni Bergs­­son fyrr­ver­andi for­­maður KSÍ sem sagði af sér emb­ætti í lok síð­asta mán­aðar neit­aði því hins vegar í sam­tali við Kjarn­ann að sam­­bandið hafi fengið for­m­­lega ábend­ingu um meint kyn­­ferð­is­brot lands­liðs­­manna. KSÍ hefði borist nafn­­laust bréf þar sem meðal ann­­ars var spurt hvort þau vildu „virki­­lega að fyr­ir­­myndir allra barna sem hafa áhuga á fót­­bolta“ væru kyn­­ferð­is­af­brota- og ofbeld­is­­menn.

„Við vissum um til­­vist þessa máls í gegnum sam­­fé­lags­miðla. Við vissum það. Það kom upp á yfir­­­borðið í jún­í­mán­uði en ég hefði ekki vit­­neskju um það hvort þetta til­­­tekna nafn­­lausa bréf beind­ist að þessu máli enda kemur það ekk­ert fram í bréf­in­u,“ sagði Guðni. „Við reyndum auð­vitað að átta okkur á því miðað við hvernig sú frá­­­sögn var án nafn­­grein­ingar hvað væri í raun og veru hægt að gera í mál­inu. Við reyndum í sjálfu sér að fá það fram í gegnum tengilið hvað hún vildi við­haf­­ast í mál­inu þar sem hún væri með for­ræði á því.“

Þegar Guðni var spurður hvort KSÍ hefði náð sam­bandi við þol­and­ann svar­aði hann því neit­andi. „Við náðum alla­­vega aldrei að ræða við hana. Þol­and­inn ræddi aldrei beint við okk­­ur, nei.“

Í bréf­inu sem Kjarn­inn hefur undir höndum er ekki til­­­greint sér­­stakt atvik eða nöfn þolenda eða ger­anda.

Ómar Smára­­son, deild­­ar­­stjóri sam­­skipta­­deildar KSÍ, árétt­aði í sam­tali við Kjarn­ann sama dag að KSÍ hefði borist ábend­ing um mál­ið. Hann sagð­ist ekki hafa vit­­neskju um það hvort umrætt bréf hafi verið ábend­ingin en hann stað­­festir í tvígang að ábend­ing hafi borist KSÍ í byrjun júní. „Það er alveg klárt mál.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent