Aron Einar segist vera saklaust fórnarlamb útilokunarmenningar KSÍ

Fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu segist draga þá ályktun að sjálfkjörin stjórn KSÍ hafi umboðslaus beitt sér fyrir því að honum yrði slaufað vegna „krafna sem byggjast á óljósum orðrómi um landsliðsmenn“. Hann segist aldrei hafa gerst brotlegur.

Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Auglýsing

Aron Einar Gunn­ars­son, fyr­ir­liði karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu, segir að hann hafni öllu ofbeldi og hafi „aldrei gerst brot­legur gagn­vart neinum eða neinn­i“. Það sem nú við­gang­ist sé „slauf­un­ar­menn­ing eða úti­lok­un­ar­menn­ing og hana ætti ekki að líða“ og að hann ætli sér ekki að vera með­virkur gagn­vart dóm­stól göt­unnar varð­andi atvik sem á að hafa átt sér stað fyrir ell­efu árum síð­an. „Hafi ein­hver eitt­hvað út á mig að setja þá bið ég við­kom­andi vin­sam­leg­ast að hlífa mér ekki, ásaka mig frekar og nafn­greina og gefa mér kost á að verja mig. Það er heið­ar­leg­t.“ 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem lög­maður Arons Ein­ars sendi á fjöl­miðla í dag, en hann var ekki í lands­liðs­hópnum sem til­kynntur var skömmu eftir hádegi og það sagt vera vegna „ut­an­að­kom­andi“ ástæðn­a. 

Auglýsing
Í yfir­lýs­ing­unni segir Aron Einar að hann geti aðeins dregið þá ályktun að kom­andi sjálf­kjörin stjórn KSÍ hafi umboðs­laus beitt sér fyrir því að honum yrði slauf­að. „Ár­angur lands­liðs­ins hefur ekki verið þannig að skyn­sam­legt sé að setja reynd­ustu menn­ina til hliðar og því er það ekki ástæð­an. Ég hef heldur ekki beðið Arnar Þór um trúnað um þær ástæður að hann velji mig ekki. Fyrir mig, og fjöl­skyldu mína og vini sem þekkja til mín, er mjög sárt að KSÍ, sem ég hef í 97 lands­leikjum gefið alla mína krafta skuli setja mig til hliðar vegna krafna sem byggj­ast á óljósum orðrómi um lands­liðs­menn. Þetta er óverj­andi staða.“ 

Aron Einar segir í yfir­lýs­ing­unni að á sam­fé­lags­miðlum hafi verið til umræðu atburður sem sagt sé að hafi átt sér stað í Kaup­manna­höfn 2010. „Ég hef ekki fengið tæki­færi til að ræða málið form­lega við KSÍ, eða verið gef­inn kostur á standa á rétti mínum gagn­vart ávirð­ing­un­um, og því sárnar mér þessi fyr­ir­vara­lausa ákvörðun um að verða settur út úr lið­inu. Í ofaná­lag hefur lög­regla aldrei haft sam­band við mig vegna nokk­urs máls. Ég hef engar til­kynn­ingar fengið um að ég hafi á ein­hverjum tíma­punkti verið undir grun og aldrei verið boð­aður í yfir­heyrslu.“

Hann seg­ist hafa ákveðið að óska eftir því við lög­reglu­yf­ir­völd að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ell­efu árum.

Sagði ákvörð­un­ina í sam­ráði við Aron Einar

Þegar Arnar Þór Við­ars­son lands­liðs­þjálf­arið var spurður út í það á blaða­manna­fundi í dag af hverju Aron Einar væri ekki í hópnum þá sagð­ist hann hafa tekið þá ákvörðun sjálf­­ur. „Ástæð­­urnar fyrir því eru utan­­að­kom­andi og ég get ekki farið nánar út í það í dag. Ég bið ykkur að virða það.“

Hann sagð­ist hafa átt góð sam­­töl við Aron Einar um málið en fyr­ir­lið­inn gaf kost á sér í lið­ið. Arnar Þór sagð­ist ekki vita hvað fram­­tíðin bæri í skauti sér varð­andi veru Arons Ein­­ars í lands­lið­inu en þessi ákvörðun ætti ein­ungis við um þessa tvo leiki.

Sam­­kvæmt Arn­­ari Þór var ákvörð­unin tekin í sam­ráði við Aron Ein­­ar. Hann vildi ekki útskýra nánar hvað fælist í þessum „ut­an­að­kom­andi“ aðstæðum en þegar tím­inn væri kom­inn á að gera það myndu þeir útskýra málið frek­­ar.

í sam­tali deild­­­ar­­­stjóra sam­­­skipta­­­deildar KSÍ við Kjarn­ann í dag kom fram að stjórn KSÍ hefði ekki haft afskipti af vali þjálf­­ara karla­lands­liðs­ins í fót­­bolta fyrir kom­andi leiki.

KSÍ seg­ist hafa fengið ábend­ingu um málið

Málið hefur valdið miklum titr­ingi innan KSÍ en það hófst þegar Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir skrif­aði grein í Vísi þar sem hún sak­aði KSÍ um þöggun varð­andi kyn­­ferð­is­of­beldi af hendi lands­liðs­­manna.

Vís­aði hún til frá­­­sagnar ungrar konu af kyn­­ferð­is­­legu ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2010 sem hún birti á sam­­fé­lags­miðlum í byrjun maí en ger­end­­urnir voru sagðir hafa verið lands­liðs­­menn Íslands í fót­­bolta. „Fleiri frá­­sagnir eru um lands­liðs­­menn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kyn­­ferð­is­­legu og heim­il­is­of­beldi. Þetta virð­ist ekki hafa haft nein áhrif á vel­­gengni þess­­ara manna. Þeim er hampað og njóta mik­illa vin­­sælda meðal þjóð­­ar­inn­­ar. Þögg­unin er alger, og KSÍ ber vita­skuld ábyrgð á henn­i,“ sagði meðal ann­­ars í grein Hönnu Bjarg­­ar.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að KSÍ hafi fengið ábend­ingu um meint atvik eftir lands­­leik Dan­­merkur og Íslands í Kaup­­manna­höfn í sept­­em­ber 2010 þar sem tveir lands­liðs­­menn voru ásak­aðir um kyn­­ferð­is­­legt ofbeldi gegn stúlku „snemm­sum­­­ars á þessu ári“ eða 2. eða 3. júní síð­­ast­lið­inn. Seinnipart sum­­­ars barst svo aftur skrif­­leg ábend­ing um sama mál.

Þetta kom fram í svari KSÍ við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans. KSÍ svar­aði ekki hvort málið hafi farið í sér­­stakan verk­­feril þegar ábend­ingin barst í byrjun júní.

Guðni neit­aði því að ábend­ing hefði verið form­leg

Guðni Bergs­­son fyrr­ver­andi for­­maður KSÍ sem sagði af sér emb­ætti í lok síð­asta mán­aðar neit­aði því hins vegar í sam­tali við Kjarn­ann að sam­­bandið hafi fengið for­m­­lega ábend­ingu um meint kyn­­ferð­is­brot lands­liðs­­manna. KSÍ hefði borist nafn­­laust bréf þar sem meðal ann­­ars var spurt hvort þau vildu „virki­­lega að fyr­ir­­myndir allra barna sem hafa áhuga á fót­­bolta“ væru kyn­­ferð­is­af­brota- og ofbeld­is­­menn.

„Við vissum um til­­vist þessa máls í gegnum sam­­fé­lags­miðla. Við vissum það. Það kom upp á yfir­­­borðið í jún­í­mán­uði en ég hefði ekki vit­­neskju um það hvort þetta til­­­tekna nafn­­lausa bréf beind­ist að þessu máli enda kemur það ekk­ert fram í bréf­in­u,“ sagði Guðni. „Við reyndum auð­vitað að átta okkur á því miðað við hvernig sú frá­­­sögn var án nafn­­grein­ingar hvað væri í raun og veru hægt að gera í mál­inu. Við reyndum í sjálfu sér að fá það fram í gegnum tengilið hvað hún vildi við­haf­­ast í mál­inu þar sem hún væri með for­ræði á því.“

Þegar Guðni var spurður hvort KSÍ hefði náð sam­bandi við þol­and­ann svar­aði hann því neit­andi. „Við náðum alla­­vega aldrei að ræða við hana. Þol­and­inn ræddi aldrei beint við okk­­ur, nei.“

Í bréf­inu sem Kjarn­inn hefur undir höndum er ekki til­­­greint sér­­stakt atvik eða nöfn þolenda eða ger­anda.

Ómar Smára­­son, deild­­ar­­stjóri sam­­skipta­­deildar KSÍ, árétt­aði í sam­tali við Kjarn­ann sama dag að KSÍ hefði borist ábend­ing um mál­ið. Hann sagð­ist ekki hafa vit­­neskju um það hvort umrætt bréf hafi verið ábend­ingin en hann stað­­festir í tvígang að ábend­ing hafi borist KSÍ í byrjun júní. „Það er alveg klárt mál.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent